Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 34

Morgunblaðið - 11.02.1990, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRC'I I Ultfl SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1990 / SPARAÐU / VIÐHALD NOTAÐU ÁL Kom á daginn að lífíð er besti skólinn MYNDLIST Reynisdóttir. Galleríið er á heimili Kristínar á Logafold 28 í Grafar- vogi. Morgunblaðið ræddi við þær Ástu og Kristínu í vikunni. Ásta lýsti_ fyrst list sinni. „Ég nam myndlist í alls fimm ár, bæði í París, London og á ís- landi, en lét það nám lönd og leið. Það átti eftir að koma á daginn að lífíð sjálft er besti skólinn. í nóvember 1985 færði ég það í tal við forráðamenn Hafskips hvort ég mætti fara með millilandaskipi á þeirra vegum og mála hafið. Það var auðsótt og ferðina fór ég í boði Hafskips. Það var þriggja vikna erfið ferð. í lok þeirrar ferð- ar málaði ég hafið og var svo ánægð með árangurinn að ég tel að þá hafi ferill minn sem mynd- listarmaður hafist. Síðan hef ég tvisvar málað til viðbótar, fyrst eftir hálfs annars árs ferð um landið sem kaupamaður í bænda- þjónustu, þá málaði ég náttúru- myndir. Síðan eftir Frakklands- dvöl, þá málaði ég matarmyndir. Þetta hljómar e.t.v. mjög einfalt, en ég kalla þessar myndir huglægt abstrakt, þannig eru t.d. frönsku matarmyndimar stúdía í frönskum hugsunarhætti." Ásta segir því næst frá tilurð gallerísins: „í gegn um tíðina hef ég ekki kunnað við að selja mynd- ir mínar. Myndlist er lúxus og ég hef alltaf viljað draga mig til baka þegar einhver hefur viljað kaupa af mér. Á hinn bóginn hef ég selt dýru verði þá örsjaldan ég hef á annað borð gert það og fengið þar fyrir utan góða umíjöllun um list mína. Það hefur með tímanum gefíð mér þann styrk sem ég þarf til að leita fram veginn. Segja má að nú sé ég tilbúin að standa og falla með list minni. Ég er búin að vera nógu lengi í þessu og vil reyna á þetta. Mér hefur fundist list vera leiðindafyrirbæri á íslandi hvar sem maður kemur. Það er sorglegt, eins og íslendingar eru bæði andlega og veraldlega, hvað listin er innilokuð í söfnum og stofnunum, eins og í búri. í París til dæmis er eins og lífið og listin kyssist í jafn einföldum athöfnum og að borða og lifa. List mín er á þessum nótum, hún byggist á lífsgleði, forvitni og könnun. Að hafa galleríið í heimahúsi er liður í þessu. Það gefur betri og raun- særri mynd af mér sem lista- manni, jafnframt því að hafa alla hluti á hreinu.“ Um skipan umboðsmanns: „Ef á að kveikja á brauðrist þarf fyrst að virkja foss. Þá á ég við að allt þarf að gera vel frá byrjun til enda. Það liggja ekki eftir mig svo ýkja margar myndir en þær eru allar hreinar og heilar. Með því að ráða Kristínu vil ég hafa allt á hreinu.“ En hvað segir umboðs- maðurinn? „Ég sótti um vinnu og gat þess að ég hefði reynslu í þjónustu- og verslunarstörfum. Ásta hafði sam- band við mig og er við höfðum rætt málin var ég til í að reyna þetta.“ En er ekki erfitt að hafa gallerí í heimahúsi? „Erfitt? nei, það get ég ekki sagt, það er helst í kjallaranum, en svo eru nokkrar myndir í stofunni. Galleríið er að- eins opið í fjóra tíma á laugardög- um, en annars eftir samkomulagi, þannig að varla er hægt að tala um átroðning á heimilinu. Svo er þetta of skemmtilegt til þess að manni detti í hug orð eins og er- fitt,“ segir Kristín Reynisdóttir. * N■■■■ ! I rii||M| i Korrugal alklœðning LANGTEMALAUSN Ásta við málverk sitt af danstakti „hipp hopp í grænum borðdúk“. Um síðustu helgi gerðist það, að opnað var nýtt gallerí í Reykjavík sem teldist vart í frá- sögur færandi ef ekki vildi þannig til að gall eríið er á heimili nýskip- aðs umboðsmanns ungrar mynd- listarkonu og með stofnun þessa gallerís, sem ber heitið Gallerí- Graf, verður leitast við að kynna myndlist umræddrar konu sem heitir Ásta Guðrún Eyvindardóttir, en umboðsmaðurinn heitir Kristín Ásta t.v. og Kristín á tali saman í Gallerí - Graf. Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Pósthólí 1026. Sími 622434. Telefax 622475. Korrugal álklœðning á þök, veggi og í loft. Korrugal er sœnsk gœðavara. —^^Korrugal er ein mest selda álklœðning í Evrópu. . Korrugal er jafn vinsœl á íbúðarhús, verksmiðjur, útihús o.fl. Korrugal þarínast ekki viðhalds, ryógar ekki, þolir velhita- breytingar, upplitast ekki og þarf mikið hnjask til að aílagast. Korrugal gerir skemmd og illa einangruó hús íalleg og hlýy ^ Korrugal alklœðning stenst örugglega timans tönn. ^ Nú íinnst víst flestum fullstórt upp í sig tekið, en við höíum dœmi um kirkju í Róm með álþaki frá 1897, sem alltaf er jafn íallegt. Korrugal fœst í 16 litum, ásamt öllum fylgihlutum. Korrugal - 20 ára reynsla á íslandi. Gerum verötilboð þer aó kostnaðarlausu. rcKORRUGAI ( ( ( í ( ( ( ( ( ( ( ( ( i (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.