Morgunblaðið - 17.11.1989, Qupperneq 36
36
MORGUrtBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989
Minning:
EinarB. Bessason
Fæddur 15. nóvember 1922
Dáinn 11. nóvember 1989
Einn fegursti dagur frá því ein-
hverntíma snemma í vor er að
kveldi kominn. Síminn hringir, mér
er sagt að Einsi frændi sé dáinn.
Litla stund reikar hugurinn til baka
til þess tíma þegar allt lék í lyndi.
Einar Baldvin fæddist á Akur-
eyri lS. nóvember 1922, sonurhjón-
anna Ástríðar Þórðardóttur frá
Traðarkoti í Flóa og Bessa Einars-
sonar frá Hraunum í Fljótum. Alla
sína tíð barðist Einsi við erfiðan
sjúkdóm og reyndist Landspítalinn
honum sem annað heimili og hjúkr-
unarfólkið honum sem fjölskylda
nú seinni ár.
Eg mun alltaf minnast hans best
í „Teigó“, en þar dvaldist hann
mörgum stundum, og ekki eru fáar
ferðimar eða útilegumar sem voru
famar, eiginlega einungis með
ákefðina og góða skapið í fartesk-
inu, alltaf stefnt beint norður þar
sem æskustöðvar þeirra bræðra
em. Það var eins og þeir væru að
koma heim þegar Akureyri nálgað-
ist.
Byijað var að vitja kirkjugarðs
Akureyrar, þar sem pabbi þeirra
hvílir, horft yfir pollinn og dregið
djúpt að sér norðlenska loftið, síðan
haldið á tjaldstæðið og þar var rak-
in saga systkinanna á norðlenskum
slóðum.
Okkur voru sagðar sögur um hús
og menn á staðnum, sem mér, sem
fluttist mörgum ámm seinna norður
til Akureyrar, fannst sem einhveijar
rætur lægju til.
Einsi átti draum nú seinni ár,
að komast norður til æskustöðv-
anna, sem því miður var ekki fram-
kvæmanlegt sökum vanheilsu en
margar þolraunir gekk hann í gegn-
um til að geta tekið þátt í lífínu,
og mörg kraftaverkin hafa verið
unnin af læknum hans til að létta
honum þennan erfiða sjúkdóm sem
sigraði hann að lokum.
Aldrei heyrðist hann kvarta,
heldur leit á björtu hliðamar með
óbilandi trú og von um betri heilsu.
Ég kveð Einsa Bessa föðurbróður
minn í hinsta sinn, en mun alla tíð
minnast hans sem hetju, sem aldrei
lét bugast fyrr en ekki var lengur
stætt.
Megi Guðs blessun vaka yfír hon-
um um alla eilífð.
Ástríður Sigvaldadóttir
Elskulegur föðurbróðir minn er
látinn. Dauðinn er ætíð áfall, hann
kemur alltaf skyndilega þó hann
hafí lengi vofað yfír. Einar var son-
ur hjónanna Ástríðar Þórðardóttur
frá Traðarholti í Ámessýslu og
Bessa Einarssonar frá Hraunum í
Fljótum. Ástríður var seinni kona
hans. Þau eignuðust sjö böm. Sig-
valdi Búi f. á Akureyri 1915, d.
1921, Ólafía Ingibjörg, f. á Akur-
eyri 1919, Sigvaldi Búi f. á Akur-
eyri 1921, Jóhann f. á Akureyri
1922, d. 1925, Einar Baldvin var
tvíburabróðir hans, Þórður f. á
Akureyri 1924, d. 1926, og Jóhann
Þór f. á Kolviðarhóli 1926.
Einar var einstakur maður. Létt-
ur í lund, með fallegt og gáskafullt
bros. Einar var sjúklingur alla ævi.
Hann var blæðari og því ákaflega
viðkvæmur fyrir öllum áföllum. Eg
er viss um að ef hann hefði ekki
búið yfír einstöku skaplyndi og trú
á lífið þá væri hann löngu farinn
frá okkur. Við hittumst ekki mikið
föðurfólkið mitt síðustu árin, því
em minningarnar um Einar fyrst
og fremst tengdar æskuámm
mínum. Þegar við komum til ömmu
Ástríðar, sem var glæsileg og-stolt
kona, sem hafði fengið að reyna
margt í lífínu. Hún hafði misst þijá
drengi úr sama sjúkdóm og Einar
lifði við. Hjá heúni var Einar, sem
var henni einkar kær. Hann missti
mikið þegar hún lést. Við komum
oft til Ólafs og Dísu á Laufásveg-
inn, en Einar leigði lengi hjá þeim.
Einar starfaði um langt árabil hjá
Flugfélagi íslands og var ákaflega
tryggur sínu félagi. Hann naut þess
að vera með öðmm og var þá jafn-
an hrókur alls fagnaðar. Einar naut
jafnan mikillar umhyggju Ólafíu
systur sinnar og Aage mágs síns.
Minnisstæðar era stundir af Lauf-
ásveginum og úr Garðastræti í fal-
legum blómastofum þar sem tónlist
og líflegar samræður glöddu alla.
Bræðurnir þrír, Einar, Sigvaldi Búi
og faðir minn, Jóhann Þór, hafa
allir verið sjúklingar í nokkur ár.
Milli þeirra skapaðist viss sam-
kennd sem hefur án efa verið þeim
öllum mikils virði. Bræður sakna
góðs drengs.
Við kveðjum Einar með söknuði
og þökkum honum samfylgdina.
Sérstaka þökk eiga læknar og
hjúkmnarfólk sem hefur annast
hann og margir eignast hann að
vini á liðnum árum. Blessuð 'Sé
minning hans.
B.J.
Föðurbróðir minn, Einar Baldvin
Bessason, lést að kvöldi 11. nóvem-
ber á 67. aldursári.
Einar fæddist á Akureyri 15.
nóvember 1922 sonur hjónanna
Bessa Einarssonar frá Hraunum í
Minningar- og
afinælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það
eindregin tilmæli ritstjóra Morg-
unblaðsins til þeirra, sem rita
minningar- og afmælisgreinar í
blaðið, að reynt verði að forðast
endurtekningar eins og kostur
er, þegar tvær eða fleiri greinar
em skrifaðar um sama einstakl-
ing. Þá verða aðeins leyfðar
stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð
inni í textanum. Aimennt verður
ekki birtur lengri texti en sem
Fljótum og Ástríðar Þórðardóttur
frá Traðarholti í Flóa. Bessi og
Ástríður eignuðust 7 börn. Þrír syn-
ir þeirra létust á barnsaldri úr blæð-
ingarveiki, einn þeirra var tvíbura-
bróðir Einars sem lést aðeins
þriggja ára.
Einar glímdi við þessa sömu veiki
alla ævi og vom hinar mörgu
sjúkrahúslegur hans bæði langar
og erfíðar. Oft var tvísýnt um líf
hans en alltaf reis hann upp eins
og fuglinn Fönix, tilbúinn að takast
á við lífið á ný utan sjúkrahúsveggj-
anna, glaður og fullur bjartsýni.
Þrátt fyrir að þjáningar hans væra
oft miklar lét hann þær ekki hafa
áhrif á skapferli sitt. Ljúf lund og
létt yfirbragð var hans aðalsmerki.
Alltaf var stutt í stríðni og stráka-
pör þegar Einar var annars vegar
og alltaf var hann tilbúinn til að
slá á létta strengi og gera lítið úr
hlutunum þegar eitthvað bjátaði á.
Einar var heimagangur á heimili
foreldra minna eftir að hann flutti
til Reykjavíkur 1948 og litum við
á hann sem einn úr fjölskyldunni.
Við þekktum ekki annað en að Ein-
ar væri með við minnsta tækifæri.
Hann leit oft inn eftir vinnu, skrapp
með okkur í bíó eða dundaði sér
með okkur um helgar. Einar fór
með okkur í flest ferðalög um landið
sem við stunduðum um áratuga
skeið. Var oft farið á misjafnlega
skrautlegum farartækjum og
ástand bílanna ekki alltaf eins og
best væri á kosið. Það kom þá fyr-
ir að ferðalögin urðu heldur enda-
slepp, mátti þakka fyrir ef bílamir
dugðu uppí Kjós. En þá var bara
tjaldað og Einar skaust í bæinn
eftir varahlutum, því hann keyrði
um á Skoda sport með blæju, sem
var stórkostlegt farartæki í augum
okkar systkinanna sjö enda var oft
slegist um að fá að sitja í hjá Ein-
ari. Oft var fjörið mikið í bílnum
hjá honum og ófáir voru þeir hvutt-
arnir sem hlupu geltandi að okkur
þegar við þeystum hjá á blæjulaus-
um bílnum og urðu skelfingu lostn-
ir þegar margraddað mjálm eða
gelt hljómaði frá þessu fjórhjóla
ferlíki.
Það er komið að kveðjustund.
Það er mér ljúft og skylt að þakka
fyrir viðkynningu í fjóra áratugi þar
sem ekki hefur fallið á skuggi. Það
era góðar minningar sem ég á um
Einar föðurbróður minn og fyrir það
skal þakkað hér.
Olafía og Aage, ykkar er missir-
inn mikill, en minningin um góðan
dreng lifír.
Gunnar Sigvaldason
Lát frænda míns og vinar Einars
Bessasonar kom ekki á óvart þeim,
sem til þekktu. Hann hafði gengið
undir erfiða skurðaðgerð, sem var
nauðsynleg en jafnframt lífshættu-
leg fyrir hann. Þar með lauk langri
og strangri lífsgöngu eftir stöðuga
baráttu við manninn með ljáinn, þar
sem úrslit vom oftast óráðin og
tvísýn, en jafnan með sigri unz yfir
lauk, er dauðinn hafði betur að lok-
um. Fáir hefðu trúað því að honum
svarar einni blaðsíðu eða fimm
dálkum í blaðinu ásamt mynd
um hvern einstakling. Ef meira
mál berst verður það látið bíða
næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morg-
unblaðið sé beðið um að birta
ræður, sem haldnar em á fund-
um, ráðstefnum eða öðmm
mannamótum. Morgunblaðið
mun ekki geta orðið við slíkum
óskum nema í undantekningart-
ilvikum. Ritstj.
mundi endast svo langt líf eftir að
hafa verið við dauðans dyr ótal sinn-
um frá bamæsku.
Einar fæddist og ólst upp á Akur-
eyri, sonur hjónanna Bessa Einars-
sonar frá Hraunum í Fljótum í
Skagafirði og konu hans, Ástríðar
Þórðardóttur frá Stokkseyri. Þegar
Einar var 7 ára að aldri kom í ljós
að hann var haldinn dreyrasýki, þar
sem blóðið vantar storknunarefni,
hann var m.ö.o. blæðari. Þessi sjúk-
dómur varð Einari örlagavaldur og
fjötur um fót alla ævi. Tíðar sjúkra-
húslegur með óhjákvæmilegum
blóðgjöfum urðu hans hlutskipti um
dagana, og fyrir nokkmm ámm
reyndist nauðsynlegt að taka af
honum annan fótinn vegna dreps,
sem komið var í hann.
Nú mætti ætla að maður sem
gengið hafði í gegnum slíkar raun-
ir hefði yfir litlu að gleðjast og
hreinlega lagt árar í bát. En það
var nú eitthvað annað með Einar
Bessason, hann var ekki á því að
gefast upp, hvemig sem á móti blés.
Enginn var léttari í lund og glað-
værari en hann. Ávallt sló hann á
létta strengi og var jafnan hrókur
alls fagnaðar með húmorinn í fyrir-
rúmi. Einar starfaði í fyölda mörg
ár hjá Flugfélagi íslands, byijaði
sem sendill á Akureyri á stríðsámn-
um, síðan vann hann í hlaðdeild
félagsins á Reykjavíkurflugvelli og
var að lokum skrifstofumaður í
tækni-innkaupadeildinni. Hann
reyndist hinn nýtasti starfsmaður,
traustur og samviskusamur, og
eignaðist marga vini og kunningja
meðal starfsfólksins. Þeir hugsa á
þessari stundu með hlýju og sökn-
uði til hins látna vinar.
Göfug tónlist var helsta áhuga-
mál Einars og var hann vel heima
í þeim efnum og hafði góðan og
fágaðan smekk. Hann átti mikið
og gott hljómplötusafn og vönduð
hljómflutningstæki. Sat hann löng-
um og hlýddi á verk gömlu meistar-
anna og naut þeirra stunda í ríkum
mæli. Einar kvæntist ekki og átti
ekki börn. Hann bjó lengst af með
móður sinni, en eftir lát hennar
átti hann heimili sitt í Hátúni 10A
í húsi Öryrkjabandalagsins og undi
hag sínum vel við gott atlæti. En
mestrar umhyggju og hlýju varð
hann aðnjótandi hjá systur sinni
Ólafíu og eiginmanni hennar Aage
Foged, sem sýndu honum einstakt
ástríki og vom honum sem bestu
foreldrar alla tíð. Hjá þeim átti
hann ávallt víst skjól og þau vom
vörn hans og kjölfesta í erfiðleikum
lífsins, sem sjúkdómurinn lagði hon-
um á herðar. í öllum veikindum
Einars sýndu þau Ólafía og Aage
einstaka fórnfýsi og manngæsku
svo aðdáunarvert var og voru sam-
hent um að létta honum lífið eins
og þau megnuðu. Hjá þeim er sökn-
uðurinn mestur og stórt skarð sem
eftir stendur.
Með Einari Bessasyni er genginn
góður og göfugur maður, sem ekki
mátti vamrn sitt vita. Hann barðist
hetjulegri baráttu alla ævi við skæð-
an sjúkdóm æðmlaus og hugrakkur
og kvartaði aldrei. Þeir sem áttu
því láni að fagna að kynnast honum
munu minnast hans með virðingu
og hlýju og þakklátum huga. Ólafíu
og Aage og öðmm ástvinum Einars
sendi ég og fjölskylda mín innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einars
Bessasonar.
Jón Norðmann Pálsson
♦ ♦ --------
■ AL-ANON heldur 17 ára
afmælis- og kynningarfund á morg-
un, iaugardag, kl. 20.30 í Lág-
holtskirkju.
■ RÖSKVA, samtök _ félags-
hyggjufólks í Háskóla íslands,
heldur ráðstefnu í stofu 101 í Odda,
á morgun, kl. 10. Ráðstefnan ber
yfirskriftina Fraukur í fræðistörf-
um og fjallar um málefni háskóla-
kvenna. Frummælendur verða:
Auður Styrkársdóttir, þjóðfélags-
fræðingur, Guðný Guðbjörnsdótt-
ir, dósent í uppeldisfræði, Bryndís
Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur,
Guðrún Ólafsdóttir, dósent í
landafræði og Þórir Kr. Þórðar-
son, prófessor í guðfræði. Ráðstefn-
an er öllum opin og verður barna-
gæsla á staðnum.
+ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR EIÐSSON, Suðurgötu 39, Hafnarfirði, lést 1 5. nóvember á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. Fjóla Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, EMMY HANSSON, Hjallavegi 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 10.30. Óli Valur Hansson, Ómar Björn, Rolf Erik, Herdís Sveinsdóttir, Óttar og Nfna Margrét.
+ Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu, verður jarðsungin frá Höskuldsstaðakirkju laugardaginn 18. nóv- ember kl. 14.00. Björn Jónsson, Sigríður Björnsdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Björg Sigríður Björnsdóttir, Björn Þormóður Björnsson og barnabörn.
+ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILMUNDUR STEFÁNSSON, fyrrverandi bifreiðastjóri frá Akri, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 18. nóv- ember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á björgunarsveitina Þorbjörn, Grindavík. Guðrfður Vilmundsdóttir, Jón Þórðarson, Sæbjörg Vilmundsdóttir, Svavar Svavarsson, Sigurður Vilmundsson, Salbjörg Jónsdóttir, Björgvin Vilmundsson, Sigrfður Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Til greinahöfunda
Aldrei hefiir meira aðsent efhi borizt Morgunblaðinu en nú
og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt
er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4
í aðra hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfum á birtingu.