Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 1

Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 1
96 SIÐUR B/C 35. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mandela frjáls maður á ný? HEIMILDARMENN Heuters-fréttastof- unnar innan suður-afrísku ríkisstjórn- arinnar sögðu í gær að flest benti til þess að Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, ANC, yrði sleppt úr fangeisi í dag, sunnudag. Mandela hefúr setið í fangelsi i 27 ár vegna baráttu sinnar fyrir auknum réttindum blökkumanna í Suður-Afríku. F.W de Klerk, forseti Suður-Afríku skýrði frá því í síðustu viku að Mandela yrði brátt frjáls maður á ný og líta fréttaskýrend- ur svo á að þessi yfirlýsing forsetans marki þáttaskil í sögu landsins. Líklegt var talið í gærdag að Mandela yrði sleppt í Soweto nærri Jóhannesarborg við hús það er hann bjó í ásamt eigin- konu sinni, Winnie, er hann var hand- tekinn árið 1962. 500 rúmensk böm með alnæmi ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur ákveðið að hrinda í fram- kvæmd neyðaráætlun vegna alnæmis- faraldurs meðal barna í Rúmeníu. Ríkis- stjórnir Evrópuríkja hafa verið hvattar til að senda bæði lækningatæki og lyf til landsins en stoihunin hyggst þegar í stað senda búnað til mótefnamælinga þangað. Mótefnamælingar hafa leitt í ljós að 550 rúmensk börn hafa sýkst af alnæmi í sjúkrahúsum og á munaðar- leysingjahælum. Hugsanlegt er talið að fjöldi þeirra sé mun meiri. I gögnum frá WHO kemur fram að vitað var um 600 sýkt börn í Evrópu áður en skýrt var frá hryllingnum í Rúmeníu þannig að tala þessi hefúr skyndilega tvöfaldast. Hassreykur linar sjúkdómsþrautir LYFJA- og matvæla- stofnun Bandarikjanna hefúr heimilað manni sem haldinn er svoköll- uðum Nails-Patella- sjúkdómi er einkennist af verkjum og krampa- flogum að reykja hass til að lina þrautir sínar. Verður honum leyft að kaupa með lyfseðli sérs- takt ríkisræktað hass í því skyni. Alls hafa fimm Bandaríkja- menn leyfi til hassreykinga vegna sjúk- dóma. Einn þeirra er formaður hags- munasamtaka sem nefnist Samtök um kannabislækningar. GROÐURHUS AAHRIFIIM KÓLNAÍ LSL4ND? Afvopnunarviðræður risaveldanna: Sáttmálí um eyðingu efiia- vopna undirritaður í júní Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR risaveldanna, þeir George Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétfeiðtogi, hyggjast undir- rita sáttmála um eyðingu efiiavopna er þeir koma saman til fúndar í júnímánuði. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýs- ingu sem birt var í gær í Moskvu að lokn- um viðræðum James Bakers utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og sovéskra ráðá- manna. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Edúard Shevardnadze, sagði á fúndi með blaðamönnum í gær að Sovétstjórnin væri hlynnt því að sameinað Þýskaland yrði hlutlaust ríki. Lét hann þessi orð falla skömmu áður en Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, kom til Moskvu. A Isameiginlegri yfirlýsingu risaveldanna seg- ir að ríkin tvö hafí skuldbundið sig til eyða þorra þeirra efnavopna sem sé að finna í vopnabúrum þeirra. Ríkin muni í sameiningu þróa aðferðir sem tryggi að ekki hljótist umhverfisspjöll af eyðingu vopnanna. James Baker kvað samkomulagið í anda tillagna er Bush Bandaríkjaforseti kynnti á síðasta ári. Gert væri ráð fyrir því að 80 prósentum vopn- anna yrði eytt strax eftir undirritun sáttmál- ans. Upprætingunni yrði síðan haldið áfram eftir að ráðstefnu 40 þjóða um efnavopn væri lokið í Genf en samkorriulagið kvæði á um að risaveldin mættu halda eftir einu til tveimur prósentum þeirra efnavopnabirgða sem þau réðu nú yfir. För James Bakers til Moskvu þykir hafa verið sérlega árangursrík. Fundir hans og sovéskra ráðamanna snerust einkum um tæknilegar hliðar afvopnunarmála og þykja hafa skilað umtalsverðum árangri í START- BEÐIÐ EFTIR RIKA FRÆNDA FYRIR VESTAN^/ ^ EKKERT ÖRUGGT ALLT MÖGULEGT íslendingar fá erfiða andstæðinga í HM viðræðunum um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna og CFE-viðræðunum um niður- skurð hins hefðbundna herafla í Evrópu. Þannig hermdu fréttir í gær að minna bæri á milli en áður í deilu risaveldanna um fækk- un stýriflauga á og í höfunum. í Moskvu-viðræðunum var einnig fjallað um hugsanlega sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, kom til Moskvu í gær en v-þýskir ráða- menn hafa hafnað þeirri tillögu Modrows, forsætisráðhería A-Þýskalands, að hið nýja Þýskaland verði óháð og hlutlaust ríki. Ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna sagði í gær- morgun að Sovétstjórnin væri sammá'a þess- ari tillögu austur-þýsku ríkisstjórnarinnar en talið er að Kohl muni einkum leggja áherslu á að sameining ríkjanna ógni ekki öryggis- hagsmunum Sovétmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.