Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 ■ny LIFUR NYTT Ég gleðst því þetta fór vel, en ég spyr mig líka, því fékk hún þenn- an sjúkdóm upphaflega? Þessu er líku farið þegar menn bjargast úr sjávarháska og allir gleðjast. En hvers vegna lentu þeir í sjávar- háskanum? Kannski er þetta eitt- hvert afbrigði af trú. En því er ekki að neita að margt sem okkur fannst mikilsvert áður fyrr, hefur ekki nokkra þýðingu lengur." - Báðuð þið til guðs á þessum tíma? Tryggvi svarar fáu: „Ég er nú enn á mótþróaskeiði." „Þú hefur nú verið það frá ferm- ingu,“ segir Guðlaug og kímir. „Ég bað allan tímann og hef alltaf gert,“ segir hún. „Oft fannst mér sem kraftar mínir væru á þrotum, en alltaf fékk ég einhvem aukastyrk. Ég vildi ógjaman ganga í gegnum þetta aftur, þó svo ég gerði það ef ég þyrfti. En ég er þakklát og lít ekki lengur á heilbrigði sem sjálf- sagðan hlut. Ég veit það eru marg- ir foreldrar sem standa nú í svipuð- um' sporum og við höfum gert, og ég á bara eitt ráð: Taka aðeins einn dag í senn, og gefa aldrei upp von- ekki borða fæðu sem innihélt salt, en nú var allt leyfilegt og mikil áhersla lögð á fæðuna. Guðlaug svaf inni á sjúkrastofunni hjá dóttur sinni allan tímann, og gerði lítið annað en að mata hana frá morgni til kvölds, því hver máltíð tók tæpar tvær stundir. Og meðan Guðrún litla óx og dafnaði, grenntust auðvitað foreldrarnir að sama skapi. Gudrun, Gudrun! Skammt frá sjúkrahúsinu er skemmtilegt hús, Ronald Mcdonald, sem ætlað er fyrir sjúklingana með- an þeir eru að jafna sig, og aðstand- endur þeirra. Þangað flutti nú Guð- rún ásamt foreldrum sínum. „Og mikið lifandis skelfing var þessi elska fegin þegar hún skreið undir sængina fyrsta kvöldið,“ segir Guðlaug. „Komin í öryggið til pabba og mömmu.“ Reglulega fór hún í eftirlit til sjúkrahússins og í hvert sinni sem dr. Marsh, skurðlæknirinn, sá hana, hrópaði hann yfir biðsalinn: „Gud- run, Gudrun! Það er stórkostlegt að sjá þig!“ Og stoltið og ánægjan skein úr augum hans. í byijun desember komu þau loks heim til íslands eftirþriggja mánaða dvöl ytra. Þær mæðgur dvöldust þó í Hafnarfirði hjá föður Guðlaugar fram að sumri því stöðugt þurfti að fylgjast með Guðrúnu. Tryggingastofnun ríkisins borg- aði allan kostnað við aðgerðina og sjúkrahússdvölina, en þar með var kostnaður ekki upptalinn. En Húsvíkingar létu ekki að sér hæða. Hjónin héldu launum sínum þennan tíma og bæjarbúar söfnuðu §árhæð sem dugði bæði fyrir uppihaldi þeirra í Bandaríkjunum og helstu- skuldum.„Þegar við gengum um bæinn eftir heimkomuna var okkur heilsað og fagnað, jafnvel af fólki sem við þekktum ekki,“ segir Guð- laug. Mikil röskun varð á íjölskyldulíf- inu og þau segjast ekki hafa áttað sig á því fyrr en síðar. Ágústa, sem þá var átta ára, var hjá afa og ömmu á Húsavík, og Sigmar fyrir sunnan hjá afa sínum. „Það komst ekkert annað að í huga okkar en Guðrún og sjúkdómur hennar,“ seg- ir Guðlaug. „Auðvitað höfðu hin börnin farið á mis við athygli og umönnun foreldranna á meðan. Ég hélt að enginn hefði liðið nema Guðrún og við Tryggvi, skildi það seinna að það höfðu allir gert, systk- inin, afamir, amman og nánustu ættingjar okkar og vinir.“ Einn dagur í senn Guðrún hefur nú þremur árum seinna náð eðlilegri þyngd, er orðin næstum 1,50 cm á hæð, og lifir fullkomlega eðlilegu lífi. Að visu þarf hún að taka lyfin sín reglu- lega, ciclosporin kvölds og morgna, EFTIR AÐGERÐ: Það var sigur að setjast í stól i fyrsta sinn eftir aðgerðina. hormónalyf og lyf til vamar lungna- bólgu, og tvisvar til þrisvar á dag mælir Guðlaug blóðþrýsting hennar. Hún hefur misst mikið úr nám- inu, er þvi einum bekk á eftir og fær auk þess aðstoð í nokkrum fög- um. En íþróttir stundar hún eins og aðrir jafnaldrar hennar og tekur þátt í félagslífi skólans. Þegar Guðlaug og Tryggvi líta til baka fínnst þeim erfíðasti tíminn hafa verið meðan Guðrún lá á Borg- arspítalanum. Þá var óvissan og hræðslan mest. Þau höfðu ekki bundið miklar vonir við lifrarskiptin, en ákveðni Sævars læknis, sem neit- aði að gefast upp fyrr en í fuila hnefana, kveikti þó með þeim örlít- inn vonarneista. Ég spyr þau hvort þessi reynsla hafí breytt viðhorfi þeirra til lífsins. „Ég geng ekki lengur út frá ákveðnum hlutum sem gefnum,“ segir Tryggvi. „Lífsskoðun manna byggist á uppeldi, menningu og trú- arbrögðum, en flest af því sem ég tileinkaði mér áður, hefur brugðist. Ég spyr mig nú oftar hver tilgangur- inn sé með þessu lífí. Þarna úti horfði ég upp á fólk sem stóð grát- andi úti í horni því það hafði ekki efni á að láta bam sitt gangast undir lifrarskipti. Barn hjónanna frá Alaska sem hafði beðið í eitt ár eft- ir lifur, fór loks í aðgerð meðan við vorum úti, en sú aðgerð mistókst. HEILBRIGÐ: „Ég braut kjúklingabeinið og óskaði mér þess að ég yrði heilbrigð.“ Og óskin rættist, nú nýtur Guðrún lífsins með vinkonu sinni, Aðalbjörgu Ámadóttur. AÐGERÐIN „TÆKNILEG ATRIÐI lifrarflutnings eða lifrar- ígræðslu markast einkum af tengslum lifrar við að- læg líffæri, og því lykilhlutverki er hún gegnir við meltingu og úrvinnslu þeirra efiia er að henni ber- ast,“ segir Sigurgeir Kjartansson skurðlæknir á Landakotsspítala, en við hann og Sævar Halldórsson barnalækni var rætt um lifrarskipti. Við lifrarflutninga em meginstofnar æða og gallganga sem berast til lifrar, og liggja frá henni, rofnir," segir Sigurð- ur. „Lifrin er ijarlægð og samsvarandi stofnar hinnar gefnu/nýju lifrar tengdir. Aðalvandamál lifrarflutnings em ekki tæknilegs eðlis, heldur er árangur háður því hvort hin ígrædda lifur „tekur“ eða líkaminn hafnar henni sem aðskotahlut. Með vaxandi tækni við vefjaflokkun, sem er hliðstæð blóðflokkun, má vænta batnandi árangurs við lifr- arflutninga." Sævar Halldórsson barnalæknir á Landakotsspítala segir að lifrarskipti hafí ekki verið algeng fyrir fáeinum árum, en með tilkomu lyfsins Ciclosporin hafi slíkar aðgerðir færst í vöxt. Tímamót urðu þegar lyfið kom á markaðinn og em nú lífslíkur þeirra er gangast undir lifrarskipti oft meiri en þeirra sem fá skipt um ným. Um 75% þeirra sem gangast undir lifrarskipti em á lífi fimm ámm eftir aðgerð. Lifrarskipti em t.a.m. framkvæmd í London, Stokkhólmi, Pittsburgh og víðar í Bandaríkjunum. Læknar sjúkrahússins í Pittsburgh hafa náð besta ár- angri til þessa, en kostnaður við dvölina þar er jafnframt hinn mesti. Ekki gat Sævar nefnt neinar tölur í því sam- bandi en áleit kostnaðinn gífurlegan. Meðferðin fyrir og eftir aðgerð er ekki síður erfið, og sagð- ist Sævar hafa búið sig undir langa baráttu þegar Guðrún Tryggvadóttir gekkst undir lifrarskiptin. Til hennar kom þó ekki því líkami hennar sýndi ekki minnstu einkenni um höfnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.