Morgunblaðið - 17.11.1989, Side 44
44
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAtiUK 17. NÓVEMBER 1989 ‘
. M
REYKVIKINGAR!
Ásgeir Hannes Eiriksson,
þingmaður Borgaraflokksins
og fulltrúi Reykvíkinga í
fjárveitinganefnd Alþingis,
verður á Café Hressó í Aust-
urstræti í dag, föstudaginn
17. nóvember, kl. 1 2.00-
14.00.
Dánarvottorð:
Réttleysi fólks gagnvart krufiiingu
Til Velvakanda.
Á nýloknu kirkjuþingi flutti sr.
Þorbergur Kristjánsson frumvarp
um breytingu á lögum um dánarvott-
orð. Það er ekki í fyrsta skipti sem
hann hefur hreyft þessu máli, en það
hefur orðið eitt af þeim sem stran-
dað hafa í kerfinu og ekki náðst á
flot þrátt fyrir tilraunir.
í Morgunblaðið frá 31. október
sl. er sagt frá þessu frumvarpi á
• •
Oll Lionsdagatöl eru merkt.
Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa.
Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála.
þann hátt, að rætt hafi verið um
rétt einstaklinga til að hafna krufn-
ingu. Eftir mína reynslu myndi ég
heldur orða það þannig, að rætt
hafi verið um réttleysi fólks gagn-
vart krufningu, en það virðist vera
algjört. I þessari frásögn Morgun-
blaðsins, sem er hvorki fyrirferðar-
mikil né áberandi, er haft eftir land-
lækni, „að það væri venjan, að
krufning væri ekki framkvæmd, ef
hinn látni hefði verið því mótfallinn
og ef venslamenn samþykktu ekki
krufningu". Ennfremur et' haft eftir
honum: „En undantekningarlaust er
leitað samþykkis venslamanna."
Það getur verið að reglan sé sú,
að rætt sé ,við aðstandendur, en þá
trúlega þannig, að þeim sé tjáð að
krufning þurfi að fara fram og
gagna þá andmæli lítið — fólki er
einfaldlega sagt, að án krufningar
fái það ekki dánarvottorð og án þess
mega prestar ekki jarðsetja. Þetta
er mín reynsla í öðru af tveim tilvik-
um, þegar mínir nánustu hafa verið
krufnir gegn vilja mínum og fleiri
venslamanna. í hitt skiptið dugði
ekki minna en að senda mann frá
fógeta heim til mín til að lesa yfir
mér dómsúrskurð um að krufning
skyldi framkvæmd.
í Morgunblaðinu frá 17. maí 1986
sagði maðut' nokkur frá krufningu
sem gerð var og líffærasýni tekin
og geymd án þess að talað væri við
nánustu aðstandendur. Þetta bréf
birtist undir fyrirsögninni; „Hver
ákveður krufningu?" Svar landlækn-
is birtist 27. maí og var það svohljóð-
andi: „Vegna bréfs í dálki yðar um
„Hver ákveður krufningu?" skal eft-
irfarandi tekið fram: Krufningar eru
gerðar af tvennskonar ástæðum.
1. Ef óvíst er um orsök dauða eða
ef grunur er um voveiflegt andlát.
Samkvæmt lögum má læknir ekki
gefa út dánaivottorð ef dánarorsök
er óviss. Án dánarvottorðs verður
hinn látni ekki jarðsunginn. í því
tilfelli getur aðstandandi hins látna
ekki neitað krufningu. Þetta er
ákvörðun Alþingis og verður ekki
breytt nema lögum verði breytt.
2. í vísindaskyni. Hér ber að leita
álits nánasta aðstandanda. Ef að-
standandi synjar um leyfi ber lækni
að virða þá ákvörðun."
Svo mörg voru þau orð. Ég hef
leitað í lögum að heimildum til krufn-
ingar, en ekki fundið annað en það
sem hér birtist, þ.e. þá kafla laga
um dánarvottorð, mannskaðaskýrsl-
ur og rannsókn á fundnum líkum,
sem snerta þetta umræðuefni mitt.
Óneitanlega er fróðlegt að bera þá
saman við svar landlæknis og fróð-
legt er líka að sjá hvernig lögin skil-
greina voveiflegan, dauðdaga.
Augljóst virðist vera, að full þörf
sé á skýrum lagaákvæðum varðandi
þetta og væri óskandi að einhveijir
alþingismenn vildi huga að þessu —
þetta er tilfinningamál fyrir fleiri en
mig. J.
Lög um dánarvottorð
1. gr. Dánarvotiorð samkvæmt
ákvæðum laga þessara skal rita fyr-
ir hvern mann, er deyr hér á landi,
sbr. þó ákvæði 10. gr.
Landlæknir semur leiðbeiningar
um ritun dánarvottorða, er ráðherra
staðfestir.
Dánai-vottorð ritar iöggiltur lækn-
ir á eyðublað, er landlæknir gerir
úr garði og lætur í té.
2. gr. Þá er maður deyr í kaup-
stað eða kauptúni, þar sem læknir
situr, eða í næsta nágrenni læknis,
þó að utan kaupstaðar sé eða kaup-
túns, og læknir hefur stundað hinn
látna í banalegunni, skoðar sá hinn
sami læknir líkið og ritar að því
búnu dánarvottorð.
Nú er ekki auðið að ná til læknis
þess, er stundaði hinn látna, eða
hafi enginn læknir séð hann í bana-
legunni, og skal þá innan sóiarhrings
sækja lækni til að skoða líkið og
rita dánarvottorð.
3. gr. Þá er maður deyr utan
kaupstaðar eða kauptúns, þar sem
læknir situr, eða utan næsta ná-
grennis læknis (sbr. 2. gr.), og lækn-
ir hefur stundað hinn látna í bana-
legunni, ritar sá hinn sami læknir
dánai'vottorð.
Nú er ekki auðið að ná til læknis
þess, ér stundaði hinn látna, eða
hafi enginn læknir séð hann í bana-
legunni, og skal þá, svo fljótt sem
við verður komið, tilkynna hlutaðeig-
andi héraðslækni mannslátið og
skýra honum nákvæmlega frá til-
drögum þess. Ritar héraðslæknir
síðan dánarvottorð samkvæmt þeim
upplýsingum.
106. gr. [Líkskoðun skal fram
fara, ef lögreglustjóri (rannsóknar-
lögreglustjóri ríkisins), dómari eða
ríkissaksóknari telur nauðsynlegt.]
Krufning líka má einungis fram-
kvæma samkvæmt úrskurði dómara,
nema nánasti venslamaður eða nán-
ustu venslamenn leyfi, þegar ástæða
þykir til vegna öflunar sakargagna.
1913 nr. 42,10. nóv. Lög
um mannskaðaskýrslur og
rannsókn á fundnum líkum
1. gr. Í þessum lögum hafa þau
orð, sem hér fara á eftir, þá merk-
ingu, sem tilfærð er við hvert þeirra.
„Mannskaði" er það, ef maður
deyr voveiflega.
„Voveiflegur dauðdagi“ er bráður
bani, er hlýzt af einhverri annarri
orsök en undanförnum sjúkdómi,
hvort heldur um slys er að ræða,
eða sjálfsmorð, eða manndráp.
Jólaskraut
Gjafavörur
Búsáhöld
Leikföng
Peysur
RYMINGARSALAN
LAUGAVEGI91, í KJALLARA OG Á 2. HÆÐ
SÚ BESTA í BÆNUM • STÓRKOSTLEGT ÚRVAL
HLÆGILEGT VERÐ
Skyrtur
Dragtir
Sængurverasett
Ferðatöskur
Svartar gallabuxur kr. 1.390
Herraúlpur kr. 2.900
Gallapokapils kr. 990
Krumpugallar í „neon“litum kr. 2.900
HHHHH
VISA
HHHi
OPIÐ 13-18 VIRKA DAGA 10-16 LAUGARDAGA
SIMI 1 32 85