Morgunblaðið - 17.11.1989, Síða 45

Morgunblaðið - 17.11.1989, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 45 VELXAKANDI SVAR/R í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ IUÁNUDEGI Þessir hringdu ... Hverjum eru þeir að þjóna? Gestur Sturluson hringdi: Það hefur mikið verið talað um ofurvald Reykjavíkur undanfarin ár og þörfina á því að færa hinar ýmsu opinberu stofnanir út á land. Við þetta vil ég gera athugasemd. Það vill nefninlega gleymast að í næsta nágrenni höfuðborgarinnar eru fjölmennar bygðir og kjör- dæmi t.d. Reykjaneskjördæmi, Suðurlandskjördæmi, já, og Vest- urlandskjördæmi a.m.k. Borgar- fjarðarhéraðið. Þess vegna fínnst mér furðulegt þegar Aþingismenn og aðrir frammámenn í þessum héruðum eru að taka undir þessar kröfur. Hveijum eru þeir að þjóna? Ekki því fólki sem þeir þykjast vera í forsvari fyrir. Það er alveg á hreinu. Eða halda þeir virkilega að það sé þægilegra fyrir íbúa Suðurnesja eða íbúa Suðurland- sundirlendis að sækja þjónustu norður á Akureyri, austur á Egils- staði eða vestur á ísafjörð? Því að þangað færu þær stofnanir sem fluttar yrðu úr Reykjavík og ann- að ekki, Áðurnefnd kjördæmi myndu aldrei fá neitt af þeim enda hafa forystumenn þeirra ekki gert neina kröfu til þess. Að vísu voru skógræktarmenn á Suð- urlandi eitthvað að impra á því að flytja Skógrækt ríkisins austur fyrir fjall í staðinn fyrir austur á hérað. Fyrir þetta var þeim sagt að skammast sín og það bara tölu- vert í einhverju bændablaði í Reykjavík og þeir tóku þessu nátt- úrulega með kristilegri auðmýkt. Að endingu þetta. Ef þingmenn og aðrir forystumenn Suður- og Suðvesturlands vilja hlut umbjóð- enda sinna sem mestan þá skulu þeir hætta þessari baráttu fyrir flutningi opinberra stofnana úr Reykjavík langt út á land.“ Ekki antik H.J. hringdi: „Sumt fólk sem auglýsir antik vörur, húsgögn o. fl., virðist ekki vita það að enginn hlutur telst antik nema hann sé að minnsta kosti 100 ára.“ Köttur Sex mánaða gamall högni hvarf frá Kleppsvegi 54 sl. laugardag. Hann er grábröndóttur með hvíta bringu og rauða ól um hálsinn. Ef einhver veit hvar hann er niður kominn núna, vinsamlegast hring- ið í síma 31729. Athyglis- verð sýning Til Velvakanda. Myndlistarsýningu Stefáns Ax- els á Kjarvalsstöðum lauk fyrir skömmu. Margt mætti skrifa bæði til frægðar og ófrægðar þessum unga manni er opinberaði mynd- verk sín öllum almenningi á dög- unum. Hér voru á ferð gríðarstór- ar myndir en heldur einföld form í samspili ástríðumettaðra lita. Meðferð hans á efniviðnum var misjöfn að gæðum eins og vænta mátti, en þar sem honum tókst best upp stóð áhorfandinn gagn- tekinn góða stund. Ef eitt verk á sýningunni megnar að hræra svo upp í mönnum, liggur visst hugboð í loftinu, en séu þau fleiri er viss- ara að fara út og fá sér göngutúr um stund. Þeim er þessar línur skrifar bíður í grun að hér sé á ferð ungur maður er hefur lagt metnað sinn í að draga fram dul- mögnun í einföldum, stórum form- um. Gott ef ekki er hér sú jurt að festa rætur sem, ef líf og heilsa endist, á eftir að ylja löndum sínum í væntanlegum verkum. Hafi hann þökk. V. Ingiberg Einarsson HEILRÆÐI X- Ferðamenn! Vinsamlegast s v■ gangið vel um neyðarskýli íV’ý Slysavarnafé- lagsins. Notið ekki búnað l.'v'AAí þess nema nauðsyn kref- j ur. Óll óþörf - j dvöl í skýlunum •~7 > eru óheimil. Víkverji skrifar Undanfarið hefur Víkveiji veitt því athygli, að ótrúlega margir foreldrar aka um Reykjavík með börn sín laus í bílunum. Sjálfir virð- ast foreldramir vera löghlýðnir að því leyti, að þeir binda sjálfa sig í framsætin, eins og lög segja fyrir um. Ætli það sé einungis löghlýðnin sem veldur því? Sú spuming kemur upp í hugann, þegar horft er á böm- in standandi á milli framsætanna. Þótt böm mótmæli því ef til vill hástöfum að vera bundin í sérstakan stól eða í aftursæti bflsins, hætta þau því yfírleitt fljótt. Reynsla Víkveija er sú, að hans böm mótmæla hástöf- um ef þau halda að pabbi eða mamma ætli að hreyfa bílinn áður en allir eru. fastbundnir í sín sæti, enda hafa þau aldrei vanist öðm. Stundum eru sýnd- ar auglýsingar í sjónvarpi sem sýna hvflíkar afleiðingar það getur haft, þegar böm em laus í bílum og árekst- ur verður. Þær auglýsingar em greiniiega ekki óþarfar og er ástæða til að hvetja til að þær verði sýndar oftar. Þær geta opnað augu fólks fyrir hættunni þannig að ekki þurfi að skipa okkur fyrir með lögum að vemda bömin okkar. Víkveiji vil! trúa því, að allir foreldrar vildu held- ur, ef á reyndi, heyra mótmæli bama sinna við bflsfolnum, heldur en að þau slasist vegna kæmleysis for- eldranna. xxx Skrifara brá satt að segja hastar- lega, þegar hann horfði á sjón- varp fyrir skömmu, þar sem sýndur var sérstakur bókaþáttur fyrir böm. í tvígang sagði sá fullorðni á skerm- inum, að sögupersóna væri í svo „mikið af fötum, að ...“ Annað dæmi frá síðasta þriðju- dagskvöldi. Þula var að kynna dag- skrá miðvikudagsins og fyrst á dag- skiá var Töfraglugginn hennar Dúllu, sem þulan sagði að yrði ömgglega „ansans, ári dúlluleg". í orðabók Víkveija þýða fyrri tvö orðin „ógnar, skrambi" eða eitthvað enn sterkara. Það hlýtur að vera spurning hvort þessi orð:,notkun er við hæfi í kynn- ingu á bamaefni. Orðið dúllulegur skilja ef til vill flestir og það er kannski jafn gott því orðabækur, sem Víkveiji fletti upp í, útskýrðu það ekki. „ poi5 er bara- ekKert i sjórx- vfcxrpinu í kyöld." A. Ég skal vera með í að gefa pabba og mömiiiu gjöf á brúðkaupsafmæl- inu. Þú verður að borga meira því það ert þú sem berð ábyrgð á þessu öliu__ HÖGISTI HREKKVÍSI t4%b

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.