Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 LÆKNISFRÆÐI/Var Forssmann á réttri leib? Hjartaþræðingar SAGAN AF manninum sem fyrstur gerði hjartaþræðingu var ekki nema hálfsögð í pistlinum á sunnudaginn var. Hann hélt áfram að gera til- raunir á sjálfum sér og þurfti ekki að fara í launkofa með þær eftir að Schneider gamli hafði séð röntgenmyndina og lagt blessun sína yfir athæfi hans og fyrirgefið hon- um óhlýðnina. Hann ráðlagði unga manninum að skrifa grein í eftir Þórarin læknatímarit og Guðnoson . lýsa tilraunum sínum; élla kynni einhver annar að hnupla hugmyndinni og verða fyrri til. Forssmann varð fljótlega ljóst að hjartaþræðing hans mundi gegna hlutverki rannsóknar, jafnvel fremur en meðférðar sem hann hafði þó einkum í huga í upphafi og ætlaði sér að sprauta lyfjum beint inn í hjarta. Hann sá í hendi sér að hægt yrði að meta þrýst- inginn í hjartahólfinu þar sem slönguendinn lægi, ennfremur taka sýni til mælinga á súrefni í hjartablóðinu og síðast en ekki síst yrði ómetanlegar upplýsingar að fá um innviði hjartans og starf með því að dæla skuggaefni inn í það og taka röntgenmyndir. Svo skrifaði hann grein í víðlesið læknablað og þá varð uppi fótur og fit. Dagblöðin birtu útdrætti og rugluðu lesendur í stað þess að upplýsa þá. Eitt Berlínarblað- anna bauð Forssmann þúsund mörk fyrir röntgenmynd sem sýndi slöngu inni í hjartanu en hann afþakkaði. Honum var meira í mun að rannsóknir hans yrðu sjúklingum til gagns en eig- in pyngju. Auðvitað þyrfti hann að prófa ýmis skuggaefni á dýr- um áður en gerlegt væri að taka hjarta- og æðamyndir af mann- eskjum. En hann vann á litlum spítala þar sem hvorki var hús- rúm né aðstaða til slíks. Sagan segir að móðir hans hafi haft nokkra hunda í fóstri fyrir hann; einum og einum þeirra gaf hann morfínsprautu þar heima og flutti svo rakkann hálfsofandi í poka á mótorhjólinu sínu til spítalans. Þegar þangað kom opnaði hann bláæð á hálsi skepnunnar og þræddi slöngu inn í hjartað eins og Frakkarnir höfðu gert við hestinn forðum. Hjartamyndirn- ar tókust ekki sem skyldi en Forssmann vissi að hann var á réttri leið og hundunum varð ekki meint af skuggaefninu sem hann hafði valið. Þá var ekkert lengur því til fyrirstöðu að gera samskonar athuganir á manni, og maðurinn var enn sem fyrr Forssmann sjálfur. - Hann skýrði í ræðu og riti frá reynslu sinni en áhugi á tilraun- um hans virtist dvína því betur sem honum miðaði áfram í leit sinni. Nú var hann orðinn eigin- maður og faðir; konan var líka læknir og hún bað hann um að hætta sér ekki lengra út á þessar brautir og hann lét að orðum hennar. Upp frá því varði hann tímanum til hefðbundinna starfa á sjúkrahúsi en vísindin hurfu í skuggann, og svo kom stríðið. Hann var kallaður í herinn og þegar hann hóf starf á ný fékk hann stöðu í smábæ úti á landi. En vestur í New York voru tveir menn sem höfðu lesið rit- gerðir hans skömmu eftir að þær birtust og ekki getað gleymt þeim. Þeir voru fullir áhuga á starfsemi líffæra í brjóstholi og dýratilraunir þeirra voru mjög í anda Forssmanns en lengi vel höfðu þeir veigrað sér við að gera tilraunir á mönnum, bæði sjálfum sér og öðrum. Annar þeirra var læknir og hét Díckin- son Richards en hinn var fransk- ur lífeðlisfræðingur að nafni André Cournand. Þeir félagar fengu nóbelsverðlaun 1956 og ekki aðeins þeir tveir, heldur þriðji maður með þeim. Það vat' Werner Forssmann. Þannig kom, þótt seint væri, viðurkenning á merkilegu starfi sem var unnið í kyrrþey og ýmist í óþökk eða afskiptaleysi þeirra sem gerst máttu vita hvað var á seyði. Sú rannsóknaraðferð sem hann átti upptökin að er nú hvar- vetna undanfari skurðaðgerða á hjarta og slagæðum. Án hennar væri ekki hægt að bæta það sem C 13 Teikning af kransæðum og til samanburðar röntgenmynd eftir hjartaþræðingu og skuggaefnisgjöf. aflaga hefur farið í mannshjart- anu, fyrir eða eftir fæðingu, og ekki væri heldur unnt að stað- setja þrengsli í kransæðum og koma þar nýjum æðagreinum fyrir í stað þeirra sem stíflast. Einnig okkur, „fáum fátækum smáum“, hefur auðnast að rétta seint og hægt úr kútnum í þessu tilliti undir öruggri handleiðslu Þórarins Arnórssonar og þeirra sem með honum vinna. En hve- nær skyldu skurðlækriar okkar hafa fetað í fótspor frumheij- anna? Árið 1960 lokaði Jón K. Jóhannsson opnum samgangi milli stóru slagæðanna við hjart- að og ellefu árum síðar skar Gunnar H. Gunnlaugsson burt fyrstu ósæðarþrengsli sem lækn- uð voru hér. HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900 HONDA Honda sigraði í Formúla-l heimsmeistarakeppninni í kappakstri fjögur ár í röð. Sú reynsla og tækniþekking sem . fékkst við hönnun Honda kappakstursbílanna hefur verið nýtt við gerð fólksbíla. Honda Accord 1990 er enn eitt dæmið um yfirburði Honda. Þar er að finna alla þá þætti sem prýða vandaðan bíl. Vélin sem er úr áli er mjög kraftmikil. Hún er 16 ventla, 2,0L/112 hestöfl og 2,0-i/135 hestöfl. Tvöfaldir jafnvægisásar eru á sveifrás sem minnka titring og hávaða. Hægt er að velja um 5 gíra beinskiptingu eða fjögurra þrepa tölvustýrða sjálfskiptingu sem hefur verið endurbætt. Fjöðrunin, sem er sjálfstæð fyrir hvert hjól, gefur frábæra aksturseiginleika. Áhersla hefur verið lögð á aukna hljóðeinangrun. Honda Accord 1990 er stílhreinn að utan og innan. Allur frágangur er til fyrirmyndar á þessum glæsilega og rúmgóða bíl fyrir 5 fullorðna. Sýning í dag kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.