Morgunblaðið - 06.12.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989
19
Elínborg Jónsdóttir
„Við núverandi aðstæð-
ur annar fæðingardeild
Landspítalans ekki fæð-
ingarhjálp á höfuð-
borgarsvæðinu ásamt
fæðingum af lands-
byggðinni sem vísað er
bangað vegna áhættu-
þátta.“
tengslum við ganginn þar sem kon-
urnar og börnin eru.
Um legudagafjölda og fyrir-
komulag í öðrum löndum mætti
margt segja en ég er ekki viss um
að ástæðan fyrir stuttri eða engri
sængurlegu á fæðingarstofnun sé
fyrst og fremst hagur mæðra og
barna. Miklu fremur afleiðing
sparnaðaraðgerða. Þó er ljóst að
sumar konur kjósa að fara snemma
heim og því eðlilegt að koma til
móts við þær. Sjálfsagt er að fara
vel með almannafé og stefna að
hagkvæmni í öllum rekstri. En ef
skerða á þjónustu inni á stofnunum
verður að mæta þörfum skjólstæð-
inganna annars staðar, t.d. með
frekari fræðslu á meðgöngu og
heimsóknum ijósmæðra í heimahús
daglega í ákveðinn tíma eftir fæð-
ingu. Tímarnir breytast og menn-
irnir með. Eðlilegt er að áherslur
breytist i heilbrigðisþjónustu. En
gætum þess að skerða ekki nauð-
synlega þjónustu. Það gæti aftur á
móti skilað sér með tapi, raun-
verulegu tapi, sem er óheilbrigði.
Fé sem varið er til heilbrigðismála
er ekki tapað fé heldur arðbær fjár-
festing hverrar þjóðar.
Ég trúi því ekki að ráðamenn
ætli að horfa framhjá öllum þessum
staðreyndum og leigja aðra. hæðina
undir aðra starfsemi. Við það verð-
ur ekki unað og konur hafa áður
þurft að heyja harða baráttu fyrir
þjónustu við fæðandi konur og börn
þeirra og munu ekki skirrast við
að gera það nú ef með þarf. Ég
vona þó að til þess komi ekki og
þetta mál fái farsælan endi.
Höfundur er Ijósmóúir í
Reykjavík.
Revolit
Revolit eldhúsáhöldin eru
sterk, stílhrein og um-
fram allt, endingargóð.
Láttu plastvörurnar frá
Revoiit létta þér heimilis-
störfin.
BURSTAGERÐINv
SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ
SÍMI 41630 & 41930
Fulltrúaráðsfiindur Kennarasambands Islands:
Mismunur milli launa o g
verðlags verði leiðréttur
FRÁ því í lok maímánaðar 1988 þegar Kennarasamband íslands
gerði kjarasamninga hafa laun félagsmanna hækkað um tæpt 21%
á sama tíma og verðlag hefúr hækkað um 33,7%. Þetta kemur fram
í ályktun fulltrúaráðs KI, þar sem þess er krafist að stjórnvöld
sjái sóma sinn í að Ieiðrétta mismun launa og verðlags og að tryggt
verði að sá kaupmáttur sem gengið er út frá við undirritun kjara-
samninga haldist.
Fulltrúaráðsfundurinn ályktaði ingur þess sem ríkissjóði ber sam-
einnig um það atriði fjárlaga að kvæmt lögum að endurgreiða
lækka um 500 milljónir framlag vegna verðtryggingar lífeyris.
ríkisins til Lífeyrissjóðs starfs- Mótmælt er þeim fullyrðingum að
manna ríkisins, en það sé um helm- þetta verði ekki til þess að skerða
rétt sjóðfélaga og að greiðslan
hafi yerið hærri en hún hafi þurft
að vera.
Síðan segir: „Fulltrúaráð KÍ tel-
ur augljóst að með því að skerða
framlag ríkisins til Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins sé verið að
fella niður lögbundnar greiðslur til
sjóðsins og stíga fyrsta skrefið í
þá átt að skerða lífeyrisréttindi
opinberra starfsmanna."
Ódýrog hentug búsáhöld
fyrir daglegar þarfir heim-
ilisins. Létt og þægileg I
allri meöferö. Einstaklega
auövelt aö þrífa.
BURSTAGERÐIN?
SMIÐSBÚO 10, GARÐABÆ
SÍMI 41630 & 41930
Langar þig til að kynnast íslensku jóiasveinunum?
Þú getur eignast bóndabæ og gömlu jólasveinana, sem þú setur saman
sjálf(ur), ef þú safnar i??l merkium og sendir þau til:
SÓL merkin finnur þú framan á NEKTAR safa og Hreinum safa
frá (sjá mynd). Merkin klippir þú út og Scifnar þar til þú ert
búin að fá 10 stykki. Þá getur þú beðið pabba og mömmu, afa
og ömmu að hjálpa þér. Miðana setur þú svo f umslag ásamt
nafni þínu og heimilisfangi og sendir til okkar.
Magn 1 tttn
nektar
Magh 1 tífri
Eða þú kemur með þá í afgreiðslu Sólar I
Þverholtl 19.
NEKTAR ÁVAXTÁDRYKKUR
Nýju ávaxtadrykkirnir frá
heita NEKTAR, en það er
ævafornt heiti á ódáinsdrykk guða Grikkja og Rómverja. NEKTAR
er mildari en óblandaður safi og fer því betur í maga.