Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 10
10 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 3. DESEMBER 1989 TÆKNIBYLTING HEIMILANNA 6RÆJURNAR „umkringingarkerfi“ (Surro- undSound eða Dolby Stereo), sem nýtt geta sér hljóðrásir mynd- banda til þess að sjónvarpsáhorf- andi geti notið samskonar hljóm- gæða og i kvikmyndahúsum. Til þess að svo geti orðið nægir þó ekki að vera með aðeins eitt hátal- arapar. UTVARPSMAGNARAR, KASETTUTÆKI OG PLÖTUSPILARAR Þessar gömlu stoðir hljómtækja- samstæðunnar hafa lítið sem ekk- ert breyst síðastliðin ár og engin ný lögmál, sem hafa þarf í huga við innkaup þeirra. Hins vegar er ástæða til þess að menn velti fyr- ir sér hvort þeir þurfi yfirleitt að kaupa sér nýjan plötuspilara. Yfir- leitt er hægt að lappa mikið upp á þann gamla og sumir hafa farið þá leið að láta plötusafnið liggja hjá garði og kaupa þess í stað plötusafnið upp á nýtt í geisladi- skaformi, enda mega plötur liðinna ára vera feikilega lélegar ef þær eru ekki endurútgefnar á diski. GEISLASPILARAR Þrátt fyrir að geislaspilarar hafi ekki verið á markaðnum i mörg ár hafa þeir náð ótrúlegri út- breiðslu enda þurfti almenningur ekki að hafa áhyggjur af mismun- andi stöðlum likt og gerst hafði með margar fyrri nýjungar. Menn skyldu þó hyggja að nauðsyn þess að kaupa geislaspilara með ljós- leiðaraútgangi. Hægt er að fá geislaspilara með alls konar auka- möguleikum, en nauðsyn þeirra verður hver að meta fyrir sig. Þá er einnig hægt að fá geislaspilara, sem nota sérstakar diskaskúffur, sem hægt er að koma 5-6 geisla- diskum fyrir í, þannig að menn þurfa ekki sífellt að vera að skipta um diska. Þrátt fyrir efasemdir í upphafi hafa kerfi þessi gefið góða raun. Sjá einnig næstu málsgrein. MYNÐGEISLASPILARAR Myndgeislaspilarar hafa sést aftur á markaðnum undanfarin tvö ár og virðast njóta vaxandi vinsælda, m.a. vegna þess trausts, sem hefð- bundnir geislaspilarar hafa áunnið sér. Hyggist menn kaupa sér myndgeislaspilara þurfa þeir ekki að hafa frekari áhyggjur af geisla- spilurum, því nýju myndgeislaspil- ararnir hafa sér það til ágætis að geta leikið diska af öllum stærðum og gerðum — bæði mynddiska og venjulega hljómgeisladiska — án nokkurra tilfæringa. Reyndar hef- ur mynddiskakerfið átt nokkuð erfitt uppdráttar, bæði vegna þess að menn minnast misheppnaðs mynddiskakerfis, sem reynt var fyrir allnokkrum árum, og eins hins að til skamms tíma hefur framboð á mynddiskum ekki verið upp á marga fiska. Nú virðast rétthafar myndefnis hins vegar vera að taka við sér og nýir titlar streyma á markaðinn. Myndgæði mynddiskanna eru enn sem komið er töluvert betri en það, sem best gerist á myndböndum, og hljóð- gæðin eru eins og á öðrum geisla- diskum. Það ætti því ekki að koma mörgum á óvart að mikið af klassísku tónlistarefni — sinfón- íum, óperum og ballettum — hefur verið gefið út á mynddiskum. STAFRÆN SEGULBÖND Stafræn segulbönd (DAT) hafa verið hálfgerð olnbogabörn hljóm- tækjaiðnaðarins. Meginástæðan er sú að rétthafa tónlistar hafa ekki getað sætt sig við að hægt sé að ijölfalda efni af geisladiskum á þeim, en vegna stafrænna eigin- leika DAT glatast engin hljóm- gæði við fjölföldun. Þetta hefur myndað órofinn vítahring. Hljóm- tækjaframleiðendur hafa verið tvístígandi við framleiðsluna, reynt hefur verið að hafa tækin þannig úr garði gerð að ekki' sé hægt að fjölfalda efni af geisla- diskum með fullum gæðum o.s.fi-v., en það hefur orðið til þess að hinn almenni neytandi sér sér lítinn hagnað í DAT-tækjum, sem aftur hefur verið þess valdandi að ekki er grundvöllur fyrir fjölda- framleiðslu. Afleiðingin er sú að fáir aðrir en atvinnumenn og græjusjúklingar hafa fjárfest í tækjunum. Enn sem komið er hafa engir vankantar fundist á DAT- tækninni, utan þess að snældurnar slitna líkt og gerist með mynd- bönd. Framleiðendur tryggja þó yfirleitt um 100 yfirferðir á band- inu áður en slit gerir vart við sig og talsvert meira áður en hljóm- gæði byija að minnka að ráði. SJÓNVÖRP Haldi menn að gamla góða sjón- varpið breytist ekkert úr því að það er komið úr sauðalitunum og skarti nú litklæðum fer því víðs fjawi. Lykilorðið er NICAM, en auk þess skyidu menn leggja á minnið yrði eins og S- VHS og fjartexta (sjá einnig næstu máls- grein). NICAM er steríókerfi fyrir sjónvarp og hefur þegar verið sam- þykkt sem staðalkerfi hérlendis líkt og á Bretlandi. Þrátt fyrir að þegar séu til sölu steríósjónvarps- tæki hér á landi er ekki sjálfgefið að þau séu samhæf NICAM-kerf- inu. Þau eru þó flest með svo- nefndu SCART-tengi, en við það er hægt að tengja sérstakan NIC- AM-lykil, svo ástæðulaust er að rífa hár sitt og skegg, þó nýja steríósjónvarpstækið sé ekki sam- hæft NICAM. Enn sem komið er vilja menn ekki spá fyrir um hve- nær reglulegar steríóútsendingar íslenskra sjónvarpsstöðva hefjast, en tilraunasendingar eru þegar hafnar. Báðar sjónvarpsstöðvarnar munu hafa velt fyrir sér möguleik- anum á fjartexta-útsendingum (teletext), en fjartexti felst í því að sjónvörp með fjartexta-búnaði geta numið sérstök aukamerki í útsendingu og lesið inn margskon- ar upplýsingar samhliða hefð- bundinni útsendingu, t.d. sjón- varpsdagskrá, fréttayfirlit, skjá- auglýsingar, hvað er í bíó, veður- spána o.s.frv. „Flettir" áhorfand- inn þá upp á tiltekinni síðu (sam- kvæmt efnisyfirliti) með því að styðja á takka á fjarstýri sínum. Þessi tækni er þegar mjög út- breidd á meginlandi Evrópu og hefur hvarvetna reynst mjög vin- sæl. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að fjartexti komist í gagnið með stuttum fyrirvara og sáralitlum tilkostnaði. Það sem vefst fyrir mönnum er kostnaður í mannhaldi. Fjartexta-búin sjón- varpstæki eru nokkru dýrari en hefðbundin tæki, en eru þó ekki dýrari en svo að talsvert hefur verð selt af þeim hérlendis, aðal- lega vegna þess að fullkomnari gerðir sjónvarpstækja eru nær undantekningarlaust búin fjar- texta-búnaði, Að lokum skal mönnum bent á að leita að tækjum með sérstöku’m S-VHS útgangi til þess að tryggja að þeir geti náð sem allra mestum myndgæðum út úr S-VHS mynd- bandstækjum. Því miður verður að hryggja lesendur með því að á næsta ára- tugi mun að líkindum nýtt sjón- varpskerfi ryðja sér til rúms. Hér ræðir um svokallað hágæðasjón- varp (HDTV). Enn sem komið er hafa menn ekki komið sér saman um staðal, en forsenda slíks stað- als væri að hann væri einn og hinn sami um allan heim. Til þess að menn örvænti ekki skal þó tek- ið fram að þau fyrirtæki, sem standa að S-VHS, hafa heitið því að S- VHS tæknin verði samhæf HDTV. V MYNDBANDSTÆKI VHS-myndbandastaðallinn má nú heita einráður á myndbanda- markaðnum. Innan þess kerfis hefur hins vegar komið nýtt kerfi, sem nefnist Super-VHS, yfirleitt stytt S-VHS, og er óhætt að slá því föstu að það eigi framtíðina fyrir sér. í útsendingu sjónvarps- stöðva er skjáupplausnin yfirleitt 330 línur, en gamla VHS- upp- lausnin nam aðeins um 240 línum, þannig að upptökur úr sjónvarpi voru ávallt nokkru lakari en út- sendingin. S-VHS hefur hins veg- ar 400 lína upplausn, þannig að kerfið er farið að nálgast þá upp- lausn, sem verður í hágæðatækj- um framtíðarinnar (HDTV). Nýj- ustu sjónvarpstækin hafa sér- stakan S-VHS-inngang til þess að þessi auknu myndgæði skili sér til fulls, en enda þótt sjónvarpstæki séu ekki búin slíkum inngangi er munurinn á myndgæðunum slá- andi. S-VHS hefur auk þessa þann kost að ekki skiptir máli hvort myndbönd eni tekin upp í landi þar sem PAL- eða SECAM- sjón- varpskerfið ræður ríkjum (á ís- landi og flestum ríkjum Norður- Evrópu er PAL, í Frakklandi, frönskum nýlendum og kommún- istaríkjunum SECAM), S-VHS myndbandstækið sér til þess að myndin skilar sér. Þessi samhæf- ing er þó aðeins byijunin, frá árinu 1991 skiptir engu máli hvar í heiminum S-VHS myndsnældur eru teknar upp, hægt verður að leika þær aftur 'á annað S-VHS tæki óháð upphaflega myndstaðl- inum. MYNDBANDSTÖKUTÆKI Enn sem fyrr skal áhersla á það lögð að S-VHS er framtíðin og Flestum finnst myndbandsupp- tökuvélar þegar orðnar býsna smáar, en framleiðendur eru á öðru máli. Hér má líta tæki í smærri kantinum (sígarettu- pakkinn er til viðmiðunar). Til þess að gera mönnum lífið enn léttara er hægt að taka hana í sundur þannig að tökumaður héldi einungis á linsunni (trónir efst á gripnum), en hefði sjálft segulbandið t.d. í beltisstað. Framleiðendur hyggjast einnig bjóða sérstakar linsur, sem gætu verið innbyggðar í skíðagler- augu, biflijólahjálma eða sund- gleraugu, þannig að hægt sé að taka upp við hvaða aðstæður sem er og tökumaðurinn notað báðar hendur til annars. bjóða nú flestir framleiðendur myndbandstökutækja upp á hand- hægar S-VHS tökuvélar. Svo bregður hins vegar við að hægt er að velja um tvær tegundir myndsnælda í S-VHS vélamar. í fyrsta lagi er hægt að fá vélar, sem taka hefðbundnar S-VHS snældur. í öðru lagi er hægt að fá svonefndar S-VHS C snældur, sem eru á stærð við kasettur. Með því að setja þær í sérstakt hylki er svo hægt að leika þær í hvaða VHS- tæki sem er. Þá eru byijuð að koma á markaðinn myndbands- tæki, sem taka báðar stærðir án þess að notandinn þurfí að velta vöngum yfír snælduhylkjum (sjá mynd). Þá er einnig hægt að fá svonefndar Video8 tökuvélar, en þær notast við þriðju snælduteg- undina. Þær er hins vegar einung- is hægt að leika á sérstök mynd- bandstæki, en sumar þessara véla hafa þó S-VHS tengi. Flestar vél- anna er sjálfvirkar hvað varðar skerpu, ljósstyrk og hvítjöfnun. Margar þeirra em nú orðið auk þess með HQ HiFi steríói og ýms- um skrautfjöðrum öðrum, en verð- ið sveiflast í takt við fjölda þeirra. GÉRVIHN ATTA- MÓTTAKARAR Enn sem komið er verður ekki sagt að gervihnattamóttökudiskur dijúpi af hverri ups á íslandi. Ræðst það vafalítið nokkuð af allmiklum stofnkostnaði, en jafn- framt af þeirri staðreynd að framtíð gervihnattasendinga er ekki enn komin í nógu fastar skorður. Má t.a.m. minna á um- ræður um ótrygga framtíð SKY- stöðvarinnar. Hvað sem því líður þykir Evrópumarkaðurinn hinn girnilegasti og víst mál, að einhver mun verða til þess að sinna hon- um. Fram til þessa hafa menn getað keypt gervihnattamóttakara og farið að horfa á alls kyns efni; allt frá rússneskum fræðslumynd- um um ísskápaframleiðslu í Omsk til ítalskra klámmynda. Innan um hafa svo verið stöðvar með bæri- legra efni, en í'minnihluta. Þeim mun að líkindum enn fara fækk- andi, þar sem það færist í vöxt að menn brengli útsendinguna og selji aðgang að myndlyklum líkt og Stöð tvö gerir hérlendis. Það hefur hins vegar á það skort að menn gæti samræmis í lyklun út- sendinga, þannig að sá sem vill horfa á allar þær stöðvar, sem mögulegar eru, verður væntanlega tilneyddur til þess að kaupa sér álíka marga lykla' og stöðvarnar eru. Þetta er vitaskuld fremur bagalegt ástand, en framtíðin ein getur leitt í ljós hvað er framund- an á þeim vígstöðvum. Er framtíðarhamarinn kleifur? Það er lítil hætta á öðru en að menn komist heilu og höldnu til framtíðarinnar, aðallega vegna þess að græjuframleiðendur hafa lært af reynslunni og gæta þess að staðla vöru sína og sjá til þess að eitt leiði af öðru. Það er liðin tíð að menn sitji uppi með hrúgu af Beta-spólum, sem engin leið er að horfa á. Hitt er svo annað mál að tækin eru í stöðugri þróun og það á ekk- ert fyrirtæki eftir að framleiða svo fullkomið tæki að ekki verði betur gert næsta ár. Tækin verða sífellt smærri og smærri, en menn borga jafnframt fyrir dvergasmíðina. Undanfarin ár hafa tæki líka orðið endingarbetri, minna hefur orðið um hreyfilega hluti í þeim og þau eru í auknum mæli hönnuð með það fyrir augum að auðvelt sé að skipta um einstakar einingar, skyldi eitthvað bila. Væntanlegur græjukaupandi ætti að spyijast vel fyrir um með- al vina og kunningja áður en hann reiðir fram veskið. Hann ætti að kaupa sér græjublöð, sem fást í flestum bókaverslunum, og reyna að setja sig örlítið inn í málin áður en hann fer í verslunarleiðangur- inn. Hann ætti líka að hafa hugf- ast að þrátt fyrir að þekkt merki kosti yfirleitt meira en þau, sem minna eru þekkt, þá er það yfir- leitt ekki að ástæðulausu, sem þau eru dýrari. Yfirleitt eru þau' mikl- um mun betri og það á sérstaklega við um endinguna, enda er fyrir- tækjunum annt um að merkið falli ekki í áliti neytenda. Hann ætti líka að kynna sér hvernig við- gerðaþjónustu er háttað. Rekur verslunin eigin viðgerðastofu eða vísar hún á eitthvert fyrirtæki út í bæ? Hann ætti líka hiklaust að koma með eigin plötur og/eða diska í verslunina og hlusta á hvernig tónlist, sem hann þekkir, hljómar í græjunum. Ef um mikla fjárfestingu er að ræða, ætti hann ekki að hika við að spyija hvort hann geti fengið græjurnar að láni yfir helgi áður en hann kaupir þær. Betri verslanir taka slíkri beiðni vel. Umfram allt á kaupandinn að vita fyrir hvað hann er að borga og vita hvernig græjan virkar. Til hvers er þessi takki og hvað gefur þetta ljós til kynna? Sé tækið svo flókið að kalla þarf út rafeðlis- fræðidoktor til þess að kveikja á því, á það ekkert erindi inn á heim- ilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.