Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 44
44 C MORGUNBLAÐjÐ VELVAKANPI1 StJN$JÍ)DAÖUR: 31 DESEMBER 1989 Á FÖRNUM VEGI Ert þú huQSCL um þoð sem 'eg ero& hugsa-'? " .. skráð í augu hennar. TM Reg U.S. Pat Otf.—all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Ekki tala í þessum tón við mig. Ég er ekki pabbi. Skinku og ost höfum við, nautakjöt. Ekki kamel- borgara, því miður. HOGNI HREKKVISI / — j' / — , 0OE3IM EJ? EKKI UÓGO STÓfZ. FVR/R OKKUR B'APA l " Varað við „Inka-quick- stepu og verri pestum Guðmundur Helgi Christensen og Jórunn Harðardóttir hefja sex mánaða heimsreisu í dag. FJARLÆG og heillandi hitabelt- islönd eiga það sameiginlegt aldingarðinutn Eden að þar leynast hættur og ekki bara eitraðir ormar. Illræmdir sjúkdómar, sem við þekkjum flest bara af afspurn, eru víða skæðir þar sem sóttvarnir og heilbrigðisþjónusta öll eru lélegri en hér heima. Fólk getur meðal annars orðið fyrir salmonellu-smiti og verið smitberar næstu þtjá til fjóra mánuði, sumir smitast án þess að veikjast, og þannig getur sýkin borist í matvæli ef viðkomandi vinn- ur slík störf. Nýlega var sagt frá því að sviðakjammar gætu verið þjóðhættuleg salmonellubæli. ís- lensk yfirvöld eiga að sjá um að alþjóðlegar reglur um sóttvarnir séu hafðar í heiðri og flestir ferðalangar láta bólusetja sig hjá borgarlækni í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík. Egill Matthíasson sagðist vera á leið til Georgíu í Bandaríkjunum til náms og hefði verið bólusettur gegn stífkrampa og mænusótt. Hann sagði bandaríska háskólann kreij- ast þessa og sömuleiðis upplýsinga um berklapróf; menn fengju ekki inngöngu nema þessir hlutir væru í lagi. Nemendur væru alls staðar að úr heiminum.og því eðlilegt að yfirvöld væru á varðbergi. Þau Guðmundur Helgi Christens- en, sem vinnur á bifreiðaverkstæði, og Jórunn Harðardóttir skrifstofu- stúlka sögðust vera á leið í sex mánaða heimsreisu og leggja af stað í dag, sunnudag. „Við förum til Amsterdam og þaðan til Sri Lanka,“ sagði Guðmundur Helgi. „Þaðan fljúgum við síðan til Bombay í Indlandi og ætlum að reyna að komast landleiðina um Burma, ef við fáum leyfi til að fara þar um, þá um Tæland og þaðan til Singapore og loks til Bali í Indó- nesm.“ Frá eyjunni Bali lægi leiðin til Ástralíu og loks Nýja Sjálands þar sem þau yrðu í einn og hálfan mánuð. Loks myndu þau heimsækja Fiji-eyjar áður en iíogið yrði heim með viðkomu í Bandaríkjunum og Bretlandi. „Eg hef ferðast um Suð- ur-Ameríku og er sæmilega sjóuð, þekki helstu hætturnar," sagði Jór- unn. „Ég'varð ekki alvarlega veik, fékk bara það sem þarna er kallað „Inka-quickstep“ eða niðurgang. Maður má ekki borða alla ávexti og verður að gæta sín á vatninu. Við fengum fimm eða sex spraut- ur, vorum að fá þá síðustu núna. Auk þess höfum við með okkur nokkur tonn af malaríutöflum og ætlum að kaupa okkur flugnanet, þau fást ekki hér!“ Skúli Johnsen borgarlæknir segir það fara eftir aðstæðum hvernig fólki sé ráðlagt að búa sig undir „Mérfinnst að íslenskar ferðaskrif- stofur hafi ekki allar sýnt nægilega ábyrgð- artilfinningu í því að láta viðskiptavini sína vita um það sem þarf að varast þegar ferðin er undirbúin, útskýra sjúkdómahættuna. Mér sýnist að það sé einhver tiihneiging hjá þeim til að vera ekki að ónáða fólk með svona löguðu,“ Yíkverji skrifar Víkverji dagsins horfði meira en góðu hófi gegndi á sjónvarp árurn saman. Þar kom að Stöð 2 skaut upp kolli við hlið ríkissjón- varpsins. Það varð óhjákvæmilegt að velja og hafna. Niðurstaðan varð sú að Víkveiji hafnar fleirí og fleiri sjón- vaipsþáttum. Hann eyðir nú mun minni tíma í tvær sjónvarpsstöðvar en eina áður. Gamall vinur, bókin, hefur endurnýjað verðmæt tryggða- bönd. Þó er því ekki að neita að stöku sjónvarpsþáttur hittir enn í mark hjá Víkveija dagsins, færir honum kær- kominn fróðleik, sneríir jafnvel hjartarætur eða kitlar hláturtaugar. Einn slíkur var frásögn í máli og myndum af Vatnsveitu Reykjavíkur: aðdraganda, sögu og starfsemi. Sam- setning þáttarins, texti höfundar og lestur leikarans í hlutverki þular vóiu hrein snilld. Sem sagt: fróðleikur, list og skemmtan. Kærar þakkir til allra viðkomandi. ' xxx S veitarstjórnarmál gi’eina frá þvi að félagsmálaráðherra hafí falið starfsmönnum ráðuneytisins úttekt á ýmsum þáttum sveitarstjórnannála annars staðar á Norðurlöndum. Út- tektin skal m.a. leiða í ljós, hver reynslan er hjá frændum okkar af þriðja stjómsýslustiginu: fylkjafyrir- komulagi; hvort ætla megi, að það henti aðstæðum hér á landi. Slík könnun er af hinu góða. Landsbyggðarfólk vill gjarnan skoða allar leiðir til að spoma gegn frekari byggðaröskun og afstýra því, að heilu byggðarlögin leggist í auðn, sem raunar hefur sums staðar gerzt hér- lendis og erlendis. Víkveiji er á hinn bóginn þeirrar skoðunar, að óráðlegt sé, hóflega orðað, að stefna að þriðja stjórnsýslu- stiginu, fylkjafyrirkomulagi, og troða því niður á milli þeirra tveggja sem fyrir em: ríkis og sveitarfélaga. í fyrsta lagi kallar nýtt stjómsýsiu- stig, með tilheyrandi fylkjaþingum, stjómsýslu- og skrifræðiskostnaði, á mikla ljármuni, nýja skattheimtu á fólk og fyrirtæki. Okkar litla sam- félag þolir ekki eina hæðina enn í þá yfirbyggingu, sem fyrir er; undir- stöðumar em einfaldlega of ^ikar. I annan stað myndi þriðja stjórn- sýslustigið þrengja mjög að sveitar- stjómum, sem standa næst heima- fólki á hveijum stað og þekkja gerzt þarfir þess sem og staðbundnar að- stæður. Nær væri, að dómi Víkveija, að styrkja sveitarstjómarstigið, sam- eina sveitarfélög í stærri og sterkari einingar til að þjóna hagsmunum íbúa sinna. Könnun þarf ekki að leiða til eft- iröpunar. Hún getur allt eins leitt í ljós víti til vamaðar. i xxx Víkveiji barði augum á dögunum athugasemdir frá opinberri eft- irlitsstofnun við ríkissjóðsútgjöld. Þar var látin í ljósi sú faglega skoðun að færa þurfí hinar og þessar út- gjaldaáætlanir, sem tengjast fjár- lagagerð, nær bláköldum raunvem- leikanum, sem var að sjálfsögðu spaklega mælt, og sitt hvað tínt til, eins og kostnaður við fálkaorðu - og bolakálfa norður í Hrísey! Sams konar athugasemdir komu á hinn bóginn ekki fram varðandi rekstur heilbrigðisstofnana eða lög- gæzlunnar í landinu, enda heilbrigði og öiyggi hins almenna borgara ekki lýsileg gæluverkefni í fjármálaráðu- neytinu þessa dagana, að ekki sé nú minnzt á menningu og listir eða rann- sóknir í þágu atvinnuveganna. XXX Víkveija er löngu Ijóst að ávext- imir á fláriagatré „félagshyggj- unnar“ láta ekki að sér hæða. í biitingu nýrra viðhorfa, nýs tíma, er milljarður eftir milljarð þræddur upp á festi ijárlagahallans. Matvara verður gerð ódýrari með því að hækka skatta í verði hennar. Vextir lækkaðir með því að stórauka opinbera lánsljáreftirspurn. Og svo framvegis. Síðast en ekki sízt sýnist Víkveija að nú eigi að lækka skatta með því auka skatttekjur ríkisins. En hann veit af gamalli reynslu að það er ekkert skammdegi svo myi'kt að þar finnist ekki jól, ef vel er leitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.