Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 48
48 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 BAKÞANKAR Geðvonska Það er einhver sérstök eftir- vænting sem grípur mig þegar ég opna sunnudagsblað Morgun- blaðsins. Verða fastir liðir @ins og venjulega? Hvaða sjálfskipaður verndari íslenskr- ar tungu stingur á kýli geðvonsku sinnar í þetta sirin og fær þannig útr- ás fyrir and- remmu sálarinnar á síðum sunnu- dagsblaðsins? Sem betur fer þarf Björgvinsdóttur ég ekki að leita 'í“* lengi. Nú heitir hann Sverrir sem froðufellir yfir þvi að ótíndur skríll skuli voga sér að nota nýjar að- ferðir við íslenskukennslu. Síðast fékk einhver Aðalsteinn vonsku- krampa yfir sama hlut. Guð veri með þér Sverrir og Aðalsteini líka. Ég reyni að missa ekki stjórn á skapi mínu heldur baða ykkur ljósi! Nú er svo komið að undirrituð fær alveg sérstakt tækifæri til að opna vonskukompuna í eigin sál á siðum blaðs allra landsmanna. Alltaf hefur mig dreymt um að skrifa fasta pistla í eitthvert vin- sælt sorprit og ég hafði ákveðið að byija þá svona: „Kunningi minn sagði við mig um daginn . . .“ Þá gæti ég sagt svo margt sem ég vildi helst ekki svara fyrir sjálf. Helga vinkona benti mér á að rétt væri að ég sem kona byrjaði frekar svona: „Kunningjakona mín sagði . ■. .“ En Helga er nú frægt kvenrembusvin eins og allir vita svo ég held mínu karlrembustriki og nú hefst pistillinn: Kunningi minn var að fletta Morgunblaðinu um daginn og sagði: „Hvað þykir eiginlega frétt- næmt í dag?“ Ég svaraði að bragði og sagði æst: „Það þykir alla vega ekki fréttnæmt þegar hátt á annað þúsund manns safnast saman í Breiðholtinu til þess að biðja fyrir jörðinni. Og það þurfti ekki einu “ *» sinni að narra fólkið á staðinn með því að auglýsa skemmtikrafta og vinveitingar!" Mig grunar að eitt- hvað hefði heyrst um þetta á ein- hveijum fréttamiðlinum ef fegurð- ardrottning Skutulsfjarðar hefði birst á samkomunni í sérsaumaða sjiffon-náttkjólnum sem hún ætlar með til Kúalalúmpúr í fegurðars- amkeppnina þar. Svipaða frétt las maður einmitt fyrir stuttu á besta stað í þessu blaði sem lesendur halda á núna. Á baksíðunni, hvorki meira né minna! Litmynd og allt! (Eg kann að hafa farið eitthvað rangt með staðaheiti og titla. Það gerir . . . æ hvað heitir það aftur, jú, minnisleysið sem ágerist með aldrinum.) Kunningi minn segir að allir fréttastjórar allra fjölmiðla lands- •w ins séu miðaldra, karlkyns, harðlíf- isseggir. Hann ætti að vita það þessi kunningi minn, hann tilheyrir ein- mitt þeirri stétt. Það rifjast upp fyrir mér í fram- haldi af þessu að fyrir nokkru rakst ég á pínulitla frétt á vondum stað í „okkar biaði" eins og við heima köllum Morgunblaðið, þar sem mátti lesa um árangur af hraða- hindrandi aðgerðum sem frændur okkar Danir höfðu staðið fyrir í íbúahverfum víðs vegar um Dana- veldi. Niðurstöðurnar voru þær að dauðaslysum hafði fækkað um helming á þeim stöðum þar sem hraðahindranir höfðu verið settar. Svipuð könnun var gerð í Reykjavík á nokkrum götum þar sem svokallaðar „öldur“ höfðu verið __ settar. Niðurstöður voru þær sömu og í Danmörku, þ.e: alvarlegum slysum fækkaði um helming. Ég er enn að bíða eftir að lesa um þessa könnun hér í Reykjavík á besta stað í „okkar blaði“ þvi þetta kalla ég stórfrétt! Ég hef aftur á móti lesið margar greinar og lesendabréf þar sem menn eru arfavitlausir yfir þvi að þessar „öldur“ eyðileggi finu bílana þeirra. Sem segir okkur það eitt að þessir sömu menn aka of hratt! Allir vita jú að aki menn á löglegum hraða er mjög ólíklegt að sæmilegt ökutæki rekist ofan í „öldu" og skemmist. Mér sýnist þessi pistill vera orð- inn lengri og geðvonskulegri en ég ætlaði mér í upphafi. Ég sem æti- aði að reyna að vera svo skemmti- leg! Ég mæli með því, að iokum, að við notum öll ljósgeislana hvert á annað og okkur sjálf, þá verður minna af svona skapvonskupistl- um í „okkar blaði". eftir Eddu Höfundur cr í áhugahópi um bætta umferðarmenningu. Macintosh Plus Bang&Olufsen datökU mflutrnn flutniQ Kviktri Bang&Olufsen vid®£ hnattasjóny§í£ mflutQtn Já, veldu eitt tæki, eba fíeirí oq njjóttu strax. Komdu til okkar oa kynntu þér málib 7 SKIPHOLTI 19 SÍMI29800 NORDMENDE NORDMENDE Láttw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.