Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 11

Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 11
ráðstafanir til að koma mér betur fyrir enda bý ég fyrir vestan og er þar í fullu starfi við fyrirtæki mitt. Þetta er fyrsta helgin í Iangan tíma sem ég hef ekki komist vestur og það er út af þessum samningavið- ræðum. Þannig liggur nú í því, vin- ur minn. Það að vera formaður Vinnuveitendasambandsins er ekki launað starf heldur er ég bara for- maður samninganefndarinnar og þetta er allt í sjálfboðavinnu. En við höfum á okkar snærum launað starfsfólk og framkvæmdastjóra eins og þú eflaust veist. Ég var hins vegar „sjanghæjaður“ í þetta embætti í vor. Vinir mínir plötuðu mig í þetta.“ - Sérðu þá kannski eftir því að hafa tekið þetta að þér? „Nei, ég sé aldrei eftir neinu. Ég er ekkert að velta mér upp úr svoleiðis,“ segir hann og hlær. - Síminn hringir, sem hann gerði oft meðan á samtali okkar stóð, auk þess sem Einar Oddur þurfti sjálfur að hringja nokkur símtöl. Hann bið- ur mig afsökunar á „öílu þessu ati“ í sér. Mér heyrist hann vera að skipuleggja hópferð manna í eitt- hvert ráðuneytið. Hann á von á konunni að vestan og hringir í Arn- arflug til að grenslast fyrir um hvenær vélin lendir. Hann gefur mér í skyn að í rauninni hefði hann þurft að vera úti á velli að taka á móti henni. Til að friða hann leiði ég talið að atvinnu- og efnahags- málunum og spyr hvað sé til ráða að hans mati? „Það sem hefur verið að hjá okk- ur í gegnum tíðina er þessi viðvar- andi eyðsla umfram afla. Eyðslan er hreyfiaflið í verðbólgunni, í öllum þessum óstöðugleika. Leiðin til lausnar á þessum vandamálum okk- ar er að hemja eyðslu og sniða okkur stakk eftir vexti. Það er eng- in önnur leið til. Það hefur engin þjóð í sögunni lifað af með því að eyða meiru en hún aflar, það segir sig sjálft." - En er einhver leið til að fá menn til að horfast í augu við þessa staðreynd. Nú virðist manni til dæmis með ykkur atvinnurekendur, að þar hafi aldeilis verið eytt um efni fram og fjármagni sóað í óarð- bærar fjárfestingar. Þú hlýtur að geta verið sammála mér í því að fjölmargir atvinnurekendur hafa sjálfir komið sér í þá stöðu sem þeir eru í með bruðli. Er þetta ekki bara sjálfskaparvíti hvernig komið er fyrir atvinnurekstrinum? „Éndemis bölvuð vitleysa," heyri ég að hann tautar niður í bringu sér um leið og hann fer að þræða ermahnappinn í skyrtuna. Svo lítur hann upp og brosir: „Nei.“ - Hvernig réttlætirðu það? „Meðal atvinnurekenda, eins og meðal allra annarra starfshópa þessa lands, er misjafn sauður í mörgu fé. Það eru eflaust til menn meðal þeirra, eins og meðal blaða- manna, kennara og annarra st.arfs- stétta, sem gera ekki nógu vel og gætu gert miklu betur. Og eflaust gætu allir í þessu landi gert miklu betur. Það er ekki málið. En svona tal um að atvinnurekendur geti sjálfum sér um kennt er auðvitað út í hött. Þetta er bara gamli söng- urinn um að ekkert sé að nema vondir útgerðarmenn og ómöguleg- ir frystihúsaeigendur. Þessi söngur er orðinn mjög gamall og slitinn.“ Enginn er saklaus Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra skipaði Éinar Odd formann forstjóranefndarinnar svo- nefndu og í samtali við undirritaðan sagði hann að ástæðan fyrir þvi að Einar Oddur varð fyrir valinu hefði verið sú að þar færi „dugmikill at- vinnurekandi, með heilbrigðar skoð- anir, sem talaði mál sem fólkið skildi." Ég spurði Einar Odd hvort það hefði valdið honum vonbrigðum að Þorsteinn hafnaði síðan tillögum nefndarinnar, niðurfærsluleiðinni svonefndu? „Það var fyrst og fremst verka- lýðshreyfingin og Alþýðusamband Islands sem hafnaði þessum tillög- um og þá var það mat Þorsteins að þær væru ekki framkvæmanleg- ar. Ég hef enga sérstaka skoðun á MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990 „Hann hefur hleypt hressilegum gusti inn í þessar þrautleiðinlegu samningaviðræður,“ segir Guðmundur Joð. „Með heilbrigðar skoðanir og talar mál sem fólkið skilur,“ segir Þorsteinn Pálsson. þeim málalyktum. Við vorum bara þarna í sjálfboðavinnu fyrir þessa ríkisstjórn af því við vorum beðnir um það. Ég hef ekkert verið að svekkja mig á þessari niðurstöðu og hef ekki eytt mínútu í að hugsa um hvort þessar tillögur voru fram- kvæmanlegar eða ekki. En þær voru ekkert annað en tilbrigði við þetta stef sem við erum að tala um: Að gera útflutnings- og fram- leiðslugreinar okkar samkeppnis- hæfar, og þetta var ein leiðin. Við lögðum til að launin yrðu lækkuð, en það er kannski útilokað að koma fram með slíkar tillögur í þessu þjóðfélagi. í rauninni er það þó akkúrat það sem hefur gerst, að launin hafa lækkað í þeim skilningi að verðgildi krónunnar rýrnar stöð- ugt. Eg skal ekkert segja um hvað framtíðin ber í skauti sér en það er öllum ljóst, að kjör íslendinga munu ekkert batna á þessu ári. Það dettur engum heilvita manni í hug að halda því fram.“ - Eru fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar á sama máli? „í þeim viðræðum sem við höfum stáðið í að undanförnu bendir allt til að svo sé. Flestir eru sammála um að kjör íslendinga munu ekki batna á þessu ári og að aðalatriðið sé að gera samninga sem miði að því að halda kaupmættinum án þess að verðbólgubálið blossi upp að nýju. Fram til þessa hafa íslend- ingar hins vegar verið svo sam- dauna skruminu að þó að menn hafi gengið í gegnum þetta árum og áratugum saman, að þessar launahækkanir hafa aldrei fært mönnum neinar kjarabætur um- fram það sem hagvöxtur í landinu gaf tilefni til, hafa menn stöðugt barið hausnum við steininn. Launin voru bara hækkuð um þetta 10 til 15 prósent þótt allir vissu að sú aðferð hefur aldrei skilað neinum kjarabótum. Þetta hafði í för með sér skuldasöfnun erlendis til að standa undir lífskjörum sem ekki var forsenda fyrir. En auðvitað er það ekkert annað en þjófnaður frá komandi kynslóðum, börnunum okkar, sem eiga eftir að borga brús- ann, því einhvern tíma verður að borga þessar skuldir. Nú bendir hins vegar allt til að menn séu loks að átta sig á þessu og að skynsem- in verði skruminu yfirsterkari. Ef menn hins vegar telja það eitthvert sáluhjálparatriði að kaup hækki í krónutölu á íslandi árið 1990 eru svo sem til fleiri núll- lausnir en þær sem við höfum lagt til. Það voru tekin af krónunni núll fyrir nokkrum árum. Það má svo sem fara niður í Seðlabanka og sækja þau aftur, - bæta nokkrum núllum aftan við krónuna og allir verða ánægðir. Það hlýtur að vera mikill munur á að fá milljón í laun á mánuði en bara hundrað þúsund, eða hvað? Það er ekkert vandamál að hækka kaupið, en það bara bætir ekki lífskjörin. Við verðum að stöðva óstjórnina í efnahagsmálum. Ég er sannfærður um að við Islend- ingar höfum allar aðstæður til að byggja hér upp betri lífskjör en víðast hvar annars staðar í heimin- um, en skilyrði þess er að við ögum okkur betur í peningamálum og stjórn efnahagsmála, ekki síst stjórnvöld.“ - En er þetta agaleysi ekki líka sök atvinnurekenda? . „Ef menn vilja taka á þessum málum verða þeir að gera sér grein fyrir því að það er enginn aðili í samfélaginu saklaus í þessum efn- um. Enginn. Við erum offarar og ansi hallir undir skrumið. Skrumar- arnir hafa átt senuna nú lengi.“ - Hvetjir eru þessir skrumarar? „Ég er ekkert að tíunda það. Við erum orðnir samdauna skruminu og ef illa fer er það þarflaus iðja að þræta um það, hvorir hafi verið verri, skrumararnir eða hinir, sem létu teyma sig. Það eru allir sekir.“ Hreinskiptinn og blátt áfram Einar Oddur kveikir sér enn í sígarettu og mér dettur í hug að spyija hann hvort hann ætli ekki að fara að hætta að reykja, en minnist þess svo hvað það fór í taugarnar á mér þegar menn voru að skipta sér af reykingum mínum á sínum tíma. Hann var líka búinn að lýsa því yfir að hann vildi helst ekki ræða um sjálfan sig. Eftirfar- andi upplýsingar fékk ég því ann- ars staðar frá: Einar Oddur Kristjánsson er fæddur og uppalinn á Flateyri í Önundarfirði, sonur hjónanna Kristjáns Ebenezersonar skipstjóra og Maríu Jóhannsdóttur fyrrverandi símstöðvarstjóra þar. Hann hefur verið framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Hjálms frá stofnun fyrirtækisins 1968. Hann er tæplega fímmtugur, kvæntur Sigrúnu Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Einar Oddur stundaði á sínum tíma nám í Menntaskólanum á Akureyri en hvarf frá námi í 5. bekk. Bekkjarbróðir hans einn sagði mér að hann hafi þótt nokkuð stríðinn í skóla, einkum í garð kenn- ara sinna. Ég spurði hvort það væri ástæðan fýrir því að hann hvarf frá námi, - hvort hann hefði hreinlega verið rekinn? „Nei, ertu frá þér. Ég ætlaði bara að taka mér frí og lofaði Þór- arni heitnum skólameistara að koma aftur, en svo bara gleymdi ég því, eða réttara sagt fór að þvæl- ast út í útgerð 'og sveik hann á þessu loforði. Hann hafði miklar áhyggjur af mér, blessaður karlinn. Við vorum nú líka dálítið baldnir félagarnir, ég skal viðurkenna það. En það er nú orðið svo langt síðan að þetta skiptir ekki máli héðan af. Það er auðvitað kjánalegt af mönn- um að hegða sér ekki vel í skóla og maður sér alltaf eftir því.“ Einar hefur verið framarlega í flokki vinnuveitenda á Vestfjörðum um árabil og hefur verið vel liðinn í hópi viðsemjenda sinna úr verka- lýðsstétt. Pétur Sigurðsson forseti Alþýðusambands Vestfjarða hefur látið svo ummælt að sér virtist Ein- ar Oddur jarðbundinn í samninga- viðræðum og að honum væri ákaf- lega illa við að flækja málin. Hann væri fastur á skoðunum sínum en hefði þó skilning á að fólk þyrfti að geta lifað ekkert síður en fyrir- tækin og væri óragur við að leita nýrra leiða. Auk þess væri hann skemmtilegur í viðkynningu og al- veg laus við að líta stórt á sig. Samkvæmt heimildum mínum hefur Einar Oddur lagt sig fram um að ná persónulegu sambandi við viðsemjendur sína hér syðra eftir að hann tók við formennsku í Vinnuveitendasambandinu. Þær raddir hafa jafnvel heyrst að hann sitji reglulega kaffifundi með Guð- mundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannasambandsins. Guð- mundur J. sagði í sajntali við undir- ritaðan að hann hefði vissulega drukkið kaffi með Einari, en neitaði því að um reglulega kaffifundi væri að ræða: „Það er rétt að hann hefur yfir sér annað fas en fyrirrennarar hans, án þess að ég sé með þessu nokkuð að leggja til þeirra," sagði Jakinn aðspurður um kynni sín af Einari. „Því er ekki að neita að það fylgir honum hressilegur gustur í þessum þrautleiðinlegu samningaviðræð- um, eins og þær hafa verið í gegn- um árin. Hann er ekki þessi stífa embættismanna- eða frímúraratýpa sem maður rekst stundum á í þess- um hópi og hann er blessunarlega laus við alla þessa stöðluðu frasa, sem oft fylgja þessum viðræðum. Hann er hress og á það til að vera ákaflega djarfur í tilsvörum, afger- andi og hreinskiptinn. Að þessu leyti er auðveldara að umgangast hann og andrúmsloftið verður ein- hvern veginn fijálsara," sagði Guð- mundur J. Ég spyr Einar nánar út í sam- skiptin við verkalýðsleiðtogana: „Þegar ég kom hingað suður í haust hafði ég náttúrlega verið alla mína ævi vestur á fjörðum og fyrst og fremst átt samskipti við forystu verkamanna- og sjómannafélag- anna þar. Ég var að þvi leyti ókunn- ugur hér fyrir sunnan og hef þvi kannski viljandi eytt meiri tíma í að rabba við og kynnast forystu- mönnum verkalýðshreyfingarinnar hér, þótt ég þekki þá nú ekkert mjög marga enn sem komið er. En mér líkar ákaflega vel við þetta fólk sem ég hef verið að ræða við í haust og vetur og héf ekkert út á það að setja. Hitt er annað mál, og það er allt í lagi að menn viti það, að mér leiðast dálítið þessi vinnubrögð sem hafa viðgengist í samningaviðræðunum. Mér finnst vera óttalegt hangs í þessu og þótt allt gott verði annars sagt um verkalýðshreyfinguna þá er það nú samt staðreyndin að þetta er enginn hraðsuðuketill. Nú skal ég ekkert segja um hvort þessi seinagangur er óhjákvæmilegur eða hvort hann stafar einfaldlega af því að menn hafa tamið sér þessi vinnubrögð, en að mínu viti hljótum við að geta unnið þetta miklu skipulegar og hraðar." -Jakinn sagði mér, sem dæmi um hversu frábrugðinn þú værir fyrirrennurum þínum, að þú værir ekki enn búinn að fá þér skjala- tösku. „Hvaða helvítis kjaftæði. Ég á fullt af skjalatöskum,“ segir Einar og máli sínu til stuðnings dregur hann forláta leðurskjalatösku und- an skrifborðinu. „Ég hef bara ekk- ert með skjalatösku að gera á þess- um fundum. Ég nota mínar skjala- töskur við fyrirtækið mitt fýrir vest- an. Hér erum við með launaða starfsmenn, mjög hæfa menn í samninganefndinni, sem sjá um pappírsvinnuna og það er því engin þörf á að ég sé veifandi einhverri skjalatösku í þessum viðræðum. Annars finnst mér dálítið óþægilegt og óviðeigandi að vera dreginn svona til samanburðar við fyrir- rennara mína, sem ég þekki marga og af engu nema góðu.“ Hef engu bjargað enn - Nú ert þú orðinn þekktur mað- ur í þjóðfélaginu. Hafa viðhorf eða framkoma sveitunga þinna breyst eitthvað í þinn garð eftir að þú tókst við þessu embætti? „Það þekkja mig allir heima á Flateyri og hafa alltaf gert. Ég vona að ég þurfi ekki að vera svo langdvölum í Reykjavík að ég þurfi að fara að kynna mig á Flateyri." Sagt hefur verið að Einar Oddur sé fæddur inn í Sjálfstæðisflokkinn og hann hefur verið oddviti sjálf- stæðismanna á Flateyri í áratugi. Hann var um skeið formaður flokksfélagsins, sat í sveitarstjórn þijú kjörtímabil og er nú formaður fulltrúaráðsins í Vestur-ísafjarðar- sýslu. Ég spyr hann hvort staða hans hjá VSI sé stökkpallur út í pólitíkina á landsvísu: 11 ----------------------------m— „Kemurðu nú ekki með gömlu klassísku spurninguna. Ég hef allt- af haft brennandi áhuga á stjórn- málum, en ég hef aldrei getað séð sjarmann við það að setjast á þing og gera stjórnmál að aðalatvinnu. Ég fæ ekki betur séð en að það sé nóg framboð af mönnum sem vilja vera í pólitík." - Hefur verið einhver þrýstingur á þig innan Sjálfstæðisflokksins að gefa kost á þér til þingmennsku? „Nei, ekki kannast ég nú við það. Annars má segja að starf mitt hjá VSÍ sé í eðli sínu hápólitískt, en þetta er bara hlutur sem menn skipta á milli sín eins og í öðrum félagasamtökum. Ég er nú ekki kominn til að vera lengi skal ég segja þér.“ - Lífið í höfuðborginni freistar þín þá ekki til langframa? „Nei, ég er og verð útnesjamað- ur.“ - Eftir störf þín í forstjóranefnd- inni fékkstu viðurnefnið „bjarg- vætturinn“. Hafa menn verið að velta þéu. eitthvað upp úr því? „Ekki svo ég viti, og mér er þá líka alveg sama. Annars er þetta ekki réttnefni því ég hef engu bjarg- að, - ekki ennþá að minnsta kosti. Tillögunum var hafnað eins og þú manst.“ Hér heftir viðgengist almennur flottræfilsháttur - Þeim viðhorfum hefur vaxið fylgi að undanförnu að bilið milli ríkra og fátækra sé alltaf að vaxa. Stundum virðist manni líka að sum- ir atvinnurekendur hafi alltaf jafn- mikið umleikis þrátt fyrir barlóm um bullandi tap ár eftir ár. Hvað segir þú um þetta sem formaður samtaka atvinnurekenda? Ert þú til dæmis auðugur maður, Einar Odd- ur? „Sko, þetta er mikið saman- burðarþjóðfélag og það er alveg rétt að hér á íslandi hefur viðgeng- ist' mjög almennur flottræfilsháttur. Hvort það er eitthvað meira meðal atvinnurekenda en annarra skal ég ekkert segja um. Hitt veit ég að margir þeirra sem berast mikið á eiga ekki bót fyrir rassinn á sér. Því miður og það er sorglegt til þess að vita að þetta fólk er á bóla- kafi í botnlausri skuldasúpu. Á hinn bóginn þekki ég líka menn sem eiga peninga og berast lítið á, kannski vegna þess að þeir hafa haft vit á að sóa þeim ekki í vitleysu og hé- góma.“ - Þú þekkir menn sem eiga pen- inga segirðu, en þekkirðu einhveija sem eru verulega fátækir. Er að myndast hér raunveruleg stétta- skipting milli ríkra manna og fá- tækra? „Það er þekkt fyrirbæri í öllum samfélögum að fólk stendur misvel að vígi í lífsbaráttunni. Stundum valda þessu ytri aðstæður eða and- legir og líkamlegir sjúkdómar. Við höfum sem betur fer verið sammála um það hér á norðurslóðum að búa til velferðarkerfi til að lina þjáning- ar þeirra sem eiga um sárt að binda og bæta aðstæður þeirra sem minna mega sín efnalega. Hitt er svo ann- að mál hvernig okkur hefur tekist til. Ég held, því miður, að þessi velferðarkerfí gleymi nú stundum uppruna sínum og þjóni ekki alltaf þeim markmiðum sem þeim var ætlað. En vissulega eru margir í þessu landi eignalausir eða eigna- litlir og ef við höldum áfram þessu þenslu-, verðbólgu- og vitleysisþjóð- félagi munu ennþá fleiri verða eignalausir og gjaldþrota áður en langt um líður. Það gæti líka dunið yfir okkur stórfellt atvinnuleysi áð- ur en varir. Sú staðreynd knýr enn frekar á okkur að stöðva þessa óheillagöngu. Það er skelfilegt fyrir samfélag ef það hendir að þúsundir manna missa heimili sín og atvinnu og standa uppi eigna- og tekjulaus- ir. Þá hugsun er erfitt að hugsa til enda.“ Einar Oddur er nú að verða of seinn á fund og mér ekki til setunn- ar boðið. Hann býðst til að hitta mig aftur síðar, á milli samninga- funda. Ekki gafst þó tími til þess og skömmu síðar tókust samningar um núll-lausnina, sem svo miklar vonir eru nú bundnar við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.