Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 C 39 sendur í fangabúðir. En það vissum við ekki þá. Ég held að það hefði ekki verið neinn möguleiki að losna þótt maður hefði viljað það. Ferðalag til IMiendorf í ágúst 1937: Feðgarnir Sveinn og Björn ásamt Hildí og Hjördísi. Var uppreisn lögreglunnar í aðsigi? . .. Það var kominn upp orðrómur um það að danska lögreglan væri að undirbúa uppreisn. Þjóðveijar töldu að sjálfsögðu að þeir yrðu að koma í veg fyrir það. Ég var kallað- ur á fund aðjúnkts Panckes, sem tjáði mér að þurft gæti að grípa til harka- legra aðgerða og sagði um leið að ef til þess kæmi yrði ég sem yfirmað- ur fréttaritaradeildarinnar að fara í útvarpið og taka við af Lohmann á meðan aðgerðirnar stæðu yfir. Lohmann, kommissar utanríkis- ráðuneytisins, sem áður er getið um, réði þegar hér var komið sögu eigin- lega yfir danska útvarpinu, því að hann hafði eftirlit með dagskránni og öðrum málefnum útvarpsins. Hann þótti hins vegar vera orðinn óþarflega eftirlátssamur við Dani, enda var hann mikill tækifærissinni og var farinn að sjá hvert stefndi. Það var jafnvel hvíslað eitthvað um að hann væri á mála hjá Englending- um, en sá orðrómur átti áreiðanlega ekki við nein rök að styðjast. Morguninn eftir þetta samtal, þann 19. september, var hringt í mig og mér sagt að kiukkan 11 ætti að láta til skarar skríða, handtaka lög- regluþjóna og leysa upp danska lög- regluliðið. Mér var tjáð að ég yrði þegar í stað að halda í útvarpshúsið og vera þar yfirmaður á meðan að- gerðirnar stæðu yfir. Ætti ég að reyna að halda útsendingum útvarps- ins samkvæmt dagskrá, en birta mikilvægar fréttir og tilkynningar jafnóðum og þær bærust. Mér leist ekkert á þessi fyrirmæli og fannst þetta alls ekki vera mitt hlutverk, en skildi að frá sjónarmiði Þjóðverja var rökrétt að setja yfir- mann fréttaritaradeildarinnar í þetta verkefni. Ég hélt því af stað og gekk yfir í Rosenoms Allé, þar sem útvarp- ið var til húsa. Þegar þangað kom bað ég um að mér yrði vísað til Loh- manns, og var það gert. Hann sat þá í forstjóraskrifstofunni, sem F.E. Jensen útvarpsstjóri hafði haft áður. Þegar Lohmann heyrði hvert erindi mitt var varð hann ekki hrifinn, enda varla von, en sagði fátt og fór við svo búið. Hann mun hafa farið til Fredensborg á Norður-Sjálandi, þar Frá sýningunni í Schaff- endes Volk í Dússeldorf 1937. Björn er fremstur á myndinni. Ég hafði fyrirmæli um að halda dagskránni gangandi eins og unnt væri, 'og það varð auðvitað að flytja fréttir af ástandinu. Danska lögregl- an var liorfin að mestu og komin undir jörðina, en þeir lögreglumenn sem náðst hafði til voru komnir bak við lás og slá. Það var mikið að ger- ast um allt landið þennan dag og svo gekk símritinn alltaf _og flutti fréttir annars staðar að. Ég þurfti þess vegna að útvega danska fréttaritara til að lesa fréttirnar. Því fékk ég nokkra af starfsmönnum mínum til að koma tií liðs við mig, og þeir lásu útvarpsfréttirnar. Oftast var það Dani að nafni Dam-Jensen sem las þær. Sjálfur talaði ég aldrei í danska útvarpið, þótt einhveijir þykist hafa heyrt mina hörðu og köldu rödd hljóma úr viðtækjunum. Blóðugir Mðardagar . .. Mér leist ekki á blikuna þegar ég gerði mér ljóst hvað hér var á seyði. Þó fannst mér að þar sem ég var íslendingur kæmi þetta ekki beinlínis við mig. Ég var enginn land- ráðamaður. Ég hafði komið með þýska liðinu og sá ekki ástæðu til að Danir teldu sig eiga neitt vantalað við mig. Þess vegna reyndi ég ekk- ert til að fela mig eða koma mér undan. Ég ætlaði bara að bíða eftir að ástandið færi _að róast svo að ég gæti farið heim. Ég var fullur af til- hlökkun yfir að komast bráðum heim til íslands, en hins vegar var mér ljóst að ég kæmist ekki úr landi næstu daga. Ég fór aftur í íbúðina til Hildíar og beið átekta. Um kvöldið hringdi Tryggvi Sveinbjörnsson í mig úr sendiráðinu og ég heyrði strax að honum var mikið niðri fyrir. Hann sagði: Komdu strax, komdu hingað strax. Hvað er að? spurði ég. Þeir eru búnir að myrða Guðmund Kamban. Komdu hingað eins og skot, sagði Tryggvi. Ég var mjög sleginn yfir þessari frétt og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Ég hringdi strax til kon- unnar sem ég leigði hjá við Vester- voldgade og spurði hana hvort nokk- ur hefði komið að leita að mér, en svo var ekki. Þó ákvað ég að fara að ráðum Tryggva, enda þóttist ég sjá að ég hefði ástæðu til að vera smeykur. Fyrst búið var að skjóta Kamban, sem ekkert hafði gert, hvað yrði þá gert við mig, sem hafði verið í liði Þjóðveija? Þegar ég kom í sendiráðið sagði Tryggvi: Þetta er orðið hættulegt ástand. Það er allt í upplausn héma, engin almennileg stjórn og lýðurinn hefur öll völd. Eins og þú veist er lítil íbúð hérna á bak við skrifstofum- ar, og þú verður þar bara kyrr þang- að til þú getur farið heim. Þú hreyf- ir þig ekki og ferð ekkert út á götu. sem hann beið þess að ástandið róað- ist. Daginn eftir kom hann aftur og tók við hluta af fyrri störfum sínum. Útvarpsstjóri í tíu daga Einhveijir segja að ég hafi komið með herlið með mér, en það er rangt. Ég var einn á ferð. Það hefði þó ekki verið neitt óeðlilegt við það, þótt ég hefði haft einhvetja með mér, því ástandið var svo ótryggt. Það var reyndar settur vörður við innganginn, en það vissi ég ekki fyrr en seinna um daginn. Það voru líka menn frá hernum sem önnuðust þá varðgæslu, ekki liðsmenn Waffen- SS. Ég tilkynnti starfsfólki útvarpsins að ég væri tekinn við á meðan hættu- ástand ríkti, kom mér fyrir í skrif- stofu Lohmanns og beið þar átekta. Ekkert bar frekar til tíðinda uns dr. Schmitz, undirtylla Lohmanns, kom allt í einu inn til mín og sagði mér að allir starfsmenn fréttastofunnar væru farnir úr húsinu. Þeir höfðu neitað að lesa tilkynningu frá Pancke um aðgerðirnar, þótti hún allt of harðorð og fjandsamleg í garð lög- reglunnar. Dr. Schmitz hafði því féngið utanaðkomandi mann til að lesa tilkynninguna. Þá höfðu dönsku fréttamennirnir horfið burt úr hús- inu, allir sem einn, og sáust ekki aftur fyrr en eftir stríðslok. Frétta- stjórinn, Niels Grunnet, komst til Svíþjóðar, ög annar fréttamaður fór til London. Morðið á Kamban Sendiráðið krafðist þegar í stað skýringa á þessum voðaverknaði. Það kom í ljós við opinbera rannsókn á málinu að handtökusveit þriggja frelsisliða hafði verið stödd á Norre Farimagsgade um hádegisbil þennan dag. Þar höfðu þeir hitt mann nokk- urn, sem þeir þekktu ekki, en töldu fotfngja í andspyrnuhreyfingunni. Maður þessi benti þeim á að í pen- sjónati við Upsalagade væri að finna hættulegan uppljóstrara sem þyrfti að handsama. Meira þurfti ekki til og þeir ruku strax af stað, þótt nafn Kambans væri ekki á neinum lista yfir menn sem handsama skyldi. Þegar þeir komu á staðinn var þeim bent á Guðmund Kamban, sem sat að snæðingi ásamt dóttur sinni. Er honum var ljóst erindi þeirra brást hann reiður við, spratt á fætur og spurði hvaða vald þeir hefðu til að handtaka sig. Foringinn svaraði því til að þeir væru frelsisliðar og hann yrði að koma með þeim. Kamban mótmælti þessum aðförum ákaft, sem von var, og neitaði að fylgja þeim. Hann var mjög æstur og í miklu uppnámi og hið sama var að segja um dóttur hans. Tveir frelsislið- anna voru vopnaðir vélbyssum, en foringinn hélt á skammbyssu, og skipaði hann Kamban að rétta upp hendur. Hann virti skipunina að vett- ugi, stökk fram og sparkaði í átt að annarri vélbyssunni og hrópaði um leið: Skyd, jeg felger ikke med! For- inginn sagði að sér hefði sýnst að hann væri að grípa í vasa sinn eftir vopni og til að verða fyrri til tók hann í gikkinn á skammbyssu sinni og skaut Kamban í höfuðið. Þótt danska utanríkisráðuneytið bæri síðar fram afsökunarbeiðni vegna þessa hörmulega atburðar og dómsmálaráðuneytið gæfi út yfirlýs- ingu um að ekkert benti til þess að Guðmundur Kamban hefði gerst sek- ur um neitt það athæfi sem hefði getað orðið tilefni til málsóknar á hendur honum, var banamaður hans aldrei látinn svara til saka. Þetta var heldur ekki eina dæmið um slíkan verknað og þessir svoköll- uðu friðardagar urðu blóðugir áður en lauk. Eitt átakanlegasta atvikið gerðist þegar sautján ára gamall piít- ur, sonur íslendings eins sem mikið hafði unnið fyrir Þjóðveija, var drep- inn þegar verið var að flytja hann 1 fangelsi á vörubílspalli. Sök hans var sú að hann neitaði að halda höndum sínum á lofti. Einn frelsisliðanna skaut á hann og særði hann, en síðan kom annar aðvífandi og skaut hann í höfuðið, svo að hann lést. Síðar kom í ljós að pilturinn hafði verið hand- tekinn í misgripum fyrir bróður sinn, sem var í Hipo-liðinu. Banamenn piltsins unga voru heldur ekki látnir sæta refsingu fyrir verknað sinn. Heimkoman ... Hrærður í huga heilsaði ég öllum þeim sem höfðu ómakað sig til að taka á móti mér. Síðan settist ég ásamt móður minni og dóttur inn í bflinn sem beið okkar. Það var ekið af stað, áleiðis að nýju heimili for- eldra minna, Bessastöðum. Þar beið faðir minn komu minnar. Við höfðum ekki sést síðan við kvöddumst á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn í apríl árið 1940, er hann hélt áleiðis til íslands um Þýskaland og Bandaríkin, en ég varð eftir í Danmörku, sem hersveitir Hitl- ers höfðu þá skömmu áður lagt und- ir sig. Síðan þá hafði margt drifið á daga okkar beggja. Hann hafði verið kjörinn ríkisstjóri og síðar fyrsti for- seti hins nýstofnaða lýðveldis, ís- lands. Ég hafði gengið í lið með Þjóð- veijum, haldið í herför með sveitum þeirra og síðar verið sendur til Dan- merkur og genjrið erinda þeirra þar. Þar ríkti þögnin ein ... Viðtökurnar sem ég fékk voru hlýjar og innilegar og öll fjölskyldan lagðist á eitt til að láta mig finna að ég væri velkominn heim. Hins vegar vildi faðir minn ekki heyra neitt um það sem á daga mína hafði drifið. Hann sagði aldrei við mig stakt orð um þetta tímabil ævi minnar og gaf mér aldrei neitt færi á að skýra mitt mál. Hið sama gilti um móður mína. Þau vom á einu máli um að reisa þagnarmúr um- hverfis fortíð elsla sonarins, múr sem enginn skyldi ijúfa...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.