Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 22
eser aaaMaaaa .e fluoAguMHya (íiaAjfíMuoaoM MORGUNBLAÐIÐ GUNNUDAGUR 3. DESEMBER- 198Í LISTIN ER SÁL 06 SAMVISKA ÞJÓÐARINNAR eftir Andrés Magnússon MIKLAR breytingar hafa orðið á kvikmyndagerð í Sovétríkjunum í takt við glasnost síðustu mánuði og ár. Svo mikil gróska hefur verið í kvikmyndagerð- inni, að menn hafa borið hana saman við íyrstu árin eftir byltingu, þegar menn á borð við Sergej Eisen- stein gerðu garðinn frægan. Sovéskar myndir hafa átt góðu gengi að fagna á kvikmyndahátíðum undan- farin misseri og þá ekki einvörðungu vegna þess að af þeim þyki gusta glasnosti, heldur einnig vegna þess að vinnubrögðum þykir hafa fleygt fram. Kvik- myndir hafa ævinlega átt miklum vinsældum að fagna í Sovétríkjunum og öðru hverju hafa mikil meistara- verk verið gerð þar. Allt of oft hafa ritskoðarar flokks- ins þó sniðið kvikmyndagerðarmönnum svo þrönga spennitreyju, að þeim hefur reynst erfitt að koma hoðskap sínum á framfæri. Sumir hafa bent á að þetta hafi orðið til þess að kvikmyndasmiðirnir hafi þurft að beita sjálfa sig slíkum aga og þurft að klæða boð- skap sinn i þvílíkan líkingadulbúning, að listfengi mynda þeirra hafi orðið enn meira fyrir vikið. Með hliðsjón af glasnost óttast því sumir að nú kunni hið sama að gerast í Garðaríki og gerðist á Spáni þegar hrör Francos fór að kólna: að í stað lævíslegs Iíkinga- máls og hálfkveðinna vísna fari menn að tala tæpit- ungulaust (leikarar verði jafnvel klæðlausari), en við það vill oft minna fara fyrir listinni en áður. Eldar Rjazanov. Sovéski leikstjórinn Eldar Rjazanov, lærisveinn frumkvöðulsins Eisensteins, ræðir kvikmyndagerð í Sovétríkjunum á 70 ára af mæli hennar þegar glasnost veitir listamönnum nýtt svigrúm, í samtali við Morgunblaðið Eldar Rjazanov er 62 ára gamall og á fjölda kvik- mynda að baki. Kvikmynd eftir hann, „Gleymt Iag fyr- ir flautu", var sýnd hér á sovéskri kvikmyndaviku fyrir skömmu, en hún hefur verið nefnd „fyrsta glasnostmyndin", þar ísem hún slapp ósködduð af skærum ritskoðara austur í Sovét. í tilefni kvikmyndavikunnar kom Rjazanov ásamt Leoníd Fílatov, aðalleikara myndarinnar, hingað til lands og drakk blaðamaður kaffi með þeim í MÍR-salnum að lokinni sýningu myndarinnar ásamt Bergþóru Ein- arsdóttur, sem túlkaði samtalið. Fyrst var Rjazanov spurður hvað sovéskir kvikmyndagerðarmenn hefðu sérstaklega fram að færa við Vesturlandabúa. „Rússnesk list hefur ávallt verið afskaplega ... ja, hvað skal ég segja, upphafin yfir hið veraldlega og í Rússlandi er listin reyndar miklu meira en bara list: hún er sál og samviska þjóðarinnar, misgóð ; eins og gerist. Og svo hefur það verið langalengi, bæði fyrir og eftir byltingu. Það er þessi andlega auðgi, sem við vonumst til þess að geta deilt með umheiminum. Við eigum marga afar góða listamenn, sem eru á heimsmælikvarða, en flestir eru þeir því miður öldungis óþekktir hér vestra. Því má svo ekki gleyma að helsti vandi okkar er tæknilegs eðlis. Þau tæki, sem við þurfum að vinna með, eru ekki alltaf fyrsta flokks og sovéskar filmur standast ekki samanburð við filmur, sem fram- leiddar eru á Vesturlöndum. Við reynum vitaskuld hvað við getum til þess að bæta úr þessu; reynum að fá Kodak eða Fuji filmur að vestan og svo framvegis, en það gengur nú upp og ofan.“ En hvað finnst Rjazanov um hina breyttu tíma í Sovétríkjunum? Er stöðnun Brezhnevs-áranna að baki? „Sá tími er liðinn, en vandinn er enn fyrir hendi. Þetta tímabil lifir nefnilega í fjölda fólks og það hverf- ur ekki eins og hendi sé veifað. Auðvitað er misjafnt hvernig fólk er og menn eru misviljugir að til- einka sér nýjan hugsunarhátt og eiga misauðvelt með það. En fólk veit hið minnsta að það á annarra kosta völ. Það skiptir öllu.“ Telur Rjazanov að breyttir tímar kunni að hafa í för með sér að list- fengi sovéskra kvikmynda kunni að þoka fyrir „ódýrari lausnum" — að aukið frelsi hafi í för með sér minni list, ef svo má að orði komast? „Ja, ég er ekki spámaður og reyni að fást sem allra minnst við að spá. Hitt er annað mál að reynslan sýnir okkur að þegar umrót verður í þjóðfélaginu — hvaða þjóðfélagi sem er — þá spretta upp nýir lista- menn, sem tileinka sér nýjan stíl, búa til nýja stefnu í takt við hinn nýja tíma. Nú þegar hafa nokkrir ungir og óþreyttir menn kvatt sér hljóðs á vettvangi kvikmyndagerðar í Sovétríkjunum, en enn eru þeir samt ekki nógu margir til þess að hægt sé að tala um sérstakan hóp eða nýja kynslóð í því viðfangi. Ég er samt ekki í vafa um að við mun- um sjá nýjan skóla sovéskra kvik- myndagerðarmanna innan tíðar.“ Hver er fremsti kvikmyndagerð- armaður í Sovétríkjunum nú? „Hver er bestur? Ég skipa mönn- um nú ekki þannig á bekk, enda væri það vonlaust." Fílatov er hins vegar ekki í nein- um vafa: „Sá besti? Það er hann Eldar hérna,“ segir hann og klapp- ar á öxi leikstjórans, sem hristir sig og urrar á Fílatov, en hann skelli- hlær. Tragíkómedían „Gleymt lag fyrir flautu“ fjallar um háttsettan skrif- kera nokkum, sem lagði þverflautu- leik á hilluna fyrir frama í skjóli tengdaföðurs síns, sem er flokks- broddur. Líður svo og bíður uns grái fiðringurinn gerir vart við sig, ástin blómstrar, foringinn tekur flautuna aftur út úr dimmum skáp o.s.frv., en að því kemur að hann verður að velja og hafna og þá er spurningin: svíkur hann æskuhug- sjónirnar aftur eða hvað? Þetta stef um sviknar æskuhugsjónir hefur orðið æ ágengara í sovéskum kvik- myndum upp á síðkastið — er só- síal-realisminn að víkja fyrir ró- mantík í sovéskri list? „Hefur þú séð myndina?" spyr Rjazanov bla’ðamann, sem játar að það hafi hann ekki gert. „Þá er náttúrulega afskaplega erfitt fyrir mig að segja þér frá myndinni. En þar fyrir utan þá hef ég sagt mitt lokaorðið með mynd- inni. Áhorfandinn verður svo að dæma fyrir sig.“ Gott og vel, höldum áfram að ræða glasnostið. Hefur aðstaða Rjazanovs breyst og hefur hann breyst fyrir vikið? „Ég veit ekki hvort ég hafi mik- ið breyst, en ástandið er allt annað en áður. Nú get ég sagt og gert það sem mér sýnist, en áður þurfti maður að sýna hlutina með öðrum hætti, fela allt með endalausu líkingamáli o.s.frv. Ég get nefnt þér dæmi. Árið 1981 gerði ég mynd um KGB. Til þess að geta gert það þurfti ég að gera ákveðnar ráðstaf- anir, eins og að láta sögusviðið vera Rússland síðustu aldar og í staðinn fyrir að ræða um KGB var ávallt fjallað um embættisfærslu leynilög- reglu keisarans og annað eftir því. Hins vegar skildu allir, sem vildu skilja, um hveija verið var að fjalla. Nema ritskoðararnir!" Rjazanov lærði undir handleiðslu snillingsins Sergejs Eisensteins. Hvernig var Eisenstein? „Eisenstein var snillingur og telst ótvíræður faðir sovéskrar kvik- myndagerðar. Vitaskuld voru fleiri frumheijar, en Eisenstein er ávallt nefndur fyrstur. Ég var á þriðja ári í skóianum þegar hann lést og náði að kynnast karlinum talsvert. Hann var feikilega lífsglaður; léttur og skemmtilegur í umgengni. Jafnvel nokkur galgopi. Þetta er nokkuð annar Eisenstein en sá sem menn kynntust við hliðina á kvikmynda- tökuvélinni, því sem fagmaður var hann nokkuð kuldalegur og tja ... ijarlægur, svona líkt og góð- ur vísindamaður. Utan starfsins var hann hins vegar, eins og ég sagði, með ólíkindum skemmtilegur og átti til ýmis uppátæki, sem varla samræmdust stöðu hans. A.m.k. í augum kollega hans, sem tóku sjálfa sig óskaplega hátíðlega. Annars má segja að Eisenstein hafi verið fjöllistamaður í þeim skilningi að honum var fátt óvið- komandi.. Hann var mjög góður teiknari, hafði unun af ræðulist, safnaði alls konar skringilegum munum, hafði fullkomið vald á mörgum tungumálum og síðast en ekki síst var hann feikilegur bóka- maður. íbúðin hans var í orðsins fyllstu merkingu úttroðin af bókum. Það var sama hvert maður kom, — alls staðar voru bækur upp um alla veggi. Jafnvel eldhús og salerni og skápar voru ekki undanskilin. Einn veggurinn í íbúðinni var þakinn af bókum, sem höfundar höfðu sent honum og skrifað í. Menn eins og James Joyce, Charlie Chaplin, Stef- an Zweig og Upton Sinclair. Þeir sendu honum allir bækur. En hann safnaði líka einkennileg- um hlutum og stillti þeim upp hér og þar í íbúðinni, þ.e.a.s. þar sem ekki voru bækur. Ég man sérstak- lega eftir því að á skrifborðinu hans tróndf rostungsskökull. Mér eins og fleirum fannst þetta vitaskuld svol- ítið undarlegt, en skýringin reyndist þá vera sú að rostungurinn er eina dýrið, sem hefur bein í þessu til- tekna líffæri, og þetta fannst Eisen- stein svo dásamleg ráðstöfun Móður náttúru að hann hafði sönnunar- gagnið á skrifborðinu!" En hvað er á döfínni hjá Eldar Rjazanov? „Ja, Fílatov var að ljúka við hand- rit að kvikmynd, sem hann ætlar sjálfur að stjórna, en ég verð eins konar listfræðilegur ráðunautur við tökurnar.“ Hér grípur Fílatov fram í og seg- ir þá vinna saman að myndinni eins og góðir bræður. „Annars er rólegur tími hjá mér núna,“ heldur Rjazanov áfram. „Ég er að ganga frá handriti að mynd um fimm gamalmenni sem allir hafa gleymt — börnin, ríkið og ailir þeir sem ættu að koma-málið við — en ég Veit, ekki hvenær ég ræðst í að taka myndina. Annars þá erum við ekki bara kvikmyndagerðar- menn. Fílatov hérna er líka ljóð- skáld og sjálfur er ég líka leikrita- höfundur og rithöfundur auk þess sem ég hef alltaf fengist við kennslu. Svo má náttúrulega ekki gleyma því að við erum báðir í nýrri stjórn Sambands kvikmyndagerðar- manna. Það er nóg að gera.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.