Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 47
tiK*íi íiriaMagjid k^flp/l*iA0MA8 (íhia ui/ii;»)oi/: MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 C 47 íslenskar blómarósir þyrptust að Power til að fá eiginhand- aráritun. ívar Guð- mundsson, blaðamaður Morgunblaðs- ins (til hægri), tekur leikar- ann tali. SÍMTALID... ER VJÐ EGGERTÞÓR BERNHARÐSSON SAGNARITARA RE YKJAVÍKURBORGAR__ Gullvæg sagnfræði 623022 „Heilbrigðiseftirlitið.“ — Heilbrigðiseftirlitið?? Mér var sagt að sagnaritarar Reykjavíkur- borgar væru í þessu númeri. „Saga Reykjavíkur. Augna- blik.“ „Halló. Eggert þór, hérna.“ — Góðan daginn. Páll Lúðvík Einarsson heiti ég, blaðamaður á Morgunblaðinu. Þannig er mál með vexti að mér hefur verið fal- ið að bregða birtu á gullæðið 1905 með Fréttaljósi úr fortíð. Og þú skrifaðir ansi skemmtilega grein um það. „Þakka þér fyrir.“ — Mig langar að spyija smá- vegis til viðbótar. „Velkomið.“ — Var og er gull í Vatnsmýr- inni? „Tja. Það eru ansi margir laus- ir endar. Og álit ábyrgra manna á sinn hvorn veginn. Knud Zimsen bæjarverkfræðingur taldi að lát- únshylki sem voru notuð yllu gull- lit á þessum smáögnum af málmi sem fundust. Guðmundur G. Bárðarson taldi 1931 að engar sannanir væru fyrir því að gull hefði fundist og Guðmundur Bjömson héraðslæknir var líka á þessari skoðun. — Á hinn bóginn töldu margir sig hafa ástæðu til að trúa á gullið. — Og sumir gáfust ekki upp þótt illa færi fyrir Málmi. Þeir pöntuðu stór- an bor og stofnuðu félagið Málmleit 1922. Þeir fundu reyndar ekkert gull og sá félags- skapur lognaðist útaf um 1929. Björn Kristjáns- son sem var varkár í dómum um gullið taldi það þó ekki ijarri lagi að það væri gullvottur í einhveijum sýn- Eggert Þór Bernharðsson. uin. Atbugaðu að Björn var mik- ill áhugamaður um málma og málmvinnslu. Það virðist eitthvað hafa verið í jörðu.“ — Þú talar í greininni um sögu- sagnir þess eðlis að Hannes Han- son hafi sjálfur komið fyrir gul- lögnum í bornum? „Já, skafið framan af bijóst- nælunni sinni. Hannes hefði ekki þurft að fórna miklu gulli. Þær agnir sem fundust voru aldrei stærri en títupijónshausar o>g varla það. Sögur komust fljótlega á kreik en líklega hefur þetta verið kjaftasaga því Hannes var stofnfélagi að Málmi. Auk þess fór hann á stúfana skömmu eftir gullfundinn í Öskjuhlíðinni. Hann fór vestur á Snæfellsnes til að leita að gulli í Drápuhlíðarfjalli en þar hafði áður fundist lítils háttar af gulli en ekki svo mikið að talið væri vinnandi. Hannes virðis þvi hafa verið trúaður á gull á Islandi.“ — Þú segir að lóðaverðið hafi hækkað, græddu einhveijir? „Jú, lóðaverðið snarhækkaði en það lækkaði aftur. Að vísu ekki alveg niður í verðið sem var fyrir 1904. Einhverir græddu en eflaust töpuðu margir.“ — Jæja, ég þakka fyrir upplýs- ingamar og nytsama grein. „Ágætt. En segðu mér er ekki voðalegt að skrifa í svona þröngt pláss?“ — Biddu fyrir þér. Fréttaljósið verður eiginlega aldrei meira e® skuggi af því sem var. Ég þakka bara aftur fyrir upplýsingarnar og liðlegheitin. „Það var nú lítið.“ — Vertu bless- aður. „Sömuleiðis.“ „Líklegt er talið að gull geti fundist á háhitasvæðum." Þessi tilvitnun er ekki ftiéttaljós úr fortíð heldur iréttafyrirsögn af baksíðu Morgunblaðsins hinn 15. dag nóvembermánaðar árið 1989.1905 var gull einnig fréttaefiii. Er 20, öldin gullöid íslendinga? A Ymsir hafa minnst á „gullæð- ið“ 1905 í endurminningum sínum og þess verður að geta að blaðamaðurinn Árni Óla skrifaði nokkuð um gullæðið í bók sinni Gamla Reykjavík. Einnig má minnast á kvæði Ólafs Hauks Símonarsonar „Gull“ sem varð vinsælt í flutningi Eiríks Hauks- sonar. — Og síðast en ekki síst tekur Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur á gullinu í ársritnu Sögnum 1984. Kemur með kalda vatninu Það var verið að bora fyrir vatnsveitu bæjarins síðdegis 30. mars 1905, norðarlega í Vatns- mýrinni við Öskjuhlíðina. Borinn var kominn á 40 metra dýpi þeg- ar danskur borunarmaður tók eft- ir glóandi málmögnum. Hannes S. Hanson, íslenskur gullnemi frá Ameríku og síðar kaupmaður, fullyrti að þar væri eðalmálmurinn gull. Daginn eftir var fréttin kom- in á sérstakan fregnmiða frá blað- inu Reykjavík en blaðið ísafold varaði við of mikilli bjartsýni. Næstu daga voru sýni úr bor- holunni athuguð, úrskurðir lyfsal- ans í bænum og Björns Krist- jánssonar kaupmanns og alþekkts áhugamanns um málmfræði voru neikvæðir. — En úrskurður Er- FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍÐ Gullöld r Islands Gullæði Reyk- víkinga 1905 lendar Magnússonar gullsmiðs var á annan veg. 6. apríl skipaði bæjarstjórn námunefnd, í henni voru Björn Kristjánsson, Guð- mundur Björnson héraðslæknir og Halldór Jónsson bankaféhirðir. Borunum var haldið áfram og áhugi manna fór síst minnkandi, sérstaklega eftir að danskur námaverkfræðingur lét í ljósi þá skoðun að sýnin innihéldu enn meira gull en áður hefði verið talið. Frá upphafí var Ijóst að einkað- ilar höfðu hug á því að hætta fjár- magni sínu til gullleitar og vinnslu. Þar fór fremstur Sturla Jónsson kaupmaður, af öðrum má nefna t.d. Klemens Jónsson landritara og Sigfús Eymundsson bóksala. 15 júlí samþykkti bæjar- stjórn að Sturla og félagar fengju að bora í Öskjuhlíð og Vatnsmýrinni næstu tvö árin og hefðu for- gangsrétt á námugreftri í bæjarlandinu. Stjórnarráð ís- lands samþykkti þessa ráðstöfun að því tilskyldu að sett yrðu sér- stök námalög og var það gert á Alþingi 1907 og 1909. Um haust- ið 1905 var hlutafélagið Málmur stofnað. í fyrstu var hlutafé ákveðið 100.000 kr. Hlutafjár- söfnun gekk vel, þ.e.a.s. margir lofuðu að kaupa hlutabréf. Arnór nokkur Árnason, Vestur-íslend- ingur og málmbræðslumaður frá Chicago, hvatti höfuðstaðarbúa til að kaupa hlutabréf því „veruieg gullöld íslands" væri að hefjast. Björn Kristjánsson aftur á móti benti á ýmsa óvissuþætti í gull- dærninu. Hlutafélaginu Málmi gekk erf- iðlega að innheimta hlutafjárlof- orð og einnig að útvega bor til leitarinnar. Boranir hófust í júlí 1907. í nóvember fannst vottur af gulli og á 45 metra dýpi fannst bæði vottur af gulli og silfri. Á 75 metra dýpi var komið niður á hart lag og var borunum þá hætt — en þá var hlutafélagið einnig orðið félítið. Þá um veturinn fór félagið fram á að fá leyfístímann lengdan, ársgjöld felld niður og ennfremur var sú hugmynd viðruð að leigja erlendum aðilum hluta af námalandinu. Bæjarstjórn lengdi leyfistímann en hafnaði öðrum erindum félagsins. Vantaði gull Árið 1909 var komið í óefni fyrir hlutafélaginu Málmi og blöskraði Arnóri Árnasyni sem var aftur kominn til Ameríku svo ástandið, að hann skrifaði grein í Lögberg, blað Vestur-íslendinga. Amór var sannfærður um að gull- æð lægi milli Vatnsmýrar og Mosfellssveitar og hvatti hann landa vestra til að kosta málm- rannsóknir í gamla landinu. Áskorun hans fékk þó takmarkað- ar undirtektir. Hagur gullleitar- mannanna í Málmi vænkaðist ekki og félagið komst í 400 króna skuld við bæjarsjóð og í maí 1910 fór fram nauðungaruppboð á eigum félagsins. Sögu félagsins var lok- ið. Fjallkonan skrifaði 18. maí: „Félag þetta er eitthvert hið gagn- laustasta skrípi sem íslendingar þekkja dæmi tit“ Hafði félagið einhveija þýðingu? Gullleitin sá íslendingum fyrir æmu umræðu- og aðhlátursefni. Einnig kom sú skoðun fram að dregið hefði úr vinnugleði og jarðræktaráhuga Reykvíkinga vegna gullæðisins. — Síðast en ekki síst; lóðaverð hækkaði gífurlega á skömmum tíma. Margar lóðir ruku úr 1.500 í 15.000 kr. Sumar fóru úr 6.000 í 40.000 kr. Gullborinn í Vatnsmýr- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.