Morgunblaðið - 23.12.1989, Side 19

Morgunblaðið - 23.12.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989 19 Reynt að hindra grip- deildir í Panamaborg Panamaborg. Reuter. Bandarískum hermönnum, rúmlega þúsund talsins, var í gær skip- að að halda uppi löguin og reglu í Panamaborg og koma í veg fyr- ir gripdeildir. I gær var enn barist við liðsmenn Noriega og fréttir voru um mikil átök í Colon, næststærstu borg Panama. Guillermo Endara, sem tekið hefúr við forsetaembætti, vill, að bandaríska her- liðið verði á brott innan mánaðar en George Bush Bandaríkjafor- seti kvaðst í gær ekki vilja fastsetja slík tímamörk. Mikil upplausn hefur verið í Pan- amaborg í kjölfar íhlutunar Banda- ríkjamanna og margir látið greipar sópa um verslanir. Brunnin bílflök eru hvarvetna og vinna hefur lagst niður í borginni að mestu leyti. Er víða umhorfs eins og fellibylur hafi farið yfir. Bandarísk heryfirvöld segja, að 20 bandarískir hermenn hafi fallið og 202 særst og áætla, að 122 menn úr sveitum Noriega hafi týnt lífi og 60 særst. Þá segjast þau hafa handtekið 1.447 liðsmenn hershöfðingjans og gert upptæk vopn, flugvélar, brynvarða bíla og báta. Þá hefur verið skýrt frá því, að fundist hafi eiturlyf, um 50 kíló af kókaíni, í skrifstofubyggingu Noriega í Panamaborg. Á frétta- mannafundi í gær kvaðst Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkja- stjórnar, ekki hafa aðrar upplýsing- ar um eiturlyfjafundinn en sagði, að „margt ótrúlegt hefur komið í ljós“. Fréttir voru um mikil átök í San Miguelito, einu úthverfa Panama- borgar, og einnig í borginni Colon á strönd Karíbahafs þar sem sagt er, að margir hafi fallið. Svo virðist sem bandarísku hermennirnir hafi þar aðallega átt í höggi við vopnaða menn, sem fóru ránshendi um borg- ina, fremur en við menn úr hersveit- um Noriega. Guillermo Endara, sem að allra dómi sigraði með yfirburðum í for- setakosningunum í maí sl. og hefur nú tekið við forsetaembætti fyrir tilstilli Bandaríkjamanna, sagði í gær, að bandaríska herliðið ætti að vera farið eftir mánuð. Kvaðst hann vita, að hann nyti stuðnings al- mennings og ekkert óttast þótt ein- hverjir manna Noriega gengju laus- ir. Bush Bandaríkjaforseti segir hins vegar í bréfi til leiðtoga þings- ins', að á þessari stundu sé ekki unnt að ákveða nákvæmlega hve- nær óhætt sé að flytja herinn brott. Noriega fer enn huldu höfði og hafa Bandaríkjamenn sett eina milljón dollara til höfuðs honum. Er mikill orðrómur um hvar hann sé niðurkominn en bandarísk sjón- varpsstöð hafði það í gær eftir heimildum, að hringurinn um hann væri farinn að þrengjast. Guillermo Endara, sem sór embættiseið sem forseti Panama á þriðju- dag. Hinir vinsælu barnaskórfrá portú- galska fyrirtækinu JIP komnir aftur Stærðir: 18-24. Atl). Einnig til úrlakki! Henta vel fyrir íslenska barna- fætur, enda mælum við með þeim heilshugar Litir: Hvítt, bleikt, rautt, svart, brúnt, dökkblátt o.fl. Verðfrákr. 3.290,- Póstsendum samdægurs 21212 KRINGWN KBHeNM S. 689212 SKOSDni VELTUSUNCH 1 AEG ismet Eldhússett. Eitt tœki, með hleðslu - engin snúra. Handþeytari.pískari, dósahnífur og kjöthnífur ísenn. Jólatilhoð: Kr. 5.990.- JOIAGJAFIR HJA ORMSSON! Liliput. Töfrasópurinnfrá AEG: lítil, hanahœg og snúru- laus ryksuga. Tilvalin fyrir heimilið, bílinn eða sumar- bústaðinn. Kr. 2.978,- Djúpsleikingarpottur. Frá SEB, 2 lítra með timarofa. Margar aðrar útfœrslur einnig fáanlegar. Kr. 7.685.- KM-21. Eldhúsundriðfrá AEG: hrœrir, hakkar, rífur, sker, þeytir, hnoðar, möguleikarnir eru nœr óteljandi. Kr. 9.820,- Vöfflujárn. Frá Ismet, þýsk gæoavara. Fallegt útlit og gott verð. Kr. 4.781.- OKMSSONHF Lágmúla 9. Sími 38820

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.