Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 25

Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 25
fMtrgmtlifaMfe ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Aðstoðarhótelstj óri í blaðinu f dag er auglýst eftir aðstoðarhótelstjóra til starfa í Reykjavík. Staðan er laus samkvæmt samkomu- lagi, en menntunar á. sviði hótel- og veitingareksturs er krafist. Hver kemur í staðinn fyrir Guðrúnu? Hún Guðrún er að hætta, segir í auglýsingu í blaðinu í dag, og því er fyrirtækið að leita að manneskju til að færa bókhald, passa upp á heftið, gera tollskýrslur og annað sem Guðrún hefur annast. Samstarfsaðilar hennar þrír eru að leita að sjálfstæðri, samvinnuþýðri og bros- mildri manneskju. Lausar stöður sölu- manna Traust og öflugt framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki í Reykjavík auglýsir eftir sérhæfðum sölumanni. Felst starfið m.a. í sölu og layoutráðgjöf á innréttingum sem framleiddar eru í eigin verksmiðju, markaðsathugun, auglýsinga- og þjónustustjórnun o.fl. Skilyrði er að sölu- maðurinn hafi rekstrar- eða tæknimenntun með góða reynslur úr hönnunar-, þjónustu- eða sölustörfum. Einnig auglýsir annað fyrirtækið eftir vönum sölumanni á sviði hárgreiðslu- og snyrtivöru í 65% starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun á sviði hárgreiðslu eða snyrt- ingu. Fyrirtæki í plast- iðnaði vill kaupa Lítið og traust fyrirtæki í plastiðnaði óskar eftir kaupum á öðru fyrirtæki með svipaða starfsemi til aukningar núverandi reksturs, segir í auglýsingu í blaðinu í dag. Tekið er fram að til greina komi að kaupa eingöngu vélarnar. Fundur um lífeyris- mál nk. miðvikudag Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn halda sameiginlegan fund um lífeyrismál miðviku- daginn 7. febrúar í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst fundurinn kl. 18. Framsögumenn verða þeir Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og verkalýðsráðs, Pétur H. Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ. Kl. 19.30 verður borinn fram léttur kvöldverður. Síðan verða umræður og fyrirspurnir. Barnasamkomur Hjálpræðisherinn vill vekja athygli foreldra á því að barna- samkomur verða á hveijum degi kl. 17 frá og með næst- komandi miðvikudegi. Fundur vegna ferðar til Himalaya og Nepal Útivist heldur kynningarfund fyrir væntanlegrar ferðar félagsins til Nepal. Verður fundurinn haldinn þriðjudag- inn 6. febrúar kl. 20.30 á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1. Morgunblaðið/Júlíus Frá bladamannafundi, sem haldinn var í tilefiii af 60 ára afinæli Skipaskoðunar rikisins. Talið frá vinstri: Þórður Þórðarson deildarsjóri firæðsludeildar, Páll Guð- inundsson deildarstjóri eftirlitsdeildar, Páll Iljartarson deildarstjóri tæknideildar, Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri, Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytis- syóri í samgöngumálaráðuneytinu og Gunnar Ágústsson deildarstjóri mengunar- deildar. Siglingamálastofiiun ríkisins: Banaslysum á fískiskip- um hefíir fækkað mjög BANASLYSUM á islenskum fiskiskipum hefi-.r fækkað mikið síðastliðin 20 ár, svo og hefiir tjón af völdum eldsvoða í skipum minnkað veru- lega undanfarin 5 ár. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafimdi, sem nýlega var hald- inn í tilefni af 60 ára afmæli Skipaskoðunar ríkisins en hún var stofiiuð 1. janúar 1930. Skipaskoðunin myndar nú kjarnann í starfsemi Siglingamálastofiiunar rikisins, sem formlega tók við verkefhum Skipaskoðunarinnar 14. maí 1970, og öryggismál sjómanna hafa verið eitt af helstu verkefiium stofnunarinnar. A Ablaðamannafundinum kom fram að dauðaslys á íslenskum fiskiskipum hefðu verið samtals 82 árin 1971-1974, 59 á árunum 1975-’79, 58 á tímabilinu 1980-’84 og 37 árin 1985-’89. Ef miðað er við 10 þúsund ársverk urðu 40,6 dauðaslys á skipunum á fyrsta tímabilinu en 12 á því síðasta. Sjó- hæfni skipanna hefur aukist, svo og hefur vinnuaðstaða og aðbúnað- ur um borð í skipunum batnað. Á árunum 1978-1984 urðu sam- tals 103 eldsvoðar í íslenskum skip- um, eða 14,7 að meðaltali á ári, en árin 1985-1988 urðu þeir samtals 52, eða 13 að meðaltali á ári. Á verðlagi ársins 1989 voru tjónabæt- ur vegna eldsvoðanna 86,9 milljónir króna á fyrra tímabilinu en 23,9 milljónir króna á því seinna. Þrír létust vegna eldsvoðanna á fyrra tímabilinu en enginn á því seinna. Á árinu 1985 voru, í kjölfar al- varlegra eldsvoða í skipum, settar reglur um auknar eldvarnir í fiski- skipum, til dæmis brunaviðvörunar- kerfi, innbyggð slökkvikerfi í véla- rúmi og reykköfunartæki. Þá hafa sjómenn verið þjálfaðir í meðferð slökkvibúnaðar í Slysavarnaskóla sjómanna. Tryggingastofnun ríkisins var til- kynnt um 415 bótaskyld slys á sjó- mönnum árið 1984 en 619 árið 1988. Slys, sem Siglingamálastofn- un hefur athugað, má flest rekja til mistaka við hífingar. Hins vegar hefur skráning vinnuslysa um borð í skipum batnað síðustu ár með breyttum reglum. Securitas: Rúmlega tvö hundruð um- sóknir um tvær stöður SECURITAS, öryggisgæslufyrirtækið, auglýsti eftir tveimur öryggisvörðumí Morgunblaðinu siðastliðinn sunnudag og bárust á þriðja hundr- að umsóknir. Eru það miklu fleiri umsóknir en áður hafa borist. Hannes Guðmundsson fram- kvæmdastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að umsækjendur hefðu verið mun fleiri nú en nokkru sinni áður. Algengt væri að um 30-50 umsóknir bærust í 1-2 aug- lýstar stöður. „Við krefjumst ekki , sérstakrar menntunar, einungis þess að fólk hafi hreint sakavott- orð. Við þjálfum sjálfir allt okkar fólk,“ sagði Hannes. Ekki sagði hann áberandi að umsækjendur hefðu verið úr einni stétt frekar en annarri, þó mætti kannski nefna sjómenn og iðnaðarmenn, s.s. raf- virkja og smiði. Erfitt væri að velja þegar umsækjendur væru svona margir, en þó værl búið að ráða í stöðurnar. Höfii: Lítið um að vera í atvinnu- málum MJOG rólegt hefur verið yfir útgerð og fiskvinnslu í janúar. Tíðarfar hefúr vereið afleitt og afli eftir því. Komið hefiir fyrir að fólk hafi verið sent heim úr fískvinnslufyrirtækjunum vegna hráefnisskorts og vinnutiminn óveiyu stuttur á þeim bæjunum. Fyrri part janúar bárust hingað um 450 tonn af síld sem fór í frystingu, flökun og beitu. Fiski- mjölsverksmiðja Hornafjarðar hef- ur fengið tvo loðnufarma og ein- hvern hluta þeirrar síldar er barst. Tveir togarar hafa heldur ekki bo- rið mikið úr býtum og annar þeirra, Stokksnes SF, kom úr slipp fyrir viku og hefur ekki landað enn á árinu. Hrellir hf. hefur selt í Hull um 60 tonn og selur eitthvað í vik- unni. í byggingariðnaði hafa fram- kvæmdir verið miklar til þessa. Trévirki vinnur að gerð vatnstanks á Höfn og má segja að þeir séu komnir upp úr jörð. Á Stokksnesi er Smíðastofa Sveins Sighvatssonar að skila af sér verki fyrir Ratsjár- stofnun og nú styttist í að Húsanes skili af sér nokkrum kaupleiguíbúð- um. En allt horfir vonandi til betri vegar. Skinney SF kom inn með um 16 tonn sl. miðvikudag og all- festir bátar eru ný. byrjaðir. Þeir róa með línu, troll og net. JGG Patreksfj örður: Næg atvinna frááramótum FULL atvinna hefur verið frá áramótum og gott fiskerí, þar til síðustu tíu daga að gæftaleysi hefur verið mikið. Bátar fóru á sjó síðastliðinn fimmtudag og höfðu þá ekki róið í tíu daga vegna veðurs. Ein- göngu hefur verið unnið í saltfiski, en engin frysting hefur verið enn- þá. Vonast er til að frystihúsin kom- ist í gagnið eftir fjórar til sex vik- ur. Örfáir útlendingar eru að vinna í saltfiskinum og eru þeir færri nú en oft áður. Enginn er á atvinnuleysisskrá eftir því sem ég best veit. Iðnaðar- menn hafa haft nóg að gera bæði við endurbætur og það sem til fell- ur. Við horfum því áfram björtum augum til framtíðarinnar. — Jónas

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.