Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 17

Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1990 17 íslenskalandsliðið, með Þorgils Óttar Mathiesen í fararbroddi, á erfitt verkefni fyrir höndum. Gera má ráð fyrir að lið- ið þurfi að vinna a.m.k. fjóra leiki til að tryggja sér sæti á ólympiuleikun- um í Barcelona 1992. Fjórir markverðir beij- ast um þijár stöður í lið- inu. Bergsveinn Berg- sveinson, Leifur Dagf- innsson og Guðmundur Hrafnkelsson, auk Einars Þorvarðarson, sem hefur verið aðalmarkvörður liðsins. langbesta landslið heims og nær allir telja þá örugga um sigur. íslendingar þurfa að sigra í fjórum af sjö leikjum sínum til að vera nokk- uð öruggir áfram í A-keppni en það er þó ekki öruggt. Þeir gætu þó kom- ist af með þijá sigra, líkt og í Sviss, en til þess þurfa úrslitin í hinum leikj- unum að vera afar hagstæð. „Það er í raun ekkert hægt að spá um svona mót. Eitt mark getur skor- ið úr um hvort lið leikur um tólfa sæti eða fimmta sæti. Það eina sem ég tel víst er að Sovétmenn lendi í fyrsta eða þriðja sæti,“ segir Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari. „Til að einfalda þetta getum við gert ráð fyrir því að í keppninni verði þijú lið mjög ánægð, fjögur lið nokkuð án- ægð og hin óánægð,“ segir Bogdan og hlær. Miklar framfarir íslenska landsliðið hefur tekið miklum framförum undanfarin ár og leikmenn á borð við Júlíus Jónasson, Héðin Gilsson, Valdimar Grímsson og Guðmund Hrafnkelsson hafa tek- ið stórstígum framförum. Breiddin hefur aukist og meiðsli lykilmanna ættu ekki að hafa jafn mikil áhrif og fyrir nokkrum árum. Hinsvegar eru í liðinu leikmenn sem íslenska liðið má illa við að missa, til dæmis Einar Þorvarðarson, Kristján Arason og Sigurð Gunnarsson. Ungir leikmenn hafa smám saman fengið fleiri tækifæri, þ. á m. Héðinn Gilsson og Óskar Ármannsson. Héð- inn kom skemmtilega á óvart í Frakklandi er hann tók við hlutverki Alfreðs Gíslasonar í leiknum gegn V estur-Þjóðveijum. „Við höfum fengið fleiri tækifæri sem færa okk- ur aukna reynslu," segir Héðinn Gils- son. „Ég held að það sé engin ástæða til hræðslu. Við erum með gott lið en þetta verður erfitt. Ég geri mér vonir um sigur á Kúbumönnum, Spánveijum, Pólveijum og hugsan- lega Austur-Þjóðveijum og það ætti að skila okkur sjötta sæti,“ segir Héðinn. Af 20 leikmönnum sem eru í lands- liðshópnum fara aðeins 16 til Tékkó- slóvakíu. Líklegt verður að telja að Sigurður Bjarnason, Gunnar Bein- teinsson og Konráð Olavsson verði eftir heima, auk eins af fjórum mark- vörðum og þar má ætla að valið standi á milli Leifs Dagfinnssonar og Bergsveins Bergsveinssonar. Frískari sókn og þéttari vörn Alfreð Gíslason segir að ýmislegt þurfi að laga fyrir keppnina. „Það sem okkur vantar er ferskleiki í sókn- ina, eins og í Frakklandi. Auk þess þurfum við að þétta vörnina. Þrátt fyrir að við séum með breiðan hóp eigum við fáa varamenn í vörn gegn Iiðum á borð við Sovétmenn og Júgó- slava. Ef við ætlum að reyna að skipta inná þá ganga þeir einfaldlega yfir okkur í hraðaupphlaupum," seg- ir Alfreð. Reynslan vegur þungt Islenska landsliðið býr yfir gífur- legri reynslu og flestir leikmenn liðs- ins hafa leikið á annað hundrað landsleiki. Stór hluti hópsins hefur tekið þátt í þremur stórmótum, heimsmeistarakeppni og Ólympíu- leikum og veit því útá hvað þetta gengur. „Við þekkjum hver annan og vitum við hveiju er að búast en það er langt frá því öruggt að við náum góðum leikjum í keppninni. En reynslan er ekki allt, við þurfum líka að geta eitthvað," segir Alfreð Gíslason. BESTA HVAÐ? íbesiaí er fyrirtæki sem sérhæíir sig í hreinlætisvörum. (bestaí býður öll efni og áhöld til ræstinga og hreinlætis. íbístá! VERÐIÐ ÍbestáI ÞJÓNUSTAN Öll hreinsiefni, bón, sápur, hand- þvottakrem og sérefni til hreinsunar. Jani-Jack Moppuvagnar. Mako gólfþvottavélar, vélsópar. Handþurrku- og WC pappír. iBESTAl Nýbýlavegi 18, Kóp. Sími 91-641988 opið 9-18. (bísta) Hafnargötu 61 Ketlavik, sími 92-14313 opið 13-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.