Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 23
Útibússtjórar Þijár stöður útibússtjóra eru auglýstar lausar til umsókn- ar hjá íslandsbanka á Akureyri, Húsavík og í Keflavík. nHlutverk útibússtjóra er að hafa yfirumsjón með rekstri útibúsins, markaðsuppbyggingu þess, arðsemi, inn- og útlánum og fleiru er snertir rekstur þess. Starfið felur þannig í sér náin samskipti við viðskiptavini útibúsins og starfsfólk stoðdeilda bankans, að því er segir í auglýs- ingunni. Flugmenn Flugleiðir hf. auglýsa eftir flugmönnum til starfa. Sett eru þau skilyrði að umsækjendur séu órðnir 21 árs að aldri og hafi atvinnuflugmannsskírteini með blindflugs- réttindum og stúdentspróf. Framkvæmdastjórar Fjölmargir aðilar auglýsa eftir framkvæmdastjórum. Þannig óska landssamtök með umsvif bæði innanlands og utan eftir að ráða framkvæmdastjóra. Fijálsíþrótta- samband íslands leitar að framkvæmdastjóra til að sjá um daglegan rekstur skrifstofu sambandsins, innlend og erlend samskipti, fjármál og fjáröflun, skipulagningu mótahalds og tölvuvinnslu. Lögmannafélag íslands óskar að ráða löglærðan framkvæmdastjóra sem fyrst. Loks má benda á auglýsingar þar sem óskað er eftir fram- kvæmdastjórum til starfa hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð og meðalstóru framleiðslufyrirtæki í Reykjavík. Markaðstjóri Staða markaðstjóra Ferðamálaráðs er laus til umsóknar. Starfíð felst m.a. í að sinna landkynningar- og markaðs- málum innanlands og erlendis, erlendum ferðasýningum og almennri ráðgjöf á sviði ferðamála. Markaðsstjóri er staðgengill ferðamálastjóram, segir í auglýsingu í blaðinu í dag. Tilboð í skautasvell Innkaupastofnun Reykjavíkur f.h. byggingadeildar borg- arverkfræðings óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við 1. áfanga skautasvells í Laugardal. Þar er um að ræða byggingu þjónustuhúss og svellplötu ásamt lögnum fyrir frystikerfi. Sunnudagsferðir Þriðja ferð í Þórsmerkurgöngu Útivistar verður farin í dag. Gengin verður gömul þjóðleið frá Miðdal, yfir Mið- dalsheiði og Bolaöldur að Kolviðarhóli. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá BSÍ. Einnig er ferð frá BSÍ kl. 13.00 og er gert ráð fyrir að hóparnir sameinist við Litlafell þaðan sem gengið verður að Kolviðarhóli. Útivist gengst ennfremur fyrir léttri skíðagöngu í dag og verður lagt af stað frá BSÍ kl. 13.00. Byijendur munu fá sérstaka tilsögn. Ferðafélagið efnir til ferðar kl. 10.00. í Fljótshlíð og að Seljalandsfossi. Kl. 13.00. verður efnt til strand- göngu undir Brimnesi og á sama tíma gefst skíðafólki kostur á að skella sér í skíðagöngu á Mosfellsheiði. TEKJUR LANDSMANNA eftir ALDR11988 1.200 -20 21-25 26-30 31-35 36-41 41-45 46-50 51-55 56-60 61-65 66-70 71-75 76+ára ára Þjóðhagsstofiiun kannar tekjur á árinu 1988: Hækkun írá fyrra ári um 24 % að meðaltali HEILDARTEKJUR einstaklinga voru að meðal- tali 879 þúsund krónur árið 1988, 24,2% hærri en árið 1987 og atvinnutekjur að meðaltali 845 þúsund krónur, 23,3% hærri en árið áður, sam- kvæmt athugun Þjóðhagsstofnunar. Atvinnutekj- ur 20 til 65 ára einstaklinga eru hærri eða að jaftiaði 934 þúsund krónur, hæstar í Reykjanes- umdæmi og lægstar á Norðurlandi vestra. Niðurstöðurnar eru fengnar með athugunum á skattframtölum einstaklinga. Framtöl ársins 1989 eiga við um tekjur 1988 og framtöl 1988 eiga við um tekjur 1987. Meðaltal heildartekna 1988 var 171 þúsund krónum hærra en 1987, þegar það var 708 þúsund krónur. Meðaltal atvinnutekna 1988 var 154 þúsund krónum hærra en 1987, þeg- ar það var 691 þúsund krónur. Atvinnutekjur eru launatekjur, þó ekki reiknuð laun, ökutækjastyrkir, dagpeningar og önnur starfstengd hlunnindi, en á móti hlunnindum eru dregnir frá heimilaðir frádráttarliðir. Heildartekjur eru atvinnutekjur að viðbættum tilfærslutekjum, sem eru einkum greiðslur frá almannatrygg- ingum og lífeyrissjóðum, og fram- töldum eigna- og rekstrartekjum, auk ýmissa smærri tekjuliða. Nokkur munur reyndist vera á atvinnutekjum 20-65 ára einstakl- inga eftir skattumdæmum. Meðalat- vinnutekjur voru hæstar í Reykja- nesi, 987 þúsund krónur, sem er 6% yfir landsmeðaltali, og lægstar á Norðurlandi vestra, 884 þúsund krónur, en það er 7,5% undir lands- meðaltali. Hækkun milli ára var mest á Suðurlandi, 26,5%, en minnst á Vestfjörðum, 16,5%, en atvinnu- tekjur hafa verið hvað lægstar á Suðurlandi og hvað hæstar á Vest- fjörðum. Fáskrúðsfjörður: Netaveiðar að hefjast EFTIR miðjan janúar fóru togar- arnir HofFell og Ljósafell á veiðar og hófst þá vinna í Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar. Afli hjá togurun- um hefúr verið sæmilegur, en þrátt fyrir það vantar hráefiii í frystihúsið. Gerðir eru út þrír bátar og eru tveir að búa sig á net en einn er farinn. Guðmundur var á línu og landaði í gáma, en eftir að þessir bátar hefja netaveiðar verður hluti aflans unninn í salt. Sama er að segja um Sólborgu sem hefur verið á trolli. Á atvinnuleysisskrá eru 17 manns. — Albert Rif: Góður afli þegar gefur MJÖG rysjótt tíðarfar hefúr verið hér á Rifi í janúar og gæftir léleg- ar. Hafa bátar verið í landi þegar veðrið hefúr verið verst. Stærri bátar hafa róið þegar norðaustan- áttin minnkaði, sem hefúr verið nýög ríkjandi í janúar. Afli stærri bátanna hefúr verið ágætur, 12-18 tonn á tvöfalda. línu, þegar vel viðrar. Einnig hefúr verið góður afli hjá smærri bátum þegar gefið hefúr á sjó. Atvinnuástand hér hefur verið með besta móti að undanskilinni síðustu viku janúarmánaðar, sem var mjög erfíð vegna tíðarfars. Nýr 170 tonna bátur, Kópanes SH 702, kom hingað í janúar, sem Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar keypti frá Hrísey og fór hann strax á línuveið- ar. Var hann áður gerður út hjá Þorbiminum hf. í Grindavík og hét þá Sigurður Þorleifsson GK. Skip- stjóri á Kópanesi er Jóhann Rúnar Kristinsson og var hann áður skip- stjóri á Tjaidi SH 270 í eigu sömu útgerðar. Aflahæstu bátar frá áramótum eru Rifsnes SH 44 með 153 tonn í tólf sjóferðum, Tjaldur SH 270 með 130 tonn í tólf sjóferðum og Hamrasvan- ur SH 201 með 124 tonn í ellefu4 sjóferðum. — Ólafúr Tekjukönnun Þjóðhagsstofiiunar: Tekjur 18 þúsund manns hækk- uðu um 20% til 30% milli ára ALGENGASTA hækkun atvinnutekna á milli ár- anna 1987 og 1988 er 20% til 30%, samkvæmt niðurstöðum Þjóðhagsstofiiunar á athugun skatt- framtala einstaklinga. Atvinnutekjur tæplega 18 þúsund framteljenda hækkuðu áþessu bili, en athugunin náði til alls um 120 þúsund framtelj- enda. Meðalhækkun milli þessara ára var 23,3%. Athuguð voru framtöl þeirra framteljenda sem töldu fram atvinnutekjur árin 1987 og 1988, en þeir voru um 120 þúsund talsins. í niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar er bent á að atvinnutekjur sýni laun og starfstengdar greiðslur á ári og ekki sé tekið tillit til vinnuframlags. Þannig geti atvinnutekjur þeirra, sem voru í skóla fyrra árið og unnu í sumarleyfi, en komu inn á vinnu- markað síðara árið, hækkað um hundruð prósenta. Með sama hætti lækki atvinnutekjur þeirra, sem urðu lífeyrisþegar á árinu 1988. „Sú mynd sem fæst af þessu bendir eindregið til þess að meðaltalshækkun gefi all- góða mynd af tekjuþróuninni, segir í niðurstöðum Þjóðhagsstofnunar. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.