Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
Bandaríska kántrý-
söngkonan Tammy
Wynette segir frá
lífinu í sveitinni,
sambandinu vit Burt
Reynnlds, Nashville
ng tleira en hún held-
nr hrenna tónleika á
Hátel íslandi um
næstu helgi
eftir Friðrik Indriðason
MIKILL SVIÐSSKREKKUR
kvelur hina 23 ára gömlu ein-
stæðu móður þar sem hún
stendur á sviðinu í The Play-
room Club í Atlanta við upjp-
haf fyrstu tónleika sinna. Arið
er 1965 og síðustu mánuðir
hafa verið henni erfiðir. Hún
er nýskilin eftir fyrsta hjóna-
band sitt og hefiir þrjú ung
börn, 1-4 ára, á framfæri. Þau
bíða raunar móður sinnar
baksviðs því hún hefúr ekki
eftii á barnfóstru. Það er
fremur hlýtt vorkvöld og um
150 manns bíða þess í reyk-
mettuðum salnum að hún hefli
söng sinn. Hún er ekki með
öllu óþekkt í sönglistinni því
hún er nýbúin að hljóðrita
sitt fyrsta lag, Apartment No.
9, á vegum Epic, dótturfyrir-
tækis CBS. Hún er kántrý-
söngkona og heitir Virgina
Wynette Pugh. Hún byijar
kvöldið á laginu „Komdu ekki
drukkinn heim“ eftir Lorettu
Lynn. Sviðsskrekkurinn
hverfúr um leið. í lok tónleik-
ana kemur maður frá Epic
upp á sviðið og færir henni
12 rauðar rósir. Og hann ger-
ir það á hverju kvöldi sem hún
kemur fram í þessum klúbb.
Það virðist því sem Epic bindi
miklar vonir við þetta nýstirni
sitt.
\
remur árum seinna hef-
ur hún breytt nafni sínu
í Tammy Wynette og
sem slík er hún kosin
kántrýsöngkona ársins í
háborg kántrýtónlistar-
innar, Nashville, og
heldur þeim titli næstu
tvö árin. Hún hlýtur tvenn
Grammy-verðlaun og er orðin eitt
af stærstu nöfnunum í kántrýtón-
listinni í Bandaríkjunum. Á að baki
fjölda af vinsælum lögum eins og
Stand By Your Man, Divorce, Take
Me to Your World og My Élusive
Dreams. Hún.er á leið í hnappheld-
una í annað sinn, nú með söngvar-
anum George Jones sem er einn
af hinum stóru í Nashville. En
hjónabandið gengur ekki upp.
Drykkja Jones og framavonir
Tammy fara ekki saman og þau
skilja nokkrum árum seinna.
Yfir 60 plötum og óteljandi ferða-
lögum um heiminn síðar liggur leið
Tammy Wynette til íslands. Hún
kemur hingað til lands í þessum
mánuði og mun halda þrenna tón-
leika á Hótel íslandi, þá fyrstu þann
8. febrúar. Með henni í för er sex-
tán manna hópur, hljómsveit henn-
ar, bakraddir og aðstoðarfólk. Auk
þess mun George Richey fram-
kvæmdastjóri Tammy fylgja henni
en hann er fimmti eiginmaður söng-
konunnar.
Morgunblaðið hafði samband
vestur til Nashville og ræddi stutt-
lega við Tammy þar sem hún var
stödd á skrifstofu eiginmanns síns
og framkvæmdastjóra. Rödd henn-
ar er eins og hjá ekta Suðurríkja-
mey, dragmælið áberandi. Einkum
þegar hún hrópar upp „ó, guð minn
góður“, en það gerir hún nokkrum
sinnum í kjölfar spurninga um
hvemig veðurlag hafi verið hérlend-
is undanfarnar vikur.
Fædd í Mississippi
Tammy Wynette, eða Virgina Wyn-
ette Pugh, fæddist í grennd við
Tupelo í Mississippi 5. maí 1942.
Faðir hennar lést er hún var aðeins
nokkurra mánaða gömul og flutti
móðir hennar þá til Birmingham í
Alabama þar sem hún fékk vinnu
í hergagnaverksmiðju. Tammy var
aftur á móti komið fyrir í sveit hjá
afa sínum og ömmu og þar ólst hún
upp fram á unglingsárin. Tammy
minnist þessara tíma með trega-
blandinni eftirsjá.
„Jörðin okkar náði yfir 450 ekrur
og við ræktuðum á henni baðmull
og maís auk þess að vera með naut-
gripi og kjúklinga," segir Tammy
í samtali við Morgunblaðið. „Mér
var haldið stíft að vinnu á bænum
allt frá því að ég fór að geta geng-
ið og það hefur gagnast mér æ
síðan. Vinnan nú er mér léttbærari
fyrir vikið og ég er þakklát fyrir
það tækifæri að geta lifað um stund
úti í sveitinni."
Meðan á dvöl hennar hjá afa
sínum og ömmu stóð lærði Tammy
á píanó. Hún segir að hún hafi
ætíð átt létt með að spila eftir eyr-
anu á píanó. Hún fluttíst frá þeim-
■