Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 DÆGURTÓM.IST ■SÍÐAN skein sól sendi frá sér sína aðra breiðskífu fyrir stuttu. Platan sú.heitir Eg stend á skýi og Skífan gefur út. Útgáfan var kynnt með jólaglóð í porti Hafnar- hússins á meðan hljómsveit- in var hífð á viðeigandi skreyttum palli niður í port- ið. Að því loknu léku sveitar- meðlimir fyrir viðstadda nokkurlög. Hvað er betra en nokkuð annaðf ÞÓ STARFANDI séu ótal poppsveitir á íslandi eru þær fáar sem ná að móta sér sinn eigin stfl; stíl sem ekki dregur dám af því sem er helst á seyði í út- iandinu. Ein þeirra islensku sveita sem náð heiúr sérstöðu er Todmobile, sveit sem skipuð er klassískt menntuðum tónlistarmönnum, sem eiga sér afar ólík- an uppruna í popptónlist. Todmobile skipa Eyþór Arnalds, sem var í eina tíð f Tappa tíkarrassi og fleiri pönkpoppsveitum, Þorvaldur B. Þorvaldsson, sem var í Pax Vobis og fleiri sveitum, og Andreá Gylfadótt- ir, sem lagði stund á klassískt söngnám og söng með Grafík. Meðspilarar 'eru Jakob Magnússon bassa- eftir Árna Matthiosson leikari, Kjartan Valdimars- son hljómborðsleikari og Ólafur Hólm trommuleík- ari. Todmobile sendi nýve- rið frá sér sína fyrstu plötu, Betra en nokkuð annað. Ég hitti þau Þorvald, Eyþór og Andreu þar sem þau voru að undirbúa væntan- lega útgáfutónleika í ís- lensku óperunni 7. desem- ber nk. Hvað er betra en nokkuð annað? „Plötuheitið er komið úr texta eftir Andreu við fyrsta lagið. Sá texti fjallar um dauðann; það augnablik þegar maður er á mörkum lífs og dauða, það gamla er að baki og við tekur nýr heimur. Lagið er samfellt ris og þegar hápunktinum er náð kempr þessi fallega setning sem hreif okkur. Það má segja að þetta lag sé dæmigert fyrir hljóm- sveitina, enda lögðum við einna mest í það, en það og annað lagið eru í raun eitt lag; ein saga. Meðgöngutíminn var langur, en hann var nauð- synlegur til að móta plöt- una. Annað sem réð miklu um heildarsvip plötunnar er hve við erum samrýnd. Það teygðist úr stúdíóvinn- unni meðal annars' vegna þess hve gaman okkur finnst að vinna saman. Við áttum í vandræðum með halda okkur innan settra tímamarka; vinnugleðin var það mikil. Við erum þegar farin að vinna að nýjum demó-upptökum, enda eigum við yfrið nóg af lögum. Undirbúningur plötunnar og vinnan við hana hefur verið eins og að ganga í klaustur og það er mjög gaman að vera að fara að spila fyrir fólk eftir innilokunina. Það er bara vonandi að okkur takist að miðla spilagleðinni til áheyrenda á Operutónleik- unum.“ Hvernig líst ykkur á jóla- slaginn? „Við erum ekkert bang- inn við hann, enda vorum við búin að ákveða að gefa okkur í þessa hljómsveit í ár og hvernig sem fer, fáum við það mikið út úr sam- starfinu að það er okkur nóg.“ ■ LIKUR eru taldar á að félagarnir í Smiths taki upp samstarf á nýju, en Johnny Marr gítarleikari og laga- smiður sveitarinnar sálugu og Morrissey söngvarinn og textahöfundurinn ræðast nú við á nýjan leik eftirtveggja ára hlé. Þá hefur Morrissey aflýst tónleikaferð sinni til Fraklands og þykir það renna frekari stoðum undir sögu- sagnimar. PLATA VIKUNNAR PLATAVIKUNNARer WC Monster með hljóm- sveitinni Bootlegs. WC Monster er fyrsta íslenska speed-metal platan, en speed-metal er hratt, hrátt þungarokk sem minnir stundum á pönktón- list. Bootlegs hefur verið að leika speed-metal í á fjórða ár, en WC Monster er fyrsta plata sveitarinnar. Lögin á plötunni heita klassískum þungarokkheit- um, Stairway to Hell, WC’ Monster, Sod, Trash Attack og Shall I Die, en sveitar- meðlimir segjast vera að leika tónlist sem henti eink- ar vel til að slaka á. Amörkum hfsogdauða Jón Örn Sigurðsson, gítarleikari og söngvari Bootlegs, á tónleikum í Duus 23. nóvember. að Jón Öm þungarokk- sveitarinn- ar Bootlegs. Hann hefur prýðilega söng- rödd sem hentar vel í þeirri gerð tónlistar sem Bootlegs leikur og er fyrirtaks gítarleikari. Þetta kvöld var hann nökk- urn tíma að ná sér á strik, en þegar komið var fram yfir miðja tónleikadagskrá var hann kominn í ham og tók magnaða einleikskafla á gítarinn. Þungarokkið sem Bootlegs leikur minnir á köflum á pönk; slíkur er krafturinn og hraðinn og Jón lætur sitt ekki eftir Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir liggja í kraftmiklum hröðum JÓN söng og gítarleik. BITLAVINAFELGIÐ áfutónleika, „við emm svo lúnir eftir árið, að við rétt nennum að talast við í síma“. Þeir ætla því að safna kröft- um fram að tónleikunum 21. og gera þá veglegri fyrír vik- ið. ■ÞAÐ er ekki á hveijum degi sem íslensk hljómsveit fær lof- samlega umfjöllun í banda- ríska popptímaritinu Rolling Stone, en í desemberhefti blaðsins skrifar David Fricke um tólftommuna sem Risaeðl- an sendi frá sér í sumar og gefur henni hin bestu með- mæli. Fricke, sem kom hingað til lands fyrir tveimur árurn til að skrifa um Sykurmolana, segir að plata Eðlunnar sé blanda af pönki og jass; æs- andi og stórskemmtileg dans- tóniist. Af Eðlunni er annars það að frétta að sveitarmenn eru nú í hljóðveri með Ken Thomas að taka upp lög á væntanlega plötu sém gefin verður út ytra á næsta ári. OG AUGUN OPNAST HILMAR Oddsson hefúr fengist við tónlist í fjölda ára (man einhver eftir Melchior?), en er þó þekktari sem kvikmyndagerðarmaður. Hann sendir þó frá sér plötur með löngu millibili, 1984 kom út Eins og skepnan deyr, sem á voru lög úr samnefndri kvikmynd hans, og fyrir stuttu kom út platan Og augun opnast. Hilmar sagði í spjalli að Og augun opnast væri í raun hans fyrsta sólóskífa, „þegar Skepnan kom út hugsaði ég ekki út í það að hafa nafnið framan á um- slaginu". Hilmar sagði að eins væri farið með sig og aðra sem væru að fikta við tónlist; hann væri alltaf að semja lag og lag og þar kæmi að lögin kölluðu á að verða gefin út. „Þegar frest- að var mynd sem ég ætlaði að gera í sumar varð þessi plata til; „ég þurfti að fá útrás fyrir einhveija sköpun og platan kemur því í stað myndarinnar“. Hilmar fékk til liðs við sig á plötunni ýmsa söngv- ara, þeirra á meðal Bubba Morthens, sem syngur lagið Hrikaleg, sem allmikið er leikið í útvarpi þessa daga. „Þegar Skepnan kom út söng Bubbi lagið Allir lurk- um laminn, eins og flestir muna, en það lag var í raun samið fyrir hann og hann féllst góðfúslega á að syngja það. Þegar ég svo setti sam- an Hrikaleg vissi ég strax og fyrstu hljómamir urðu HILMAR til að þetta væri lag fyrir Bubba og hann var aftur til í slaginn.“ Aðrir sem koma við sögu em tveir fyrrum félagar Hilmars úr Melchior, Karl Roth og Hróðmar, en „Hróðmar er orðinn há- alvarlegt tónskáld og vill ekkert af þessu poppi vita. Með herkjum tókst að fá hann til að útsetja strengja- kafla í einu lagi.“ Hilmar sagði að þar sem tónlistin væri aukabúgrein væri hann ekki í tygjum við hljómsveit og ætti því óhægt með að koma fram. Það stæði þó til að reyna að troða eitthvað lítilsháttar upp fyrir jól. HLJÓMSVEITIN TODMOBILE OG AÐSTOÐARMENN BÍTLAVINAFÉLAGIÐ átti söluhæstu plötu síðasta árs sem á voru gömul íslensk „bítlalög". Þetta ár sendir sveitin enn frá sér plötu, Konan sem stelur Mogganum mínum, en nú með frumsömdum lögum. Bítlavinafélagið skipa þeir Jón Ólafsson, Rafn Jóns- son, Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hjörleifsson og Har- aldur Þorsteinsson. í. stuttu spjalli um plötuna sagði Jón Ólafsson að Bítlavinir hefðu ákveðið að leyfa öllum sveit- armeðlimum að njóta sín á plötunni. Hann sagði þá fé- laga hafa einsett sér að láta markaðinn ekki segja sér fyrir verkum, en reyna að leggja sig alla fram við það sem hvem og einn langaði. Textamir væm þeim þó meira- hjartans mál og því meira í þá lagt flesta. Sumir segðust heyra á plötunni „bítlablæ", en það væri ekki meðvitað og eina skýringin væri sú að þeir væru búnir að vera að leika tónlist „bítlaanda" svo lengi. Jón sagði ekki vera pressu á sveitina að fylgja eftir plötu síðasta árs, var söluhæsta plata ársins; þar væri nánast sem menn byggjust ekki við neinu, sem væri þvert á reynslu síðasta árs. „Mér finnst þægilegra að geta komið mönnum á óvart; það er meira gaman að sækja á brattann," sagði Jón. „Núna hlýnar mér um hjartaræturnar við að heyra lögin í útvarpinu, en í fyrra var þetta gefin veiði.“ Bítlavinir halda tónleika á Hótel Borg 21. desember nk. Jón sagði sveitina ekki ætla að halda neina sérstaka útg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.