Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 40
40 O MORQTOBÍAÐIÐ SUNNtJOA6£fIÍ 3: OBSEMBER; ,1089 Barnabók eftir Jónas Jónasson Út er komin barnabókin Brúð- an hans Borgþórs eftir Jónas Jónasson. * Ikynningu útgefandans, sem er Æskan, segir m.a.: „Hlýleg kímni og djúpur lífsskilningur höf- undar einkennir söguna. í henni er sagt frá íbúum í Ljúfalandi, einkum Borgþóri smið, Olínu konu hans, borgarstjórahjónunum Jörundi og Kolfinnu og Heiðu litlu — að ógleymdri brúðunni hans Borgþórs, Hafþóri skipstjóra." Sigrún Eldjárn teiknaði myndir. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Hún er 166 blaðsíður. Jónas Jónasson 19 8 9 .. .. / I gegnum árin hefur jólaskeiðin frá GUÐLAUGI glatt hugi og hjörtu safnara jafnt sem fagurkera. Silfurjólaskeiðin 1989 er «nú komin í verslun okkar. Að þessu sinni, fagurlega skreytt með mynd af Hólum í Hjaltadal, því fræga setri ís- lenskrar kirkjusögu. FAGUR SAFAGRIPUR GUÐLAUGUB A. MAGNÚSSON SKARTGRIPAVERSLUN LAUGAVEGI 22a SÍMI: 15272 Bók eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur ÞIÐ hefðuð átt að trúa mér! er ný bók sem ísafold hefúr gefíð út eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur með myndskreytingum Elínar Jóhannsdóttur. A Ikynningu útgefanda, segir um söguefnið: Hver trúir tveimur tíu ára strákum þegar þeir halda því fram að þeir séu komnir á slóð skart- griparæningja? Ekki pabbi og mamma og ekki heldur kennar- inn ... Tommi og Árni kynnast þegar Árni bjargar Tomma úr klóm hrekkj- usvínanna sem aldrei láta hann í friði. Tomma fínnst aftur á móti fjöl- skyldumál Árna ekki vera í sem bestu lagi og saman beita þeir sínum ráðum til að koma reglu á þau. Þeir félagarnir verða af tilviljun varir grunsamlegra mannaferða upp við Rauðavatn og leikurinn æsist þegar sömu grunsamlegu náungarn- ir flytja í blokkina hans Tomma... Bókin er 151 blaðsíða og unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. Gunnhildur Hrólfsdóttir Unglingabók eftir Þorgrím Þráinsson FRJÁLST lramtak hf. hefur sent frá sér bókina Með fiðring í tán- um eftir Þorgrím Þráinsson. Þetta er hans fyrsta bók. Ikynningu segir m.a.: „Með fiðr- ing í tánum er unglingasaga. Aðalsöguhetja bókarinnar, Kiddi, er 13 ára Reykjavíkurpiltur sem á sér þann draum heitastan að verða fræg knattspyrnuhetja. En mörg ljón eru á veginum. Kiddi fer í sveit og þar kynnist hann jafnöldru sinni, Reykjavíkurstúlkunni Sóleyju. ^Hann verður hrifinn af henni og neytir allra bragða til að kynnast henni sem best. Kiddi keppir á íþróttamóti í sveitinni og þar hittir hann fyrir Bjössa og klíku hans sem öllu vilja ráða. Á ballinu að kvöldi mótsdagsins gerist röð vandræða- legra atvika og Kiddi óttast að hann sé búinn að klúðra öllu sambandi við Sóleyju. Dvölin í sveitinni og æfingarnar gera Kidda mjög gott og þegar hann kemur aftur tii Reykjavíkur síðsumars gerast óvæntir atburðir." Þorgrímur Þráinsson Með fiðring í tánum er 140 blað- síður. Bókin er prentunnin í Prent- stofu G. Benediktssonar en kápu hannaði auglýsingadeild Frjáls framtáks hf. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út skáldsöguna Blind- gata í Kaíró eftir egypska Nóbels- skáldið Nagíb Mahfúz í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Sagan var fyrst gefin út árið 1947 en hún gerist í blindgötu í einu af elstu hverfum Kaíróborgar meðan á seinni heimsstyrjöldinni stendur. Við sögu kemur fjölmennur og sundurleitur hópur fólks. í kynn- ingu Setbergs er sagan sögð „afar litskrúðug og fjörleg, full af skörp- um andstæðum, leikandi kímni, kaldhæðinni ádeilu, viðkvæmni og hörku, sorg og gleði.“ Setberg hefur líka gefið út skáld- sögu eftir annan Nóbelshafa þar 1 sem er Iðrandi syndari eftir Isaac Bashevis Singer. Aðalsöguhetjan, Jósef Shapiro, er pólskur gyðingur sem lifað hefur af þær hörmungar sem gyðingar í Evrópu máttu þola á dögum Hitlers og Stalins. Sögu- maður er látinn hitta söguhöfund í ísrael árið 1969 og segja honum sögu sína á tveimur dögum. Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Dani- elle Steel, Töfraheimar. Töfra- heimar er 10. bók Danielle Steel, sem kemur út á íslensku. Hinar eru „Gleym mér ei“, „Loforðið", „Hringurinn“, „í hamingjuleit“, „Þú sem ég elska“, „Vegur ástarinnar“, „Allt fyrir þig“, „Leyndarmálið", „Örlagaþræðir ástarinnar". UTSOLUSTAÐIR: Skæði,Kringlunni • Skæði, Laugavegi 74 • Efraim, Laugavegi 89 • Skóstofan, Eiðistorgi • Rírna, Ausfurstræti 6 Mílanó, Laugavegi 20 • Kaupstaður, í Mjódd* Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3 • Skóhöllin, Hafnarfirði Skóbúð Sauðárkróks • Skótískan, Akureyri • Skóbúðin Selfoss • Skóbúðin Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.