Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 6
áQkGÚNéLAÖÍÐ SÚNNUDACÍÚK 8: ÚÉSÉMBER 1989 l d NUDDARAR, SNYRTIFRÆÐINGAR, ÍÞRÓTTAFÉLÖG Eigum fyrirliggjandi ferðanuddbekki a. Eru úr áli, uppsetning tekur aðeins 15 sek. b. Með stillanlegu höfðalagi og andlitsgati c. Mjög stöðugir, bera 250 kg. d. Möguleikar á greiðslukjörum. Allar nánari upplýsingar í símum 46460 eða 46986. SUÐUR-AMERIKA - ASIA? Hvernig væri aö fara þangað í eitt ár, gerast skiptij nemi, búa hjá fjölskyldu og kynnast annarri menningu? Þetta er tækifæri sem þú færð ef til vill aldrei aftur. Ef þú ert fædd/ur 1972 eða 1973 geturðu sótt um. Brottför í febrúar og maí. Upplýsingar í síma 25450. 4FS ÁISL4NDI Alþjóðleg fræðsla og samskipti Skúlagötu 61,4. hæð. LOKSINS GETUR ÞÚ LEIKIÐ AÐALHLUTVERKIÐ. HÉR ER KOMIN HIN FULLKOMNA SPENNA ÞAR SEM PERSÓNUM ER FYLGT EFTIR í VILLTRI LEIT AÐ RÉTTU MIÐUNUM. HVER NÆR FJÁRSJÓÐINUM -EINBÝLISHÚSINU, BlLUNUM, UTANLANDSFERÐUNUM OG ÖLLU HINU GÓSSINU? HÖRKUSPENNANDIOG SKEMMTILEG AFÞREYING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. MIÐAVERÐ AÐEINS 100 KR. \í Morgunveróarfundur í A-sal Hótels Sögu miðvikudaginn 6. desember 1989, kl. 8-9.30. Fyrirmynd að dreif isamningum A fundinum verður lögð fram og kynnt fyrirmynd að dreifísamninum fyrir inn- og útflytjendur. Þar er miðað við algengar aðstæður íslenskra fyrirtækja, en jafnframt höfð hliðsjón af reglum innan EB. Höfundurinn, Þórður S. Gunnarsson, hæstaréttar- lögmaður, kynnir samningsformið og svarar fyrir- spurnum. Þátttökugjald kr. 1.000 (morgunverður innifalinn), Þátttöku þarf að tilkynna Verslunarráðinu í síma 83088 eða FÍS í síma 678910 fyrir fundardag. VERSLUNARRÁÐ FÉLAG ÍSLENSKRA ÍSLANDS STÓRKAUPMANNA Afinæliskveðja: Sveinn Einars- son frá Hrjót Sveinn Einarsson frá Hrjót er áttræður í dag, 3. desember. Hon- um kynntist ég sumarið 1965. Ég bjó þá hjá foreldrum mínum á Egilsstöðum og Sveinn var fenginn til að vinna við stóran garð sem var við hús foreldra minna. Eitt- hvað smávegis aðstoðaði ég hann við að ná í gijót til hleðslu í garðin- um en ekki man ég til þess að við ræddum mikið saman meðan á því stóð. Ég held að Sveinn hafi verið alltof önnum kafinn við að velja steinana og hafi auk þess tekið vinnuna of alvarlega til þess að eyða tíma í spjall meðan á henni stóð. En það var á kvöldin eftir vinnu sem ég kynntist Sveini fyrir alvöru. Hann bjó hjá okkur vinnu- dagana en fór heim að Miðhúsa- seli um helgar. Við spjölluðum mikið saman þessar vikur sem Sveinn var hjá okkur. Oft var kom- ið fram á nótt þegar við gengum til náða. Mér þótti maðurinn strax afburða skemmtilegur viðræðu. Hann var mjög sjálfstæður og frumlegur í hugsun og svo heim- spekilega þenkjandi að unun var á að hlýða. Þegar ég segi að Sveinn sé mikill heimspekingur ætti ég ef til vill fremur að kalla hann lífsspeking, til aðgreiningar frá hinni steingeldu þrætubókarlist og þeim rökfræðilega útúrsnúningi sem einkennir svo mikið af heim- spekilegii umræðu nú til dags. Heimspeki og sálfræði eru nú orðn- ar staðlaðar raungreinar þar sem aldrei er minnst á. speki eða sál og hef ég lítinn áhuga á slíkum fræðum. Það er heldur ekki þannig heimspeki sem Sveinn Einarsson er fulltrúi fyrir heldur einkennist hans lífsspeki af óseðjandi forvitni um lífið og tilveruna í öllum sínum margbreytilegu myndum. Hann er óþreytandi að ræða hin óh'kustu málefni og nálgast þau gjarnan á ferskan og frumlegan hátt og er einkar lagið að varpa nýju ljósi á hefðbundin viðhorf og aðferðir. Mér dettur oft í hug barnið í sög- unni um Nýju fötin keisarans eftir H.C. Andersen þegar ég hlusta á Svein reifa ýmis mál. Hann segir hlutina umbúðalaust og er lítið gefinn fyrir sýndarmennsku og látalæti. Sveinn er alltaf að endur- skoða viðhorf sín til manna og málefna. Hann er einn af fáum mönnum sem ég hef kynnst sem getur í raun og veru skipt um skoð- un. En fyrst og fremst er Sveinn einhver mesti samræðusnillingur sem ég hef kynnst, hann er alltaf jafn lifandi og einlægur í leit sinni að lausn lífsgátunnar. Margra ógleymanlegra stunda minnist ég á heimili Sveins og Bjargar á Hall- ormsstað. Hann situr við borð sitt og tálgar og smíðar muni úr birki og orðin falla eitt af öðru með spónunum sem hrannast upp við fætur okkar. Öðru hvora lítur hann upp, strýkur smíðisgripinn og horf- ir spyijandi, dreymnum augum út í bláinn um stund og tekur síðan upp þráðinn á ný. Sveinn vitnar oft í spakmæli og tilsvör í íslendingasögunum enda drakk hann í sig hinn kjarnmikla og safaríka mjöð þessarar frásagn- arlistar nánast með móðurmjólk- inni. Hann gjörþekkir svo heim og sögusvið íslendingasagnanna og hefir lifað sig svo inn í atburðarás þeirra að ætla mætti að hann hafi bókstaflega verið í hópi þeirra manna sem þá riðu um héruð. Ég hef oft verið sem bergnum- HÖNNUDIR - HÚSBYGGJENDUR HÚSEIGENDUR Verslun verður opnuð mánudaginn 4. des. ’89 í Ármúla 16, Reykjavík. Þar fer fram sala, kynning og ráðgjöf með hinar þekktu lcopal-vörur frá Jens Villadsens Fabriker í Danmörku. Icopal-vörumerkið er einkum þekkt hér á landi fyrir hinn hágæða asfaltpappa á flöt þök sem og hallandi. Einnig bjóðum við Decra stálskífuþök í 5 litum. Vaflex-veggpappa og Thor 6 pappa undir málmklæðningarþök. Énnfremur kaldfljótandi asfalt, þ.e. grunnur, þak- og sökkulasfalt og ál-litað asfalt. Gerum föst verðbindandi tilboð i hverskonar þakgerðir. Verktakaþjónusta okkar hefur yfir 20 ára reynslu hér á fandi. Einkaumboð á Islandi: Sigvaldi Jóhannsson & Co. Ármúli 16 - Sími 91 -83030. Telefax: 612350. inn þegar Sveinn hefur lýst fyrir mér sögupersónum og þáttum úr lífi þeirra, þá stóðu þær mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum sem aldrei fyrr. Sumarið 1968 vildi þar.nig til að við Sveinn unnum saman að ákveðnu verkefni hjá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. A öðrum degi hafði Sveinn orð á því að ég væri vart viðræðuhæfur vegna þess að ég hefði ekki lesið Njálu að neinu gagni. Sagði hann enn fremur að ráða mætti bót á þessu. Hann ætti í fórum sínum margles- ið og handijallað eintak af þessari bók sem læsi sig nánast sjálft og bauðst hann til að lána mér það. Ég þáði þetta kostaboð, las Njálu af kostgæfni og alúð mér til mikill- ar ánægju. Ræddum við svo sög- una á daginn eftir því sem mér sóttist lesturinn. Þetta er besta bókmenntakennsla sem ég hef not- ið um dagana og fijóasta og skemmtilegustu bókmenntalegar umræður sem ég hef tekið þátt í. Við Sveinn ræddum töluvert trú- mál og líf eftir dauðann hér á árum áður. Vorum við ekki á eitt sáttir í þeim efnum. Við gerðum þá reyndar mjög hátíðlegan samning með okkur sem fólst í því að sá okkar sem fyrr yrði burt kallaður úr jarðlífinu léti hinn vita hvernig umhorfs væri hinum megin. Síðan höfum við reyndar báðir skipt um skoðun og trúum því að handan móðunnar miklu sé heimur sem okkur dauðlegum mönnum sé ekki ætlað að vita svo mikið um fyri' en þangað kemur. Kímnigáfu hefur Sveinn til að bera í ríkum mæli og hefur óspart notað hana sér til upplyftingar og eins til þess að milda ágjöf þá sem allir verða óhjákvæmilega fyrir í lífsins ólgusjó. Aldrei man ég til þess að ég hafi heyrt Svein æðrast yfir óhöppum eða sakast um orðinn hlut en heyrt hef ég hann gera óspart grín að því sem miður fer hjá honum sjálfum og öðrum. Oftar en einu sinni hef ég heyrt það sagt um Svein að hann ýki hlutina í frásögn eða hann segi beinlínis skröksögur. Aldrei hef ég orðið þess var hjá Sveini að hann segði ekki satt og rétt frá. Hitt er annað mál að hann setur oft hlutina fram á nýstárlegan hátt og skorar á hólm hefðbundin við- horf og gamlar kreddur. Sumu fólki finnst það óþægilegt að þurfa að skoða hlutina frá mqi-gum hlið- um og að þurfa að hugsa allt upp á nýtt og verða svo ef til vill að horfast í augu við að það hefur vaðið í villu og svima allt sitt líf. Þetta fólk snýst oft til varnar þeg- ar það heyrir eitthvað óvenjulegt og kallar það rugl, lygi eða þvætt- ing. Það er hins vegar bjargföst trú mín að mannlífið yrði betra og bjartara ef fleiri færu að dæmi Sveins Einarssonar og hristu af sér hlekki fordóma og hefðbund- innar hugsunar og héldu á vit sífellt nýrra hugsjóna og drauma. Eysteinn Björnsson í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.