Morgunblaðið - 23.12.1989, Side 21
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1989
21
fitrgwiM&foií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið.
Hrun einræðis
í Rúmeníu
Ceausescu er óður, valdasjúk
kona hans er líka óð og
sonur þeirra er fáviti. Þessum
þremur manneskjum leyfist að
ofsækja og pynta að vild sinni
23 milljónir manna.“ Þessi orð
voru höfð eftir rúmenska rithöf-
undinum Eugene Ionesco hér í
blaðinu á fimmtudag, þegar rætt
var um blóðugar aðfarir gegn
almenningi í borginni Timisoara
í Rúmeníu um síðustu helgi. í
gær lögðu þessar þijár mann-
eskjur á flótta undan fólkinu í
Rúmeníu, sem ruddi þeim úr
valdastólunum í orðsins fyllstu
merkingu. Síðustu daga hafa
nokkrar þúsundir manna fallið
fyrir blóðugri hendi útsendara
hans.
Enn einu sinni hafa ótrúlegir
atburðir gerst í Austur-Evrópu.
Aðeins fimm dögum eftir að til
mótmælanna kom í Timisoara
hefur Ceausescu-fjölskyldan
orðið að láta af völdum eftir 24
ára einræðisstjórn. Frá því á
árinu 1965 hefur ríkt kom:
múnískt einræði í Rúmeníu. í
upphafi ferils síns tókst Ceauses-
cu ótrúlega vel að koma ár sinni
fyrir borð utan Rúmeníu. Á
meðan hann var að herða tökin
innan lands þóttist hann víðsýnni
út á við en ráðamenn annarra
kommúnistaríkja. Hann skipaði
her sínum til dæmis að taka
ekki þátt í innrásinni í Tékkósló-
vakíu 1968 með öðrum aðild-
arríkjum Varsjárbandalagsins.
Þeir flokkar sem slitu formlegu
sambandi við samstarfsflokka í
Austur-Evrópu eftir þann atburð
töldu sig ekki storka almenning-
sáliti heima fyrir með því að
halda áfram flokkslegu sam-
bandi við Rúmeníu og nægir að
nefna Alþýðubandalagið hér til
marks um það.
Brátt kom þó í ljós, að harð-
ræðið var einna mest í Rúmeníu,
þegar litið er til Austur-Evrópu-
ríkjanna. Leit Ceausescu og hans
fólk á sig sem eigendur bæði
lands og þjóðar og allir ættu að
sitja og standa eins og þeim
þóknaðist. Hörmulegar lýsingar
hafa borist frá hinni ógæfusömu
þióð og hijáir hana allt sem fylg-
ir einræði og örbirgð einræðis
og kommúnisma.
Sama dag og Ceausescu legg-
ur á flótta undan borgurum
Rúmeníu og landið logar í átök-
um, berast þær fréttir að Berlín-
armúrinn hafi verið opnaður við
Brandenborgarhliðið. Þar er um
enn einn mikilvægan atburð að
ræða, sem staðfestir hinar sögu-
legu og hröðu breytingar er sigla
í ltjölfar þess að fólkið fær að
láta í ljós skoðanir sínar eftir
áralanga skoðanakúgun.
Eftir að óforbetranlegur ein-
ræðisherra er fallinn í Rúmeníu
er ekkert eftir af afdönkuðum
kommúnisma í Austur-Evrópu
nema í Albaníu, svo að Sovétrík-
in sjálf séu ekki nefnd í þessari
andrá. Æ fleiri hallast að þeirri
skoðun að Míkhaíl Gorbatsjov
sjálfur sé nú að komast í þau
spor að vera á eftir eigin samtíð
með því að halda fast í alræði
kommúnistaflokksins í Sov-
étríkjunum. Raunar hafa Litháar
ógnað þeirri stefnu flokksleið-
togans og á eftir að koma í ljós,
hvernig hann bregst við þeirri
ögrun.
Hafi Ceausescu-fjölskyldan
verið einskonar stuðpúði fyrir
Kremlveija í umræðum um af-
nám á flokkseinokun geta þeir
ekki lengur stuðst við hana. Um
leið og Rúmenar slást í hóp með
þjóðunum sem sleikja sár sín
eftir skipbrot kommúnismans
eykst þrýstingurinn á ráðamenn
Sovétríkjanna. Staðreynd er, að
hagur almennings hefur versnað
þar í valdatíð Gorbatsjovs, þótt
menn megi segja meira opin-
berlega í Sovétríkjunum en áður
var.
Málfrelsi
sendiherra
Stórfurðulegar umræður urðu
á Alþingi á fimmtudag í til-
efni af viðtali við Charles Cobb,
sendiherra.Bandaríkjanna, hér í
Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag. Lýsir það sérkenni-
legri þröngsýni hjá Steingrími
Hermannssyni forsætisráðherra
að hann skuli taka undir með
þeim alþýðubandalagsmönnum,
að sendiherrann megi ekki segja
það sem honum býr í bijósti um
álframleiðslu bandarískra fyrir-
tækja hér á landi eða hugmynd-
ir um varaflugvöll. Hvort tveggja
snertir samskipti Islands og
Bandaríkjanna, en sendiherrann
á að sinna þeim sérstaklega sam-
kvæmt trúnaðarbréfi. sem hann
hefur afhent forseta íslands.
Skinhelgi sem lýsti sér í mál-
flutningi Alþýðubandalagsins og
forsætisráðherra af þessu tilefni
á sérstaklega illa við nú á tímum,
þegar viðræður milli þjóða, emb-
ættismanna og stjórnmála-
manna eru opnari en nokkru
sinni fyrr. Ef einhveijir eiga að
biðjast afsökunar í þessu máli
eru það upphlaupsmennirnir á
Alþingi, sem skynja elcki sam-
tímann.
Nicolae Ceausescu hrökklast frá völdum i Rúmeníu:
„Rotta, rotta“ hrópaði fólk-
ið er forsetinn flúði í þyrlu
NICOLAE Ceausescu og ættmennum hans hefur verið komið frá völdum
í Rúmeníu eftir mótmæli er hófust á sunnudag kostuðu að líkindum
þúsundir manna lífið. Fréttaritari pólsku fréttastofunnar PAP í Búkar-
est, höfuðbog Rúmeníu, sagði í gærdag að svo virtist sem Ceausescu
hefði flúið í þyrlu af þaki höfuðstöðva kommúnistaflokks Rúmeníu er
fólk réðst á bygginguna í hamslausum tryllingi. Um miðjan dag í gær
var ekki vitað með vissu hvort Ceausescu og fjölskylda hans hefði slopp-
ið en fyrstu fréttir af atburðum þessum voru ruglingslegar. Siðar kom
í ljós að hermenn höfðu handtekið leiðtogann eftir að hann hafði verið
á flótta i nokkrar klukkustundir. Svo virtist sem að her landsins hefði
snúist gegn leiðtoganum illræmda og hermdu fréttir að hermenn berð-
ust við sveitir fylgismanna hans.
Fréttaritari PAP sagði að múgur
og margmenni hefði brotið sér leið
gegnum glugga á höfustöðvum rúm-
neskra kommúnista og að svo virtist
sem Ceausescu hefði komist undan
í þyrlu af þaki byggingarinnar.
„Fólkið hrópaði: rotta, rotta, er þyrl-
an hóf sig til flugs,“ sagði fréttaritar-
inn. Sovéska fréttastofan TASS sagði
að hermenn og óbreyttir borgarar
hefðu snúið bökum saman og væru
á leið til höfuðstöðva kommúnista-
flokksins; „Brosandi hermenn stýra
skriðdrekunum". Júgóslavneska
fréttastofan Tanjug birti svipaða
frétt og henni fylgdi að ekki væri
vitað hvar Nicu, sonur Ceausescus
og Elenu konu hans væri niðurkom-
inn. Þýska fréttastofan DPA kvaðst
hins vegar hafa heimildir fyrir því
að Nicu hefði verið handtekinn í
borginni Sibiu en þar er hann leið-
togi kommúnista.
Talið var að Ceausescu hefði jafnvel
ætlað honum eða Elenu að taka við
leiðtogaembættinu. Ríkisútvarpið í
Búlgaríu kvaðst hafa heimildir fyrir
því að skömmu fyrir flóttann hefði
Nicolae Ceausescu reynt að ávarpa
mannfjöldann er safnast hafði saman
á Lýðveldistorginu í miðborg Búkar-
est en orð hans hefðu kafnað er fólk-
ið hrópaði í kór: „Dauði, dauði“.
Fyrr um daginn hafði enn komið
til mótmæla í Búkarest og sagði
júgóslavneska fréttastofan að ör-
yggisveitir Ceausescus hefðu hafið
skothríð. Fullvíst er talið að þar hafi
ótilgreindur fjöldi óbreyttra borgara
verið myrtur. „Fámennir hópar
stjómarandstæðinga fara um < gö-
turnar og hrópa: Komið með okkur“
sagði í þeirri frétt. Skömmu síðar
sagði sama fréttastofa að hermenn
hefðu skyndilega gengið í lið með
andstæðingum forsetans. „Fólk klifr-
ar upp á skriðdrekana og hrópar
með hermönnunum: frelsi, lýðræði,“
Reuter
Rúmenskir hermenn fagna falli Nicolae Ceausescus í miðborg Búkar-
est i gær.
sagði Petar Tomic, fréttaritari Tanj-
ugí Búkarest. Óþekktur maður kom
fram í ríkissjónvarpi landsins og
hvatti almenning til að láta Ceauses-
cu ekki komast undan. „Ástkæru
Rúmenar, við verðum sjálfir að ráða
örlögum okkar. Við verðum að fjar-
lægja þá sem myrtu og rændu en
fyrst verðum við að dæma þá,“ sagði
hann. Útvarpið í Belgrad sagði að
herforingi einn Nicolae Nicolau hefði
hvatt alla helstu hershöfðingja lands-
ins til að koma til fundar við sig í
höfuðstöðvum ríkissjónvarpsins.
Hvatti hann herinn til að halda á ný
til bækisstöðva sinna. „Því miður
hefur herinn tekið þátt í þessum
harmleik. Böm og gamalmenni, sak-
laus fórnarlömb, hafa fallið“. Yfir-
maður herliðsins í Búkarest mun hins
vegar hafa hvatt hermenn til að
handtaka Ceausescu áður en hann
flýði land. Var ávarpi hans beint til
hersveita í borginni Titu en talið var
að Ceausescu hygðist komast undan
í flugvél er biði hans þar. Virtist svo
sem hann hefði farið með þyrlunni
frá Búkarest um 30 kílómetra leið
til flugvallar og þaðan ekið til Titu
í rauðmálaðri Dacia-bifreið. Sagði í
fréttaskeytum að þar hefði Ceasescu
verið handtekinn en að hann hefði
síðar sloppið. Loks fékkst staðfest
að herrhenn hefðu handtekið Ceau-
sescu í bænum Tirgoviste um 75 kíló-
metra frá Búkarest. Hermt var að
Elena kona hans væri með honum í
för en þær fréttir fengust ekki stað-
festar.
Skömmu síðar birti útvarpið í
Búkarest eftirfarandi tilkynningu
„Við höfum sigrað, Ceausescu er
fallinn. Þetta er fyrsta frjálsa og
óháða útsending ríkisútvarps Rúm-
eníu í 40 ár. Þetta var bylting barna
og ungmenna. Einræðisherranum
hefur verið steypt af stóli“. Ennfrem-
ur var skýrt frá því að varnarmála-
ráðherra Rúmeníu, Vasile Milea,
hefði framið sjálfsmorð og var gefið
í skyn að hann hefði borið ábyrgð á
blóðbaðinu í þessari viku. Blöð í
Austur-Evrópu hafa skýrt frá því að
4.600 manns hafi fallið í árás her-
sveita á óvopnaða mótmælendur í
borginni Timisoara á sunnudag.
Pólskur maður, sem varð vitni að
blóðbaðinu, sagði að mótmælendurn-
ir hefðu haldið bömum sínum fyrir
framan sig er öryggissveitir gerðu
sig líklegar til að beita valdi fyrir
framan dómkirkju borgarinnar.
„Fólkið sagði að þeir myndu aldrei
myrða börnin og þá hófu þeir skot-
hríðina," sagði þessi heimildarmaður
í viðtali við málgagn Samstöðu í
Póllandi.
Jugóslavneska útvarpið sagði að
orðrómur væri á kreiki um að Ceau-
sescu hefði flúið til íran eða Kína
en Kínveijar og Rúmenar hafa treyst
samskipti sín eftir að ríkin einangr-
uðust á alþjóðavettvangi; Rúmenía
vegna harðlínustefnu Ceausescus og
Kína vegna fjöldamorðanna á Torgi
hins himneska friðar í júnímánuði.
Fólk þusti út á götur Búkarest er
fréttin barst og fagnaði falli Ceauses-
cus. Myndir af leiðtoganum voru rifn-
ar og sumir létu það ekki nægja
heldur báru einnig eld að þeim. „Um
alla borgina er fólk að rífa myndir
af Ceausescu og traðkar á þeim,“
sagði Tanjug TASS-fréttastofan
sagði að hundruð þúsunda manna
hrópuðu á götunum: „Herinn stendur
með okkur. Niður með einræðið".
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON
• •
Orbirgð, kúgun og hryllingur
einkenndi stjórn Ceausescus
NICOLAE Ceausescu var illræmdasta harðsljóri kommúnismans
frá því Jósef Stalín safnaðist til feðra sinna. Valdaskeið hans hófst
árið 1965 er hann varð leiðtogi rúmenska kommúnistaflokksins
eftir andlát Gheorge Gherogiu-dej. Á þessum 24 árum tókst Ceau-
sescu að breyta Rúmeníu í eitt fátækasta land Evrópu. Hann ríkti
í skjóli hervalds og beitti óspart öryggislögreglunni illræmdu, Secu-
ritate, sem sá um að framkvæma mannréttindabrot þau sem Ieið-
toginn og ættmenni hans fyrirskipuðu. OIl andstaða var brotin á
bak aftur, mannslífin skiptu engu. Minnihlutahópar voru ofsóttir
og reynt var að uppræta menningu þeirra skipulögðum hætti.
Sú var tíð er Ceausescu naut
verulegrar hylli á Vesturlönd-
um. Hann neitaði að taka þátt í
innrás Varsjárbandalagsins í
Tékkóslóvakíu árið 1968 og sleit
ekki stjórnmálasambandi, einn
leiðtoga austurblokkarinnar, við
ísraela eftir sex-daga-stríðið árið
1967. Ion Pacepa, fyrrum yfirmað-
ur Securitate sem flúði til Banda-
ríkjanna, uppiýsir í stórmerkri bók
sinni „Red Horizons" að Ceausescu
hafi gert þetta í tvennum tilgangi.
í fyrsta lagi hafi hann viijað
tryggja sér velvild Bandaríkja-
manna til að tryggja Rúmenum
svonefnd bestukjara-viðskipti og í
annan stað hafi hann ætlað sér
að stuðla að friðarviðræðum Araba
og ísraela og tryggja sér friðar-
verðlaun Nóbels.
Pacepa lýsir ítarlega starfsemi
Securitate, sem laut stjórn Ceau-
sescus og Elenu konu hans.
Njósnastarfsemin bæði í Rúmeníu
og erlendis var með ólíkindum.
Símar almennings voru hleraðir
og í bijálæðiskasti fyrirskipaði
Ceausescu að allar ritvélar í Rúm-
eníu skyldu vera athugaðar og
skráðar eftir að bréfi frá ónefndum
andófsmanni hafði verið smyglað
úr landi og lesið upp í vestrænum
útvarpsstöðvum. Elena Ceausescu
rak einnig eigin leyniþjónustu sem
helst hafði það hlutverk að færa
henni myndir af erlendum sendi-
mönnum er þeir skemmtu sér með
rúmenskum konum sem gerðar
voru út af örkinni til að draga þá
á tálar þannig að unnt yrði að
þröngva þeim til að fara að vilja
rúmenskra valdhafa.
Ceaúsescu kom á ættarveldi í
Rúmeníu, sem nú virðist hrunið
og lýst hefur verið sem „kommún-
isma í einni fjöiskyldu". Iiie, bróð-
ir hans stjórnaði pólitískri starf-
semi innan heraflans. Ion hafði
miðstýringu efnahagslífsins með
höndum og þriðji bróðirinn , Nic-
olae Andruta var háttsettur innan
Securitate. Nicu, sem Pacepa segir
Elena og Nicolae Ceausescu.
vera drykkjusjúkan fávita, var
flokksleiðtogi í borginni Sibiu og
er talið víst að Elana og Nicolae
Ceausescu hafi ætlað honum hlut-
verk þjóðarleiðtoga í framtíðinni.
Eiginkona Nicus, Poliana Crisescu,
stjórnaði æskulýðssveitum komm-
únistaflokksins. Systir Ceauses-
cus, Maria, sá um málefni kvenna
á' vettvangi flokksins en eigin-
maður hennar Manea Manescu,
v:ar bæði varaforseti og aðstoðar-
forsætisráðherra. Aðrir mágar for-
sotans þeir Vasile Barbulescu og
Ilie Verdet voru einnig háttsettir
innan flokksins. Elena, eiginkona
forsetans, sem Papescu segir að
sé geðbiluð líkt og eiginmaðurinn,
gekk næst Ceausescu að völdum
og hafði t.a.m. stjórn landsins með
höndum er forsetinn var í heim-
sókn í íran á dögunum. Borgar-
stjórinn í Búkarest, Barbu Petres-
cu, er skyldur Elenu.
Ion Pacepa segir frá því er hann
vann að undirbúningi heimsókna
Ceausescu-hjónanna til erlendra
ríkja. Helsta verkefni hans var að
þrýsta á stjórnvöld í viðkomandi
ríkjum tii að beita sér fyrir því að
Elena yrði sæmd sem flestum heið-
ursdoktorsnafnbótum en hún teiur
sig einn merkasta vísindamann
aldarinnar og Ceausescu sjálfan
sem flestum orðum og heiðurs-
merkjum. Ilann lifjar upp heim-
sókn þeirra hjóna til Banda-
ríkjanna á áttunda áratugnum en
mikill mannfjöldi kom saman í
New York til að mótmæla stjórnar-
háttum þeirra. Sama kvöld reyndu
útsendarar Securitate að myrða
tvo menn sem skipulagt höfðu
mótmælin.
Sérfræðingar í málefnum Rúm-
eníu töldu margir hveijir að Ceau-
sescu hefði tekist að buga þjóðina
gjörsamlega en nú hefur annað
komið á daginn. Menn töldu að
Ceausescu hefði náð hápunkti
bijálseminnar er hann ákvað að
greiða allar erlendar skuldir þjóð-
arinnar. Fórnimar sem þjóðin hef-
ur þurft að færa sökum þessa eru
í raun ólýsanlegar. Skortur á mat-
vælum og öðmm nauðsynjavömm
nefur verið landlægur, ungbarna-
dauðinn óskaplegur og orkuskort-
urinn lyginni líkastur. Stjórnvöld
hafa bmgðist við með hefðbundn-
um hætti og falsað hagtölur allar.
Þannig hafa ungböm ekki verjð
skráð fyrr en þau hafa náð sex
mánaða aldri til að fela dauða
hvítvoðunga sem skorturinn hefur
leitt af sér. Ceausescu lýsti því
t.a.m. yfir í ógleymanlegu viðtali
við tímaritið Newsweek á þessu
ári að ástæðan fyrir því að engin
matvæli væru sjáanleg í verslunum
í höfuðborginni væri sú að fólkið
ætti svo mikla peninga að menn
hefðu ekki við að fylla hillurnar!
Nú hefur komið í ljós að bijál-
semi Ceausescu-hjónanna var eng-
in takmörk sett. Víst er að Elena
gaf fyrirskipun um að hervaldi
skyldi beitt gegn óvopnuðum
stjórnarandstæðingum í Sorginni
Timisoara á sunnudag. Fréttir
herma að börn og unglingar hafa
verið í meirihluta þeirra sem her-
sveitimar myrtu fyrir framan dóm-
kirkjuna í borginni en talið er að
rúmlega 4.000 manns hafi fallið.
Ceausescu lýsti yfir því að flugu-
menn erlendra ríkja hefðu staðið
að baki mótmælunum og átti þá
einkum við stj’ornvöld í Ungveijal-
andi sem fordæmt hafa skipulegar
ofsóknir gagnvart ungverska
minnihlutanum. Nú hefur komið í
Ijós að alþýða manna í Rúmeniu
þurfti ekki hvatningu erlendis frá
til að rísa upp gegn ofríkinu, of-
beldinu, grimmdinni, kúguninni og
hryllingnum sem einkenndi stjórn-
artíð Nicolae Ceausescus.
Dæmi 1:
Hluti fundarmanna á fundi eignarskattsdeildar Húseigendafélags Reykjavíkur.
Eignarskattsdeild Húseigendafélagsins:
Ekki verður lengur un
að við skattaofbeldið
Eigmir: 3-4 herb. góð íbúð, 111 fm, með bílskýli og bifreið
Einstaklingnr Ekkja/ekkill Hjón
Eignarskattsstxifn Skattfijálst pr. einstakling 8.660.000 2.875.000 8.660.000 5.750.000
5.785.000 2.910.000
Eignarskattur samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt áríð 1989 Eignarsk. 1,2% af 5.175.000 62.100 2.910.000 34.920 Eignarsk. 1,95% af 610.000 11.895
73.995
Eignarsk. skv. lögnm sem giltu 1989 Eignarsk. 1,2% af 5.175.000 62.100 2.910.000 Eignarsk. 2,7% af 610.000 16.470 34.920
78.570
Eignarskattur skv. eldri lögum Eignarsk. 0,95% af 5.785.000 54.957 2.910.000 27.645
Dæmi 2:
FUNDUR, sem haldinn var í eign-
arskattsdeild Húseigendafélagsins
siðastliðinn þriðjudag, mótmælti
eignasköttum „sem mismuna
þegnum þjóðfélagsins". Á fundin-
um var rætt um lagafrumvarp um
breytingu á lögum um tekju- og
eignaskatt. Fundurinn samþykkti
eftirfarandi ályktun:
„Fundurinn vill upplýsa Alþingi
Islendinga um að það ofbeldi, sem
viðgengist hefur með álagningu og
innheimtu eignarskatta, verður ekki
við unað lengur. Því skorar fundur-
inn á Alþingi að afnema þá eignar-
skatta, sem voru álagðir í desember
1988, ásamt Þjóðarbókhlöðuskatti.
Ef Alþingi afnemur ekki slíka eign-
arskatta, sem mismuna þegnum
þjóðfélagsins, er það eitt til ráða
að vísa slíku skattaofbeldi og eigna-
upptöku til úrskurðar Mannrétt-
indadómstóls Evrópuráðsins."
Frumvarp það sem nú liggur fyr-
ir um breytingu á eignarskatti, ger-
ir ráð fyrir, að hafi einstaklingur
minna en kr. 1.680.000 í tekju-
skattsstofn lækkar- hlutur 0,75%
skattsins í hærra skattþrepinu hlut-
fallslega þar til hann fellur alveg
niður við kr. 840.000. Þ.e. eignar-
skatturinn verður flatur skattur,
eins og áður (1,2% í stað 0,95%)
fari tekjur ekki upp fyrir kr.
840.000.
Eignir: Meðaleinbýlishús með bílskúr, 35 ára gamalt, og bíll.
Einstakllngnr
Ekkja/ekkill Hjón
Eignarskattsstofn 12.590.000
Skattfrjálst pr. einstakling 2.875.000
9.715.000
12.590.000
5.750.000
6.840.000
Eignarskattur samkvæmt frumvarpi 1989
Eignarsk. 1,2% af 5.175.000 62.100 6.840.000 82.080
Eignarsk. 1,95% af 4.540.000 88.530
150.630
Eignarskattur skv. lögum er giltu 1989
Eignarsk. 1,2% af 5.175.000 ' 62.100 6.840.000 82.080
Eignarsk. 2,7% af 4.5401000 122.580
184.680
Eignarsk. skv. eldri lögum
Eignarsk. 0,95% af 9.715.000 92.292
64.980
Eignarskattur
42.000 kr.
Þjóðarbókhlöðuskattur
4.375 kr.
Samt. 46.375 kr.
Álagning eignarskatts 1989
Einstaklingur sem býr í 6 millj.kr. íbúð greiðir eignar- og þjóðar-
bókhlöðuskatt að upphæð til jafns við tæplega 8 einstaklinga (7,86)
sem eru í hjónabandi.
Húseign 6,0 millj.kr.
Eignarskattur
Þjóðarbókhlöðuskattur
Einstaklingur sem býr í 10 millj.kr. íbúð greiðir eignar- og þjóðarbókhlöðuskatt
til jafns við rúmlega 4 einstaklinga (4,34) sem eru í hjónabandi.
Húseign 10,0 millj.kr.
Einstaklingur
Hjón
Einstaklingur Hjón’
Eignarskattur kr.
Þjóðarbókhlöðuskattur kr.
60.000
3.750
kr.
kr.
42.000
4.375
12.000
0
Samtals kr.
Væntanleg álagning 1990 kr.
kr.
kr.
46.375
55.941
12.000
Samtals
Væntanleg álagning 1990
Útreikningur við VEentanlega álagningu 1990 er miðaður við 18% hækkun á mati
húseignarinnar á milli ára. Hækkun skatla er kr. 9.566 eða 20,6% í krónum talið.
149.375 63.750
152.505 mest
124.380 minst
Útreikningur við væntanlega
álagningu 1990ermiðaður við
18% hækkun á mati húseign-
arinnar frá 01.12.88 til
01.12.89
Hún Hann
Eignarsk. Eignarsk.
6.000 6.000
kr. kr.
Samt. 12.000 kr.
Hún Hann
Eignarsk. Eignarsk.
30.000 kr. 30.000 kr.
Þjóðarbhlsk. Þjóðarbhlsk.
1.875 kr. 1.875 kr.
Samt. 63.750 kr.
Hjún Hann
Elgnarsk. Eignarsk.
30.000 kr. 30.000 kr.
Þjóðarbhlsk. Þjóðarbhlsk.
1.875 kr. 1.875 kr.
Samt. 63.750 kr.
Eftir skattalagabreytingu og við skattaálagningu 1990 breytist þetta iítillega. Þá mun einstak-
lingur greiða (il jafns við 7,5 einstaklinga í hjónabandi.
Eftir skattalagabreytingu og við skattaálagningu 1990 breytist þetta lítillega. Þá mun
cinstaklingur greiða til jafns við 3,96 cinstaklinga í hiónabandi.