Morgunblaðið - 21.12.1989, Side 49

Morgunblaðið - 21.12.1989, Side 49
MORGUNBLAÐK) FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 49 Ógnirnar í garðinum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Elskan, ég minnkaði börnin - Honey, I Shrunk the Kids Leikstjóri Joe Johnston. Handrit Ed Nana, Tom Schulman. Aðal- leikendur Rick Moranis, Matt Frewer, Marcia Strassman, Kristine Sutherland. Bandarísk. Walt Disney 1989. í þessari nettu fjölskyldumynd fer Moranis með hlutverk upp- finningamanns sem lengi hefur fengist við að smíða uppá háalofti vél sem minnkar hluti. En það eru ótal Ijón í veginum. Svo gerist það einn góðan veðurdag að sonur ná- grannans þrumar bolta í gegnum risgluggann, lendir í apparatinu og abrakadabra, það rýkur í gang með þeim óskaplegu afleiðingum að börn snillingsins og nágrannanna smækka niður í örverur, vart sýni- legar með berum augum! Ekki verða rakin hér ævintýri krakk- anna fjögurra, sem lenda í uppsóp- inu hjá Moranis og útí ruslatunnu. En bakgarðurinn býður uppá margvíslegar hættur þegar maður er ekki nema örfáir millimetrar á hæð! Sæt, vitlaus og vinaleg mynd, gerð í þeim sanna Disney-anda að skemmta allri fjölskyldunni. í gegnum tíðina hafa verið gerðar allnokkrar fantasíur um svipað efni (ekkert mjög langt síðan að Lily Tomlin lék Konuna sem hljóp . . .), og má flokka Elskan, ég minnkaði börnin með þeim betri. Þökk sé ........... i Einn krakkanna lenti í morgun- matnum ... fyndnu handriti, Ijómandi brellum, yfirleitt góðum leik og síðast en ekki síst fyrrnefndri Disney-tilfinn- ingu sem tryggir að allt heimilis- fólkið getur átt þægilega bíóferð saman en myndum sem tryggja síkt hefur farið ískyggilega fækk- andi. /TIGPk meiriháttar tryllitæki! Sænskur hágæðasleði með fjaðrandi stýris- skíði og öryggisbremsum. Þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stigasleðinn er níðsterkur og getur því líka borið bæði pabba og mömmu! Stýrisskíðið er með fjöðrum og sjálfupprúll- andi dragsnúru á sumum gerðum. Skiðin eru breið og stöðug og renna einstaklega vel. Öryggisgrindin er úr sænsku gæðastáli. Þrælöruggar hand og fót- bremsur. Varnargrind fyrir framan fætur úr sænsku stáli. Mér sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn og stöðvast strax ef þú missir hann. Allur sleðinn er hann- aður með öryggið i fyrirrúmi i sam- vinnu við fjölmarga barnasérfræði- nga. ÖRNINN Spítalastíg 8 vió Óóinstorg símar: 14661,26888 ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON grefst hér fyrir um uppruna 25000 íslenskra orða og skyldleika þeirra við orð í öðrum málum. Þetta er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku og er það ómetanlegur fengur öllum þeim sem láta sér annt um íslenska tungu og vilja þekkja sögu hennar. Utgefandi er Orðabók Háskólans Kynningarverð er aðeins 8700 kr og menmng ■ ■ j ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTANNA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240. gj ’ | H J' ,sSL i 1 ri H iH í 11 ■ M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.