Morgunblaðið - 06.12.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.12.1989, Qupperneq 23
+ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 23 Ognarástand á Comoro-eyjum: Málaliðar grunað- ir um forsetamorð Mbeni á Coraoro-eyjum, Jóhannesarborg. Daily Telegraph. Reuter. FRANSKUR málaliði, Bon Denard að nafni, er grunaður um að hafa staðið á bak við morðið á Abdallah, forseta Comoro-eyja, fyrir tííi dögum. Þau erlendu ríki sem mest hafa skipt sér af málefnum eyj- anna, Suður-Afiríka og Frakkland, reyna nú allt hvað af tekur að fá Denard til að flýja landið sem hann hefiir í raun stjórnað undanfarin ár. Einingarsamtök Afríkuríkja hafa hvatt til erlendrar íhlutunar til að koma Denard úr landi. Á fréttamannafundi í gær neitaði myndu sitja sem fastast. Þegar hann Denard sakargiftum og sagðist var spurður hvort rétt væri að arf- Innrásin í Tékkóslóvakíu: Þáttaskil með fordæm- ingri So vétstj ómariimar Moskvu, London. Reuter. SÚ ákvörðun Sovétmanna að fordæma innrásina í Tékkóslóvakíu er sögð sýna vel þau þáttaskil, sem orðið hafa í alþjóðamálum að undan- fömu. Kemur fordæmingin fram í sameiginlegri yfirlýsingu, sem leið- togar Varsjárbandalagsríkjanna létu frá sér fara eftir fúnd með Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, um Möltufúndinn. „Að koma í veg fyrir lýðræðislega þróun í Tékkóslóvakíu var ólögleg aðgerð, sem haft hefur alvarlegar afleiðingar í langan tíma,“ sagði í yfirlýsingunni og í sérstakri yfirlýs- ingu frá Sovétmönnum sagði, að innrásin hefði verði „mistök", sem aukið hefðu á spennuna milli aust- urs og vesturs. Innrásin í Tékkóslóvakíu er eitt af fáum málum, sem fjölmiðlar í Sovétríkjunum hafa látið liggja í þagnargildi þrátt fyrir aukið frelsi, og það sama á enn við um morðin á 4.000 pólskum liðsforingjum í Katyn-skógi í Hvíta Rússlandi á dögum síðari heimsstyijaldar. Opin- ber stefna Sovétstjórnarinnar er enn sú að segja'Þjóðveija hafa myrt þá. í opinberri fréttatilkynningu um leiðtogafund Varsj árbandalagsríkj - anna sagði að breytingarnar í Aust- ur-Evrópu myndu hafa „mikil og margvísleg áhrif á þróunina í allri álfunni og um allan heim“ en skyn- samlegast væri þó, að hernaðar- bandalögin, Atlantshafsbandalagið sem Bofors-vopnagróðanum þeirra líður.“ Veiðar við Afríku Fyrr á árinu ollu Breckmann og félagar hans í Fólkaflokknum upp- námi er þeir vildu semja við bráða- birgðastjórn Namibíu og Suður- Afríkustjórn um fiskveiðiréttindi færeyskra skipa á þessum slóðum. Meðal annars hótuðu Grænlending- ar að banna færeyskum skipum veiðar við Grænland ef af samning- unum yrði. „Þetta mál átti mikinn þátt í kosningasigri okkar,“ segir Breckmann. „Lögþingið varð að vísu að samþykkja lög um við- skiptabann á Suður-Afríku en þau eru ekki jafn harkalega og lög danska þjóðþingsins. En nú er búið að ákveða sjálfstæði til handa Namibíu næsta vor svo að lands- stjómin getur samið um þessar veiðar á næsta ári. Þarna er um mikla hagsmuni að ræða fyrir Fær- eyinga en þess má geta að Sovét- menn, Rúmenar og Pólveijar hafa veitt við Namibíustrendur og borið fyrir sig einhveija samninga við nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna, um hagnýtingu hafsvæðanna þama, hún heimilaði þetta. Þetta ræningjahyski með geislabaugana hefur stundað ofveiði af versta tagi, fyrir um milljarð Bandaríkjadollara (62.000 milljónir ísl.kr.) árlega, í skjóli þessa en við vildum semja beint við stjórnvöld á svæðinu. Það fannst vinstrimönnum óþolandi af því að Suður-Afríka er einræðisríki og þar ríkir kynþáttamisrétti eins og í öllum Afríkulöndum. Það er bara ekki sama í hvaða landi mis- réttið er.“ Óli Breckmann stefnulaust rekald. „Sósíalisminn er dáinn og grafinn svo að þeir eni að leita að nýjum umkvörtunarefn- um, nýja „æðið“ er umhverfisvernd. Umhverfisvemd gefur ótæmandi möguleika á að ráðskast með fólk og fyrirtæki, stjórna þjóðfélaginu. Nú vilja þeir fá að klúðra öllu með skrifræði sem þeir fengu ekki að eyðileggja með sósíalismanum sínum. Og alltaf er þetta rekið eins og trúboð, eins og púrítanar á Vest- urlöndum ráku fyrr, það á að stofna þúsund ára ríki án meinsemda. En pólitík er nú meira en að vilja, hvað sem sænskir kratar halda, og hvað og Varsjárbandalagið, yrðu áfram við lýði. „Sem pólitísk bandalög geta þau lagt mikið af mörkum í þágu evrópskra öryggismála, orðið að brú þar sem brúarstólparnir eru sam- ábyrgð þjóðanna," var haft eftir Gorbatsjov. • TASS-fréttastofan sagði, að í við- ræðum við Karel Urbanek, leiðtoga tékkneska kommúnistaflokksins, og Ladislav Adamec forsætisráðherra hefði Gorbatsjov rætt um hugsanleg- an brottfluttning 75.000 sovéskra hermanna frá Tékkóslóvakíu. Hann ræddi einnig við Hans Modrow, for- sætisráðherra Austur-Þýskalands, sem virðist hafa komist ósár frá orrahríðinni þar í landi síðustu daga. Þá ætluðu þeir að hittast í gær, Gorbatsjov og Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, en TASS-fréttastof- an sagði fyrir tveimur dögum, að Sovétstjórnin væri reiðubúin að ræða hugsanlega sameiningu Þýskalands. Bretland: Hart deilt um sölu á Rover-smiðjunum St. Andrews. Frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HART var deilt í neðri málstofú breska þingsins í síðustu viku um söluna á Rover-bílasmiðjunum. Um helgina kom fram að ríkisstjómin hefði lagþ Rover til styrki til að auðvelda söluna og kann það að varða við lög Evrópubandalagsins. taka hins látna forseta væri haldið í stofufangelsi hafði Denard í hótun- um við fréttamenn. Denard, sem er foringi þeirra, er sextugur að aldri og kom fyrst til eyjanna árið 1975 þegar þær fengu sjálfstæði frá Frakklandi. Hann steypti þá Abdallah forseta af stóli. Þremur árum síðar sneri hann aftur ásamt 50 manna her málaliða til að gera byltingu gegn vinstrisinnuðum ráðamanni landsins, og færa Abd- allah völdin aftur. Denard gekk nú að eiga innfædda stúlku, tók upp íslamska trú heimamanna og settist að á eyjunum. Hann stofnaði lífvörð forsetans, sem í eru 500 manns. Brátt réði lífvörðurinn lögum og lof- um í landinu og stafaði rúmlega 300.000 bláfátækum íbúum eyjanna mikil ógn af liðinu. Talið er að menn Denards hafi ráðið Abdallah af dögum vegna þess að hann hafði reynt að leysa lífvörð- inn upp. Suður-Afríka hefur stutt Denard og hans menn með fjárfram- lögum. Á mánudag lýstu stjórnvöld í Suður-Afríku því yfir að stuðningn- um yrði hætt og skoruðu á Denard og hans menn að yfirgefa eyjarnar. Frakkar, sem halda úti 350 manna herliði á Mayotte, sem er frönsk en telst til Comoro-eyja, hafa tekið í sama streng. í síðustu viku gaf breska ríkisend- urskoðunin skýrslu um söluna og taldi að verð fyrirtækisins hefði ver- ið of lágt metið sem næmi 56,5 milljónum sterlingspunda (um 5,6 milljörðum ísl. kr.). Leiðtogar Verka- mannaflokksins deildu harkalega á Margaret Thatcher forsætisráðherra fyrir að hafa sólundað eigum ríkis- ins. Hún svaraði því til að ekki hefði verið mögulegt að fá betra verð fyr- ir fyrirtækið á þeim tíma. Fyrirtækið British Aerospace keypti Rover-verksmiðjurnar í júlí í fyrra. Young lávarður, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lét ekki fara fram almennt útboð á hlutabréfum í Rover og gaf ekki öðrum fyrirtækjum tækifæri til að bjóða í verksmiðjumar. Komið hefur í ljós að stjórnvöld grynnkuðu ekki aðeins á skuldum fyrirtækisins áður en það var selt, heldur lögðu þau British Aerospace einnig til 38 millj- ónir sterlingspunda (3,8 milljarða ísl. kr.) til að liðka fyrir sölunni. #HITACHI p~:j |-^í ! j | :íPs ! I U , . - ' . 5 I ■ Örbylgjuofn. Tölvustýrður. Með grilli og snúningsdiski. Einn með öllu. Verð frá: 56.900* 28 lítra. Ryðfrír að innan. Snúningsdiskur. 5 orkuþrep. Verð frá: 31.600* Örbylgjuofn Tölvustýrður. Með snúningsdiski. 5 orkuþrep. Verð frá: 29.900* Örbylgjuofn Með snúningsdiski og 2 orkuþrepum. Verð frá: 20.500* Ryksuga ÍIOO W, óvenju hljóðlát í hœsta gœðaflokki með innbyggðum fylgihlutum Verð frá: 13.100 * RÖNNING wr Ryksuga Sem þarf engan poka ÍOOO ivött Verð frá: 8.690* * Miðað við staðgreiðslu. Við erum ekki bara hagsiœóir... KRINGLAN „.ptð erum betrL & 68 58 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.