Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 38
38: & MOKfíUNBLABIíJ! SUNNUÐfiQUR 3r DK8UMBKK skegg. Lánið fékk ég, en skeggið var rautt og fór mér heldur illa, og þess vegna var ég fljótur að raka það af mér þegar mér hafði tekist að íjár- magna viðskiptin. Á ferð óg flugi um Þýskaland Reksturinn fór brátt að ganga nokkuð vel. Ég fékk til sölu íslenskar afurðir, til dæmis blárefi, hvítrefi, silfurrefi og selskinn, hrosshúðir og fleira. Ég flutti líka mikið út til ís- lands, allt upp í heilar verksmiðjur. Meðal annars útvegaði ég vélar í tvær málningarverksmiðjur og vélar og byggingarefni í síldarverksmiðj- una á Seyðisfirði. , Ég kynntist mörgum íslendingum MATn SEGJA ÚR ENDURMINNINGUM BJÖRNS SV. BJÖRNSSONAR EFTIR NÖNNU RÖGNVALDARDÓTTUR ÞEGAR LAGARFOSS sigldi inn á Reykjavíkurhöfn júnídag einn árið 1946 stóð maður á fertugsaldri við borðstokkinn og horfði til lands. Hann hafði ekki litið ættjörð sína augum í áratug. Dökkur skuggi nasismans hvUdi yfir fortíð hans og það var farið að renna upp fyrir honum hvílíkt hatursbál sú stefna er sonur forseta Islands hafði fylgt að málum gat kveikt í hugum landa hans. Þetta var Björn Sv. Björnsson, kominn heim úr dönsku fangelsi þar sem hann hafði verið í haldi sakaður um stríðsglæpi. Á Bessastöðum beið Sveinn Björnsson faðir hans... Upphafskafla nýútkominnar ævisögu sinnar, Ævi mín og sagan sem ekki mátti segja, lýkur Björn með þessum orðum ... Þessi bók er ekki skrifuð til að afsaka gerðir mínar eða réttlæta þær. Hún er skrifúð til að létta af mér byrði áratuga langrar þagnar og segja frá ýmsu sem lengi hefur legið mér á hjarta. Þetta er ekki sama bókin og ég hefði skrifað ef ég hefði skráð sögu mína árið 1946, því margt lít ég öðrum augum nú eða skil betur en þegar atburðirn- ir gerðust. En þetta er saga mín, eins og ég veit hana sannasta. Han kan stá i plet! Mamma var afskaplega laus við allt snobb, en stríddi hins vegar pabba stundum á því að hann væri dálítið snobbaður.. Mörgum árum seinna, þegar pabbi var orðinn for- seti íslands, fór hann til Ameríku og hitti Roosevelt Bandaríkjaforseta. Við það tækifæri gaf Roosevelt hon- up’ áritaða mynd af sér í silfur- ramma, sem pabbi lét standa á skrif- borðinu hjá sér. Kristján Danakon- ungur gaf honum líka mynd af sér, en henni fylgdi enginn rammi. Þá sagði mamma: Lille Sven, han er sádan en satans snob. Roosevelt forærede ham sit billede i solv- ramme, men Christian den tiende, han kan sgu bare stá i plet! Og kóng- urinn fékk bara þunnan silfurhúðað- an ramma. Hinir sendiherrarnir í Kaupmannahöfn klæddust allir ein- kennisbúningum við hátíðleg tæki- færi, nema sá bandaríski. Þegar pabbi tók við embætti bað hann Sigríði systur sína, sem var mjög list- ræn í sér, að teikna útsaumsmynstur með íslenskum jurtum. Svo lét hann gullbródera þetta framan á ein- kennisjakkann sem saumaður var á hann. Búningnum fylgdi hattur með hvítum strútsfj'öðrum og korði. Þessi búningur vakti mikla athygli og þótti næstfallegasti sendiherrabúningur- inn. Rauður búningur Somerset lá- varðar, sem var sendiherra Breta, þótti þó enn glæsilegri. Prinsinn trekkti grammófóninn ... Eitt sumarið sem við bjuggum í Tjarnargötunni var Knútur Dana- prins á varðskipinu Fyllu, sem var við gæslustörf við ísland. Hann var þá oft að skemmta sér í bænum eins og hinir Fylludátarnir, enda var sagt um þá að þeir hefðu meiri áhuga á Reykjavíkurstúlkunum en breskum landhelgisbijótum. Prinsinn kom stundum í heimsókn til okkar, oftast ásamt fylgdarmanni sínum, kom- mandor kaptajn Barfoed, og fékk þá að hlusta á grammófóninn sem pabbi hafði keypt í Ameríku. Ég man að það var til þess tekið að prinsinn trekkti grammófóninn upp sjálfur. Jónas frá Hriflu ... Þeir voru ekki alltaf sáttir, pabbi og Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var orðinn einn helsti ráða- maður í íslenskum stjórnmálum. Jón- asi þótti Island lítið hafa að gera með sendiherra í útlöndum. Seinna gerði hann sér þó ljóst að fullvalda ríki gat ekki verið algjörlega án sendiheira eða utanríkisþjónustu. Aftur á móti voru pabbi og Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra góðir . vinir. Jónas fór að láta sér annt um okkur Henna bróður, þegar við vor- um í Menntaskólanum. Við töldum að hann. vildi tiyggja sér stuðning yngri kynslóðarinnar og væri að reyna að fá okkur í sinn flokk. Hann fór að bjóða okkur heim til sín á sunnudögum, lána okkur stjórnar- ráðshestana, sem Daníel garnli sá um, fara með okkur í bíltúra á stjórn- arráðsbílnum og fleira. Mér líkaði vel við Jónas persónulega, err gat ekki orðið sammála honum í pólitík þrátt fyrir alla hans gestrisni og al- Kominn heim: Björn ásamt dætrum sínum, Hildí og Hjördísi. mennilegheit. Einu sinni, þegar pabbi var heima, bauð Jónas honum og okkur Henna í bíltúr austur fyrir fjall. Á Kambabrún stöðvaði hann bílinn og þeir pabbi ákváðu að ganga niður og sjá til hvor yrði fljótari. Pabbi gekk eftir veginum og þræddi allar beygjur, en Jónas óð beint af augum niður brekkuna. Mér fannst þetta dálítið dæmigert fyrir þá báða. Kaupmaður í Hamborg .. . Það var kominn hugur í mig að fara að stunda viðskipti á eigin spýtur. Ég sá að það var allt á upp- leið í Þýskalandi og taldi að rúm væri fyrir fleiri fyrirtæki sem sinntu viðskiptum við ísland. Mér tókst að fá eins árs fri hjá Eimskip til að reyna íslandsviðskipti. Ég taldi líklegt að ég gæti stundað slík við- skipti án þess að taka nokkuð frá Birni vini mínum Kristjánssyni, sem hafði rekið fyrirtæki sitt í nokkur ár með ágætum árangri. Ég vildi þó ekki gera neitt í blóra við hann og fór því tii hans og skýrði honum frá því sem ég hafði í hyggju. Hann var á sama máli og ég og taldi að þessi viðskipti mundu aukast svo mikið að fleiri inn og útflutningsfyrirtæki gætu þrifist. Þá stofnaði ég fyrir- tæki í félagi við kunningja minn, Horst Wegner, sem var sonur for- manns Þýsk-norræna félagsins í Hamborg. Ég hafði reiknað með þvi að Horst ynni með mér ! fyrirtæk- inu, en af því varð ekki. Hann kom ekki nema einstöku sinnum og skipti sér lítið af rekstrinum. Ég var þó ekki einn í þessu, því ég réði til mín starfsfólk. Ein besta vinkona Maju, Þóra Árnadóttir, var komin til Ham- borgar. Ég réði hana til mín og sá ekki eftir því, enda reyndist hun vera afburðagóður rjtari og sá um allar bréfaskriftir fyrir mig. Sveinn bróðir minn var líka í Hamborg einn vetur og vann á skrifstofunni hjá mér. Fyrirtækið hét Björn Sveinsson og Co. Ég var á þessum árum ekki far- inn að nota ættarnafnið Björnsson og byijaði ekki á því fyrr en ég kom til Danmerkur 1938. Ég var reyndar skírður Björn Sveinsson Björnsson og hafði skrifað mig Björnsson þegar ég var í skóla í Danmörku, en hætti þvýstrax og ég kom heim 1924. Ég var ekki nema tuttugu og fimm ára þegar ég byijaði í þessu og vildi reyna að sýnast eldri en ég var til að bankarnir þyrðu frekat' að lána mér, því mig vantaði fjármagn í reksturinn. Þá lét ég mér vaxa yfir- þegar ég var í þessum viðskiptum og fór í viðskiptaferðir um Þýskalatjd, með sumum þeirra. Meðal annars fór ég með Má, syni Einars Benedikts- sonar, til Leipzig, þar sem hann gerði stóra pöntun á alls konar viðarteg- undum fyrir verslunina Brynju. Við flugum báðar leiðir og urðum að millilenda í Berlín og skipta um vél. Þegar vélin fór frá Tempelhof-flug- velli og flaug upp í gegnum skýin hentist hún skyndilega til og um leið sáum við annarri flugvél bregða fyr-. ir rétt hjá. Það virtist ekki muna nema hársbreidd að þær rækjust saman, en þetta gerðist svo snöggt, að við urðum ekki hræddir fyrr en eftir að hættan var liðin hjá. Á þess- um tíma var engin ratsjá til. Flugvél- arnar þurftu' ekki að fljúga í neinni vissri hæð og það var enginn sem gat fylgst með þeim og gætt þess að þær rækjust ekki saman. Ég fór einnig til Magdeburg með Jóni Loftssyni að skoða grjótmuln- ingsvélar hjá einni deild Krupps- verksmiðjanna_. Svo kom Siguijón Pétursson á Álafossi einu sinni til Hamborgar og ég fór með honum í ferð til Neumunster. Þar gerði hann samning um sölu á söltuðum gærum. Siguijón þekkti ég að heiman, því að þegar ég var unglingur höfðu foreldrar mínir eitt sinn leigt sumar- bústað á Álafossi. Þorvaldur Guðmundsson var í Hamborg um tíma og var meðal annars að læra að búa til svokallaðan sjólax, sem er í rauninni ufsL sem er litaður og lagður niður í reykolíu. Tolli var mjög skemmtilegur og hress, góður söngmaður og mikill húmoristi. Eitthvað gat ég verið hon- um innan handar og við fór- um meðal annars saman til Braunsch- weig að skoða vélar. Bensíngeymir fyrir kommúnista Meðal þess sem ég flutti til ís- lands var stór bensíngeymir. Það var fyrir Nafta, sem var kommúnista- fyrirtæki, en það setti ég ekki fyrir mig þótt ég væri þá orðinn afar and- snúinn kommúnisma. Þeir höfðu samband við mig og sögðust verða að fá bensíngeymi í plötum til að setja saman heima á íslandi. Þeir sögðust þurfa að fá tankinn í hvelli til að geta keppt við hin fyrirtækin, og hann þyrfti að fara með Goða- fossi ákveðinn dag. Ég hringdi til ýmissa fyrirtækja í Ruhr-héraðinu, en það var hvergi hægt að fá tank- inn smíðaðan á tilsettum tíma. Þá' datt mér í hug að athuga hvort ekki væri hægt að fá þetta gert í ein- hverri skipasmíðastöðinni í Ham- borg. Ég hafði upp á stöð sem treysti sér til að Ijúka verkinu með því móti að vinna dag og nótt. Ég hringdi þá heim og sagði Erling Ellingsen að þetta væri hægt, en það yrði nokkru dýrara en ella vegna eftirvinnunnar. Hann sagðist þurfa að halda fund um málið. „Þetta er eini möguleik- inn, sagði ég. En ég skal slá af umboðslaununum, svo að þið haldið ekki að ég sé að gera þetta svona til að græða meira sjálfur. Þeir hringdu aftur skömmu síðar og báðu mig að ganga frá samn- ingum. Það tókst að srhíða tankinn í tæka tíð og hannwfór heim með Goðafossi eins og ráðgert hafði verið. Þegar þetta gerðist var ég byrjað- ur að verða þess var að það var far- inn að lengjast afgreiðslutíminn á ýmsum vörum, sérstaklega á járni og stáli og þess háttar. Þetta gilti ekki bara í Þýskalandi, heldur í öðr- um löndum líka. Ég skildi ekki hvern- ig stóð á þessu, áttaði mig ekkert á að þetta var vegna stríðsundirbún- ings. Seinna fór ég að stelast til að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar, sem þó var stranglega bannað, og þá varð mér smám saman ýmislegt ljósara. í herþjálfunarbúðum hjá Waffen-SS . . . í lok þjálfunarinnar í Breslau vorum við látnir gangast undir erfið- ar heræfingar til að við fengjum að reyna hvernig það væri að berjast við slæmar aðstæður. Þessa þrek- raun stóðust ekki allir. Ég var feginn seinna að ég skyldi hafa öðlast þessa reynslu, því það var auðvitað ágætt að vera þannig undirbúinn þegar maður kom á vígstöðvarnar. Það voru ekki aliir fréttaritarar settir í slíka þjálfun. Einn daginn vorum við kallaðir í læknisrannsókn. Meðal annars vor- um við látnir teygja upp vinstri hand- legginn. Ég átti mér einskis ills von, en fann allt í einu fyrir sársauka í handarkrikanum. Ég hafði ekki hug- mynd um hvað hafði eiginlega verið gert við mig og fór að líta í spegil. Þá sá ég að í handarkrikanum stóð lítið A. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði ég. Þá var búið að tattóvera blóð- flokkinn á okkur alla. Þetta var gert áður en menn 'fóru á vígstöðvarnar, því þetta gat bjargað lífi manna ef þurfti að gefa þeim blóð í skynd- ingu. Þetta var bara dauf punkta- lína. Þó sást þetta í mörg ár, en er horfið núna. Sumir halda að þessi tattóvering hafi falið eitthvað allt annað í sér, að við höfurn þarna verið merktir með einhveiju SS-tákni eða númeri. Svo var alls ekki. Þetta var eingöngu blóðflokkamerking, gerð í öryggis- skyni. Eiðtaka undir blaktandi fánum Við sórum Hitler hollustueið áður en þjálfuninni lauk. Það urðu ailir liðsmenn Waffen-SS að gera, hvort sem þeir voru nasistar eða ekki, og allir hermenn Wehrmacht einnig. Þá var fylkt liði undir blaktandi haka- krossfánum og SS-flöggum og her- fylkið látið stilla sér upp á stóru torgi, einmitt þar sem Járnkrossinn hafði verið veittur í fyrsta sinn hundrað árum áður. Fjórum undir- fylkjum var raðað í ferhyrning á torginu. Herlúðrasveit lék Deutsch- land uber alles. Svo var eiðstafurinn lesinn og allir látnir lyfta hægri hand- legg, teygja fram vísifingur og löngutöng og sveija eiðinn. Þessi eiður var svarinn Hitler per- sónulega sem æðsta leiðtoga ríkisins. Einstöku maður teygði vinstri hand- legg í átt til jarðar, tók jarðsam- band, eins ogþað var kallað, til að ógilda eiðinn. Eg gerði það ekki, mér fannst að ef maður væri að sverja eið á annað borð hefði slíkur barna- skapur enga merkingu. Við sjálfboðaliðarnir skráðum okk- ur ótímabundið í Waffen-SS. Við eitt- hvert tækifæri var hópurinn spurður hvort einhverjir væru búnir að fá nóg og vildu ekki halda áfram. Þeir voru beðnir um að gefa sig fram ef svo væri. Enginn lét á sér kræla. Seinna frétti ég að ef einhver hefði gefið sig fram hefði hann líklega verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.