Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.02.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SONNDDAOUR 11. PEBRÚAR' 1990 Minning: Robert Guttadaro Fæddur 5. apríl 1947 Dáinn 26. desember 1989 Góður vinur minn og systursonur, Robert Guttadaro, lést í sjúkrahúsi í New York á annan dag jóla eftir stutta en erfíða legu. Hann var lagð- ur til hinstu hvílu í grafreit á Long Island 30. desember. Robert fæddist í New York, sonur hjónanna Svövu Símonardóttur Guttadaro og Louis Guttadaro. Hann hlaut gott uppeldi í faðmi íjolskyldunnar og var hvers manns hugljúfí. Fallegur ungur drengur, brosmildur og lífsglaður, sem horfði björtum augum til framt- íðarinnar. Robert gekk menntaveginn og brautskráðist sem lyfjafræðingur frá Brooklyn College of Pharmacy árið 1970. Að loknu námi starfaði hann í nokkur ár hjá lyfsölum í New York. Hugur Roberts hneigðist snemma að tónlistinni. Hann sótti mikið tón- leika og fylgdist vel með í tónlistar- heiminum. Þá eignaðist hann óvenju stórt safn af hljómplötum. Svo fór, að Robert tók tónlistina fram yfír t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, HALLFRÍÐAR GÍSLADÓTTUR. Kolbrún Karlsdóttir, Hrafnhildur Björk Ólafsdóttir, Steinunn Inga Ólafsdóttir. t Kæru þið, sem hafið sýnt okkur samúö og vináttu vegna andláts EGGERTS SÆMUNDSSONAR, Akranesi, innilegustu þakkir. Unnur Leifsdóttir, Hrönn Eggertsdóttir, . Hlynur Eggertsson, Jóhanna Lýðsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakklr til allra sem auðsýndu okkur vináttu og samúð vegna fráfalls SIGFÚSAR B. SIGMUNDSSONAR - kennara, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir einnig til allra sem önnuðust hann í veikindum hans. Anna G. Frimannsdóttir, Baldur F. Sigfússon, Halldóra Þ. Halldórsdóttir, Sigmundur Sigfússon, Ingibjörg Benediktsdóttir, Rúnar I. Sigfússon, Björg Östrup Hauksdóttir og barnabörn. lyíjafræðina og sneri sér gagngert að tónlistarflutningi. Hann varð fljótt eftirsóttur plötusnúður og starfaði sem slíkur á ýmsum þekkt- um skemmtistöðum New York- borgar. Robert var þrisvar kjörinn „plötusnúður ársins" í Bandaríkjun- um og var því vel þekktur og vin- sæll meðal yngri kynslóðarinnar, sérstaklega á „disco“-tímabilinu. Nokkur hljómplötufyrirtæki leituðu til Roberts í sambandi við hljóðupp- töku. Hann fékk gullplötu frá Casa- blanca Record and Film Works, Inc. fyrir upptöku með Donnu Summer, sem var góður vinur Roberts. Enn- fremur hlaut Robert gullplötur frá 20th Century Records fyrir störf sín hjá því fyrirtæki. Þá sá hann um stjóm hljóðupptöku á tónlfst í kvik- myndinni „Thank God it is Friday", sem hér var sýnd á sínum tíma, og fékk Robert mikið hrós fyrir störf sín frá framleiðendum myndarinnar. Robert heimsótti ísland þrisvar sinnum, og átti hann góðar endur- minningar frá þeim heimsóknum. Hann fylgdist með íslenskum tónlist- armönnum og því sem var að gerast í tónlistarlífi hér heima. Það fór aldr- ei á milli mála, að íslenskt blóð rann í æðum Roberts. Mikill og sár sökn- uður er að Robert systursyni mínum. Háttprúður, fjörmikill og trygglynd- ur ungur maður er nú kvaddur hinsta sinni, langt um aldur fram. Minning- in um góðan dreng lifír í huga okk- ar, björt og fögur. Blessuð sé minn- ing hans. Njáll Símonarson Siguijón Bjamason frá Látmm — Kveðja Fæddur 29. júlí 1911 Dáinn 26. janúar 1990 Móðurbróðir minn Siguijón Bjarnason er látinn. Nonni frændi á það sannarlega inni hjá mér að ég birti öðrum kveðju mína, því að hann var fyrsta mannveran sem ég leit augum, þá hann tók á móti mér er ég fæddist til þessa heims. Eins var þá og raunar meðan bæði lifðu að hann var móður minni góður eldri bróðir. Afí og amma, foreldrar Nonna, voru Bjargey Gísladóttir og Bjarni Dósoþeusson er bjuggu að Látrum í Aðalvík, þar kallaði Nonni alltaf heima þó að byggðin þar hafí verið í eyði um áratuga skeið. Til marks um tryggðina við æskustöðvarnar er það að hann reisti þar myndar- legt hús fyrir nokkrum árum og dvaldi þar á sumrin, meðan heilsan leyfði. Var þar oft gestkvæmt og allir sem þangað komu fá seint lofað móttökurnar og minnast ætíð dýrðar sveitarinnar. Siguijón stundaði framan af sjó- mennsku og verkamannastörf á Vestíjörðum, en það er fyrir mitt minni, síðar flutti hann til Keflavíkur eins og margir úr byggðunum fýrir vestan. Hann hóf störf á Keflavíkur- flugvelli fyrst í eldhúsi mötuneyta erlendra verktaka og síðar hjá Vam- arliðinu við áþekk störf nánast óslit- ið þar til starfsævi lauk. Siguijón var alla tíð einhleypur, því kom hann oftast inn til Reykjavíkur á frídögum sínum og hafði gjarnan þvottinn sinn með sér til hennar Ingu systur, móður minnar, sem ekki taldi eftir sér að sinna kærum bróður sínum þó heim- ili hennar væri stórt. Alltaf var mik- il tilhlökkun meðal okkar systkin- anna þegar von var á frænda, bæði var að hann var einstaklega glað- lyndur og hlýr en það kunnum við vel að meta, búandi í úthverfí bæjar- ins sem þá var nánast sveit og fátt um gestakomur, og einnig hitt að alltaf kom frændi með einhvem glaðning. Inn á milli fataplagga í töskunni hans vora gjarnan nokkur epli og appelsínur sem ekki fengust í búðum í þann tíð og einnig posi með aivöru kaffi. Mér verður alla tíð minnisstæð lyktin af þessum fá- gæta vamingi sem í mínum huga er dýrðlegasti ilmur sem hugsast getur og tengist engum öðram en Nonna frænda. Frænda datt aldrei í hug, held ég, að eignast bíl þó að öll efni væra til þess, hann fór helst allra sinna ferða fótgangandi enda léttur á sér og tók stundum dansspor ef svoleið- is lá á honum. Ég man aldrei eftir því að Nonni frændi legðist út af eða slappaði af í stól og skrafaði í þeim stellingum, heldur stóð hann, tyllti sér eins og fugl augnablik og vappaði síðan um. Þrátt fyrir þetta var hann, að ég held, ekki stressað- ur eins og nú er sagt heldur var þetta bara hans háttur. Ekki átti Siguijón afkomendur en þau eru mörg bömin, sum hver full- orðin núna, sem nutu umhyggju hans og athygli oft ekki minni en foreldri væri. Sem eitt þessara barna minnist ég með þakklæti og ljúfum huga Nonna frænda er ég kveð hann þá leiðir skilja. Ingibergur Elíasson Wélagslíf □ GIMLI 599012027 = 4 I.O.O.F. 10=1712128'/2 = SP. I.O.O.F. 3 = 1712128 = S.p. □ MÍMIR 59902127 - Afm. H&V Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Útivist Þórsmerkurgangan 3. ferð sunnud. 11. feb. Miðdalur - Kolviðarhóll. Gengin gömul þjóðleið frá Miðdal yfir Miðdalsheiði og Bolaöldur að Kolviðarhól. Brottförkl. 10.30frá BSÍ-bensínsölu. Stoppað við Ár- bæjarsafn. Verð kr. 600,-. Munið góða gönguskó. Litlafell - Kolviðarhóll. Samein- ast morgungöngunni við Kleinu- kot. Brottför kl. 13.00 frá BSf- bensínsölu. Stoppað við Árbæj- arsafn. Verð kr. 600,-. Létt skíðaganga Sunnud. 11.feb. Miðast við getu þeirra sem tóku þátt I skíðagöngunámskeiðinu. Byrjendur geta bæst í hópinn og fá sérstaka tilsögn. Farið frá BSÍ-bensínsölu kl. 13.00. Stoppað við Árbæjarsafn. Verð kr. 600,-. Sfmi/sfmsvari 14606. Sjáumst! Útivist. \T=T7 KFUMAKFUK U9»-B«9 90 Ar fyrir eesbu islands KFUM og KFUK Almenn samkoma I kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstíg 2b. Guðsrfkið og vöxtur þess II, Matth. 13,24-30. Upphafsorð: Anna Hugadóttir. Ræðumaður: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Kór Laugarneskirkju syngur. Ath.: Lofgjörðar og bænastund kl. 19.30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli kl. 16.00. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Stórsvigsmót fyrir konur og karla 30 ára og eldri Laugardaginn 24. feb. nk. getur allt skíðaáhugafólk 30 ára og eldra tekið þátt í skemmtilegu stórsvigsmóti, sem haldið verð- ur í Bláfjöllum. Keppt verður í flokkunum 30-34 ára, 35-39 ára, 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60-64 ára og 65 ára og eldri. Sigurvegari I hverjum flokki fær sæmdarheitið Reykjavikurmeist- ari I stórsvigi 1990. Um kvöldið verður sameiginlegt borðhald og verðlaunaafhending. Þátttaka tilkynnist til Arnórs í sima 82922. Dagskrá verður auglýst síðar. Nefndin. Hjálpræðis- herinn ) Kirkjustræti 2 Sunnudagaskóli í dag kl. 14.00 Hilde og Anna Marít. Kl. 19.30 Bæn. Kl. 20.00 Sam- koma. Hilde Dagfinnrud talar og syngur. Ungt fólk tekur þátt. Fórn til æskulýðsstarfsins. Verið velkomin. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11796 og 19533. Sunnudagsferðir 11. febrúar 1. Kl. 10 Fljótshlíð f vetrarbún- ingi - Seljalandsfoss. Ferðinni er frestað vegna verkfalls rútubílstjóra, en ferðirnar kl. 13 verða örugglega farnar. 2. Kl. 13 Undir Brimnesi á stór- straumsfjöru. Áhugaverð strandganga. Gengið fyrir Brim- nesið, frá Saltvík í Þaravík óg áfram með Hofsvíkinni. Verð 800,- kr., frítt f. böm m. fullorðnum. 3. Kl. 13 Skíðaganga á Mos- feilsheiði. Gönguskíðaferð fyrir alla. Verð 800.- kr. Kynnist næsta nágrenni okkar og góðum félagsskap i Ferðafélagsferðum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Skíðagöngunámskeið verða I tengslum við gönguskiðaferðir í Bláfjöll og Hveradali 18. og 25. febrúar. Leiðbeinandi: Halldór Matthíasson. Einstakt tækifæri. Ferðafélag Islands. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson heldur skyggnilýsingafund á vegum Ljósgeislans þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.30 í Siðumúla 25. Ljósgeislinn. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 Ofl 19533. Myndakvöld Næsta myndakvöld Ferðafé- lagsins verður miðvikudaginn 14. febrúar í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvís- lega kl. 20.30. Efni: 1) Fyrir hlé verður mynda- sýning í umsjá Grétars Eiríks- sonar, og hefst með sýningu á myndum frá fjalllendinu út með Eyjafirði og norðan Öxnadals- heiðar. Stefnt verður að þvi að Bjarni Guðleifsson á Möðruvöll- um skýri myndirnar. Þar á eftir fer Grétar þjóðleiðina frá Siglu- firði til Reykjavfkur og vekur athygli á nokkrum merktum stöðum í máli og myndum. 2) Eftir kaffihlé verða sýndar myndir teknar í dagsferðum það sem af er þessu ári. Fjölmenni hefur verið í ferðunum og veður hagstætt. Góðar kaffiveitingar í hléi. Aðgangur kr. 200.- Ath.: Myndir Grétars tengjast efni árbókar F.í. 1990. Myndakvöld Ferðafélagsins eru til fróðleiks og skemmtunar. All- ir velkomnir, félagar og aðrir. Munið skfðagöngunámskeiðin næstu sunnudaga. Ferðafélag Islands. Krossinn Auðbrekku 2.200 Kópávogur Almenn samkoma i dag kl. 14.00. Allir velkomnir. Skipholti 50B, 2. hæð Almenn samkoma kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir! Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarguðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaöur Guðni Einarsson. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Hallgrímur Guð- mannsson. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Systrafundur verður mánudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.30 í umsjá Esterar Árnadóttur o.fl. Mætum allar. Stjórnin. {ítmhjólp í dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þribúöum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Barna- gæsla. Vitnisburður. Ræðumaö- ur verður Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. KRkonur! Munið fundinn þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Gestir fundarins verða hjónin: Erla Stefándóttir og Örn Á. Guð- mundsson, sem munu fjalla um dulræn efni og orkubrautir. Stjórnin t*JÓNUSTA Nudd! Vertu góð(ur) við sjálfa(n) þig og farðu í nudd. Veldu á milli: Létt nudd, djúpt nudd, innsæis heilunarnudd, Shiatsu (svæðanudd), austurlenskt pulsíng. Gitte, heimasimi 38936 eftir kl. 18. HlENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.