Morgunblaðið - 21.12.1989, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 21.12.1989, Qupperneq 64
SAGA CLASS Ferðafrelsi FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Hlaðin riffil- skot fundust í brennunni TVEIR tólf ára drengir komu nýlega á lögreglustöðina í Reykjavík með hlaðin riffilskot sem sett höfðu verið í áramóta- bálköst við Ægisíðu. Lögreglan segir stórhættu geta hlotist af að setja hlaðin skotfæri á eld. Piltarnir fundu skotin innan um annað dót í svörtum plastpoka sem settur hafði verið við brennuna. „Maður verður að ætla að þetta hafi verið gert í algjöru hugsunar- leysi,“ sagði Ómar Smári Ármanns- son aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann sagði ljóst að stórslys hefði getað hlotist af hefðu skotin verið á kestinum á gamlárskvöld. {#►. Jarðlög í Digranes- hálsi könnuð BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt, að óska eftir því við Vegagerð ríkisins að könnuð verði jarðlög í Digraneshálsi og aðrar Torsendur fyrir jarðgöngum undir næðina. Að sögn Kristjáns tíuðmundssonar bæjarstjóra eru uppi hugmyndir um jarðgöng sem liggi frá Reykjanes- braut, undir Byggingavöruverslun Kópavogs, og áfram að Lundi í Foss- vogsdal, eða göng undir Kjarrhólma er komi upp á sama stað. DAGAR TIL JÓLA Hafísinn læsist við landið Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Fimbulkuldi og fullit' firðir af hafís á norðanverðum Ströndum setja óneitanlega kaldranalegan svip á þennan larldshluta. Myndin var tekin í gær í Munaðarnesi við Ingólfsfjörð, nyrsta bæ á Ströndum. Frosthark- an hefur læst hafísinn við landið og klettarnir eru í klakaböndum. Samkomulag forsætisráðherra og borgarsljóra: Ríkissjóður greiðir rekstr- arkostnað Borgarspítala RÍKISSTJÓRNIN hefiir lýst því yfir að við afgreiðslu fjárlaga fyr- ir næsta ár verði Borgarspítalinn í Reykjavík afgreiddur eins og lög um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga geri ráð fyrir. Það þýðir, að rekstrarkostnaður spítalans fellur á ríkissjóð. Þá hefur verið ákveðið að afgreiðslu frumvarps um heilbrigðisþjónustu verði frestað þar til þing kemur aftur saman. Einnig hefur ríkis- stjórnin gert samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem felur m.a. í sér að sveitarfélög greiða þriðjung heildarkostnaðar við skólatannlækningar á næsta ári, I stað helmings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja, að með þessu hafi skilyrðum þeirra fyrir að greiða fyrir afgreiðslu mála á þingi íyrir jól, verið fullnægt. I framhaldi af þessu var skriflegt samkomulag gert milli forsætis- ráðherra og þingflokksformanns sjálfstæðismanna um hvaða mál hlytu afgreiðslu fyrir jól. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra og Davíð Oddsson borgar- stjóri funduðu í gær um bréf það, sem forsætisráðherra sendi borgar- stjóra á þriðjudag, en í því var óskað svara borgarstjóra við því hvort hann vildi frekar að borgin greiddi 15% rekstrarkostnaðar Borgarspítala á næsta ári eða samþykkti þær breyt- ingar á stjórn spítalans sem gert er ráð fyrir í heilbrigðisþjónustufrum- varpinu. Niðurstaða fundar þeirra Áhrif fyrirhugaðs tekjuskatts á arðsemi Landsvirkjunar: Talið hugsanlegt að Alþjóða- bankinn segði upp lánasamningi ■ varð samkomulag sem kveður á um að við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár verður Borgarspítalinn afgreiddur eins og lög um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga kveða á um, þ.e. rekstrarkostnaður greiddur að fullu úr ríkissjóði. Þá verður af- greiðslu frumvarps til laga um heil- brigðisþjónustu frestað þar til þing kemur saman á ný eftir áramót. Forsætisráðherra tók þó fram, að afstaða ríkisstjórnarinnar til skipun- ar stjórna sjúkrahúsa væri óbreytt. Loks lýsti forsætisráðherra því yfir, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til við- ræðna við Reykjavíkurborg um upp- gjör á stofnkostnaði vegna sjúkra- stofnana, þar sem borgin ein hefur borið allan stofnkostnað. Davíð Oddsson borgarstjóri sagð- ist í gær ánægður með að þetta hefði náðst fram. Síðar mætti ræða önnur atriði, sem forsætisráðherra nefndi, en engar skuldbindingar hefðu verið gerðar af hálfu borgarinnar um það. ENDURSKOÐANDI Landsvirkjunar telur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að fyrirtækið yrði að hækka orkuverð til almenn- ingsveitna, til að vega upp á móti áhrifum, sem fyrirhugaður tekjuskattur á orkufyrirtæki myndi hafa á arðsemi fyrirtækisins, eða greiða aukna vexti ella af erlendum lánum sínum. Útlendir lánardrottnar Lands- virkjunar gera kröfur um ákveðna arðsemi eigin fjár hennar, og tel- ur endurskoðandinn að sú spum- ing vakni hvort Alþjóðabankinn segi upp lánasamningi vegna byggingar Sigölduvirkjunar, vegna þeirrar breytingar á af- komu fyrirtækisins, sem skatt- lagningin myndi valda. Þetta verður meðal annars rætt á stjórn- arfundi Landsvirkjunar í dag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins verður einnig rætt um það á stjórnarfundinum, hvort áform ríkisstjórnarinnar um að leggja tekjuskatt á orkufyrirtækin í landinu geti breytt forsendum fyrir sameignarsamningi eigenda Landsvirkjunar; Akureyrarbæjar, Reykjavíkurborgar og ríkisins. í áliti Stefáns Svavarssonar, endur- skoðanda, mun það talið lögfræði- legt álitaefni, hvort skilyrði sam- komulagsins standist enn, verði skatturinn lagður á. Einnig er talið óhjákvæmilegt, að tekjuskatturinn hækki orku- verð til stóriðjufyrirtækja, sem gæti haft áhrif á samninga við erlend stóriðjufyrirtæki. Bent er á að eigi stóriðjan ekki að bera kostnað af nýja skattinum, verði í staðinn að hækka raforkuverðið til almennings. Hins vegar segir í lögum um Landsvirkjun að orku- sölusamningar við iðjuver megi ekki valda hærra verði tii almenn- ingsrafveitna en ella hefði orðið. Frumvarp um skattskyldu orkufyrirtækja er nú í meðförum Alþrngis, en í samkomulagi stjórn- arliða og stjórnarandstöðu er gert ráð fyrir að afgreiðslu þess verði frestað fram yfir áramót. Ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á orkuveiturnar var tekin er ákveðið var að lækka áður ákveðið skatthlutfall virðisauka- skatts. * Starfsmenn Borgarspítalans fund- uðu í gær og samþykktu meðal ann- ars að hvetja þingmenn til að koma í veg fyrir áform þess efnis að ríkið öðlist algjört forræði heilbrigðisþjón- ustu landsmanna, en efli þess í stað sjálfsákvörðunarrétt ' Reykjavíkur- borgar og tryggi óbreytta stjórn hennar á Borgarspítalanum. Þorsteinn Pálsson, formaðuFSjálf- stæðisflokksins, sagði að ríkisstjórn- in hefði gengið að öllum þeim skilyrð- um sem sjálfstæðismenn settu fyrir að greiða fyrif þingstörfum og fram- gangi helstu mála ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig á bls. 26 og miðopnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.