Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 1

Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 1
96 SIÐUR B/C 29. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Miðstjórnarfundur sovéska kommúnistaflokksins í vikunni: Réttmæti valdaeinokunar flokksins tekið til umræðu Dómsdagnr eftir 40 ár? Washington. Reuter. Grænmeti í flest mál, húsin kynt með sólarorku og reiðhjól á hvert mannsbarn eru meðal þess, sem koma skal, vilji mennirnir bjarga sjálfum sér frá stór- kostlegum óförum af völdum mengun- ar. Kemur þetta fram í ársskýrslu banda- rísku umhverfisverndarstofhunarinnar Worldwatch Institute en þar segir, að mannkynið hafi 40 ár til að breyta háttum sínum. Tákist það ekki muni hrörnun umhverfisins leiða af sér efnahagslegt hrun og þar með upplausn mannlegs sam- félags. Dýr lækna- handvömm Haag. Reuter. HOLLENSKUR dómstóll úrskurðaði á miðvikudag að Radboud-spítalanum í Nij- megen bæri að greiða 31.000 gyllini (um 933.000 ísl. kr.) vegna framfærslu barns af því að læknar spítalans, sem gerðu ófrjó- semisaðgerð á móðurinni árið 1979, hefðu aðeins lokað fyrir annan eggjaleiðarann en ekki báða. Konan uppgötvaði árið 1984 að hún var komin fimm mánuði á leið og átti þá ekki kost á fóstureyðingu sam- kvæmt hollenskum lögum. Dómurinn hafn- aði þeirri röksemd spítalans að skaðabóta- skyldu væri ekki til að dreifa í málinu af því að sú gleði sem fylgdi því að eignast börn vægi fyllilega upp á móti kostnaðin- um og áhyggjunum vegna uppeldis þeirra. Aratugur lág- launamannsins HVAÐ tekjur áhrærir hefur sá áratugur sem nú er brátt á enda verið norsku lág- launafólki sérlega hagstæður samkvæmt útreikningum norska tímaritsins Ec- onomic Report. Kaupmáttur launa skrif- stofufólks hefur hækkað um 12% undanfar- in tíu ár og starfsmanna hótela og veit- ingahúsa um 9%. Launum hagfræðinga og verkfræðinga í einkageiranum hefiir verið haldið I horfinu á sama tímabili. Prestar, prófessorar og liðsforingjar í hernum hafa orðið verst úti, kaupmáttur launa þeirra hefiir rýrnað um 17-19% und- anfarin tíu ár. Moskvu. Reuter. Á MIKILVÆGUM miðstjórnarfundi sov- éska kommúnistaflokksins nú í vikunni verður rætt hvort rétt sé að afnema valda- einokun flokksins og ekki er útilokað, að fjölflokkakerfi í Sovétríkjunum komi tii umræðu. Sagði frá þessu í gær í Interfax, fréttabréfi Moskvuútvarpsins, en það hef- ur mjög góð sambönd um allt flokkskerf- ið. Ifréttabréfinu sagði einnig, að rætt yrði um að breyta stjórnkerfmu innan flokksins þannig, að formaður hans og tveir varafor- menn yrðu kjörnir til embættanna og nýrri stofnun komið á fót í stað hins valdamikla stjórnmálaráðs. „Við stefnum að því að koma á lýðræðislegum sósíalisma," segir í flokkstil- lögunöm að sögn Interfax en Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétríkjanna, mun leggja þær fyrir miðstjórnarfundinn. „I þeim er kveðið á um róttækar umbætur innan flokksins, sem skuli beijast fyrir forystuhlutverkinu en ekki ganga að því sem gefnu eða bera fyrir sig stjórnarskrárákvæði þar að lútandi," sagði í Interfax. Komið verður á fót nýrri miðstjórn, skip- aðri 200 mönnum i stað 500 nú, og í stað stjórnmálaráðsins komi framkvæmdaráð þar sem sæti eigi fulltrúar allra kommúnista- flokka í sovésku lýðveldunum. Sagði í Inter- fax, að „hugmyndinni um fjölflokkakerfi er ekki hafnað en hún er ekki heldur talin leysa allan vanda“. Á haustfundi fulltrúaþingsins sovéska hafnaði Gorbatsjov tillögum um, að sjötta grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um forræði kommúnistaflokksins, yrði af- numin og sagði þá, að það væri ekki tíma- bært. Líklegt þykir, að þessar tillögur séu undir- rót orðrómsins um að Gorbatsjov hafi haft í hyggju að segja af sér sem leiðtogi flokksins en fréttaskýrendur segja nú, að hann ætli sér augljóslega að vera áfram við stjórnvöl- inn. Segja þeir einnig, að nýju tillögurnar um skipan forystunnar muni auðvelda honum jafnvægislistina innan flokksins og skiptist þá varaformennskan milli umbótasinna og harðlínumanns. Sjá Baksvið á bls. 4 og viðtal við Jegor Lígatsjov á bls. 6 C. SKYNSEMIN OFAR SKRUMINU Einar Oddur Kristjánsson foi~mabur Vinnu- veitendasambands íslands 10 T A M M Y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.