Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 —ítt—fl—m——i—n---r~—r- r , ; ,-;—j- Tvö fyrirtæki vilja kaupa verksmiöju- hús Sigló: Búist við niðurstöðu í viðræðum ráðuneyt- is o g Sunnu um helgi Siglunes segist hafa full umráð yfir framleiðslulínu verksmiðjunnar FORSVARSMENN Sunnu h/f á Siglufirði, undirbúningsfélags um kaup og rekstur rækjuverksmiðju Sigló, eru nú í Reykjavík til við- ræðna við fulltrúa Qármálaráðuneytisins. Ríkissjóði var slegið hús Sigló á nauðungaruppboði fyrir skömmu. Siglunes h/f, félagið sem um sjö mánaða skeið hafði rekstur þrotabús Sigló á leigu, hefur einnig lýst áhuga við fjármálaráðuneytið á verksmiðjuhúsinu en að sögn Jóns Guðlaugs Magnússonar, stjórnar- manns í Siglunesi, hefur félagið ákveðið að standa fyrir rækju- vinnslu á Siglufirði, hvort sem það verður í húsi Sigló eða annars stað- ar. Siglunesi hefur, að sögn Jóns Guðlaugs, verið breytt í almenn- ingshlutafélag og hafa þegar 40-50 aðilar á Sifglufirði, þar með taldir allir starfsmenn Sigluness og áður Sigló, skráð sig fyrir hlutafé. Að sögn Sigurðar Fanndal, for- manns Sunnu, sem er félag í eigu ýmissa aðila á Siglufirði, hefur fé- lagið mikinn áhuga á að kaupa verksmiðju Sigló og eru formlegar Suðurland: Farskólan- um þokka- lega tekið Selfoflsi. „ÁHUGI hefur verið þokka- legur í sumum greinuin," sagði Orlygur Karlsson að- stoðarskólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands en hann hefúr umsjón með Far- skóla Suðurlands. Nokkur námskeið hafa þegar verið haldin á vegum skólans, bókleg suðunámskeið og tölvunámskeið og þátttakan verið þokkaleg. 9. desember verður haldið ársreikninganám- skeið í Hveragerði en á því nám- skeiði munu þátttakendur læra að lesa rétt úr ársreikningum fyrirtækja. — Sig. Jóns. Starfsmannafélag Reykj avíkurborgar: Yfirtöku rík- isins á Borg- arspítalan- um mótmælt STJÓRN Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar tekur undir mótmæli starfsmanna Borg- arspítalans vegna væntanlegrar yfirtöku ríkisins á spítalanum og annarri heilsugæslu í borginni. Iályktuninni segir að mjög toi’velt sé að tryggja að áunnir hags- munir starfsmanna verði varanlega ti'yggðir þegar ríkið tekur yfir þess- ar stofnanir. Þess utan telur stjórn Starfsmannafélagsins það vera skref afturábak að taka úr höndum borgarinnar það fnimkvæði, sem hún hefur haft í uppbyggingu heilsugæslu í Reykjavík. viðræður hafnar. Sigurður kvaðst eiga von á að málið yrði til lykta leitt um helgina og að niðurstaðan yrði sú að af kaupunum yrði. Hann vildi ekki ræða um hvaða söluverð væri verið að ræða fyrir húsið. Jón Guðlaugur Magnússon sagði að Siglunes hefði lýst yfir áhuga við fjármálaráðuneytið á að kaupa húsið en hefði engin viðbrögð feng- ið. Hann sagði að Siglunes væri ákveðið í að reka rækjuverksmiðju á Siglufirði og að það skipti ekki sköpum um hvort verksmiðjuhús Sigló fengist keypt. Siglunes hafi óyggjandi umráð yfir framleiðslu- tækjum verksmiðjunnar sem fengin hefðu verið með kaupleigusamningi við sænskt fyrirtæki þar sem forr- áðamenn Sigluness væru í persónu- legum ábyrgðum og hefðu haldið samningnum í skilum. Hann sagði að Siglunessmenn biðu þess að nið- urstaða fengist úr viðræðum Sunnumanna og ráðuneytisins. Jón Guðlaugur sagði að nú stæði yfir hlutafjárútboð þar sem ætlunin væri að safna 25 milljonum króna. Minnsti hlutur væri 25 þúsund krónur. Þegar hefðu 40-50 aðilar á Siglufirði skráð sig fyrir hlutafé, þar á meðal allir fyrrverandi starfs- menn Sigluness og Sigló. Auður Eydal, forstöðumaður Kvikmyndaeftilitsins, og Ásgeir Þormóðsson, formaður Samtaka íslenzkra myndbandaleiga, með nýja veggspjaldið á milli sín. Til vinstri standa Adolf Petersen og Guðrún Birgisdóttir, skoðunarmenn Kvikmyndaeftirlitsins. Kvikmyndaeftirlitið gefur út veggspjald: Minnt á aldursmörk á myndbandsspólum Barnaverndarsjóður Knuds Knudsen styrkir útgáfuna Kvikmyndaeftirlit ríkisins hefur nýverið gengizt fyrir útg- áfu veggspjalds, sem ætlazt er til að verði hengt upp á sem flestum myndbandaleigum á landinu. Á spjaldinu er vakin athygli á merkimiðum eftirlits- ins um leyfilegan aldur til að horfa á kvikmyndir, en þeir eiga lögum samkvæmt að vera á öllum myndbandsspólum með leiknum kvikmyndum, sem dreift er til leigu eða sölu. A Ifréttatilkynningu frá Kvik- myndaeftirlitinu segir að það sé von þeirra, sem standa að útg- áfu veggspjaldsins, að það stuðli að nauðsynlegri viðhorfsbreyt- ingu meðal almennings. „Það er full ástæða til þess að Vekja forr- áðamenn bama og afgreiðslufólk á myndbandaleigunum til um- hugsunar um merkingu miðanna. Það aldursmark, sem tilgreint er á spólunni, á að sjálfsögðu líka alltaf að gilda um afhendingu hennar," segir í tilkynningunni. „Á síðustu tíu árum hefur orðið mikil breyting á lífsháttum íslend- inga. Myndbandstæki eru nú al- menningseign og framboð á sjón- varpsefni hefur aukizt til mikilla muna. Margir forráðamenn barna virðast hafa misst sjónar á því í þessari holskeflu myndefnis, að það er nauðsynlegt að hafa með skynsamlegum hætti eftirlit með því, hvað börnin horfa á.“ Leitað var til Bamavemdar- sjóðs Knuds Knudsen og veitti hann styrk til útgáfunnar og Sam- taka íslenzkra myndbandaleiga, sem taka að sér dreifingu á vegg- spjaldinu til allra félagsmanna sinna. Sigvard Vallenberg, forseti Norrænnar barnahjálpar: Leita til Islendinga um hjálp handa fílippseyskum bömum Barnaheimili stofhunarinnar liggja undir sprengjuárásum SIGVARD Wallenberg, stofiiandi og forseti Norrænnar barnahjálpar (Skandinaviska bammissionen), er staddur hér á landi til að afla sam- tökum sínum stuðnings. Norræna bamahjálpin starfar á Filippseyjum og hjálpar heimilislausum börnum. Wallenberg segir að stofhunin sé Qár þurfi, og nýjustu fregnir frá Filippseyjum bendi til þess að þar aukist neyð fólksins enn. Hann hefur meðal annars hitt forseta Islands að máli og átt fund með framkvæmdastjóra Hjálparstofiiunar kirkjunn- Wallenberg er fyrrverandi skemmtikraftur og segist hafa skemmt í um 50 löndum á 25 ára ferli. Árið 1977 snerist hann að eig- in sögn til kristinnar tníar og ákvað þá að helga líf sitt hjálp við bág- stadda. „Eg fór til Manila, höfuð- borgar Filippseyja og sá helvíti á jörðu í fátækrahverfunum þar,“ sagði Wallenberg í samtali við Morg- unblaðið. „Á Filippseyjum eru 1,2 miHjónir heimilis- og munaðarlausra bama á götunni, sem mörg stunda vændi til þess að hafa í sig og á. 25.000 börn undir sjö ára aldri selja sig, og yngsta stúlkan, sem ég veit um, var þriggja og hálfs árs þegar móðir hennar byijaði að selja hana. Dánartíðnin meðal þessara barna er 52%. Til þess að gera langa sögu stutta, þá byijaði ég á því að taka að mér 67 þessara bama. Að einu ári liðnu stofnaði ég Nonæna barna- hjálp, sem nýlega hefur opnað skrif- stofu á íslandi. Á sex árum höfum orðið stærsta hjálparstofnun á Filippseyjum. Á degi hveijum önn- umst við 6.7C0 böm. Við höfum sett á stofn barnaheimili, dagheimili, sjúkrahús fyrir vannæi-ð börn og veik og fimmtán stöðvar, þar sem við deilum út mat. Við eigum sömu- leiðis „sjúkrastofur á hjólum“ og höfum sett á stofn þijár bækistöðv- ar, tvær í Manila og eina á eynni Mindanao." Wallenberg segir að hernaðar- ástandið, sem nú ríkir á Filippseyj- um, geri þörfina fyrir hjálp ennþá brýnni. „Mér var brugðið þegar síminn hringdi í nótt [fyrrinótt] og Thorbjörn sonur minn, sem stjórnar hjálparstarfinu á Filippseyjum, var í símanum. Hann sagði mér að bama- heimili okkar lægju undir sprengju- árásum, þar sem þau eru aðeins um 300 metra frá herstöðinni Camp Cramer, sem ráðizt var á í nótt. Thorbjörn reyndi í nótt að flytja eins mörg böm og hann gat á brott til öruggra staða uppi í fjöllunum, þang- að til hann fékk flug á brott frá bækistöðvum okkar. Hann hringdi aftur fyrir skömmu og sagði mér að hann hefði komið bömunum á ömgg- an stað.“ Wallenberg segir að samtökin hafi nú komið upp skrifstofum á öllum Norðurlöndunum. „Við érum alkrist- in, samnoi-ræn hjálpar- og líknar- stofnun. Ég kem til íslands til þess að fá íslenzku þjóðina til þess að hjálpa þessum heimsins hijáðustu börnum. Ég hef verið boðinn til for- seta íslands til þess að ræða mögu- leikana til þess að íslendingar geti tekið þátt í starfi okkar. Hún var einstaldega jákvæð. Ég hef einnig Morgunblaðið/Þorkell Sigvard Wallenberg. hitt framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunar kirkjunnar til þess að ræða hugsanlegt samstarf.“ Þijár leiðir eru opnar almenningj til hjálpar, að sögn Wallenbergs. í fyrsta lagi sé hægt að senda styrki inn á gíróreikning Nonænnar bama- hjálpar, sem er nr. 90777-4. í öðru lagi geti menn skráð sig sem „guð- foreldra" hjá stofnuninni, og greitt 1.25Ö krónur á mánuði, sem dugi fyrir mat, klæðum, heilsuhjálp og skólagöngu fyrir eitt til þijú börn. I þriðja lagi gefist einstaklingum og samtökum kostur á að styrkja verk- efnið „Scandinavian Village". „„Scandinavian Village" er verk- efni, sem við höfum tekizt á hendur á eyjunum Leyte og Samar, þar sem fellibyljir hafa svipt um 100.000 manns heimilum sínum og lífsviður- væri. Filippseyska stjórnin fór þess á leit við okkur að við byggðum lítið þorp með húsum, sem geta staðizt fellibylji. Hvert hús kostar um 60.000 krónur, og þróunarhjálparstofnanir á Norðurlöndum hafa þegar skráð sig fyrir um hundrað húsum. Þetta er mikilvægasta verkefni okkar sem stendUr, og er stutt af ríkisstjórnum Norðurlanda. Fólk getur gefið fé til byggingar svona húsa, og vilji menn sjá í hvað fé þeirra er notað, þá munum við setja nöfn gefendanna á húsin og íslenzki fáninn mun blakta yfir þeim húsum, sem íslendingar géfa,“ sagði Wallenberg. Hann segir að í þorpinu verði karlmönnunum kennd landbúnaðarstörf, en sauma- skóli settur á stofn fyrir konumar, þannig að þær geti fengið störf í saumaverksmiðjum. Hann segir að ástandið á Filipps- eyjum sé svo slæmt, að hjálpin verði að berast fljótt. „Við þörfnumst hverrar krónu, sem þægt er að fá,“ sagði Wallenberg og gat þess að fjár- ins væri sérstaklega þörf fyrir jólin. „Á jólunum höldum við mikla jóla- veizlu, þar sem bömin fá pakka með mat og fötum, sem sendiherrar Norð- urlandanna útdeila meðal annarra. í fyrra buðum við 7.000 börnum, en 14.000 komu,“ sagði hann. Wallenberg heldur af landi brott í dag, en kemur aftur 8. desember til þess að tala á samkomu í Bústaða- kirkju, þar sem starfsemi Norrænnar barnahjálpar og hjálparstarf ABC verður kynnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.