Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 7
MOfiGUNIpLAÐIfi SUNNLIDAGUR 3. DljlSKMBEB L9fl9 c> \ Haftiarborg Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er óneitanlega dálítið fyrirtæki fyrir bíllausan mann að sækja heim Hafnarborg í Hafnarfirði og Gerðuberg í Breiðholti, en hvorutveggja eru þó menningarhús, sem verð- skulda alla athygli. í Hafnarbórg sýnir um þessar mundir Ómar Svavarsson átján myndverk. Ég hef lítið séð af myndverkum hins unga manns, en hann mun hafa numið við MHÍ og notið svo tilsagnar hjá Bjama Jónssyni málara í Hafn- arfirði. Þetta er skondin námsblanda, að ekki sé meira sagt, og heldur hallast ég að því eftir skoðun sýningarinnar, að Ómar hafi tekið meira mark á Bjama en lærimeisturunum í listaskólan- um. Þessi tegund listar höfðar engan veginn til mín, þótt ég eigi að teljast alæta á sjónlistir, og að auki hef ég séð flesta þessa takta, er fram koma í málverkum annarra hérlendra málara. Ómar er auðsjáanlega í deigl- unni og eiginlega ætti ég að setja punktinn á umsögnina hér, ef ekki kæmi til mynd nr. I., eða réttara sagt annar hluti hennar, sem er eins konar skúlptúr í neon-ljósum og er endurtekning á aðalforminu í málverkinu. Þessi skúlptúr lyftir upp sýn- ingunni og vottar, að það hljóti að vera meira spunnið í gerand- ann en fram kemur í flestum myndverkanna. Einfaldlega kemur hér fram raunsönn til- finning fyrir efni og formi, sem ég sakna í flestum tvívíðu mynd- anna. Hafnarborg er skemmtilegur staður heim að sækja og hefur alla burði til að laða að sér fólk, ef rétt er að málum staðið. En mér líkar ekki alls kostar við þessar litlu og hólfuðu sýningar, því að það er allt annar hand- leggur að skoða stóru sýning- arnar í öllum salnum og þá njóta myndverkin sín mun betur. Ég hef frétt það af skotspón- um, að ýmsir ágætir myndlistar- menn líti hýru auga til þessa sýningarrýmis og einkum eftir að þeir hinir sömu hafa snúið baki við Kjarvalsstöðum. Það er tvennt, að þeim líkar ekki, að hæstiréttur ákvarði staðlaða lýsingu á myndverk þeirra á þessum stað um aldur og ævi, sem er kannski löglegt siðleysi, og svo fellur þeim ekki stefna ráðamanna innanhúss um þessar mundir. Aðsókn hef- ur og fallið á flestar sýningar og var sýning Erró algjör und- antekning, en hann mun eiga vísa metaðsókn, hvar sem hann sýnir hér í borg. Og þar sem ég minnist á Erró, þá hef ég séð nokkrar mynda hans frá sýningunni ný- afstöðnu á Kjarvalsstöðum í annarri birtu, og nutu þær sín áberandi betur. Hafnarborg með hinn mikla og stóra sýningarsal og ríku möguleika, sína ágætu kaffi- stofu og fagra umhverfi hefur því alla burði til að spjara sig á næstunni. En hér gildir rétta útspilið ... Sögxir Þórðar á Dagverðará ÚT EK komin bókin Setið á Svalþúfu — Handbók fyrir veiði- þjófa, þar sem Haraldur Ingi ræðir við Þórð Halldórsson frá Dagverðará. I kynningu segir m.a.: „Þórður Halldórsson er þjóðsagnapersóna í lifanda lífí og lætur í þessari bók gamminn geisa um veiðiskap, kynni sín a dýrum láðs og lagar, forspár, áhrinskveðskap, matar- æði og fleira. Frásögnin er hispurslaus og engin hjartveiki með í för. Ýmsum áleitnum spumingum er svarað, s.s. Hvað fást margar gæsir á eina brennivínsflösku? Hver er sá lífselexír sem gerir konur gljáandi fallegar eins og skagfirskar stóð- merar á vordegi og gerir þeim kleift að hella uppá kaffi á frum- legri hátt en tíðkast hjá öðrum. Hvemig á að gangsetja bíl með galdri þegar allt annað hefur brugðist? Hvernig á að veiða lax á sel og mink á tvær gamalhænur og einn sprækan hana.“ Álfrún gefur bókina út en ísa- fold sér um dreifingu hennar. wv IAUF Tilkynning til llogaveikra, aðstandenda og áhogafólks Nú hefur skrifstofan í Ármúla 5, 4. hæð opnað á ný. Sími 82833. Sigrún Birgisdóttir guðfræðinemi er starfsmað- ur okkar og er við á miðvikudögum og föstudög- um frá kl. 13-17. Hafið samband. Landsamband áhugafólks um flogaveiki. í \ Húsbréfaeigendur athugið Kaupþing hf. hefur milligöngu um sölu á húsbréfum og veitir alla ráðgjöf varðandi þau auk almennrar ráðgjafar um fjármál. Ávöxtunarkrafa húsbréfa er 6,6% og seljast því bréf- in á genginu 0.921. (M.v. 1.12.1989.) Eigir þú húsbréf samtals að nafnvirði kr. 2.000.000 færð þú því tæplega 1.833.000 við sölu þess þegar tekið hefur verið tillit til 0,5% söluþóknunar. Við tryggjum þér sölu húsbréfanna þinna samdægurs. Allar nánari upplýsingar veita Agnar og Elvar hjá Verðbréfadeild Kaupþings hf., Kringlunni 5, jarð- hæð, eða í síma 689080. Við höfum opið alla virka daga milli kl. 9 og 17. KAUPÞING HF Kringlunni 5,103 Reykjavík Sími 91-689080 j Rjómalöguð súpa dagsins Fjórar teg. af síid Þijár teg. af grænmetis- paté • Sjávarpaté Sjávarréttir í hvítvíns- hlaupi • Reykt hámeri Grafln hámerí Reyktur lax Grafinn lax Ferskt jöklasaiat með pöstu í jógúrtsósu Ferskt ávaxtasalat með pöstu í tandoorísósu Lambarúllupyls Sviðasulta Lambapate Gióðarsteikt lambalæri Lambarif barbeqúe Fylltur lambsbógur Hangikjöt Rauðvínshjúpað grísa- lærí jólaskinka Jólagrfsarífjasteik Svart pönnubrauð Munkabrauð Þríggja korna brauð- hleifur • jólabrauð Rúgbrauð • Hrökkbrauð Kaldar sósur Sex teg. af meðlæti Ostar • Ávextir Allar teg. af Baulu-jógúrt 3orði nú hver sem betur getur Hverfisgötu 8-10-pantanasími 18833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.