Morgunblaðið - 23.12.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 23.12.1989, Síða 1
48 SIÐUR B II STOFNAÐ 1913 294. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ceausescu-fjölskyldunni velt úr sessi í Rúmeníu: Barist í miðborg Búkarest þegar fólkið fagnar frelsi Ovíst um örlög Ceausescu-hjónanna en sonur þeirra hand- tekinn — Þjóðarráð lýðræðisaflanna tekið við stjórninni — Oryggissveitunum skipað að leggja niður vopn en beijast áft-am — Fjöldagrafir fínnast í Thnisoara* Búkarest. Reuter. HUNDRUÐ óbreyttra Rúmena féllu er öryggissveitir Nicolaes Ceau- sescus einræðisherra í Rúmeníu, sem rutt var úr valdastóli í gfær, skutu án afláts á óbreytta borgara í miðborg Búkarest, höfúðborg landsins, I gærkvöldi. Fylgismenn Ceauseseus börðust við hersveitir, sem gengið höfðu til liðs við almenning, um forsetahöllina og aðal- stöðvar kommúnistaílokksins og skutu þá á mannfjölda, sem fagnaði byltingunni. Hermdu frégnir að lík lægju sem hráviði á götum og gangstéttum miðborgarinnar. Ekki var ljóst seint í gærkvöldi hvar Ceausescu og Elena kona hans voru niðurkomin, en þau voru á flótta undan fólkinu. Vangaveltur voru ýmist um að þau hefðust við í bækistöðvum frúarinnar 75 km frá Búkarest eða væru komin úr landi. Sonur þeirra Nicu var hins vegar handtekinn. Seint í gær- kvöldi bárust þær fregnir að öryggissveitir, sem haldið höfðu til í forsetahöllinni, hefðu gefist upp eftir mjög harða bardaga og að herinn hefði öll völd við aðalstöðvar flokksins. Einnig að bardagar lægju niðri í miðborg Búkjrest en hörð átök væru milli stuðnings- manna Ceausesco og hersveita við byggingar rúmenska sjónvarpsins og í borgunum Sibiu, Brasov, Cluj, Craiova, Resita og Tirgu Mures. Að sögn erlendra sendifulltrúa í Búkarest ríkti upplausn og stjórn- leysi í Rúmeníu og fréttir þaðan voru nokkuð á reiki í gær. fYétta- stofan Agerpres sagði að ráðherrar rúmensku stjórnarinnar hefðu sagt af sér eftir flótta Ceausescus og Reuter „Sameining“ íBranden- borgarhliði Vestur- og Austur-Þjóðveijar „sameinuðust" í gær undir Brandenborgarhliði, sem verið hefur tákn fyrir skiptingu Þýskalands. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Hans Modrow, forsætisráð- herra Austur-Þýskalands, gengu saman að hiiðinu og lýstu því yfir, að það væri öllum opið. „Berlín er enn skipt en það er ekkert, sem skilur leng- ur að borgarbúa,“ sagði Walter Momper, borgarstjóri Vestur- Berlínar. við hefði tekið svonefnt Þjóðarráð lýðræðisaflanna er í sætu yfirmenn úr hernum, stúdentaleiðtogar og menntamenn. Leiðtogi þess væri Corneliu Manescu, fyrrum utanrík- isráðherra, sem sendur var í útlegð innanlands eftir að hann gagnrýndi harðstjórn Ceausescus í mars sl. Nefndin hefur m.a. heitið fijálsum kosningum í apríl nk. og afnámi ritskoðunar. Einnig ætlar hún að fella orðin lýðveldi sósíalista úr nafni landsins. Stjórnarandstæðingar náðu sjón- varpsstöðinni í Búkarest á sitt vald í gærmorgun og þaðan var hvatt til uppreisnar gegn stjórn Ceaus- escus. Yfirmenn hersins komu stuttu seinna í sjónvarpssal og hvöttu hermenn til að beina byssum sínum frá fólkinu en ganga þess í stað til liðs við það. Yfirmaður her- aflans, Stefan Gusa, lýsti yfir því í beinni útsendingu að hinar ill- ræmdu sérsveitir innanríkisráðu- neytisins, Securitatis, sem í raun hafa verið öryggissveitir hins ill- ræmda einræðisherra, Ceausescus, hefðu verið lagðar niður. Að sögn sjónvarpsins urðu harðir bardagar við forsetahöllina í Búkar- est og aðalstöðvar kommúnista- flokksins. Hlutar beggja bygging- anna hefðu staðið í ljósum logutn í gærkvöldi. Hersveitir umkringdu sjónvarpsstöðina til að veija hana áhlaupi öryggissveitanna og þús- undir borgara mynduðu lifandi vegg um hana. Hins vegar komust örygg- issveitirnar að byggingu útvarpsins og héldu uppi skothríð á hana í gærkvöldi. Utvarpið hvatti fólk til að hverfa úr miðborginni til þess að het'inn gæti brotið öryggissveit- irnar á bak aftur. Um 150.000 íbúar borgarinnar Timisoara fögnuðu falli Ceausescu í gær og syrgðu jafnframt a.m.k. 4.600 manns sem hermenn og ör- yggissveitir felldu í uppreisn sem braustþar út sl. sunnudag; Fundist hafa fjöldagrafir með líkum hinna látnu og sýndi rúmenska sjónvarpið myndir frá þeim í gærkvöldi. Pól- vetji sem varð vitni að árás hersins í Timisoara sl. sunnudag sagðist hafa séð hermenn skjóta á börn sem andófsmenn röðuðu upp á milli sín og þeirra. „Þeir skutu ekki upp í loftið, heldur beint á börnin. Þetta var morð, algjör slátrun," sagði hann. Átökin í borginni hófust eftir handtöku prestsins Laszlos Tekes, sem er af ungverskum ættum. Rúmenska sjónvarpið sagði í gær- kvöldi að hann væri heill á húfi og hefði sungið messu í gær. Las sjón- varpið upp áskorun frá honum til fólksins um að gefast ekki upp í frelsisbaráttu sinni. Sovéska þingið fagnaði í gær- kvöldi falli Ceausescus og sam- þykkti að tillögu Míkhaíls Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga, sérstaka stuðningsyfirlýsingu við lýðræðis- öflin í 'Rúmeníu. Sjá ennfremur frásagnir af at- burðunum í Rúmeníu og for- ystugrein á bls. 18 og 20-21. Reuter Nicu Ceausescu, sonur hins fallna Rúmeníuforseta, í sal rúmenska sjónvarpsins í gærkvöldi. Hermt er að hann sé nú geymdur í kjall- ara sjónvarpsins og að öryggissveitir ntuni gera allt til þess að bjarga honuin og jafnvel ráðast á sjónvarpshúsið. Yiðbrögðin við falli Ceausescus: „Skelfílegri martröð í Rúmeníu er lokið“ London. Reuter. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR og þjóðarleiðtogar um allan heim fognuðu í gær falli Nicolaes Ceausescus Rúmeníuforseta þótt á sama tíma væru fréttir um, að hersveitir hollar honum berðust enn. Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði, að bundinn hefði verið endi á blóðuga ógnarstjórn og bar lof á hetjulund rúmen- skrar alþýðu. „Rúmenar eru frjálsir, öll Evrópa varpar öndinni léttara," sagði Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Mario Soares, forseti Portúgals, mælti fyrir munn flestra þegar hann sagði: „Skelfilegri martröð í Rúmeniu er lokið.“ „Minnumst þessa hugrakka fólks, sem vildi ekki gefast upp fyi’ir blóði drifinni ógnarstjórn- inni,“ sagði Thatcher, en skömmu áður en fréttist af falli Ceausescus hafði Elísabet Englandsdrottning svipt hann orðu, sem hann var sæmdur 1978, og það sama gerði einnig Ólafur Noregskonungur. Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins voru á fundi í París um ástandið í Rúmeníu þegar þeim bárust tíðindin um fall Ceausesus og var þá dagskránni breytt og farið að ræða um hugsanlega hjálp við Rúmena. Sagði í sam- þykkt ráðherranna, að EB og heimsbyggðin öll yrðu að bregðast skjótt við til hjáipar á þessari ögurstund í sögu rúmensku þjóð- arinnar. Þá ætlar Alþjóða Rauði krossinn að senda lyf og önnur hjálpargögn til landsins. „Nú er kommúnisminn liðinn undir lok,“ sagði rúmenska leik- skáldið Eugene Ionesco í París og rúmenskir útlagar víða urn lönd grétu af g'leði þegar þeir heyrðu tíðindin. „í gær var Rúmenía myrkur heimur þar sem enginn brosti,“ sagði útlaginn og ballett- höfundurinn Gigi Cacuileánu. „I dag ræddi ég við móður mína og hún sagði, að fólk væri hlæjandi á almannafæri. Það er krafta- verk.“ Um alla Austur-Evrópu hafa þjóðarleiðtogar og aðrir frammá- menn óskað Rúmenum til ham- ingju með að vera lausir við mar- tröðina en talsmaður Sovétstjórn- at'innar kvaðst vona, að þrátt fyr- ir örlagaríka atburði bæru Rúm- enar gæfu til að koma í veg fyrir upplausn í landi sínu. Marlin Fitz- water, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, sagði, að „hræðilegu al- ræðisoki" hefði verið lyft af Rúm- enum og Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sagði, að Rúmenar liefðu sigrað fulltrúa mannfyrirlitning- arinnar. „Á þessu herrans át'i 1989 hef- ur frelsisgyðjan farið sigurför um Evrópu," sagði Genscher.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.