Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 04.02.1990, Síða 13
p i§r er hún gifti sig 17 ára gömul. Börn- in.urðu brátt þijú talsins og því lítill tími aflögu fyrir tónlistina ... „Eg vann sem þjónustustúlka á veitingastöðum og börum, í skó- verksmiðju um tíma og fataverk- smiðju,“ segir hún. „I smábæ í Suðurríkjunum eins og Birmingham var lítil .von fyrir stúlku eins og mig að ná langt í almennum störf- um eins og ég vann svo ég skellti mér í iðnskóla og lærði hár- greiðslu." Hún segir að hún haldi enn leyfi sínu til að starfa sem hárgreiðslukona og hafi ávallt gert frá því hún fékk það. „Ég lagði svo hart að mér að ná þessu leyfi og þar að auki veitti það mér öryggis- kennd fyrstu árin mín í Nashville þegar ég óttaðist að þurfa að taka upp þennan starfa aftur ef mér gengi ekki vel í tónlistinni." Til Nashville 1965 Tammy flutti til Nashville árið 1965. Hún bar þá enn upprunalegt nafn sitt en umboðsmaður hennar í Nashvilie vildi breyta því... „Þá var nýbúið að gera kvikmyndina Tammy með Debbie Reynolds í að- alhlutverki. Umboðsmaðurinn minn spurði mig hvort ég hefði séð þá mynd og ég kvað svo ekki vera. Jæja, sagði hann, þú lítur út aiveg eins og Tammy og það nafn skulum við nota.“ Tammy hlær tógt er hún rifjar þetta upp. Fyrsta plata Tammy kom út árið eftir að hún flutti til Nashville ... „Ég segi áheyrendum mínum alltaf núorðið áð við munum koma víða við á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum,“ segir hún. „En það þýðir ekki að ég sé orðin gömul, það þýðir að ég er orðin sjóuð tón- listarkona." Fyrsti smellur Tammy í Nashville kom út árið 1967 en það var lagið Your Good Girl Is Gonna Go Bad. Lagið var samið af útsetjara henn- ar, Billy Sherill. Eftir að þetta lag kom út var framtíð Tammy í Nash- ville trygg og hver smellurinn á fætur öðrum kom frá henni á næstu árum. í tygjum við Burt Reynolds Eftir. að frægðin -féll-Tammy í skaut á þessum tíma átti hún í nokkrum ástarsamböndum við þekkta einstaklinga sem vöktu at- hygli fjölmiðla. Meðal þessara manna voru til dæmis söngvarinn Rudy Gatlin úr The Gatlin Brothers og leikarinn Burt Reynolds. Hún minnist Burt með töluverðri vænt- umþykju. „Burt er mjög kær vinur minn og við höldum ennþá sambandi," segir Tammy. „Raunar mun hann framleiða cg leikstýra myndbandi við næsta lag mitt og verður það tekið upp í Flórída eftir tvo mán- uði.“ Tammy kynntist Burt Reynolds í g;egnum sameiginlegan kunningja þeirra, söngvarann Jerry Reid. Jerry var að taka upp sjónvarps- þátt í Nashville og bauð Burt að koma í heimsókn. Þeir tveir höfðu þá nýlega lokið við að gera kvik- myndina W.W. and the Dixie Dance Kings ... „Þetta var svona ein af þessum „good ole boys“-myndum en Burt lék síðan í fleiri slíkum síðar, til dæmis Smokey and the Bandit." Lék í sápuóperu Tammy hefur ætíð búið í Nash- ville frá því hún flutti þangað fyrir tuttugu og fimm árum. Eins og fyrr segir hefur hún gefið þar út yfir 60 plötur og komið fram í ótelj- andi sjónvarps- og útvarpsþáttum. Hún hefur verið fastagestur á stöð- um eins og Grand Old Opry og Opryland sem eru helstu helgidóm- ar kántrýtónlistarinnar þar í borg. Á seinni árum hefur hún ferðast mikið um heiminn og gerir enn. Frá íslandi mun hún t.d. fara beint til Ástralíu í tónleikaferðalag. Sjálfs- ævisaga hennar, Stand By Your Man, kom út í upphafi síðasta ára- tugar og upp úr henni var gerð vinsæl sjónvarpskvikmynd með sama nafni árið 1982. Hún lætur þess getið, með þessum smitandi hlátri sínum, að hún hafi um eins árs skeið leikið í sápuóperu í sjón- varpi. Þættirnir voru gerðir í Los Angeles og hétu Capitol. Meðal leik- ara, auk Tammy, voru Richard Eagan og Rory Calhoun. Aðspurð um myndina Stand By Your Man segir Tammy að hún hafi ekki komið nálægt gerð hennar en er ánægð með árangurinn. Anette O’Toole lék hana í myndinni sem gerð var af John Peters. Á síðasta ári vann Tammy mikið með söngvaranum Randy Travis og hún býst við því að svo verði áfram í ár ... „Ætli við vinnum ekki sam- an um ríflega tveggja mánaða skeið í ár,“ segir hún. Sex börn á heimilinu Sem fyrr segir er Tammy nú gift George Richey framkvæmdastjóra sínum og hefur það verið hamingju- samt hjónaband sh 12 ár. Hún á fjórar dætur og hann son og dótt- ur. Barnabörn þeirra eru nú fjögur. Þau búa í stóru húsi skammt fyrir utan Nashville og segir Tammy að um 10 ekra land fylgi húsinu. Það sé því mjög rólegt og hljóðlátt í kringum heimili þeirra. Þegar Tammy er ekki að syngja stússar hún í ýmsu. Hún segist hafa yndi af matseld og raunar mun matreiðslubók eftir hana koma á markaðinn í ár. Ber bókin heitið Tammy’s Country Cooking. „Af öðru tómstundagamni get ég nefnt að ég hef gaman af þvf að fara í keilu, sauma, horfa á sjónvarp og leika mér með barnabörnunum," segir hún. Aðspurð um álit á Nashville seg- ir Tammy að sér finnist hún huggu- leg borg. „í mínum huga er stærð Nashville alveg fullkomin. Ég myndi ekki vilja búa í borg sem væri stærri. Það er fullt af ávölum tijávöxnum hæðum í borginni og að sjálfsögðu er tónlistin alls stað- ar,“ segir hún. „Þegar þú gengur um göturnar geturðu séð á einu horni minjagripabúð Barböru Mandrell, á næsta horni samskonar búð á vegum Hank Willimans Jr. og Randy Travis er á þriðja horn- inu,“ segir Tammy. „Það er því mikið gert út á ferðamenn hér.“ Tammyminnist þess er hún kom fyrst fram á sviðið i Grand Old Opry. „Þetta hefur verið árið 1966. Mér þótti það mjög spennandi því ég hafði hlustað á The Opry í fjölda ára þegar ég var að alast upp sem lítil stúlka. Mig hafði aldrei dreymt um að ég ætti eftir að koma þar fram sjálf," segir Tammy. Tammy segir að henni hafi aldr- ei dottið í hug að syngja aðra tón- list en kántrý enda elski hún þá tónlist... „Ég get hlustað á góða tónlist hveiju nafni sem hún nefnist svo lengi sem það er ekki sýru- rokk,“ segir hún. „Ég hef sérstakt dálæti á svartri tónlist, hvort sem það er gospel, Aretha Fránklin, Gladys Knight eða Ray Charles.” í máli hennar kemur fram að hún hafi aldrei hljóðritað lag sem ekki flokkast undir kántrý. „Ég hef fengið tilboð um að gera slíkt með ungri rokktónlistarkonu, Patti Smyth, en enn hefur ekkert komið út úr því.“ Þekkir lítið til íslands Tammy segir að hún þekki mjög lítið til íslands, raunar ekki annað en að fundur þeirra Reagans og Gorbatsjovs var haldinn hér um árið. En hún hlakkar til að koma hingað og sjá sig um, segir að allur hópurinn sem kemur með henni sé mjög spenntur fyrir þessari ferð. Hljómsveitin sem fylgir henni heitir Young Country og bakraddahópur- inn ber nafnið Sunshine. Segja má að saga Tammy Wyn- ette sé bandaríski draumurinn í hnotskurn en sá draumur hefur aldrei stigið henni til höfuðs. Hún er einlæg og þægileg, vinsæl og virt meðal tónlistarmannanna sjálfra í Nashville. Margir þeirra hafa látið góð orð falla í hennar garð og sem dæmi má taka setn- ingu sem Patti Smyth lét falla um Tammy eftir að þær hittust í fyrsta sinn: „Heiðarleikinn tollir alltaf í tísku." TILBOÐ OSKAST í MMC Lancer GLX S/W 4 W/D 1800 árgerð ’88, Chevrolet Blazer S-10 Tahoe 4x4 árgerð '84, Caterpillar veghefil 12-E árgerð '72, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðiudaginn 6. febrúar kl. 12-15 Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00 Sala varnarliðseigna. VERÐLÆKKUN í V E T U R MÁNUD. / MIÐVIKUD. ÞRIÐJUD. / FIMMTUD. FÖSTUDAGAR LAUGARDAGAR 09:30 I íkamqrppkt 1 mnn Prr\ hÍL'L' 10:30 uirxaiHOicciH Líkamsrækt 1 u.uu 10:00 tllUUIKK Jazz 4-5 ára 11:00 Líkamsrækt 11:00 Jazz 6-7 ára 13:30 Líkamsrækt 16:30 Jazz 10-12 ára 17:10 Líkamsrækt 17:10 Jazz 8-9 ára 17:20 Líkamsrækt 17:30 Jazz13-15ára 18:10 Átak 18:10 Líkamsrækt 18:20 Eróbikk 18:30 Barnshafandi 18:30 Start 19:10 Líkamsrækt 19:10 Átak 19:30 Eróbikk 75 mín 19:30 Eróbikk 75 mín 20:10 Start 20:10 Líkamsrækt 20:45 Líkamsrækt 21:10 Líkamsrækt Allir tímar eru 55 mínútur nema annað sé tekið fram. START: Fyrir þá sem hafa ekki verið í leikfimi lengi og þurfa að losna við nokkur kíló. Áhersla lögð á maga, rass og læri. Góðar teygjur og slökun. LÍKAMSRÆKT: Skemmtileg leikfimi með áherslu á maga, rass og læri. Fjör, hvatning, aðhald og hress tónlist. Engin hopp. Teygjur og slökun. Æfingar með teygjum og lóðum sem gefa frábæran árangur. ERÓBIKK: Mikil hreyfing og meiri fitubrennsla. Stuð, puð og púl. Fjörug tónlist og mikill sviti, einföld spor. BARNAGÆSLA MÁNUDAGA OG MIÐVIKUDAGA FRÁ KL. 10-16. ÁTAK í MEGRUN: Fyrir þá sem vilja grennast um 5-15 kg. Æfingar fyrir maga, rass, læri og upphandleggi. Engin hopp, hægari æfingar, teygjur og slökun. Vigtun, gott aðhald, mikill árangur og góður mórall. FYRIR BARNSHAFANDI: Öruggar, uppbyggjandi og styrkjandi æfingar. Teygjur, öndunar- og slökunaræfingar. Styrkjandi æfingar fyrir viðkvæma líkamshluta. Áhersla lögð á bak, maga og handleggi. JAZZBALLETT: Á laugardögum fyrir 4-7 ára á sama tíma geta foreldrar farið í leikfimi eða Ijós. Eldri hópar æfa tvisvar í viku, nemendasýning haldin í vor. SKRÁÐU ÞIG STRAX l SÍMA 65 22 12. HRFSS UKAMSRÆKT (Xi U()S a^JARHRAUNI H/VIÐ KERAVKURVECINN/SIMI 6S2212 FLJÓTT AUGLÝSINGASMIDJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.