Morgunblaðið - 21.12.1989, Side 57

Morgunblaðið - 21.12.1989, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 57 v ELLIKERLING: Eng’inn bilbugxir Fyrir skömmu átti elsta manneskja veraldar, Carrie White, afmæli. Voru árin þá orðin 115 talsins. Carrie er eldhress og furðu minnug. Lætur engan bil- bug á sér finna. Carrie, sem býr á elli- og hjúkrunar- heimiii í Flórída, segir að það sem hafi gefið henni hvað mest í lífinu seinni árin sé heimsmetabók Guinn- ess, en þar er nafn hennar skráð sem elsta manneskja veraldar. „Þar ætla ég að vera skráð um ókomin ár,“ segir frú White. LAU G ARD ALSHOLL Rokkað gegn ofbeldi Bubbi Morthens og hljómsveit hans, Lamarnir ógurlegu, og Síðan skein sól héldu nýlega tón- leika í Laugardalshöll undir yfir- skriftinni Unglingar gegn ofbeldi. Á annað þúsund ungmenni komu á tónleikana og virtust skemmta Morgunblaðið/Bjami sér hið besta. Bubbi og hljóm- sveit léku lög af nýrri plötu hans og einnig af eldri plötum og þús- und radda kór tók hraustlega undir í sumum laganna. Ungling- arnir tóku einnig vel á móti Helga Björnssyni og félögum í Síðan skein sól, sem stigu á stokk á eftir Bubba og félögum. Tungl í fyllingu, Schwarzenegger-hjónin fyrir skömmu. MANNFJOLGUN Annað hvort... Nú fer að fjölga í Schwarzenegger-fjölskyldunni og raunar alveg til í dæminu að eiginkona vöðvatröllsins Arnaldar, Maria Schriever, sem er af hinni frægu Kennedy- ætt, sé þegar búin að fæða er þessi pistill birtist í blaðinu. Þau hafa bæði ljómað eins og tungl í fyllingu að undan- förnu og tilhlökkunin verið auðsæ. Fyrir skömmu mættu þau á frumsýningu í Hollywood og réðist heill her frétta- manna að þeim er þau birtust. Var ákaft spurt: „Hvort haldiði að það verði, strákur eða stelpa?" Eða þar til að Arnaldur reisti hægri höndina, kvaddi sér þannig hljóðs og tilkynnti með sinni stóísku kímnigáfu: „Við teljum víst að barnið verði annað hvort af tvennu: Strákur eða stelpa." - Sérverslun fyrir herra í hjarta borgarinnar í Austurstræti 22, sfmi 22925 Gífurlegt úrval af fallegum peysum - skyrtum - bindum og auðvitað jakkaföt - stakir jakkar - stakar buxur - frakkar og margtfleira Kreditkortaraðgreiðslur alltað 12 mánuði Staðgreiðsluafsláttur allt að 15%. Fer eftir upphæð viðskiptanna. bOGART VESTUR ÞYSK RAFTÆKI VÖNDUÐOG VARANLEG I1 1 .... q lí 1111 EKKERT ELDHUS ÁN EMIDE -<

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.