Morgunblaðið - 11.02.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 11.02.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 BEÐIÐ EFITR RÍKA FRÆNDA VESTAN Austan við Berlínarmúrinn, hjá þinghúsinu, Reichstag. A-þýskir verðir leyfðu fólki að vestan að fara í gegnum göt á múrnum eða fyrir endann á honum við ána Spree. ÁFERÐ í AUSTUR-ÞÝSKALANDI sig helst geta öðlast traust kjós- enda, sem sýni fram á að breyting- in frá miðstýringu sósíalismans yfir í félagslegan markaðsbúskap, með áherslu á orðið félagslegur, hafi sem minnsta röskun á högum fólks í för með sér. Eins og skiljanlegt er veltir almenningur því fyrir sér, hvað gerist þegar niðurgreiðslur á öllum sviðum verða afnumdar. Þeir sem skipta vestur-þýskum mörkum í austur-þýsk í bönkum fyrir vestan á genginu 1 á móti 6 í stað 1 á móti 1 geta auðvitað keypt varning fyrir austan á hlægilega lágu verði. í sjónvarpsþætti heyrði ég talsmenn stjórnvalda rökstyðja nauðsyn þess að hætta niðurgreiðslum á barna- fatnaði með því að nú kæmi fólk að vestan og keypti hann á hinu lága verði. Húsaleiga er niðurgreidd og matvæli. Hvort tveggja er hins vegar af skomum skammti, hús- næði og matur. Framleiðslukerfið er í molum, járnbrautakerfið að ryðga niður. Það var sorglegt að aka um götur hinna fornfrægu borga Erfurt og Weimar og sjá gömul glæsihýsi í niðumíðslu. Umhverfið vakti síður en svo áhuga á að nema þar stað- ar. Og svo er það mengunin: 54% af skógum í A-Þýskalandi eru sýkt eða veik. í Dresden var opnað nýtt hótel við svartar rústir hallarinnar nú um áramótin. Það er óvenjulega glæsilegt og reist af vestrænum verktaka og áreiðanlega ekki unnt að gista þar nema með því að greiða hátt verð í annarri mynt en austur- þýskri. Fólk gekk í hópum í kring- um það og virti fyrir sér og við aðaldymar var vörður sem meinaði því inngöngu. Hann sagðist ekki heldur geta hleypt okkur inn, það myndi valda óánægju meðal mann- fjöldans. Við gætum fengið að skoða hótelið eftir 1. febrúar. Yfir- bragðið var einna fijálslegast í Leipzig og í skjóli Tómasar-kirkj- unnar eru vinaleg kaffihús í evr- ópskum stíl, sem við sáum ekki annars staðar, ekki einu sinni í A-Berlín, þar sem áhersla sýnist hafa verið lögð á að apa eftir versl- unarhverfunum í V-Berlín. Við fór- um í Nicolai-kirkjuna í Leipzig, þar sem fólkið hópaðist upphaflega saman til að mótmæla stjórnvöldum og gerir enn á mánudagskvöldum. Hún er hvítmáluð að innan og fal- leg. Þar eru spjöld með upplýsing- um um flokka eða félög og ljós- myndir úr einu af fangelsum örygg- islögreglunnar, Stasi. Flokkar hafa sprottið upp eins og gorkúlur en sósíal-demókratar virðast best skipulagðir í A-Þýska- landi fyrir utan kommúnista sem hafa auðvitað enn undirtökin í landinu öllu, þótt fólkið fylgi þeim ekki að málum. Draumur þýskra sósíal-demókrata er að sigra í kosn- ingunum í A-Þýskalandi í mars og Hvarvetna við múrinn voru brot úr honum til sölu. síðan í þingkosningunum i V-Þýskalandi í desember. „Við skulum vaxa saman,“ segir Willy Brandt, hinn gamalreyndi foringi jafnaðarmanna. Hins vegar hefur Oskar Lafontaine, væntalegt kansl- araefni v-þýskra sósíal-demókrata, verið heldur kuldalegri í garð A-Þjóðveija, þótt það viðhorf hans eigi vafalaust eftir að breytast. Fyrir austan hefur verið samþykkt að stjórnmálamenn að vestan eigi ekki að hafa afskipti að kosningun- um í mars, en meðal annarra hefur Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, ákveðið að hafa þá samþykkt að engu og segist reiðubúinn til að veita Þjóðveijum fyrir austan rausnarlega efnahagsaðstoð. Ríkidæmi V-Þjóðverja er mikið og þetta vita frændur þeirra fyrir austan. Auðveldasta leiðin út úr örbirgð kommúnismans væri ein- faldlega að sameinast V-Þýskalandi og gefa fyrirtækjum þar tækifæri til að ráðast í endurreisn austur- hlutans. Stefnir allt í átt til samein- ingar, sem gæti að lokum leitt til meiri sjálfstjórnar einstakra landa innan hins nýja sambandsríkis og sem fyrirmynd nægir að nefna sjálf- stæði Bæjaralands innan vestur- þýska sambandslýðveldsins. Síðan kæmi það í hlut ríkja í austri og vestri að semja um fækk- un herafla og stöðu hins nýja ríkis í öryggismálum. Evrópubandalagið Þegar við komum að stórhýsi kommúnistaflokksins í ly'arta Austur-Berlínar voru járniðnað- armenn í óða önn að taka niður flokksmerkið af húsinu með raf- suðutækjum. Flokkurinn hefur skipt tvisvar um nafn síðan í nóvember. hefur þegar skuldbundið sig til að veita A-Þjóðveijum sérstök kjör. Upplausnarástand í A-Berlín hefur ríkið látið öðrum stjórnmálaflokkum en kommúnist- um í té hús nokkurt í miðborginni og kallast það Lýðræðishúsið. Þar hafa hinir ólíku stjórnmálaflokkar samastað og þar eru salir, þar sem stjórnarandstaðan getur ráðið ráð- um sínum við hringborð — hring- borðsumræður hafa orðið til þess að koma í veg fyrir óeðlilegt spennuástand og við hringborðið hafa kommúnistar hörfað úr einu víginu í annað. Nú gengur Egon Krenz, arftaki Honeckers, um götur A-Berlínar eins og hver annar borg- arbúi og ræðir gjarnan við fólk í verslunum. Þegar við heimsóttum Lýðræðis- húsið stóðu þar yfir umræður um, hvort stjórnarandstaðan ætti að setjast í ríkisstjórn með kommúnist- um. Eins og kunnugt er ákváðu flokkarnir að gera það með ákveðn- um skilyrðum og til að tryggja stöð- ugleika. Blaðamenn biðu í hópum fyrir utan fundarsalinn og við geng- um upp a efri hæðir og knúðum dyra hjá stjórnmálaflokkunum. Þar svöruðu okkur æstir menn, sem sögðust því miður ekki hafa neinn tíma tii að ræða við okkur, við hlyt- um að skilja, að þeir hefðu ijðrum hnöppum að hneppa á þessari úr- slitastundu. Við stórhýsi kommún- istaflokksins voru verkamenn önn- . um kafnir við að rífa niður flokks- merkið. Við fórum í afgreiðsluna og spurðum, hvort unnt væri að hitta einhvern talsmann flokksins. Þeir voru allir á fundi og sagðir verða áfram á fundum. I alþjóðlegu blaðamannamiðstöð- inni var efnahagsráðherrann, frú dr. Christa Luft, að skýra frá áformum um að laða erlent fjár- magn inn í landið en með þeim skilyrðum að útlendingar mættu ekki eiga meira en 49% í fyrirtækj- um. Vakti slíkt tilboð lítinn áhuga. Var jafnvel talið að dr. Luft yrði ekki lengi enn í embætti sínu. Hún þótti róttæk þegar hún hóf afskipti af stjómmálum eftir fræðistörf en nú þykir hún ekki ganga nógu langt. Stórfyrirtæki á borð við Volks- wagen hafa uppi ráðagerðir um að fjárfesta í Austur-Þýskalandi og hefja þar bílaframleiðslu. Líklegt er að fyrstu erlendu fyrirtækin sem þar festi rætur stundi hótel- og veitingarekstur, svo sem við strönd Eystrasaltsins, en þangað sækja Berlínarbúar í sumarleyfum. Sigurvegarinn og Stasi Við héldum að hinu risavaxna rússneska minnismerki í einu að hverfum Berlínar. Það er hrikalegt tákn _um sigur Rússa yfir Þjóðveij- um. Á dögunum urðu þar mótmæli og sögðu kommúnistar að nýnasist- j ar hefðu staðið fyrir þeim. Þetta þótti með ólíkindum, þar sem verð- ir gæta garðsins og minnismerkis- ins. Talið er, að kommúnistaflokk- urinn hafi sjálfur staðið fyrir þessu sem tilraun til að styrkja stöðu sína með því að höfða til hins gamla áróðurs síns, að án kommúnisma yrði fólkið nasistum að bráð. Þetta dugar ekki einu sinni lengur til að halda lífi í kommúnismanum, sigur- inn yfir nasismanum hefur breyst í ósigur íbúa Austur-Þýskalands. Þarna við minnismerkið kom í hug- ann spurning Berlínarbúa, þegar við heimsóttum hinn dapurlega pólska markað í Vestur-Berlín: Hver sigraði í stríðinu? Á leiðinni út úr garðinum spurðum við mann nokkurn, sem stóð þar í skjóli und- an rigningunni, hvað honum þætti um þetta mikla minnismerki. Svarið var stutt og laggott: „Irre“ — della! Við spurðum hann vegar til höfuð- stöðva Stasi, öryggislögreglunnar, sem fólkið hafði lagt undir sig nokkru áður. Hann vissi nákvæm- lega, hvernig við kæmust þangað. Við ókum að mannauðum og ljós- lausum byggingunum þarna um kvöldið. Þær voru eins og dauðs manns gröf en í raun er þetta heilt hverfi, þar sem 20.000 til 30.000 manns unnu á degi hveijum við hvers kyns eftirlitsstörf. Skjalahill- urnar eru sagðar vera 12 km á lengd. Næsta dag fórum við aftur á þessar slóðir og vildum fá að skoða okkur um innan dyra. Eftir að almenningur réðist á bygging- una hefur hún verið á valdi sér- stakrar borgaranefndar, sem nýtur aðstoðar almennrar lögreglu. Við þröngan innganginn sátu karl og kona frá borgaranefndinni sem leyfðu okkur að fara inn í biðstofu en þangað kom lögregluþjónn sem spurði, hvort við ættum erindi við einhvern sérstakan. Við sögðumst vera komnir alla leið frá íslandi til að skoða þetta hús og vildum gjarn- an fá að líta í skjöl um ísland eða íslensk málefni, hvort við fengjum ekki leyfí til þess. Lögregluþjónninn hvarf á braut. Nokkur stund leið, þar til hann kom aftur og sagðist því miður ekki að hafa fengið heim- ild til að hleypa okkur inn í húsið. Fyrir utan hittum við mann, sem hélt á tveimur plastpokum og var fatnaður, inniskór og blöð í pokun- um. Við tókum hann tali. Hann sagðist ekki vera neinn blaðafull- trúi. Hann hefði aðeins verið að ná í dótið sitt í gömlu skrifstofuna sína. Nú hefði sér verið sagt upp störf- um, hann væri atvinnulaus og vildi að minnsta kosti fá eigur sínar. Það færi engin starfsemi fram í húsun- um, sögusagnir um það væru ekki á rökum reistar. Síðan hraðaði hann sér yfir götuna. Þreytulegur ungur maður kom út úr byggingunni. Hann sagðist vera að koma af vakt fyrir borgara- nefndina og væri á heimleið. Við buðumst til að aka honum heim og þáði hann það með þökkum. Hann sagðist vera járnbrautastarfsmaður og hefði starfsfélagi sinn fengið sig til að vera á vakt í Stasi-húsunum á frívakt, nú væri hann búinn að vaka í næstum sólarhring og væri orðinn dauðþreyttur. Hann sagði að ætlunin væri að breyta húsunum í sjúkrahús, það hefðu „þeir uppi“ ákveðið, og átti þar við stjórnendur borgaranefndarinnar sem sátu líklega við hringborð á efri hæðum Stasi-bygginganna. Við tókum að ræða um lífskjör hans og þær breyt- ingar sem yrðu, ef skipt yrði um stjórn- og efnahagskerfi. Þá eins og jafnan þegar við tókum að ræða þessi mál við íbúa kommúnistaríkj- anna kom í ljós, hve erfitt við áttum með að skilja hver annan. Hug- myndaheimurinn er svo ólíkur. Eg tel, að almenningur fyrir austan átti sig ekki á því, að frelsi og betri lífskjör nást ekki nema með miklum átökum og fórnum. Leiðin verður þó líklega auðveldust fyrir A-Þjóð- veija, af því að þeir eiga ríkan frænda fyrir vestan. Á miðvikudag bauðst hann til að leysa efnahags- vandann með því að stofna til mýnt- bandalags A- og V-Þýskalands á grundvelli v-þýska marksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.