Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 21
MOIiGUNBl.ADH), SL'NN'UUAGUK 3. DDS.EMBER (989. hæfum herforingjum eftir hreinsan- irnar og lítt reyndir menn stjórnuðu innrásinni. Skipulagning sóknar- innar var viðvaningsleg og ekki tekið tillit til landslags, veðurfars og flutningaerfiðleika. Innrásin stöðvuð Rauði herinn tefldi fram tæplega einni milljón manna (45 herfylkjum sem skiptust milli fjögurra heija), 3.000 skriðdrekum og um 2.500 flugvélum. Árásin var gerð á fjórum stöðum, en Finnar vörðust hetjulega og öllum á óvart stöðvaðist sóknin von bráðar. Mannskæðum árásum rússneska meginliðsaflans á Mannerheim- línuna var hrundið og önnur árás fyrir norðan Ladogavatn bar jafnlít- inn árangur. Sókn Rússa inn á íslendingar voru einhuga í sam- úð sinni með Finnum. — En þeir voru ekki alveg einhuga í fordæmingu á framferði Ráð- sljórnarríkjanna; margir kom- únistar i sósíalistaflokknum skárust úr leik. egar fréttist af árásinni 30. nóv., var öllum fullveldis- hátíðarhöldum aflýst daginn eftir — nema fagnaði sósíal- ista, lögreglan bannaði hann þar eð hugarástand bæjarbúa gæfi til- efni til að ætla að sá fagnaður gæti ógnað almannareglu. — Næstu vikur söfnuðust til hjálpar Finnum 165.662 kr. (Eftir fram- reiknuðum framfærsluvísitölum er það á núvirði um 9,8 milljónir. En Islendingar voru um 130 þús. mið- að við 250 þús. íbúa myndu, safn- ast í dag 18,8 milljónir. Þetta er þó óraunhæfur samanburður. Verðhlutföll, efnahagur og tekjur manna eru allt önnur en fyrir hálfri Öld.) Kommúnistar höfðu á orði að hin hörðu viðbrögð pólitískra and- stæðinga og almennings væru of- víðáttumikið vatna- og skógasvæði Mið- og Austur-Finnlands fór einn- ig út um þúfur. Tilraun þeirra til að sækja að Helsingjabotni og kljúfa Finnland í tvennt rann því út í sandinn. Lengst í norðri tóku Rússar Petsamo, en sókn þeirra suður á bóginn var stöðvuð skammt frá bænum. Nokkrum árásum yfir Kirjálabotn var einnig hrundið. Hemaðaraðferðir Rússa áttu illa við í snæviþöktum skógum, mýrum og hæðum og ísilögðum stöðuvötn- um Finnlands. Þar sem þeir höfðu ofurefli liðs reyndu þeir að neyta aflsmunar, en það gafst illa og skriðdrekar þeirra komu að litlum notum. Veturinn var óvenjuharður og frostið fór niður í 50 stig. Reynsluleysi í vetrarhernaði og skortur á hlýjum klæðnaði háði sóknir og töluðu um „Finnagaldur" í þessu sambandi. En það orð er dregið af fjölkynngi íbúa í Finn- mörku og Lapplandi. Það var ekki hægt að ná sam- stöðu um hlutleysi í Vetrarstríðinu innan sósíalistaflokksins; flokkur- inn klofnaði. Margir sögðu upp áskriftum sínum að málgagni flokksins, Þjóðviljanum. Upplag blaðsins féll úr 2.000 í 1.200, og að frátaldri einni kaffistofu í Hafn- arstræti 16 auglýsti enginn í blað- inu. Að sögn Einars Olgeirssonar missti ritstjóri blaðsins, Sigfús Sig- urhjartarson, ibúðarhús sitt vestur á Seltjarnarnesi. Hvað réði afstöðu komúnista? Einar Olgeirsson alþingismaður sagði í samtali sem var flutt í finnska útvarpinu að þeir hefðu verið í erfiðri aðstöðu; Land sem hefði þegið sjálfstæði sitt frá bolsevíkum og væri nú undir þýsk- um áhrifum, hefði lent í stríði við Sovétríkin; fyrsta sósialistiska ríki verkamanna. Það var aðeins spurn- ing um tíma hvenær Þjóðveijar réðust á Sovétríkin. Það var mikil- vægt að hindra árás á Leningrad yfir finnskt landsvæði. rússnesku hermönnunum. Þeir hik- uðu og misstu móðinn við erfiðar aðstæður og lutu ekki nógu góðri stjórn. Þar sem vegir voru þröngir urðu skriðdrekar þeirra að fara um skógarstíga, þar sem þeir festust og finnskir skíðahermenn lágu í leyni- Vetrarhörkurnar höfðu lítil áhrif á finnsku hermennina, sem voru þaulvanir á skíðum og komust allra sinna ferða. Hvítklæddir skíðaher- menn Finna voru nánast ósýnilegir í.snjónum, gerþekktu skógana og voru ótrúlega snarir í snúningum. Finnar höfðu á hæfum yfirmönnum að skipa, agi var góður í liði þeirra og aðferðir þeirra áttu vel við lands- lagið og veðurskilyrðin. Þótt þeir væru fáliðaðir létu þeir mikið að sér kveða: stöðvuðu rússneskar liðs- sveitir, sprengdu upp skriðdreka, bílalestir og herbúðir og umkringdu heilar skriðdrekasveitir og afmáðu þær. Jafnvel heil herfylki voru ein- angruð. Rússar juku loftárásir sínar um allan helming til að draga úr viðnámsþrótti Finna, en það stoðaði lítið. Glæsilegir sigrar Þannig unnu Finnar glæsilega og undraverða sigra fyrsta mánuð stríðsins og auðmýktu Rauða her- inn. Þrátt fyrir nokkur mistök, lé- lega þjálfun varahermanna og skort á nýtízku hergögnum þurftu þeir lítið að hörfa. Rússar urðu fyrir gífurlegu manntjóni og misstu 10 sinnum fleiri menn en Finnar. Frægasta orrustan í desember var háð í Austur-Finnlandi. Þar umkringdu Finnar úr 9. finnska herfylkinu 163. herfylki Riíssa við Suomussalmi án þess að bíða eftir stórskotaliði. Þegar 44. rússneska herfylkið kom til hjálpar var það einnig umkringt. Bæði þessi rússn- esku herfylki voru þurrkuð út dag- ana 27. desember til 9. janúar 1940 og Rússar misstu yfir 27.500 menn fallna eða frosna í hel, 50 skrið- dreka og ö!l stórskotavopn sín og annan búnað. Finnar misstu 900 menn fallna og 1.770 særða í orr- ustunni. Finnar grönduðu 684 sovézkum flugvélum í stríðinu og eyðilögðu þar að auki 1.600 skriðdreka. Sjálf- ir misstu þeir innan við 40 flugvél- ar. Þeir áttu fá vopn gegn skrið- drekum, en beittu óspart benzín- sprengjum, sem urðu víðfrægar og Afstaba íslendinga Finnagaldur íslendingar í Vetrarstríbi Dáðist að seiglunni íslendingar telja sig ekki stríðsglaða þjóð og forðast ófrið. Það kom þó firam í Morg- unbhiðinu fyrir réttum tíu árum að vitað var um a.m.k. fjóra Islendinga sem lögðu Finnum lið í Vetrarstríðinu. Þrír þess- ara manna eru nú látnir. Sá fjórði, Þórarinn Sigmunds- son, er búsettur á Glóru við Selfoss. í Morgunblaðsviðtali fyrir tíu árum kom fram að hann fór með dönskum sjálfboða- liðum til Finnlands vorið 1940. En stríðinu lauk fyrr en herþjálfun- inni. Þórarinn fékk vinnu við gerð víggirðinga við ný landamæri. Þór- arinn kom heim með Petsamoskip- inu margfræga árið 1941. Þórarinn bar finnskum vopnabræðrum vel söguna, að vísu: Þeir voru grófir, en ákaflega heilsteyptir menn. Ég hefði getað skilið veskið mitt eftir á borðinu og gengið að því aftur ósnertu.“-Þórarinn hefur ekki kom- ið til -Finnlands eftir þessa stríðsreisu. „En það væri auðvitað gaman að fara.“ Þórarinn bað Morgunblaðið fyrir bestu kveðjur til finnsku þjóðarinnar. Ásgeir M. Einarsson kom til Finnlands í sama hópi og Þórar— inn.„Held ég að það hafi fyrst og fremst verið ævintýraþráin, sem kom mér til að bjóða mig fram til Finnlandsferðar." Ásgeir tók ekki heldur beinan þátt í Vetrarstríðinu en þegar vopnaviðskipti hófust á ný sumarið 1941, „framhaldsstríð- ið“, barðist Ásgeir við Rauða herinn á Hangöskaga. Rússar hörfuðu í skjóli nætur 3. desember og lauk þar með stríðsþátttöku Ásgeirs, hann kom til Stokkhólms í desem- ber sama ár. Ásgeir var sæmdur finnsku Frelsisorðunni. Um Finnana sagði Ásgeir:„Þeir voru mér að skapi. Umfram allt dáðist ég að seiglunni í þeim.“ Snorri Hallgrímsson var her- læknir með sænsku sjálfboðaliða- herdeildinni á-Sallavígstöðvunum í Norður-Finnlandi. „Þeir (þ.e. Rúss- ar) hjeldu að óreyndu máli, að þeir gætu vaðið yfir Finnland . .. Þeir vissu ekki, fyr en reynslan kendi þeim það, að þetta var ekki hægt.“ Snorri var sæmdur finnska frelsis- krossinum og minnispeningi Finn- landsstyijaldarinnar fyrir sinn þátt í Vetrarstríðinu. Gunnar Finsen var herlæknir með norsku sjálfboðaliðasveitun- um, áður hafði hann verið herlækn- ir í borgarastyijöldinni á Spáni: „Eg vann nú mestan part í sjúkra- húsi fyrir rússneska fanga. .. Finnsku hjúkrunarkonurnar grétu yfir því að þurfa að hjúkra Rúss- um, sem allir Finnar hötuðu. En með tímanum fór okkur öllum að líka vel við Rússana sem flestir voru Ukraínumenn." Skömmu eftir að vopnahlé komst á milli Finn- lands og Sovétríkjanna, réðust Þjóðveijar á Noreg. Gunnar varð læknir í norska hernum á stríðsár- unum. Gunnar Finsen hlaut fínnsku Frelsisorðuna fyrir framlag sitt í Vetrarstríðinu. fengu nafnið„molotov-kokkteilar“. Heimsblöðin voru full af frásögnum um afrek fámennra flokka finnskra skíðahermanna, en öllum var ljóst að þeir gátu ekki haldið baráttunni áfram án utanaðkomandi aðstoðar. Eftir fyrstu sigrana voru Finnar svo bjartsýnir að halda að þeir hefðu tryggt erlendum vinum sínum nógu mikið svigrúm til að koma á vett- vang og hjálpa þeim að knýja fram lokasigur. Bretar sendu þeim nokkrar flugvélar þegar þeir báðu um aðstoð 13. desember og á jóla- dag samþykkti brezka stjórnin að veita þeim frekari aðstoð. Fin'nar fengu fleiri hergögn og auk þess hráefni frá Bretum og einnig Frökkum, lán í Bandaríkjunum og Svíþjóð og gjafir og vistir frá ýms- um löndum, einkum Svíþjóð. Nokkrir sjálfboðaliðar börðust með Finnum, aðallega frá Svíþjóð. Margir Bretar og Frakkar vildu gerast sjálfboðaliðar og seint í jan- úar voru á dagskrá fyrirætlanir um að senda brezkan og franskan leið- angursher til Finnlands um Svíþjóð. Talið var að slík íhlutun mundi friða almenning á Vesturlöndum, sem hafði mikla samúð með Finnum. Auk þess var álitið að í leiðinni mætti taka hafnir í Norður-Noregi og stöðva járngrýtisflutninga frá Svíþjóð til Þýzkalands. Leyfi fékkst hins vegar ekki til að flytja brezk- franskan her um Noreg og Svíþjóð vegna hlutleysis landanna, þrátt fyrir eindregin tilmæli Finna. Viborg ógnað I janúar endurskipulögðu Rússar her sinn og bjuggu sig undir að ráðast á Mannerheim-línuna með ofurefli liðs. Betur þjálfað lið var sent á vettvang og einn af betri herforingjum þeirra, Timoshenko, tók við yfirstjórninni á Kiijála- vígstöðvunum. Fyrri hluta febrúar héldu 54 rússnesk herfylki (7. og 13. herinn) uppi linnulausum árásum á Mann- erheim-línuna. Árásir Rússa voru hnitmiðaðri en áður og fylgdu í kjöl- far geysiöflugrar stórskotahríðar. Flugvélum var óspart beitt. Að lok- um tókst Rússum að rjúfa skarð í varnarvegg Finna við Summa 13. febrúar. Sigur var tryggður vegna þess að Rússar hikuðu ekki við að færa gífurlegar mannfórnir og sú stefna þeirra að neyða Finna til að draga herlið frá Mannerheim- línunni með árásunum lengra í norðri bar loksins árangur. Hálfum mánuði síðar brauzt Meretskov hershöfðingi í gegnum varnir Finna og ógnaði Viborg (Vi- ipuri). Önnur árás yfir ísilagðan Kiijálabotn hjá Viborg varð til þess að finnska stjórnin leitaði hófanna um frið 6.marz. Finnar voru örmagna. Þeir höfðu engan varaher og sáu fram á að utanaðkomandi aðstoð mundi ekki berast í tæka tíð og yrði ekki nægi- leg. Tilraunir Breta og Frakka til að halda þeim í stríðinu voru unnar fyrir gíg. Finnar töldu að það mundi borga sig að semja frið meðan finnski herinn væri ósigraður og möguleiki á vestrænni íhlutun væri enn fyrir hendi. Þeir gáfust því upp 12. marz og friðarsamningur var undirritaður í Moskvu daginn eftir. Stríðið hafði staðið í 105 daga og Finnar höfðu misst 24.923 menn, en Rússar 200.000. Rússar fengu öllum upphaflegum kröfum sínum framgengt og nokkr- um að auki. Þótt Finnar héldu sjálf- stæði sínu urðu þeir að afsala sér öllu Kiijálaeiði og stóru landsvæði í austri. Á þeim svæðum, sem þeir misstu, voru Viborg og helztu iðju- ver þeirra og rúmlega 400.000 manns urðu að flýja yfir nýju landa- mærin - tíundi hver Finni. Rússar fengu að reisa herstöð við Hangö, en sneru baki við leppstjórn Kuusin- ens. Varnir Leníngrads urðu nokkuð tryggari. Sambúð Breta og Frakka við Rússa kólnaði, en þeir þurftu ekki að segja Rússum stríð á hend- ur vegna uppgjafar Finna. Slök frammistaða Rússa jók vonir Hitl- ers um að innrás í Rússland gæti heppnazt. Þegar Þjóðveijar réðust inn í Itússland 1941 hrakti finnskt herlið Rauða herinn frá herteknu svæðun- um á nokkrum dögum. Lengra vildu Fjnnar ekki ganga í samvinnunni við Þjóðverja og þeir neituðu að taka þátt í ' umsátrinu um Leníngrad, þótt Rússar virtust ramba á barmi ósigurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.