Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 5
f MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 ■£§ SKÝRIIUGARMYND GERÐ AF SIGURGEIR KJARTANSSYNI SKURÐLÆKNI. Til lifrar berast: A) Lifrarslagæð, sem flytur súrefni til næringar og orkuviðhalds lifrarfruma. B) Portæðin, sem er bláæð frá meltingarfærum og flytur melt efni fæðunnar er frásogast hafa, einkum frá smáþörmum. Frá lifur liggja: C) Gallgangur, er færir gallið frá lifur til skeifugarnar og stuðlar ásamt brissafa að niðurbroti og meltingu fitu og eggjahvítu. D) Lifrarbláæðar sem færa blóð frá lifur inn í holæðina er opnast rétt við hægra forhólf hjarta. LEIT ALLTAF NIÐUR MEÐAN LITIL stúlka liggur í meðvitundarleysi snýst heimurinn í kringum hana, læknar á þönum, þyrlur á húsþökum og þjáðir foreldrar og ættingj- ar sem treysta á mátt skaparans. Guðrún Tryggva- dóttir man ósköp lítið eftir þessum örlagríka at- burði, man þó eftir „gulum“ dögum og þrá sinni eftir að verða frísk eins og aðrir krakkar. GUÐRÚN: „Mig langar ekk- ert að verða mjög stór, það er mátu- legt að verða eins og marnma." Morgunblaðid/Rúnar Þór Björnsson Eg man að ég lá í hjónaherberginu hjá afa mínum í Hafr.arfirði og vissi að ég hafði dottið. Síðan man ég óljóst eftir mér á Landakotsspít- ala, en eftir það er allt í þoku þar til ég kom af sjúkrahúsinu í Pitts- bufgh og flutti yfir í húsið með pabba og mömmu, þar sem ég dvaldi meðan ég var að jafna mig. Eg fann aldrei neitt til, en mamma sagði að ég hefði grátið mikið einu sinni þegar ég var svæfð.“ - Manstu hvernig þér leið áður en þu fórst í aðgerðina? „Eg var alitaf með verki í magan- um og gat ekki sofnað á næturnar. Þegar ég varð eldri fór ég að upp- götva að ég var gul, öðruvísi en hin- ir krakkarnir, og mér fannst það svo leiðinlegt. Krakkarnir hérna á Húsavík stríddu mér aldrei, aðeins þeir sem komu hingað á sumrin. Þegat' ég fór til Reykjavíkur leit ég alltaf niður. Þoldi ekki að fara í búð- ir. En nú er það auðvitað mjög skemmtilegt!" Guðrún segist hafa verið feimin þegar hún kom heim eftir aðgerð- -ina.„Það var svo skrýtið, ég var ekk- ert feimin þegar ég var gul, þetta kom bara allt í einu. Síðan varð ég leið á því að vera feimin, því þá eign- ast maður enga vini, hristi þetta af mér og fór bara að tala við krakk- ana.“ Við sitjum inni í herbergi Guðrún- ar sem einkennist af sjálfstæðum smekk eigandans, og ég spyr hana af hvetju hangi þarna badminton- spaðar í loftinu? „Ég æfi auðvitað badminton!" seg- ir hún og hlæt'. - Er það óhætt? „Já, auðvitað, ég æfi líka erobikk og þrek í leikfimi, en verð að gæta þess að fá ekki boitann í magann þegar við spilum handbolta." Guðrún segir mér að hún sé í 8. bekk og fái auk þess stuðnings- kennslu því hún varð á eftir í nám- inu. Skemmtilegast þyki henni þó í handavinnutímum. En framtíðarstarfið er fyrir löngu ákveðið. „Ég var þriggja ^ra gömui þegar ég ákvað að verða hár- greiðsludama. Mér finnst svo gaman að fikta í hári á fólki, snoðaði allar Bat'bie-dúkkurnar mínar hér áður, og dauðsá svo eftir því.“ - Þú ætiar ekki að verða hjúkrun- arfræðingur eins og mamma þín? „Nei, ég er búin að fá ógeð á spítölum og læknum, en það er samt alltaf jafngott að hitta Sævar. Það hjálpaði líka mikið að eiga mömmu setn er hjúkrunarfræðingur, því hún skiidi betur en aðrir þegar mér leið illa.“ - Finnst þér ekki gaman að hafa stækkað svona? „Jú, allt í einu gat ég teygt fnig í hluti heima hjá ömmu, sem ég náði ekki í áður! En mig langar ekkert að verða tnjög stór, það er mátulegt að verða svona eins og mamma." Hún vet'ður aðeins hugsi, segir svo: „Alltaf þegar við Ágústa systir borðuðum kjúklinga, þá brutum við beinin og óskuðunt okkur. Ég óskaði mér alltaf að ég yrði heilbrigð, en Ágústa óskaði sér að jólin kæmu aftur!“ Á náttborðinu liggur unglingabók sem Guðrún er að lesa og talið berst alveg óvart að strákum, sem Guð- rúnu þykir alveg ágætir út af fyrir sig, en hún tekur það skýrt fram að útlitið eitt dugi nú ekki til að heilla hana, þeir verði að hafa einhvern persónuleika. Hún segist vera mikið gefin fyrir félagslíf og segist sjaldan láta sig vanta þegar diskótek og „opið hús“ er í skólanum. Ég spyr hana hvort henni finnist nokkuð foreldrarnir gæta hennar um of, og hún segir að svo hafi verið í fyrstu. „En nú reyni ég að sýna þeim að ég vil bjarga mér sent mest sjálf.“ FERÐA ISLANDS ICELAND TOURIST BUREAU Ferðaskrifstofa íslands Ferðaskrifstofa íslands var stofnuð fyrir 53 árum, þá undirnafninu Ferðaskrifstofa ríkisins. Þar starfa nú um 20 starfsmenn, í innanlands- deild, ráðstefnudeild, utan- landsdeild og við rekstur Edduhótelanna. Áratuga reynsla Ferðaskrifstofunnar í skipulagningu ferða- laga, utanlands jafntsem innan, hefurskipað henni sérstakan sess f íslenskum ferðamálum. Utanlandsdeild Ólíkt öðrum ferðaskrifstof- um, hefur Ferðaskrifstofa íslands sérhœft sig í þjón- ustu við farþega í áœtlunar- flugi. Fjölmörg fyrirtœki og stofnanir hafa um árabil nýtt sér fljóta og örugga þjón- ustu utanlandsdeildarinnar við skipulagningu viðskiptaferða um heiminn. Þaulvanir starfsmenn utanlandsdeildarinnar sjá um að viðskiptavinir njóti hagstœðustu fargjalda sem völ er á hverju sinni auk þess sem þeir útvega gistingu, bílaleigubíla og aðra þá þjónustu sem þarf í öllu.m helstu borgum austan hafs og vestan. Innanlandsdeild Síðastliðið sumar fóru á þriðja hundrað hópa erlendra ferðamanna í skoðunarferðir um ísland á ' ^C/vegum Ferðaskrifstofunnar. / w Auk þúsunda erlendra / ferðamanna, sem nýtt hafa / sér þjónustu innanlands- deildar Ferðaskrifstofunnar, hafa fyrirtœki og félaga- samtök innanlands notfœrt sér hana í sívaxandi mœli. Ráðstefnudeildin annast einnig árlega fjölda innlendra og alþjóðlegra funda og ráðstefna, þar sem þátttakendafjöldi er frá 15 til 750 manns. _ iHótel Edda Edduhótelin eru löngu landsþekkt fyrir góða þjón- ustu og hóflegt verðlag, en Ferðaskrifstofan hefur séð um uppbyggingu og rekstur þeirra frá upphafi. Síðast- liðið sumar voru 15 hótel starfrœkt undir nafninu Hótel Edda og eru þau staðsett í öllum landsfjórð- ungum. Þar býðst notaleg gisting og góður matur og víða er aðstaða til íþróttaiðkana, funda- og ráðstefnuhalds. Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími: 91-25855 • Telex- 2049 • Telefax: 91-625895

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.