Morgunblaðið - 16.02.1990, Síða 24
,24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990
Dalvík:
A-flokkarnir sam-
einast um framboð
Stefiit að formlegri stofiiun nýs félags um aðra helgi
ÁKVEÐIÐ hefur verlð að hvorki Alþýðuflokkur né Alþýðubandalag
bjóði fram lista til bæjarstjómarkosninganna á Dalvík í vor, en á fiindi
sem haldinn var á miðvikudag var ákveðið að fólk úr röðum þessara
flokka myndi með sér eins konar jafnaðarmannafélag og er stefiit að
. formlegri stofnun þess um aðra helgi.
Halldór Guðmundsson, einn þeirra málefnalegan þroska og samstöðu
sem að stofnun félagsins stendur,
sagði að ákveðið hefði verið á fundin-
um að þessir aðilar tækju höndum
saman og mynduðu nýtt afl, sem
hefði það að markmiði að vinna sam-
an að stofnun jafnaðarmannafélags.
Það félag myndi síðan bjóða fram
lista til bæjarstjómarkosninganna í
vor. Á fundinum var ákveðið að
stofna félagið um aðra helgi.
„Við köllum þetta dalvísku að-
ferðina, en með henni viljum við sýna
Grenivík:
Tveir fluttir
á FSA vegna
gruns um eitrun
TVEIR starfsmenn Vélsmiðjunnar
Víkur á Grenivík voru fluttir með
sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri í fyrrakvöld, en
talið var að þeir hefðu fengið zink-
eitrun.
Mennimir höfðu verið að vinna
um borð í Sjöfn ÞH við rafsuðu og
skurð og urðu þeir báðir fárveikir
um kvöldið. Voru þeir því fluttir með
sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri, þar sem talið var að þeir
hefðu fengið zinkeitmn. Líðan mann-
anna var betri í gærmorgun.
um að vinna sameiginlega að
ákveðnu markmiði, sem er framboð
til bæjarstjómarkosninga," sagði
Halldór. Á fundinum á miðvikudag
var skipað í nokkrar nefndir sem
vinna munu að undirbúningi þessa
máls og sagði Halldór að reynt yrði
að hraða þeim málum sem kostur
væri.
„Við vonum að þetta nýja afl
muni ekki bara verða til eitt kjörtíma-
bil, heldur að það muni verða til um
ókomna framtíð," sagði Halldór.
Hann bætti við að enn sem komið
er væm ekki fleiri en Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag inni í myndinni,
en sagði hið nýja félag öllum opið.
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar á Dalvík bauð Alþýðuflokkur
ekki fram lista, en Alþýðubandalag
og aðrir vinstrimenn buðu fram lista
sem fékk tvo fulltrúa kjöma.
Morgunblaðið/Rúnar Þór'
Snjóflóð féll skammtfrá bænum Fagrabæ
Snjóflóð féll á veginn skammt sunnan við bæinn Fagrabæ, sem er utan við Víkurhólana svokölluðu á
Svalbarðsströnd, í fyrrinótt. Flóðið var um 80 metra breitt og um einn metri á dýpt og hefur það fallið
stutt ofan úr fjallinu. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að flóðið hefur verið laust í sér og gekk
vel að ráða við það. Hefíll fór á vettvang í gærmorgun og var vegurinn opnaður á ný fyrir hádegið. Öxna-
dalsheiði var orðin ófær síðdegis í gær, en aðrir þjóðvegir voru flestir færir í nágrenni Akureyrar.
Fyrirlesari frá
Kanada í Háskól-
anum á Akureyri
DR. JAMES Anderson frá Háskól-
anum í Regina í Kanada flytur
fyrirlestur á vegum Háskólans á
Akureyri á morgun, laugardaginn
17. febrúar, og hefst hann kl.
14.00.
Fyrirlesturinn nefnist stjórnunar-
hlutverk sveitarfélaga í Kanada og
á íslandi á sviði almennrar þjónustu
og heilbrigðis. Fyrirlesturinn verður
fluttur á ensku og er hann haldinn
í stofu 24 í húsnæði skólans við
Þórunnarstræti.
Fimm milljóna niðurskurður á framlögum til Háskólans:
■—>
Þegar búið að þrælskera niður allt
sem hægt er og ekki unnt að skera meira
- segir Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri
í niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar er lagt til að framlög
til Háskólans á Akureyri verði lækkuð um 5 milljónir, úr 20 miHjón-
um í 15. „Mér skilst að öxinni sé beint að sjávarútvegsdeildinni og
að taka eigi þetta fé af sérstökum stofhkostnaðarlið, sem var upp á
20 milljónir, og að sá liður verði skorinn niður í 15 milljónir, en ég
hef enn ekki fengið neitt um þetta að vita, sem er afar óheppi-
legt,“ sagði Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri.
Haraldur Bessason sagði að mið-
að við stærð skólans væru 5 millj-
ónir há upphæð og nú þegar hefðu
framlög til skólans verið lækkuð
meira en sæmilegt væri. „Við héld-
um mikla hátíð við skólann þegar
starfsemi sjávarútvegsdeildar hóf
störf og þá komu hingað ráðherrar
og þingmenn og orð voru látin falla
um stuðning við deildina. Minn yfír-
maður, menntamálaráðherra, sagði
við þetta tækifæri að fjölmiðlar
hefðu verið fullir svartsýni um að
deildin færi af stað, en við skyldum
aldrei trúa því sem í fjölmiðlum
stæði. Þessum orðum ráðherra vil
ég trúa. Ráðherrar og þingmenn
fögnuðu þessum áfanga með okkur
og ég vil ekki trúa því að nú um
mánuði síðar sé ætlunin að rífa
grunninn undan sjávarútvegsdeild-
inni,“ sagði Haraldur.
Haraldur sagði að reiknimeistar-
ar skólans hefðu setið við útreikn-
inga dag og nótt, en hvergi fyndist
smuga þar sem unnt væri að skera
útgjöld meira niður en þegar hefur
orðið. „Það er búið að þrælskera
allt niður sem hægt er fyrir löngu,
en ef af þessu verður þá verður
maður að bregðast við líkt og orðið
hefði stórslys. Við munum hugleiða
málið og ræða við viturt fólk og
leita lausna út úr vandanum. Ef
sá niðurskurður sem við höfum
heyrt nefndan í fjölmiðlum verður
að veruleika þá verður sjávarút-
vegsdeildin óstarfhæf. Við munum
ekki gefast upp og ég vil trúa þeim
orðum sem menntamálaráðherra
lét falla við setningu sjávarútvegs-
deildar um að víðtækur stuðningur
væri ríkjandi um þennan skóla,“
sagði Haraldur.
*
Guðmundur Armann opnar vinnustofu:
Mikill áfengi fyrir mig og
myndlistina á Akureyri
GUÐMUNDUR Armann myndlistarmaður opnar sýningu í nýrri
vinnustofu sinni í Kaupvangsstræti 16 á morgun, laugardag, kl.
16. Á sýningunni eru 43 verk, 27 dúkristur og 18 olíumálverk.
Verkin eru öll unnin á síðustu 5-6 árum.
Myndlistarmennimir Guð-
mundur Ármann og Helgi Vilberg
keyptu tæplega 600 fermetra hús-
næði við Kaupvangsstræti, að
baki Myndlistaskólans á Akur-
eyri, síðasta vor og hafa síðan
unnið við að innrétta þar vinnu-
stofur og íbúðir. Vinnustofa Guð-
mundar sem hann tekur formlega
í notkun við opnun sýningarinnar
er á tveimur hæðum, grafíkverk-
stæði er á þeirri neðri og málara-
vinnustofa á þeirri efri.
„Þetta er mikill áfangi bæði
fyrir mig og einnig fyrir myndlist-
ina á Akureyri. Eg vona að þessi
áfangi hafí örvandi áhrif á alla
þá sem áhuga hafa á myndlist í
bænum. Vinnustofur sem standa
einar og sér eru allt öðru vísi en
þær sem eru inni á heimilum
manna,“ sagði Guðmundur. Hann
sagði að húsnæðið sem hann hefði
nú til umráða hentaði sér vel til
sýninga og hefði hann ekki jafng-
ott pláss annars staðar tií sýn-
inga. Þá sagði Guðmundur að
grafíkverkstæðið kæmi vonandi
einnig til með að nýtast Mynd-
listaskólanum að hluta.
Vinnustofan verður formlega
tekin í notkun með opnun sýning-
ar kl. 16. á morgun, en sýningin
verður opin áfram til 25. febrúar.
Á virkum dögum er opið frá kl.
16-20, en um helgar frá kl. 14-20.
Þetta er önnur einkasýning Guð-
mundar á Akureyri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Guðmundur Ármann myndlistarmaður tekur formlega í notkun
nýja vinnustofu á tveimur hæðum við Kaupvangsstræti með sýn-
ingu sem opnuð verður á morgun.
Dagskrá Ólund-
ar í Möðru-
vallakjallara
ÓLUND endurtekur dagskrá
sem félagar hafa sett saman og
frumflutt var á Hofsósi um
síðustu helgi. Dagskráin verður
flutt í Möðruvallakjallara
Menntaskólans á Akureyri í
kvöld og hefst kl. 20.30.
Boðið verður upp á tónlistarat-
riði af ýmsu tagi. Bókin Rifbein
úr síðum sem Olund gaf út fyrir
jól verður kynnt. Þá verða fluttir
tveir einþáttungar og nokkrir ung-
ir Akureyringar sýna myndverk
sín.
Jón Eiríksson
sýnir myndir
í Islandsbanka
Menningarsamtök Norðlend-
inga og íslandsbanki kynna
myndir Jóns Eiríkssonar í útibúi
bankans við Skipagötu 14.
Jón er fæddur árið 1955 og er
búfræðikandidat. Hann býr að Búr-
felli í Vestur-Húnavatnssýslu og
hefur sótt tvö myndlistarnámskeið
á Hvammstanga. Jón er í hópi nokk-
urra áhugamanna um myndlist sem
kalla sig Litberarnir. Á kynning-
unni í Islandsbanka eru sýnd 12
verk, öll unnin með pastellitum.
Kynningunni lýkur 2. apríl næst-
komandi.