Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 33
C 33 G89i HaaMásaa MORGUNBLAÐIÐ MENMINGARSTRAUMAR ai€AJaVTJD5IOM DESEMBER 1989 DilHSS/Þutfum vid nokkrar stellingarf____ Nytjalist gegn fagurlist EFTIR ÞVÍ sem flær leið heim styijöldinni seinni þeim mun nær var djassinn því að kallast fagurtónlist. í stað þess að vera eðlilegur þáttur í amstri daganna eða gleði hvíldarstundanna var hann tónlist er menn settu sig í stellingar til að hlusta á. Þannig hafði einnig farið fyrir þeirri tónlist er kölluð er klassík í daglegu tali. Mozart og Charlie Parker urðu aðeins 35 ára og báðir áttu í þvi stríði alla ævi að reyna að lifa af list sinni og fá hana viðurkennda án tillits til kóngs eða prests. Þeir voru fagurlistamenn í viðjum nytjalistar. Þannig hefur verið um Qölda meistara frá því í árdögum. Nú er annað uppi og fagur- listamenn allskonar iðka list óg sækja styrk í ýmsar uppsprett- ur. Flestir ganga þeir í skóla og þar á geldlistin höfuðvígi sitt. Menn kunna flest en hinn frjói andi er víðsijarri. Eg hef verið að hlusta á tvær skífur undanfarið sem eru nær nytjalist en fagurlist. Þrátt fyrir það vildi ég heldur hafa þær tvær á eyði- eyju en hundrað skífúr með þeirri fagurlist er bergmálsung- menni djassheimsins, sem hvað mest ber á um þessar mundir, senda frá sér í stríðum straumi. eftír Vernharð Linnet Voodoo (CBS) er þriðja skífa lúðrasveitarinnar frá New Orleans: The Dirty Dozen Brass Band. í upphafi frægðarferils síns kom hún til íslands og blés ■h í Broadway. Þá kunni undirrit- aður ekki fótum sínum forráð og sté dans, en slíkt hefði hann for- dæmt manna mest, á árum áður, að gert væri í djass- klúbbi. Það hafa orðið litlar mannabreytingar í sveitinni frá því hún var stofnuð 1975, en piltarnir náðu saman á götum New Orleans, þar sem þeir eltu lúðrasveitimar með handtromm- ur og blístrur. Sveitin er ólík öllum öðrum New Orleans-lúðra- sveitum, enda piltamir aldir upp í rokki og hafa sumir spilað með Fats Domino. Svo þekkja þeir bíboppið og blása það gjaman. Á Voodoo era tveir sígildir bíbopp ópusar og gestaeinleikar- ar í báðum: Oop pop a dah, þar sem Dizzy Gillespie blæs í tromp- .et og syngur og Moose The Mooche, þar sem Branford Mars- halis blæs í saxafón, en hann er New Orleansingur. Æ, hve ellin hefur leikiö Dizzy grátt. Allur eldmóður horfinn, en flauelsblær trompettónsins bætir margt upp. Branford blæs óaðfinnanlega en krafturinn í latnesku sveiflunni kemur frá þeim Dörtý en ekki honum. Dr. John syngur með sveitinni og slær píanó. Það lag gæti kom- ist á vinsældalista. Svo era blúsar í klassískum stíl og þá er Ellington ekki fjarri — urrandi trompetar og grófur Carney- barrýton og meistaraverk sonar- ins: Things ain’t what they used to be undir og alltí kring. Þessa skífur verður hver lúðrasveitargaur og gella að eignast — og allir hinir sem meta heita sveiflu og rífandi spuna — og ekki bregst Kirk Joseph á súsafóninn frekar en endranær. Lou Rawls er hvergi að finna í djassuppflettiritum, enda rætur hans í sálartóniistinni og blúsn- um. Hann hefur lengi verið lítt áberandi, en nýja skífan hans á Blue Note: Lou Rawls at Last, hefur vakið mikla athygli. Þar tjaldar hann fríðu: Dianne Ree- ves, David „Father“ Newman, Ray Charles, Stanley Turrentine, Bobby Hutcherson, George Ben- son og Bobby Watson era gestir. Sá síðastnefndi kom hingað í smekkbuxnaliði Art Biakeys og þandi altósaxafón í Austurbæj- arbíói haustið 1978 og hefur gert það gott síðan. Hvað er djasssöngur og hvað ekki hefur lengi verið spumingin. Lou Rawls hefur fallega baný- tónrödd og minnir oft á A1 Hibl- er. Blúsinn hans er djassættar en stundum er sálarpoppið nærri. Einleikararnir skreyta skífuna og Dianna Reeves svíkur engan. Nútíma Louis Jordan? Ekki fjarri lagi og nær lagi að þetta sé skífan sem haldi skammdeginu utan stofuveggjanna þegar syrtir að. Dirty Dozen Brass Band á íslandi — fyrir alla lúðrasveitargaura og gellur ... Guðríður og blásarakvintettinn — „samspil af bestatagi“. SÍGILD TÓNLIST/.; gaman ad spila Moxartf Píanó og blásarar ANNAÐ KVÖLDverða tónleikar á vegum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Á efiiisskránni verða Kleine Kammermusik eftir Paul Hindemith (1895-1963), Kvintett eftir Reicha (1770-1836) æsku- vin Beethovens og eftir hlé Píanókvintett í Es-dúr eftir Mozart (1756- 1791). Flytjendur eru Blásarakvintett Reykjavíkur, þeir Bernharður Wilkinsson, Einar Jóhannesson, Daði Kolbeinsson, Hafsteinn Guð- mundsson og Joseph Ognibene ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara. En það var einmitt Guðríður sem ég hitti að máli og hún sagði mér frá píanókvintett Moz- arts. „Píanókvintettinn er saminn árið 1784 og frumfluttur 1. apríl á' því ári. Þetta verk var, eins og flest önn- ur verk Mozarts, samið á mjög eftir Jóhönnu V. stuttum tíma Og í Þórhollsdóttur bréfi til föður síns frá þessum tíma segir Mozart að þetta sé besta verk sitt fram að þessum tíma. Og var framflutningi vel tekið. Það er oft talað um þetta verk samtíma píanókvintetti Beethov- ens, því það er skrifað fyrir sömu hljóðfæri, þ.e. óbó, klarinett, fag- ott, horn og píanó og oft talið að Beethoven hafi haft kvintett Moz- arts að fyrirmynd. Þeir hefjast báðir í hægum inngangi og eru svipaðir í uppbyggingu en það eina sem er kannski öðru vísi er að Mozart velur óbó sem leiðandi hljóðfæri, á meðan Beethoven not- ar klarinett. Það má líka taka það fram að á þessum tima, 1784, samdi Mozart mikið af píanókons- ertum sínum, K 449, K 450, K 451rK 453, K 456 og K 459. Þetta var gott tímabil hjá honum og nóg að gera. Þetta er tveimur áram eftir að hann gifti sig. Hann kenndi alla morgna og eftir hádeg- isverð og góða hvíld var seinni partur dagsins notaður til að semja og auk þess þau kvöld sem hann var ekki að spila.“ — Hvernig finnst þér svo að spila Mozart? „Ég hef jú spilað Mozart frá því ég var í skóla og ennfremur spilaði ég konsertinn í A-dur K 488 með Sinfóníuhljómsveit ís- lands haustið 1986. Og þessi kvintett er alveg frábært verk, verk sem ég hef þekkt síðan ’73 þegar ég keypti plötu með því. Svo er líka mjög gaman að spila með Blásarakvintettinum. Þetta era fyrsta flokks hljóðfæraleikarar og mjög lærdómsríkt að æfa rneð þeim. Kvintettinn er vel samspilað- ur enda hafa þeir unnið saman í mörg ár. Þeir eru líka vanir að hlusta á aðra þegar þeir spila og maður hefur á tilfinningunni og veit reyndar að þeir vita hvað allir era að gera. Samspil af besta tagi. Það er mikill heiður að fá að kynn- ast þessu verki og ekki síst að fá að spila það með Blásarakvintett Reykjavíkur.“ hjá gólfteppadeild Álafoss í Mosfellsbæ. 20-50% af sláttur Opnunartími kl. 10-18 alla virka daga. Utsalan stendur til 20. desember. Sími 666300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.