Morgunblaðið - 11.02.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.1990, Qupperneq 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 EFNI Einar verður með EINAR Þoi-varðarson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, verður með á heimsmeistaramót- inu í Tékkóslóvakíu, sem hefst, 28. þessa mánað- ar. Einar fékk nýrnasteinakast á dögunum, fór til Óslóar í aðgerð og á laugardagsmorgun kom í ljós að hún hafði heppnast vel. Sprengdur var nýmasteinn í Einari með hljóð- bylgjum og brotin gengu niður aðfaranótt laugar- dags. Hefði það ekki gerst hefði Einai' þurft að fara í uppskurð og þar með misst af heimsmeistaramót- inu. Hann er væntanlegur til landsins í dag, sunnu- dag, og getur byijað að æfa á ný fyrir mótið af full- um krafti seinni hluta þessarar viku. Miðstjórnarfimdur Alþýðubandalagsins: Harðar deilur um kjör fulltrúa ABR á ftmdinum HARÐAR umræður urðu á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins á fostudagskvöld um kosningu manna til miðstjómar og rétt félaga í Reykjavík til að kjósa menn í miðstjórnina. Samkvæmt því, sem Ríkisútvarpið skýrði frá, efaðist Mörður Árna- son, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra, um að Alþýðubandalagsfélag- ið í Reykjavík hefði rétt til að velja fúlltrúa í miðstjórn. I lögum félags- ins væri gert ráð fyrir að það sé í verkahring fulltrúaráða að kjósa í miðstjórn og í Reykjavík væri ekkert fulltrúaráð. Það væri því eðlilegt að kanna lögmæti þess að ABR kysi fúlltrúa sérstaklega þegar haft væri í huga að þijú félög störfúðu í Reykjavík. Tveir bát- ar lentu í árekstri á Breiðafirði Stykkishólmi. GARÐAR II SH 164 og Þórsnes 11 SH 109 lentu í árekstri í slæ- mu skyggni á Breiðafirði um kl. sjö á laugardagsmorgun. Ekki urðu slys á mönnum, en dæld kom á sfjórnborða á Þórsnes- inu. Garðar var á landsstími, en Þórsnesið að búa sig undir að draga inn línuna, þegar árekst- urinn varð. Jónas Sigurðsson skip- stjóri á Þórsnesinu vildi ekkert um málið segja, en hann kom með skip sitt til Stykkishólms um kl. 14. Árni Skyldusparnaður: Vextir hækka úr 5 í 5,9% Ríkisstjórnin hefúr ákveðið að hækka innlánsvexti af skyldu- sparnaðarreikningum úr 5 í 5,9%. Félagsmálaráðherra segir hækk- unina miðast við kjör lífeyrissjóða hjá Húsnæðisstofnun. Lögum samkvæmt tekur ríkis- stjórnin ákvörðun um vexti af skyldusparnaði til eins árs í senn að fenginni umsögn Seðlabanka. Vext- irnir voru þó breytilegir á síðasta ári, fóru úr 6,8% í 6% og síðast 5%. Hagur eigenda skyldusparnaðar vænkast því nokkuð nú. Steingrímur J. Sigfússon, fundar- stjóri og formaður miðstjómar, úrskurðaði að allir hefðu rétt til setu á fundinum þar til annað kæmi í ljós. Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, undi þessari niðurstöðu ekki og vildi að Steingrímur tæki af skarið strax um setu fulltrúanna. Ásmundur sagði að Birtingarmenn hefðu ekki gert at- hugasemdir við kjör þessara fulltrúa þegar þeir voru kjömir og margir þeirra hefðu tekið þátt í kosningun- um. Birtingarmenn sögðust hafa gert athugasemdir við kjörið, sem fram fór á tveimur félagsfundum ABR og það hefði verið með öllu ólögmætt. Hópur fulltrúa ABR og fleiri gengu af fundi um tíma og minnstu munaði að þeir hyrfu á braut í mót- mælaskyni og samkvæmt upplýsing- um útvarpsins má segja að tveir fundir hafi staðið yfir samtímis, ann- ar í sal og hinn úti á gangi. Æsku- lýðsfylkingin lagði fram kröfu um að stofnað verði fulltrúaráð í Reykjavík og samkvæmt lögum flokksins verður það gert. Bima Þórðardóttir sagði að Birt- ingarmenn hefðu samþykkt kjör ABR-fulltrúanna. „Lýðræðið er það, góðir félagar, að viðurkenna úrslit allra kosninga, hvort svo sem menn tapa eða sigra," sagði Bima. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, kvað upp þann úrskurð að ekki væri rétt að breyta þessu kjöri. Hins vegar væri rétt að skoða nánar stofnun fulltrúaráðs í Reykjavík. Að lokum var kosið um málið, þrjátíu og sjö voru samþykkir kjöri ABR-fulltrúanna, einn var á móti og aðrir sátu hjá. Magnús J. Ámason, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fór fram á að félagar ABR og Birtingar reyndu framvegis að leysa sín mál í héraði. „En mikið afskaplega hefur það tekið mig sárt að horfa upp á fíflaganginn í ykkur í kringum kosn- ingaundirbúning að undanfömu og ég hef gmn um að ég sé ekki einn um það,“ sagði Magnús. Magnús sagði, að það hallaði ekk- ert á félögin í þessum efnum og það gæti vel verið, að menn dásömuðu lýðræðið, en hann hefði aldrei skilið það svo, að það fælist í því að klóra augun úr félögum sínum og baktala þá. „Þá vil ég frekar hafa pínulítið af gamla Stalín hér,“ sagði Magnús J. Ámason. Margt bendir til að útvarpsstöðvunum fækki: Ójöfii samkeppni á útvarpsmarkaðnum Talsverður munur hefur verið á þróuninni í samkeppninni um hylli sjónvarpsáhorfenda annars vegar og útvarpshlustenda hins vegar frá því útvarpsfrelsi komst á 1986. Ríkissjónvarpið hefúr einn öflugan keppinaut, Stöð 2, sem veitir því harða samkeppni bæði á sviði dagskrárgerðar og fréttaflutnings. Hljóðvarp RUV hefúr hins vegar yfirburðastöðu og samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun segist nærri helmingur útvarpshlustenda hlusta mest á Rás 1 eða Rás 2, en Bylgjuna, vinsælustu einkastöðina, nefúdu 23% í sömu könnun. Ymsar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessum mun. Ein er sögð sú, að einka'nljóðvarps- stöðvamar, sem keppa við RÚV, séu alltof margar á meðan Stöð 2 hefur ein keppt við Ríkissjónvarpið. Frá því að útvarpsfrelsi kom hér á hafa verið veitt fimmtán leyfi til þess að reka almennt út- varp. Þrjú þeirra voru aldrei nýtt, og nokkrar stöðvar hafa dottið upp fyrir vegna fjárhagsvandræða. Nú eru það einkum Bylgjan og Stjarn- an, stöðvar íslenzka útvarpsfélags- ins, EFFEMM og Aðalstöðin, sem keppa við ríkishljóðvarpið. Staða Islenzka Útvarpsfélagsins er talin nokkuð góð, bæði fjárhagslega og hvað hlustun varðar. Hinar stöðv- amar standa miklu verr samkvæmt heimildum Morgunblaðsins og EFFEMM mun vera til sölu. Stöðvunum gæti því farið fækk- andi. Margt virðist benda til að auglýsingamarkaðurinn beri ekki með góðu móti nema eitt útvarps- fyrirtæki auk Ríkishljóðvarpsins. Áð slíkri stöðu var stefnt er sterk- ustu einkastöðvamar, Bylgjan og Stjarnan, ætluðu að leggja saman á síðasta ári en það fór öðru vísi en ætlað var og Aðalstöðin var stofnuð auk hinna tveggja, sem átti að sameina. Marg- ir spá því að svo muni fara um síðir að Is- lenzka útvarpsfélagið verði á ný eini keppinautur RÚV sem talandi er um, búið að styrkja sig í sessi frá því að það hóf rekstur Bylgj- unnar, fyrstu fijálsu stöðvarinnar. Önnur ástæða fyrir því, að einka- sjónvarpsrekstur gengur betur en hljóðvarp, er eflaust sú að Stöð 2 getur nýtt sér tæknina til þess að mgla útsendingar sínar og inn- heimta áskriftargjöld af þeim, sem vilja sjá dagskrána óruglaða. Þetta geta einkahljóðvarpsstöðvamar ekki gert og verða því eingöngu að treysta á auglýsingamarkaðinn, sem hefur skroppið saman og auk þess er RÚV þar fyrir. Yfírburðastaða ríkishljóðvarps- ins - sem verður ekki breytt jafn- vel þótt það eignist einn sterkan keppinaut - felst einkum í því að nefskattur, afnotagjald, er lagður á alla eigendur viðtækja í landinu. Enginn kemst undan því að greiða afnotagjaldið, og RÚV á lögveð í öllum viðtækjum fyrir skattinum. Það er athyglisvert að athuga hækkun afnotagjalda RÚV miðað við framfærsluvísitölu undanfarin ár, en hana má sjá á meðfylgjandi línuriti. Nokkram mánuðum eftir stofnun Bylgjunnar taka afnota- gjöldin stökk og segja skilið við kúrfu framfærsluvísitölunnar. RÚV hefur einnig fengið beint framlag úr ríkissjóði, meðal annars í formi niðurfellingar skulda. Eig- endur útvarpstækja og aðrir skatt- greiðendur standa því að miklu leyti undir kostnaðinum við rekstur RÚV, sem hefur stóraukizt á tíma fijáls útvarps með lengri og fjöl- breyttari dagskrá. Bent hefur verið á, að afnotagjöld Stöðvar 2 hafí hækkað mun hraðar en hjá RÚV upp á síðkastið, en þau er enginn skyldugur að borga og væntanlega er áskriftin að Stöð 2 liður, sem fær fljótt að fjúka í heimilisbók- haldinu þegar þrengist í búi. í þessu ljósi þarf að skoða yfir- burðastöðu RÚV og vandræði einkastöðvanna. Auðvitað ber á það BAKSVIÐ eftir ÓlafÞ. Stephensen Hækkun afnotagjalda RÚ miöað við framfærsluvís júlí 1985 til jan.1990 V tölu Afnotagjald RÚV—i 400 ar Framfærs uvísitala Heimild: Hagstofa íslands J85J86 J'87 J'88 J89 J'90 að líta, að Ríkisútvarpið hefur sam- kvæmt útvarpslögum sérstökum menningarlegum skyldum að gegna og því ber einnig að ná til allra landsmanna af öryggisástæð- um. Hins vegar má spyija, og er lesendum látið eftir að svara: Ef RÚV verður að halda úti langri og dýrri dagskrá á tveimur hljóð- varpsrásum í samkeppni við einka- stöðvamar til að gegna menningar- legu hlutverki sínu, gegndi það þessu hlutverki þá illa eða ekki þegar dagskráin var styttri og fá- breyttari og auk þess engar aðrar útvarpsstöðvar til að sinna léttmet- inu? RÚV átti að fá tvær 3% gjald- skrárhækkanir á þessu ári, en nú er óvíst hvort af þeim verður vegna kjarasamninga. Þetta er talið kosta RÚV um 100 milljónir króna. Út- varpsstjóri segir að fáist þessar hækkanir ekki, verði að ganga á dagskrána. Menn verða væntan- lega að svara því hver fyrir sig, hvort þeir kjósa heldur, hækkun á nefskattinum eða styttri dagskrá. Gróðurhúsaáhrifin ►ísland að kólna og leið koltví- sýrings í hafdjúpin er hér í norður- höfum /10 Beðið eftir ríka frænda fyrirvestan ►Bjöm Bjamason, aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins var nýverið á ferð um A-Evrópu og í fýrstu grein sinni segir hann frá því hvemig A-Þýskaland kom honum fyrir sjónir/Í2 Ekkert öruggt en allt mögulegt ►Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik er i þann veginn að bresta á. fslenska landsliðið er á lokastigi í undirbúningi sínum fýr- ir keppnin með leikjum við rúm- enska landsliðið í dag og eftir helg- ina. Logi Eiðsson íþróttafrétta- maður spáir í möguleikana. /16 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-24 Smiðjan ► Mismunandi byggingarstig/2 Verktakasambandið ►Betri horfur í byggingariðnaði heldur en jarðvinnsluiðnaði/12 Hýbýli/Garður ►Helgi Eiríksson skrifar um ljós og liti/22 ►Morgunblaðið heimsækir ósköp venjulegan stigagang í fjölbýlis- húsi í Skaftahlíð og ræðir við íbú- anna um lífið ogtilveruna/1 Á yðar valdi ►Fjöldi dýra og fugla stendur frammi fyrir tortímingu og fjöida- samtök víða um heim vinna að björgun þeirra. Á sama tíma er útrýming ákveðinna dýrategunda enn markmið í íslenskum lögum/ 6 Líkið í f rystikistunni ►Umdeilt morðmál skiptir Sviss- lendingum í fylkingar/12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Afmæli 16c Dagbók 8 ýjölmiðlar 18c Hugvekja 9 Myndasögur 20 Leiðari 20 Stjömuspá 20 Helgispjall 20 Brids 20c Reykjavíkurbréf 20 Skák 20c Minningar 32 Dægurtónlist 22c Fólk í fréttiyn 34 Kvikmyndir 23c Karlar 35 Menningarstr. 24c Útvarp/sjónvarp 36 Bíó/dans 27c Gárur 39 Vetvakandi 28c Mannlífsstr. 9c Samsafnið 30c Minningar I4c Bakþankar 32c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.