Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1989 móðir, vár hún snjöll í matreiðslu og veitingum svo að öllum leið vel, ^em sóttu þau heim og þessa nutum við hjónin oft. Ingibjörg fylgdi manni sínum ávallt á ferðum til að styrkja hann og aðstoða hvort sem það voru at- vinnuferðir ^ða ferðir \til að hvíla sig frá daglegu amstri ienda kunni Sigurður vel að meta það. - Eiginmaður, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ingi- bjargar nutu óskiptrar ástar og óþreytandi umhyggju hennar. Þau þurftu þess oft með og sakna þess nú að þessi hlífðarskjöldur, þeirra sterka stoð og aðhlynning er brost- in. Það, sem hægt var að halla sér að þegar eitthvað bjátaði á er horf- ið, en trúin hjálpar þeim, sem henn- ar njóta. Við hittumst öll bak við móðuna miklu í glaðværð og gagn- kvæmum skilningi með þróun lífsins. Guð blessi alla syrgjendur og minningu Ingibjargar. Friðgeir Grímsson Kveðja frá barnabörnum Okkur langar í örfáum orðum að minnast ástkærrar ömmu okkar, Ingibjargar Ingimundardóttur sem lést þann 26. nóvember síðastliðinn; Margar minningar leita á hugann á tímamótum sem þessum og sökn- uðurinn er sár, en vitneskjan um það að hún verður alltaf með okk- ur, og að hvíldin var henni kærkom- in eftir erfið veikindi er okkur hugg- un. Amma á Gullteig eða Inga amma eins og við kölluðum hana var mjög heilsteypt og ósérhlífin manneskja og sjálfri sér samkvæm í einu og öllu. Hún var mjög heimakær og lét sér annt um fjölskyldu sína og heimili. Alltaf var jafn gott að koma til hennar. Við minnumst hennar sem þeirrar konu sem alltaf var til staðar þegar á þurfti að halda, hlý og gefandi, og hefðum svo sannar- lega viljað hafa hana lengur hjá okkur. Fyrir hönd fjölskyldunnar viljum við gjarnan þakka læknum og hjúkrunarfólki á deild A-4 á Borg- arspítalanum fyrir þá góðu umönn- un sem amma fékk þann tíma sem hún lá þar, og að lokum langar okkur til að kveðja elsku ömmu okkar með þessum ljóðlínum sem okkur finnst eiga svo vel við hana: Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilis prýðin í hinzta sinn. Síðasta sinn sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. . (Vald. Briem) Kalli, Svala, Kristín, Andrea, Oli, Svenni, Róbert og Þórey. I dag kveðjum við Ingibjörgu Ingimundardóttur. Um langt árabil hefur Inga, eins og hún var ávallt kölluð, og maður hennar, Sigurður Sveinbjörnsson, verið í hópi, sem hefur árlega farið til laxveiða, okk- ur öllum til mikillar ánægju og hressingar. Reyndar voru Inga og Sigurður upphafsmenn að þessum ferðum og hafa alla tíð verið kjöl- festan í þessum veiðihópi. Inga og Sigurður voru skemmtilegir félag- ar, en nú verður Ingu saknað úr þessum hópi. Við viljum hér þakka löng og ánægjuleg kynni, en munum ekki tíunda hér hið mikla starf sem Inga hefur innt af hendi sem húsmóðir á myndarlegu heimili og sem uppal- andi fleiri kynslóða. Inga var nett kona og kvik í hreyfingum og jafnan fylgdi hún Sigurði fast við veiðarnar. Margs er að minnast frá þessum ferðum okkar, sem jafnan fylgdu vorkom- unni, og marga áttum við dýrðar- daga við Miðfjarðará, þegar nóttin er björt og laxinn bjartur, nú síðast um Jónsmessuna í vor. Gott var að ; eiga Ingu og Sigurð að veiðifélög- um, þau voru bæði hress og ung í anda, og eins þó að aldur tæki að færast yfir. Oft var glatt á hjalla þegar heim var komið að kveldi og afrek dags- ins rædd. Við munum Ingu sem var svo kankvís og elskuleg og lagði 39 alltaf gott til mála, og við munum hin snöggu tilsvör Sigurðar, sem mörg lifa meðal okkar félaganna. Oft kom það fyrir að setið var nokk- uð lengi fram eftir eins og gengur, en Sigurður er mikill kappsmaður við veiðar sem og annað sem hann gengur til, hann fer ekki til veiða bara til að horfa á blómin og hlusta á fuglasönginn, og þegar honum þótti mál að ganga til hvílu, stóð hann upp og kallaði „Inga mín“ og var þá gengið til náða að safna kröftum fyrir nýjan veiðidág. Nú hefur Inga hlotið að svara 'öðru kalli. Blessuð sé minning Ingu. Veiðifélagar BILASTÆÐASJOÐUR REYKJAVIKUR Vesturoata 7 - bílastæðahús Enn eru til föst mánaðarkortsstæöi. Verð kr. 4.000.- á ntánuði. Afgreiðsla korta er í varðskýli stæðisvarðar á Bakkastæði. Gatnamálastjóri. HUÓMPLATA EFNI PLÖTUNNAR: Hlið 1: 1. Skósmiðadansinn 2. Fingrapolki Karl gekk út um morguntíma 3. Kubbadansinn / Byggingadansinn 4. Vals Það er leikur að læra fcf væri ég söngvari 5. I skóginum stóð kofi einn 6. Upp ó fjall 7. Litlu andarungrnir 8. Það búa litlir dvergar 9. Tvö skref til hægri 10. Systkinadansinn 1 1. Klappfinale 12. Bangsadansinn 13. Kanntu brauð að baka? Skottís/Tatjana) Hlið 2: 1. Polki Sigga litla systir mín Afi minn fór ó honum Rauð Afi minn og amma mín Fljúga hvítu fiðrildin 2. Hans og Gréta (Hansemann) 3. Mallebrok 4. Svensk maskerade 5. Vínarkrus 6. Óli skans 7. Á hörpunnar óma (Enskur vals) 8. Komdu niður (Samba) 9. Snjókarlinn (Cha cha) 10. Fugladansinn 1 1. Lo Bostella boksins er hljómplatan komin með 24 vinsælum óg sígildbm barnaleikjum og dönsum. Flest laganna eru líf- lega sungin af hóp úr Kór Snælandsskóla. Við mörg laganna eru þekktir dansar og þroskandi leikir sem allir ættu að kunna. Þessi skemmtilega plata hentar þess vegna einkar vel til danskennslu ekki síður en að vera ómissandi í barnaafmælum og hvarsem börn eru annars vegar. Hún er því kærkomin eign allra barna. Platan er unnin í góðri samvinnu við Hermann Ragnar og fleiri danskennara sem hafa séð til þess að hljóm- fall laganna sé vel við hæfi barna. Allir með í dansinn — góða skemmtun! SÍGILDAR KASSETTUR OG HUÓMPLÖTUR I VINSÆLA JÓLAPLATAN JÓLABALLIÐ: Þessi sígilda barnaplata er nú afturfóanleg fyrir jólin. Hún hefur að geyma öll jólalögin sem sungin eru við jólatréð með hinu sígilda formi jólaballsins eins og við þekkjum það. Þessi plata ætti að vera til ó öllum heimilum. 4LLIR >V1EÐ Ómissandi gleðigjafar í veislurnar og partýin: Kassetturnar ALLIR MEÐ og ALLIR MEÐ AFTUR, hvor um sig með 32 vinsælustu sönglögin — og allir geta sungið með. Verðskrá: Allir með .............kr. 8-99.- Allir með aftur kr 899.- Jólaballið ............kr. 1.199,- Barnadansar kr. ‘1.399.- Við greiðum sendingarkostnaðinn! Fyrir börn og annað gott tólk í hinum dreifðu byggðum landsins bjóðum við póst- kröfusendingar kaupandanum að kostnaðarlausu. Fæst á plötu og kassettu. Pöntunarsíminn er 91 - 678 150. ALFA BETA ÚTGÁFAN — ALLIR MEÐ, Skeifunni 19, 108 Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.