Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 18
er 3 18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 ÞETTA eru rakararnir í Mjódd 5% afsl. fyrir 3 og fleiri ífjölskyldu. 10% afsl. fyrir öryrkja og eftirlaunafólk. Opið á laugardögum. Verið velkomin. TQaÁcw&átofaut í t70týácUt, sími 77080. Þjóðræknisfélag íslendinga 50 ára HÁTÍÐARFUNDUR í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun Þjóðræknis- félags íslendinga verður haldinn sérstakur hátíðarfundur í dag, sunnudaginn 3. desember. Fundurinn verður á Hótel Borg og hefst stundvíslega klukkan 16.00. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðursgestur fundarins. Dagskrá: Fundarsetning, Jón Ásgeirsson, formaður Ávarp, herra Ólafur Skúlason, biskup Einsöngur, Hrönn Hafliðadóttir, óperusöngkona undirleikari Hafliði Þ. Jónsson Ávarp, Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra Einsöngur Önnur mál Fundarslit Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá klukkuan 15.30-16.00 Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn og aðrir hvattir til þess að koma. Stjómin. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Sumarið fyrir myrkur eftir Doris Lessing. Helga Guðmundsdóttir þýddi. I kynningu segir m.a.: Sagan segir frá Kate Brown sem er hálf- fimmtug læknisfrú og fjögurra bama móðir. í tvo áratugi hefur hún dyggilega sinnt hlutverki móð- ur og giginkonu, en þá rennur upp sumar sem býður upp á annars konar ábyrgð og óvænt ævintýri. Kate segir skilið við gamalgróið hlutverk, gömlu fötin sin og frúar- greiðsluna og leggur af stað í leit að frelsi. En hvar er frelsið að finna? Sumarið fyrir myrkur er 275 blaðsíður og er gefin út bæði í bandi og sem kilja. Ragnheiður Kristjáns- dóttir hannaði kápu. Bókin er prent- uð í Danmörku. Guðmundur J. Guðmundsson Ómar Valdimarsson ■ BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar gefur út bókina Sandkorn tímans eftir Sidney Sheldon. Sandkom Tímans segir frá fjórum nunnum sem skyndilega neyðast til að flýja verndað umhverfi klaust- ursins í miskunnarlausan heim sem þær höfðu yfirgefið. ■ IÐUNN hefur gefið út nýja skáldsögu sem nefnist Háskaleg áætlun.og er eftir Hammond In- nes. í kynningu forlagsins á efni bókarinnar segir að hún fjalli um togaraskipstjóra, Mike Randall sem á flótta sínum undan eigin fortíð komi til hafnar á Hjaltlandseyjum þar sem hann dregst inn í hættu- lega atburðarás. Magnea Matt- híasdóttir þýddi bókina. ■ BOKAFORLAGIð Birtingur hefur nú sent frá sér nýja bók eftir leikkonuna Shirley Maclaine. Bók- in heitir Leitin inn á við en íslensk þýðin hennar er eftir Onnu Maríu Hilmarsdóttur. Leitin inn á við byggir á röð námskeiða sem höf- undurinn hélt um gjörvöli Banda- ríkin. ■ BÓKA ÚTGÁFAN Setberg hefur gefið út bókina Gómsætt og gott - Ijúffgngir hollusturéttir, sem Dröfn H. Farestveit, hús- stjórnarkennari þýddi og staðfærði. Bókin inniheldur yfir 100 uppskrift- ir með upplýsingum um það hvern- ig hægt er að útbúa fitusnauðan málsverð og á hvern hátt má færa hefðbundinn málsverð í nýjan og heilsusamlegri búning með lítilli fyrirhöfn. Um Guðmund J. Guðmundsson VAKA-Helgafell heftir gefið út bókina Jakinn í blíðu og striðu eftir Ómar Valdimarsson. Hér er um að ræða þætti af æviferli verkalýðsforingjans Guðmundar J. Guðmundssonar. Bókin um Jakann er á þriðja hundrað síður og skiptist elhi hennar í 24 kafla. Ibókinni Jakinn í blíðu og stríðu fyallar Guðmundur um opinber afskipti sín og lesandinn fær að gægjast á bak við tjöldin og gerir Guðmundur upp málin við ýmsa pólitíska andstæðinga og samherja sína. En jafnframt segir hann sögu sína og margra annarra. Fjölmarg- ar persónur koma upp á yfirborðið með Jakanum. I kynningu Vöku-Helgafells á bókinni segir m.a.: „Frásagnargleði Guðmundar skín ávallt í gegn um textann, sömuleiðis samúð hans með þéim sem minna mega sín. Djúpur þjóðfélagsskilningur ásamt mannlegri hlýju og kímni eru undir- tónar bókarinnar. Ómar Valdimarsson, blaðamað- ur, sem er þjóðinni að góðu kunn- ur, hefur fært sögu Jakans á bók. Honum tekst að lýsa persónu Guð- mundar, svo vel að hann birtist les- endum sínum Ijóslifandi á síðum bókarinnar. Jakinn er athyglisverð bók um óvenjulegan mann, einn stórbrotn- asta verkalýðsleiðtoga sem íslend- ingar hafa eignast. Þetta er í senn hressileg bók og notaleg lesning.“ Prentstofa G. Benediktssonar annaðist prentvinnslu og Amarfell sá um bókband. GBB-auglýsinga- þjónustan hannaði kápu en Magnús Hjörleifsson tók kápumynd. Ræður og greinar Finn- boga Guðmundssonar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafii- arfirði, hefur sent frá sér bókina Og enn mælti hann - 20 ræður Tvær bækur eft- ir Björn Jónsson um stjarnvísi í Eddum og bernsku- minningar af Króknum. SKJALDBORG heftir gefið út tvær bækur eftir Björn Jónsson lækni I Swan River í Kanada, bernskuminningar frá Sauðár- króki og bók um stjarnvísi í Edd- um. A Ikynriingu á Stjarnvísi í Eddum segir, að bókin byggist á þeirri skoðun, að mál goðsagnanna sé einnig tæknimál, sem áður hafi verið notað til að lýsa atburðum á himni. „Því megi finna samsvaranir milli goðsagnahetjanna og hinna undarlegu ferðalaga þeirra um leik- svið mítanna annars vegar og klassísku reikistjamanna og þeirra undraverða gangs um stjörnumerki dýrahrings hins vegar. Dr. Björn Jónsson hefur notfært sér þessa hugmynd sem grundvöll fyrir sam- ræmdri túlkun sinni á nokkmm norrænum goðsögnum." Hin bók Bjöms heitir Glampar á götu. Björn fæddist á Sauðárkróki 1920. I bókarkynningu útgefanda segir m.a.: „Margir þekkja Bjöm Jónsson undir nafninu Bjössi bomm. í bókinni Glampar á götu lýsir Bjössi bernskuárum sínum og bom- mertum á Sauðárkróki, bæ alsælu og sólskins. Bjössi bomm er ærsla- fenginn drengur og uppátæki hans eru sum hver ótrúleg, sumir mundu kannski segja hneykslanleg. Bjössi Björn Jónsson. lýsir þeim og dregur ekkert undan og reynir síst af öllu að fegra sjálf- an sig. Þrátt fyrir ærslin og glanna- skapinn er tónninn í sögunni hlýr og innilegur." Myndskreytingar í bókinni em eftir bróður Björns, Jóhannes Geir listmálara. Finnbogi Guðmundsson og greinar eftir Finnboga Guð- mundsson, landsbókavörð. Eftir Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð hafa áður kom- ið út tvö söfn með ræðum og grein- um eftir hann, Að vestan og heiman 1967 og Orð og dæmi 1983. í þess- ari nýju bók hans em svo tuttugu ræður og greinar, sem flestar era frá seinustu ámm. I bókinni er fjallað um hin marg- víslegustu efni, allt frá nýársdags- hugleiðingu í Hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta ára- tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er brúðhjónaminni, minni kvenna, erindi um Þingvelli, Þjóðarbókhlöðu, Jón Eiríksson, Passíusálmahandrit Hallgríms Pét- urssonar og sitthvað fleira. Og enn mælti hann - 20 ræður og greinar er 144 bls. að stærð. Bókin var sett og prentuð í Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Félagsbók- bandinu-Bókafelli, Kópavogi. Kápu teiknaði Þóra Dal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.