Morgunblaðið - 16.02.1990, Side 1
56 SIÐUR B/C
39. tbl. 78. árg.__________________________________FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
*
Atta ár frá Falklandseyjastríði:
Bretar o g Argen-
tímimenn sættast
London. Reuter.
BRETAR og- Argentínumenn samþykktu í gær að taka aftur upp
fullt stjórnmálasamband og bundu um leið enda á ósætti þjóðanna
frá því í Falklandseyjastríðinu árið 1982. I viðræðunum, sem fram
fóru á Madrid á Spáni, var einnig ákveðið að leggja til hliðar 170
ára gamla kröfu Argentínumanna um yfirráð yfir eyjunum, sem
þeir neftia Malvinas.
„Við getum nú endurnýjað þau
ánægjulegu samskipti, sem voru
með ríkjunum áður fyrr,“ sagði
Sir Crispin Tickell, sendiherra
Breta hjá Sameinuðu þjóðunum, á
fréttamannafundi í gær og arg-
entínski stjórnarerindrekinn Lucio
Garcia del Solar tók undir það
með honum.
Viðræðurnar stóðu í tvo daga
og það reið baggamuninn þegar
Bretar samþykktu að opna 150
mílna landhelgina umhverfis Falk-
landseyjar fyrir argentínskum
skipum eftir 1. mars nk. Munu
Sænska ríkisstjórn-
in er fallin:
Leitar stuðn-
ings við nýj-
ar tillögur
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
skipum eftir 1. mars nk. Munu
ríkin bæði hafa eftirlit með veiðun-
um en Falklandseyjamiðin eru ein-
hver þau auðugustu í heimi.
Þá munu herir beggja landanna
skiptast á upplýsingum um heræf-
ingar og annan viðbúnað á þessum
slóðum og ættingjum þeirra Arg-
entínumanna, sem féllu á Falk-
landseyjum, verður leyft að vitja
grafanna þar.
Argentínski herinn tók Falk-
landseyjar herskildi 1982 en Bret-
ar endurheimtu þær eftir 10 vikna
blóðugt stríð. Urðu þau úrslit til
að styrkja Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands, í sessi
en hrekja aftur burt herstjórnina
í Argentínu.
Argentínumenn gera enn tilkall
til eyjanna en Carlos Menem for-
seti segir, að best sé að vinna að
því máli eftir löglegum leiðum.
íbúar Falklandseyja eiga flestir
ættir sínar að rekja til Bretlands
og líta á sig sem breska þegna.
Reuter
Bush íKólombíu
George Bush Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar Cartagena í
Kólombíu í gær til viðræðna við leiðtoga Bólivíu, Perú og Kólombíu
um samræmdar aðgerðir gegn eiturlyfjavandanum. Var viðbúnaður
hers og lögreglu mikill vegna fundarins enda eru glæpaflokkarnir öflug-
ir í þessum uppsprettulöndum kókaínsins. Myndin er af Bush við kom-
una til Kólombíu en hann heilsaði landi og þjóð með því að hefja hendur
í sólarátt.
Rúmenía:
Ráðherrar
bornir þung-
um sökum
Búkarest. Reuter.
MIHAI Ghitac, innanríkisráð-
herra Rúmeníu, bauðst í gær til
að hafa fúllt samstarf við neftid-
ina, sem rannsakar aðild ein-
stakra manna að ógnarsljórninni
fyrrverandi. Hafa ýmsir háttsett-
ir herforingjar sakað hann um
að hafa skipað fyrir um árás á
almenning í borginni Timisoara
þar sem byltingin hófst.
í gær og í fyrradag efndu her-
menn til mótmæla úti fyrir utanrík-
isráðuneytinu þar sem Þjóðarráðið
er til húsa og sökuðu Ghitac, sem
er herforingi að nafnbót, og Nicolae
Militaru varnarmálaráðherra um
að hafa verið skósveina einræðis-
herrans Nicolaes Ceausesc.us. „Ef
herinn hefði hlýtt skipuninni hefði
Timisoara verið jöfnuð við jörðu,“
sagði Ion Chiranescu, majór í hern-
um, í rúmenska sjónvarpinu í gær.
Laszlo Tökes, presturinn, sem
átti þátt í að kveikja byltinguna
. gegn Ceausescu, sagði í gær á
blaðamannafundi í Búdapest, að
seinlega gengi að koma á lýðræðis-
legum umbótum í Rúmeníu. Sagði
hann, að hinn illi arfur einræðisins
hvíldi eins og mara á þjóðinni og
hvatti vestræn ríki til að rétta henni
hjálparhönd.
Sjá „Áttaði mig . . . “ á
miðopnu.
Þýsku ríkin:
Kohl segir efiiahagslega sam-
einingu vera á næstu grösum
Bonn. Reuter.
SAMEINING Þýskalands er nálægari en nokkru sinni fyrr og sú
stjórn, sem tekur við að loknum kosningunum í Austur-Þýskalandi,
mun krefjast þess, að af henni verði eins fljótt og auðið er. Kom
þetta fram í þingræðu, sem Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska-
lands, flutti í gær en þá reyndi hann að sefa ótta Austur-Þjóðverja
við, að sparifé almennings yrði að engu andspænis ofurvaldi vestur-
þýska marksins. Talsmaður austur-þýsku stjórnarinnar segir hins
vegar, að því fari fjarri, að efhahagsleg sameining ríkjanna sé á
næstu grösum.
Reuter
Umræðurnar um efnahagslegan samruna þýsku ríkjanna hafa skotið
austur-þýskum sparifjáreigendum skelk í bringu enda óttast þeir,
að inneignir í austur-þýskum mörkum hverfi í skuggann af stóra
bróður, vestur-þýska markinu. Af þessuin sökum er inikill fjárflótti
í austur-þýsku bönkunuin og reynir hver sem betur getur að festa féð
í einhverjum varanlegri verðmætum.
INGVAR Carlsson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sagði af
sér í gær í kjölfar ósigurs á
þingi um efhahagsmálatillögur
ríkisstjórnarinnar. Kemur nú
til kasta þingforseta að fela
einhverjum flokksleiðtogan-
um að mynda stjórn og boða
til kosninga takist það ekki.
Stjómar-
andstaðan var
einhuga í and-
stöðunni við
efnahagsmál-
atillögumar
eða neyðarúr-
ræðin eins og
jafnaðarmenn
kalla þær en
þær fólu meðal
annars í sér launastöðvun í tvö
ár. Vom tillögurnar felldar með
190 atkvæðum gegn 153 og
hvöttu þingmenn Hægriflokksins
og Þjóðarflokksins til að boðað
yrði til nýrra kosninga.
Ingvar Carlsson afhenti Thage
G. Peterson, forseta þingsins,
lausnarbeiðnina fyrir sína hönd
og stjómarinnar en hann bað
aftur Carlsson að sitja áfram þar
til ný stjórn tæki við. Majvi Wi-
berg, talsmaður þingsins, sagði
í gær, að Peterson myndi nú eiga
viðræður við leiðtoga flokkanna
og afhenda einhvetjum þeirra
umboð til stjórnarmyndunar.
Ríkisstjórn jafnaðarmanna er
raunar þegar búin að setja saman
nýjar efnahagsmálatilllögur, sem
hún vonast til, að falli þingheimi
betur í geð, en í gær var ekki
vitað hvort hún sæktist eftir
ákveðnum samstarfsflokki.
„Við höfum aldrei verið svo nærri
því að ná takmarkinu — frjálsu,
sameinuðu Þýskalandi," sagði Kohl
og Hans-Dietrich Genscher utanrík-
isráðherra sagði, að viðræður
ríkjanna um sameiningu hæfust
innan skamms, jafnvel áður en kos-
ið verður í Austur-Þýskalandi 18.
mars nk.
Hans Modrow, forsætisráðherra
Austur-Þýskalands, fór frá Bonn á
miðvikudag eftir að hafa átt við-
ræður við vestur-þýsku stjórnina
og var fremur fátt um kveðjur. Var
ástæðan sú, að Bonn-stjórnin vildi
bíða eftir efnahagsumbótum í Aust-
ur-Þýskalandi áður en hún legði
fram 15 milljarða marka sem „bróð-
urlega aðstoð“. Wolfgang Meyer,
talsmaður austur-þýsku stjórnar-
innar, sagði svo í gær, að hröð sam-
eining ríkjanna gæti haft skelfileg-
ar afleiðingar í för með sér fyrir
Austur-Þýskaland og alla Evrópu.
Kohl bar lof á Míkhaíl Gorb-
atsjov, forseta Sovétríkjanna, og
aðildarríki Atlantshafsbandalagsins
fy.rir stuðning þeirra við sameiningu
Þýskalands en stefnt er að því, að
þýsku ríkin samþykki fyrst samein-
inguna og henni síðan hrint í fram-
kvæmd í samráði við fjórveldin,
Bretland, Frakkland, Bandaríkin og
S'ovétríkin. í þingræðunni sakaði
Kohl vestur-þýska jafnaðarmenn
um að hafa haft of vinsamleg sam-
skipti við austur-þýska kommúnista
á sínum tíma og svöruðu þeir fyrir
sig með því að kalla fram í fyrir
honum hvað eftir annað.
Austur-þýskur almenningur ótt-
ast mjög, að efnahagssameiningin
geri sparifé og eftirlaun í austur-
þýskum mörkum að engu og svipti
hann öðrum félagslegum réttindum
en Kohl lagði á það áherslu í ræð-
unni, að „markaðskerfi og félags-
legt öryggi verða ekki aðskilin".