Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 32
V 32 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR — „DESEMBER 1989 VtlYNDUST/Kunna íslendingar ekki á uppboöf „Fyrsta, amuiö, og LISTAVERKAUPPBOÐ hafa nokkuð verið til umfjöllunar síðustu vikurnar, einkum eftir að listaverk fóru fyrir verð sem voru al- mennt langt undir matsverði á uppboði fyrir um mánuði. Þótti það slá öll met í vanvirðu landans gagnvart verðmati sérfróðra. Reyndar sagði einn uppboðshaldarinn í viðtali að því lengur sem hann væri við þetta, því minna skildi hann í þessum málum - og er erfitt að sjá hvernig slík yfirlýsing um eðli sérþekkingar á að vekja traust væntanlegra seljenda eða kaupenda. Hins vegar eru til ihun nærtæk- ari skýringar á þessum atburðum en þær sem tengjast listrænni sérþekkingu eða þekkingarleysi; og jafnframt eru þær skýringar einnig mun meira Iýsandi fyrir þjóðflokkinn íslendinga. u Stærstu, flölsóttustu og vinsæl- ustu uppboðin á íslandi eru nefni- lega ekki haldin í virðulegum sölum Hótel Borgar eða á Hótel Sögu. Þau eru því síður sótt af peningalega vöxnum mönnum í tvíhnepptum jakkafötum eða pelsklæddum frúm; þar ganga engir þjónar um beina. Þessi uppboð eru haldin í köldum vöruskemmum, bakhúsportum og úti undir beru lofti; uppboðsmunir eru hlutir sem eigendur hafa yfirgef- ið, týnt, eða ekki hirt um að borga lögboðin gjöld af. Þetta eru regluleg uppboð embættis tollstjóra á því sem ekki hefur verið greitt, og uppboð lögreglustjóra á því sem ekki hefur verið sótt. Á slík uppboð flykkist fólkið, bæði í von um góð kaup og góða skemmt- un. Það kemur til að fylgjast með og það kemur til að bjóða í númerin, og taka áhættuna á því að fá ef til vill kassa af vinstri fótar skóm fyrir lítið, eða stafla af tískufötum síðasta árs fyrir enn minna; ef heppnin er ekki með má alltaf hlæja að öllu saman. Það er verið að kaupa köttinn í sekknum, og eins gott að fá hann eins ódýrt og mögulegt er. Það kemur vel í ljós á þessum uppboðum að það virðist mjög áríð- andi fyrir íslendinga að hafa eitthvað af öðrum. Óskastaðan er sú að fá allt fyrir ekki neitt, en það má sætta sig við að fá mikið fyrir lítið. Að borga sannvirði fyrir hlutina er að tapa leiknum sem kaupandi, og menn gera það afar treglega, nema þá vanhagi raunverulega um það sem keypt er. Þar sem engan vanhagar í raun um listaverk, koma uppboðsgestir með þetta skranvöruuppboðaviðhorf inn á listaverkauppboðin; að fá mikið fyrir lítið, og helst sem mest fyrir sem allra, allra minnst. Eftir fréttum í nóvember að dæma virðist kaupend- um hafa tekist þetta ætlunarverk sitt ágætlega upp á síðkastið. En það verður líka að segjast eins og er, að á sömu fréttum má skilja að upp- bygging uppboðanna sé svo ótrygg, að það leiði til vissrar ævintýra- mennsku og kæruleysis. Því til stuðn- ings má benda á nokkur atriði. Birt er ákveðið matsverð fyrir listaverkin, en hins vegar er óljóst á hveiju það mat byggist, og ekkert staðfest verð er birt til samanburð- ar. Upprunaskrá verka er sjaldnast fyrir hendi, og því ekki hægt að sann- reyna sögu verksins frá hendi lista- mannsins allt til uppboðsins; jafnvel kemur fyrir að nafn síðasta eiganda er ekki gefið upp. Hann gæti þess vegna verið náunginn sem býður hvað mest í listaverkið á móti þér, en hættir þegar tilboðin nálgast „hæfilegt" söluverð. Þannig áttu eig- endurnir hæsta boð í eitt verkið á uppboði fyrir mánuði - og komu þar með í veg fyrir að verkið væri selt fyrir þriðjung af matsverði. Verkin á uppboðunum eru greinilega ekki tryggð fyrir lágmarksverði, sem þau yrðu ekki seld undir; því er eigandi sem ekki getur verið viðstaddur upp- boðið ófær um að veija eigur sínar. Loks má nefna, að vegna þess að upprunaskrár eru ekki fyrir hendi, virðist engin leið að tryggja að fals- anir komist ekki í umferð í gegnum uppboðin. Á meðan grundvallaratriðum sem varða traust og áreiðanleik er þannig ábótavant við framkvæmd uppboða á listaverkum, er varla nema grín að þeim gerandi, og ekki nema von að listamenn með einhveija sjálfs- virðingu forðist þau eins og heitan eldinn. Reyndar sagði upphafsmaður listaverkauppboða hér á landi eitt sinn, að „aldrei væri sannvirði líðandi stundar á nokkrum hlut nákvæmar metið en á fijálsu vel auglýstu upp- boði. Þar ákvæði eftirspurnin verðið og hefði hún löngum þótt óhlut- drægnust í matl á ljármunum.“ - Takið eftir að hann sagði „í mati á fjármunum", en ekki „í mati á lista- verkum"; í þeim tveimur orðum kann mismunandi viðhorf að speglast hve best. Uppboðshaldarinn tekur 10% sölu- verðs í uppboðslaun. Það getur verið nokkur skildingur, ef verkin seljast, og jafnvel dágóð fúlga, ef allt fer fyrir matsverð. Fyrir það gjald eiga kaupendur heimtingu á að það sé tryggt, að þeir séu ekki að kaupa köttinn í sekknum; og seljendur eiga á sama hátt að geta treyst því að þeirra eigur séu ekki seldar fyrir fáeinar baunir. ... koma með skranvöruuppboðaviðhorf á listaverkauppboðin. ER FYRSTI SUNNUDAGUR I tilefni dagsins bjóðum við upp á heitt súkkuiaði meðrjóma ognýbakaðar piparkökur. Komiðogskoðið okkar sérstæðu aðventu- skreytingar. Opið alla daga frá kl. 9-21. BIÓMÍWIXIIH Hafnarstræti 3 í Grófinni - Símar 12717 og 23317

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.