Morgunblaðið - 06.12.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.12.1989, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROl I IR'MÍÐVlkuUAGtjR 6. DESEMBER 1989 BLAK II HANDKNATTLEIKUR Guðmundur Þorsteinsson skritar Stúdentar sluppu með skrekkinn MIKIÐ var um að vera hjá blak- mönnum um helgina. í Reykjavík bar það helst til tíðinda að fresta varð kvenna- leik Þróttar, Reykjavík, og HK, þar sem leikirnir þrír á undan tóku of langan tíma — allt fimm hrinu leikir. Stúdentar sluppn fyrir horn í leik sínum gegn HSK í íþrótta- húsi Hagaskóla á sunnudag. Stúd- entar, sem hafa ekki _enn tapað leik i íslandsmótinu, byijuðu afar illa. HSK-menn komu sterkir til leiks og unnu fyrstu tvær hrinurnar sannfærandi, 15-12 og 15-7. Þeir voru aðeins hársbreidd frá því að vinna 3:0, því í þriðju hrinu voru þeir ávallt yfir og sjá mátti tölur eins og 14-10 og 15-14. Stúdentum tókst með ótrúlegri seiglu að jafna hrinuna, 16-16, og vinna 17-16 eftir að Sigfinnur Viggósson, besti maður HSK, varði skell með hávörn — rétt út fyrir endalínu. Stúdentar hresstust við að vinna hrinuna, unnu næstu 15-12 og þá síðustu 15-6 — 3:2. Þróttarar, sem hafa verið í lægð að undanförnu, náðu að skelia pilt- unum úr Kópavogi í jöfnum leik, 3:2 (15-5, 7-15, 15-11, 12-15, 15-9). Leikurinn var nokkuð vel leikinn hja'báðum liðum, einkum sýndu liðsmenn HK góð tilþrif í lágvörninni. Þróttarar reyndist samt ívið sterkari með Einar As- geirsson í fararbroddi. Hann náði sér vel á strik í sókninni og áttu HK-menn í erfiðleikum með fyrna- fasta skelli hans. Hjá HK stóð Vign- ir Hlöðversson sig best. KA-menn voru ekki á því að hleypa Þrótturum frá Neskaupstað áfram á Akureyri — heimamenn þurftu aðeins 38 mínútur til að vinna 3:0 (15-7, 15-5, 15-9) og höfðu ekki mikið fyrir sigrinum. Þróttarar mættu einungis sex í ieik- inn og varð Ólafur Sigurðsson, þjálfari, að spila upp. Jafnt hjá kvenfólkinu Breiðabliksstúlkurnar unnu fyrstu hrinuna gegn ÍS létt, 15-12, en slökuðu síðan á og unnu aðra hrinuna naumlega, 17-15. Stúdínur streittust á móti og uppskáru sam- kvæmt því, unnu næstu tvær hrinur 15-10 og 15-8. Breiðabliksstúlkurn- ar, sem virkuðu ekki baráttuglaðar í þriðju og fjórðu hrinu, unnu úr- slitahrinuna hins vegar örugglega, 15-6, og leikinn 3:2. Sömu úrslit urðu í leik KA og Þróttar Neskaupstað í jöfnum leik, sem hefði getað farið á hvorn veg- inn sem var. KA-stúlkurnar byijuðu afleitlega og töpuðu 15-2 í fyrstu hrinunni. í annarri hrinu tóku þær sig á og unnu 15-11, en Þróttara- stúlkur voru ekki á því að gefa neitt eftir og unnu þá þriðju 15-13. KA-stúlkumar svöruðu fyrir sig með því að vinna fjórðu hrinuna 15-7 og svo úrslitahrinuna 15-12. Kristján Arason frá Teka. Þorgils Óttar Mathiesen frá FH. Alfreð Gíslason frá Bidasoa. Pressuleikur í Laugardalshöll í kvöld: Gaman að sjá hvernig þetta smellur samaii sagði Þorgils Óttar Mathiesen landsliðsfyrirliði LANDSLIÐIÐ í handknattleik mætir Pressuliðinu á fjölum Laugar- dalshallar í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Landsliðið hefur æft síðan um helgina; og er lokatörnin í undirbúningnum fyrir HM í Tékkóslóvakíu þar með hafinn. Bogdan stillir upp öllum sínum sterkustu mönnum í kvöld. Þetta verður í fyrsta skipti síðan við unnum B-keppnina í París sem þessi kjarni kemur allur sam- an. Það verður gaman að sjá hvern- ig þetta smellur saman hjá okkur," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyr- irliði landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær, er Pressuleik- inn bar á góma. „Við höfum að mestu verið að rifja upp taktík — slípa kerfin og svoleiðis," sagði landsliðsfyrirliðinn um æfingarnar hjá Bogdan undanfarna daga, og bætti við: „Menn munu auðvitað reyna að hafa gaman af leiknum gegn Pressuliðinu, en hann verður samt tekinn alvarlega. Það verður farið í þennan leik á fullu og ekk- ert gefið eftir," sagði Þorgils Öttar. Pressuliðið Stjórnandi Pressuliðsins, sem íþróttafréttamenn völdu, verður Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, og liðsstjóri með honum verður Heimir Karlsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og þjálfari 1. deildarliðs Fram í handknattleik kvenna. Hálf-leikur í leikhléi Pressuleiksins mætast í stuttum handboltaleik styrkt lið íþróttafréttamanna og Stjömulið Jónas Hjaltalín Magnússonar, form- anns HSÍ, en í það hafa verið vald- ir auk hans, Ólafur Jónsson fyrrum landsliðsfyrirliði og varaformaður HSÍ, Einar Magnússon, Rósmundur Jónsson og Karl Jóhannsson fyrrum landsliðsmenn, Gunnar Gunnars- son, Kjartan Steinbach og landsliðs- þjálfararnir fyrrverandi Hilmar Björnsson og Jóhann Ingi Gunnars- son og Vigfús Þorsteinsson. Landsliðið Markverðir: Einar Þorvarðarson Val og Guð- mundur Hrafnkelsson FH. Hornamenn: Guðmundur Guðmundsson Víkingi, Jakob Sigurðsson og Valdimar Grímsson Val. Línumenn: Geir Sveinsson Granollers og Þorgils Óttar Mathiesen FH. Miðjumenn: Óskar Ármannsson FH og Sigurður Gunnarsson ÍBV. Skyttur: Alfreð Gíslason Bidasoa, Kristján Arason Teka og Héðinn Gilsson FH. Pressuliðið Markverðir: Bergsveinn Bergsveinsson FH og Páll Guðnason Val. Hornamenn: Bjarki Sigurðsson Víkingi, Konráð Olavson KR og Gunnar Beinteinsson FH. Línumaður: Birgir Sigurðsson Víkingi. Miðjumenn: Jón Kristjánsson Val og Sigfús Orri Bollason ÍR. Skyttur: Sigurður Bjarnason Stjörnunni, Brynjar Harðarson Val, Ólafur Gylfason ÍR og Einar Sig- urðsson Selfossi. Alfreð og Kristján gefa miða Ítilefni pressuleiksins verða landsliðsmennirnir Alfreð Gíslason og Kristján Arason við Landsbanka íslands í Austurstræti í dag milli klukkan tvö og þijú og munu þeir gefa 200 börnum 12 ára og yngri miða á leikinn. Auk þess gefa þeir eiginhandaráritanir þeim sem vilja. Bikarinn, sem liðið fékk fyrir að sigra í b-keppninni í Frakklandi, verður til sýnis í bankanum í dag og fram á föstudag. Á sama tíma verða sýnd sýnishorn af merkj- um Heiipsnjeistarakeppninnar, en nú stendur einmitt yfir samkeppni um merki eða tákn fyrir HM á íslandi 1995 og er skiiafrestur á tillögum til 20. desember. IftróUarannsóknir Heilbrigðis- og rannsóknarráð ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um styrk vegna rannsókna á íþróttasviði. Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 1990. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Heilbrigðis- og rannsóknarráð ÍSÍ. SKIÐI SR endurvekur skíða- stökk í höfudborginni Skíðafélag Reykjavíkur, sem hefur haft skíðagöngu á stefnuskrá sinni, hefur ákveðið að reyna að endurvekja skíðastökk í Reykjavík. Félag- ið hefur keypt tvenn stökkskíði frá Siglufirði og hyggst bjóða þeim sem vilja prófa þessa skemmtilegu íþrótta að fá skíðin lánuð. Stefnt verður að því að komið upp stökkpalli í Bláfjöllum sem búinn yrði til úr snjó. Eins hefur SR farið þess á leit við Bláfjallanefnd að keypt verði stökkskíði sem hægt væri að fá leigð út í Bláfjöllum. ÍHémR FOLK ■ REYNISMENN hafa ekkert stig í úrvalsdeildinni ogValsmenn eru með átta stig, en leikur liðanna misfærðist í stöðutöflunni í gær. Þá vantaði einkunnagjöf úr leik ÍBK og ÍR. Þar átti Sandy Ander- son í liði ÍBK að fá tvö M og sam- heijar hans Falur Harðarson og Guðjón Skúlason sitt emmið hvor. Eini ÍR-ingurinn sem fær M er Björn Steffensen. ■ ÞRIÐJI formaður KSÍ var Sig- urjón Jónsson, en ekki Sigurður eins og misritaðist í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. ■ JANETEvans, sem vann þrenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Seoul, vann önnur gullverðlaun sín í gær á opna bandaríska meist- aramótinu í sundi sem nú stendur yfir í Orlando. Evans, sem vann 200 m baksund á mánudag, sigraði í 400 metra ijórsundi á 4:48.09 mínútum. ■ ANDERS Holmertz frá Svíþjóð sigraði í 200 m skriðsundi á 1:49.43 mín. og var töluvert frá sínu besta. Hann sagðist þó stefna að því að bæta heimsmetið í grein- inni. „Eg hef legið í flensu og því ekki hægt að búast við betri ár- angri nú. Ég á eftir að verða sterk- ari því lyftingarnar ehu ekki farnar að skila sér enn,“ sagði Holmertz og bætti því við að hann ætli sér að bæta heimsmetið innan árs. ■ ROLAND Matthes, fyrrum ólympíumeistari Austur-Þjóðverja í sundi, hefur yfirgefið land sitt og sest að í Vestur-Þýskalandi. Matt- hes, sem er 39 ára, var einn besti . sundmaður Austur-Þjóðverja á áttunda áratugnum og setti m.a. 18 heimsmet. Hann hætti að keppa 1976 og gerðist læknir og hefur sest að í Kaiserslautern. ■ RISTO Laakkonen frá Finn- landi sigraði í fyrstu stökkkeppni heimsbikarsins af 90 metra palli, sem fram fór í Ontario í gær. Laakonen stökk 93 metra í fyrra stökkinu sem reyndist lengsta stökkið í keppninni og 89 metra í seinna. Hann hlaut alls 235,4 stig. FELAGSLIF Aðalfundur Hauka Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Hauka verður haldinn í kvöld í Kænunni í Hafnarfirði og hefst kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.