Morgunblaðið - 11.02.1990, Side 13

Morgunblaðið - 11.02.1990, Side 13
1Í3I Magdeburg er nokkra tugi kílómetra austan við landamæri A- og V-Þýskalands. Þang- að koma nú margir að vestan sem vilja reyna fyrir sér í við- skiptum fyrir austan. Ætlun okkar var að líta á borgarlíf- ið og dómkirkjuna. Við leiðina af hraðbrautinni inn í borgina var varðskýli og stóðu tveir hermenn eða lögreglumenn í því. Þeir létu okkur afskiptalausa. Þegar við renndum bílnum að kirkjunni komu tveir ungir piltar hlaupandi og vildu selja okkur kort af borginni sem við keyptum fyrir 5 vestur-þýsk mörk. Við höfðum ekki fyrr lagt bílnum en nokkrir krakkar, líklega 12 ára, birtust og vildu selja okkur blöð eða póstkort og skoðuðu bílinn í krók og kima. Við buðum þeim banana sem þau þáðu með þökkum og sá sem var framhleypnastur spurði hvórt hann mætti setjast inn í bílinn, sem var öllu stærri en Trab- antamir og Wartburgamir sem settu mestan svip á vegina. Honum þótti hlýtt inni í bílnum og vítt til veggja enda vorum við á Volks- wagen-rúgbrauði. Síðan spurði hann, hvort við ættum einhver göm- ul blöð handa sér. Við gáfum honum Der Spiegel og Frankfurter Allge- meine og héldum síðan að skoða dómkirkjuna. Hún er illa á sig kom- in eins og flestar gamlar byggingar í A-Þýskalandi sem við sáum fyrir utan þær sem gerðar hafa verið upp í Berlín. Hópur fólks var að skoða kirkjuna, sem var full af einhveiju drasli, undir leiðsögn. Við höfðum stutta viðdvöl en þegar við héldum að bílnum gengu tveir strákar að okkur og spurðu, hvort við vildum kaupa af þeim póstkort. Við tókum myndir af þeim og gættu þeir þess að póstkortið með mynd af dóm- Á spjaldinu sem var við þjóðveginn norður af Jena er ungt fólk hvatt til að kjósa ekki kommúnistaflokkinn í komandi kosningum og einnig er hvatt til sameiningar Þýskalands. Eftir að við höfðum stöðvað til að taka myndir af spjaldinu sáum við konur í verksmiðju- húsinu til hægri klappa fyrir okkur. Á bílnum var vestur-þýskt núm- er og víða stóðu spjöld, þar sem íbúar V-Þýskalands voru boðnir sérstaklega velkomnir og menn sýndu hug sinn með því að flagga með v-þýska fánanum. gera. Báturinn var við landfestar og einhver um borð sem virtist vera að hita kaffi. Við múrinn var hópur fólks að'höggva í hann til að ná sér í flísar úr honum. „Við köllum þetta fólk múrspætur," sagði Holger Húbner frá borgarastjóraskrifstof- unni í V-Berlín, sem var fylgdar- maður okkar. Hann hafði jafn mik- inn áhuga á því og við að sjá og heyra, hvað væri að gerast við múrinn, þar sem eitthvað nýtt bæri þar við á hveijum degi. „Eg hefði aldrei trúað að ég ætti eftir að verða vitni að þessu. Þetta er með ólíkind- um,“ sagði hann, þegar við gengum að múrnum og smeygðum okkur austur fyrir hann á árbakkanum. Nokkur hópur fólks var þarna austan við múrinn, tók myndir og litaðist um. Ég spurði Húbner, hvort ekki væri hættulegt að vera þarna vegna þess að sprengjur hefðu ver- ið settar í jörðu. Hann sagði, að við múrinn í Berlín hefðu aldrei verið settar neinar jarðsprengjur. Hins vegar væru þær annars staðar á landamærum Austur- og Vestur- Þýskalands. Tveir a-þýskir verðir gengu í áttina að okkur og báðu okkur vinsamlega að fara aftur í staðinn fyrir múrinn voru a-þýskir hermenn að sefja upp vírnet á mörkum austurs og vesturs, en sögðu að það myndi ekki duga nema í 2 mánuði. Á dómkirkjutorginu í Magdeburg voru þessir strákar að selja póstkort. Til að gleðja okkur við myndatökuna brá annar þeirra upp korti af dómkirkjunni um leið og smellt var af. Höfuðstöðvar öryggislögreglunnar, Stasi, sem nú eru á valdi borgara- nefndar. Fólk hefiir sýnt hug sinn með því að mála heiti Securitate, hinnar illræmdu öryggislögreglu Ceaucescus, á bygginguna. kirkjunni sæist vel á myndinni. Síðan ókum við aftur út á hrað- brautina án þess að verðirnir tveir í skýlinu skiptu sér nokkuð af okk- ur. Þarna töldum við okkur hafa sannreynt að minnsta kosti tvennt: A-þýsk yfirvöld skipta sér ekki lengur af þeim útlendingum, sem aka út af hraðbrautunum. Verðir þeirra gæta ekki að því hvort ferða- menn hafi nauðsynlega áritun í vegabréfi sínu til slíkra ferða. Ungl- ingar og krakkar eru farin að stunda viðskipti við ferðamenn, vísir að einkaframtaki er orðinn til og yfirvöldin líða hann. Þetta eru smáatriði en voru mikilvæg í okkar huga. Annars vegar hafði verið los- að um tök lögregluríkisins og hins vegar var ríkið farið að þola mönn- um að afla sér tekna að eigin frum- kvæði. Unga fólkið var tekið að feta af forsjárbraut ríkisins. Við múrinn Ég hafði síðast verið í Vestur- Berlín sumarið 1988. Þá fylltist maður óhugnaði, þegar komið var að múrnum þar sem áin Spree tók við af honum hjá horninu á þing- húsinu, Reichstag. Þarna hafa verið reistir krossar til minningar um þá, sem týndu lífi þegar þeir reyndu að komast í frelsið. Um sumarið stóðu varðmenn á hinum bakka Spree og fylgdust með ferðum manna fyrir vestan úr kíki og hið sama var að segja um varðmenn í turni við múrinn. Lögreglubátur sigldi um ána. Nú var allt öðru vísi um að litast. Enginn sást í varð- turninum, tveir menn stóðu að vísu hinum megin við ána en virtust ekki vita, hvað þeir ættu af sér að vestur fyrir. Þeir fóru sér að engu óðslega og stilltu sér upp til mynda- töku með þeim sem þess óskuðu. Andrúmsloftið var ákaflega frið- samlegt og laust við alla spennu. Ég tek undir með Húbner, að aldr- ei datt mér í hug, þegar ég fylltist hiyllingi við múrinn fyrir 18 mánuð- um, að ég gæti gengið þarna um eins og á hveijum öðrum vinsælum ferðamannastað. Við gengum að Brandenborgar- hliðinu. Múrinn lokar því enn, hins vegar er unnt að ganga yfir mörkin sitt hvorum megin við hliðið, en aðeins Þjóðveijar mega nota þau hlið. Útlendingar þurfa enn að fara yfir á Checkpoint Charlie eða um neðanjarðarbrautarstöð í Friedrich- strasse. Þjóðveijar geta einir farið fótgangandi yfir mörkin við Brand- enborgarhliðið en hins vegar geta þeir ekið á bílum sínum í gegnum gat á múrnum á hinu fræga Pots- damer Platz, sem eitt sitt myndaði glæsilegustu krossgötur Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þar er nú óbyggt svæði í hjarta Berlínar. Höggin frá múrnum mynduðu und- arlegan hljóm sem í senn var holur en í honum festa. Var engu líkara en loftið titraði. Er sagt, að niður- inn hafi borist inn á sjúkrastofuna hjá Erich Honecker í Charité- sjúkrahúsinu, sem er háhýsi skammt austan við múrinn og greinilega reist til að ganga í augun á íbúunum fyrir vestan. Síðan var skýrt frá því að Honecker og kona hans hefðu fengið inni á heimili mótmælendaprests, en það fylgdi fréttinni að þau þyrftu sjálf að greiða fyrir mat og húsnæði. í Kreuzberg-hverfinu komum við að þar sem hermenn voru að fjar- lægja heil stykki úr múrnum. Þau eru með skrautlegum myndum, sem múrspæturnar höfðu ekki hoggið á brott og stykkin ætla Austur-Þjóð- veijar að selja í góðgerðarskyni að ' eigin sögn. I staðinn fyrir múrinn settu þeir upp þéttriðið og þykkt vírnet. Við gengum þarna á milli þeirra. Heldur þótti þeim þetta til- gangslítið starf og sögðu, að netið myndi í mesta lagi endast í 2 mán- uði. Þarna voru V-Berlínarbúar að fylgjast með og heyrði ég, að þeir voru einnig þeirrar skoðunar, að á bakvið múrinn væri jarðsprengju- belti en Húbner leiðrétti þann mis- skilning. Það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdist með því, sem var að gerast þarna við múrinn, að það hafði djúp tilfmningaleg áhrif á alla. Að sjá þetta smánartákn ófrelsisins sundurhoggið og vandræðalega verðina við það var í raun ævintýra- legt. Samtöl við Berlínarbúa leiddu í ljós að innra með þeim bærðist ótti um að breytingin í borginni væri ekki varanleg. „Ég trúi þessu ekki og er alltaf með einhveija ónotatilfinngu," sagði einn þeirra. Ekki mætti gleyma því, að enn væru tæplega 400.000 sovéskir hermenn í A-Þýskalandi. Skammt fyrir norðan borgina Jena ókum við framhjá stórri sovéskri herstöð. Þyrlur flugu yfir höfðum okkar og herflutningavagnar töfðu fyrir um- ferð. Stöðin blasti við augum enda hefur útlendingum og öðrum líklega verið bannað að fara um þessa sveitavegi áður og því ekki þótt ástæða til að fela hana. Var þetta í eina skiptið í ferðinni sem okkur fannst við vera undir eftirliti, þar sem rússneskur heijeppi fylgdi okk- ur eftir. í kaldakoli Það var engum vandkvæðum bundið að fara í gengum hliðið í Checkpoint Charlie. Við gerðum það oft dagana sem við voru í Berlín enda bjuggum við fyrir vest- an en vildum kynnast því sem var að gerast fyrir austan. Sumarið 1988 var leitað gaumgæfilega í bílum sem fóru að austan enda var þá verið að keppast við að halda fólkinu í A-Þýskalandi með valdi. Nú hafði allt verið galopnað enda flúðu 2.000 til 3.000 manns á dag vestur yfir í janúar, eða um 60.000 til 90.000 manns á fyrsta mánuði ársins. Þessi staðreynd þrýstir ákaf- lega á austur-þýska ráðamenn. Þeir ákváðu að flýta kosningunum sem áttu að vera í maí til 18. mars í von um að ný stjórn gæti staðið þannig að málum, að fólk hætti að greiða atkvæði með fótunum og yfirgefa landið. Hvergi sést það raunar betur en með því að bera saman ástandið í A- og V-Þýskalandi hvílíkur hemill marxismi, kommúnismi eða sósíal- ismi hefur verið á öllum sviðum þjóðlífsins. Það er sama hvert litið er fyrir austan, alls staðar eru þeir langt á eftir frændum sínum fyrir vestan; nægir að bera saman Wart- burg og Mercedes Benz til að átta sig á þessum mikla mun. Þarna er ekki um mismunandi upplag fólks- ins að ræða heldur mismunandi tækifæri við ólík þjóðfélagskerfi. Það er fráleitt að ætla að A-Þjóð- veijar nái frændum sínum fyrir vestan nema þeir fái sömu tæki- færi, lausir undan miðstýringu og áætlunarbúskap. Eftir áróður gegn kapítalisma í rúm 40 ár er skiljan- legt að ýmsir óttist, hvað breyting á þjóðskipulaginu hafi í för með sér. Vinstrisinnar ala að sjálfsögðu á þessum ótta. Þótt þeir telji sig ekki lengur kommúnista og flokkur- inn hafi nú skipt tvisvar um nafn í von um að ganga betur í augun á kjósendum, er kjaminn í stefnu gamla valdaflokksins, SED, enn að halda í skipulagshyggjuna, þótt leyfa eigi eignarrétt og heimila er- lendum fyrirtækjum aðild að at- vinnurekstri í landinu. Hvorugt gengur nægilega langt til að lyfta þjóðfélaginu úr hinni efnahagslegu eymd. „Við lítum þannig á, að það þurfi að byija á núlli í A-Þýska- landi,“ sagði v-þýskur bankamaður við okkur í Berlín. „Þeir hafa ekk- ert að bjóða og skortir alla kunn- áttu til að reka fyrirtæki með skyn- samlegum og arðbærum hætti.“ Af pólitískum umræðum í A-Þýskalandi má ráða, að þeir telji 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.