Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.02.1990, Qupperneq 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1990 4- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Framkvæmd kjarasamninga Frá því að kjarasamningar voru undirritaðir fyrir skömmu, hafa komið upp nokkur tilvik, sem sýna vel nauðsyn þess að fylgja þeim fast eftir og að atvinnulífið búi við sterkt aðhald í þeim efnum. Yfirleitt hafa þeir aðilar, sem athugasemdir hafa verið gerð- ar við, tekið því vel og gert nauðsynlegar lagfæringar. Fyrir nokkrum dögum var upplýst, að hækkun bygging- arvísitölu í febrúar væri tals- vert meiri en ráð var fyrir gert við gerð kjarasamninga. Þessi vísitala hækkaði um 2% frá janúar til febrúar og kom í ljós, að 0,8% þeirrar hækkun- ar er vegna fjölgunar mæliein- inga í ákvæðisvinnu undan- farna mánuði. Er þetta nokkuð mismunandi eftir iðngreinum. Eftir að þessar fyrstu tölur komu fram var svo upplýst, að skekkja hefði orðið í þessum útreikningum varðandi tré- smiði, þannig, að fjölgun ein- inga væri ekki eins mikil hjá þeim og talið hefði verið, en þó um hækkun að ræða. Viðbrögð verðlagsráðs voru þau að banna hækkun taxta vegna hvers kyns útseldrar vinnu og þjónustu hjá til- greindum starfsgreinum frá því sem var 31. desember sl. Jafnframt er fjölgun eininga í ákvæðisvinnu iðnaðarmanna áfram til athugunar hjá Verð- lagsráði. Þeir kjarasamningar, sem gerðir voru á dögunum, eru mjög þungbærir fyrir lægst- launaða fólkið í landinu. í sum- um stéttarfélögum , eins og t.d. Dagsbrún, hafa orðið harð- ar deilur um þessa samninga. Það náðist samkomulag um samninga á svo lágum nótum vegna þess, að það skapaðist traust á milli forystumarina verkalýðsfélaga og vinnuveit- enda. Segja má, að með því að samþykkja samningana hafi launþegar þegar lagt sitt af mörkum til þess að þjóðin nái tökum á efnahagsvandan- um. Sama skylda hvílir á at- vinnurekendum og þeim laun- þegahópum, sem búa við betri launakjör. Þess vegna mun verða fylgzt vandlega með því, hvernig þessir aðilar haga sínum málum og jafnframt munu þeir hljóta harðan dóm almennings, sem reyna að bijótast út úr þeim ramma, sem um hefur verið samið. Iðnaðarmenn hafa engin hald- bær rök fyrir því að hækka uppmælinguna. Sú skýring, að hækkunin stafi af tæknibreyt- ingum er fáránleg. Þá er betra að halda sig við gömlu tækn- ina, eins og framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ís- lands hefur bent á. Sú rök- semd, að verk hafi komið of lágt út i mælingu stenzt heldur ekki. Við þær aðstæður, sem nú ríkja í þjóðfélaginu geta menn ekki lejrft sér röksemda- færslu af þessu tagi. Iðnaðarmenn eiga sjálfir að taka frumkvæði um að breyta uppmælingunni til fyrra horfs. Þeir eiga að sýna í verki vilja sinn til þess að taka þátt í því með lægstlaunaða fólkinu að hemja verðbólguna og skapa hér jafnvægi í efnahagsmál- um. Þeir eiga ekki að bíða eft- ir því, að þeim verði skipað að draga hækkun á uppmælingu til baka. Á næstu mánuðum má bú- ast við, að ýmis atvik komi upp af þessu tagi og þá skiptir verulegu máli, að fast sé tekið á þeim. í fyrradag komu upp efasemdir um, að viðskipta- bankarnir mundu standa í einu og öllu við þá samninga, sem þeir hafa gert um lækkun vaxta. Eftir fundahöld fulltrúa viðskiptabanka og Seðlabanka i fyrradag verður að ætla, að viðskiptabankamir hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. Þegar aðrir aðilar sjá, að menn komast ekki hjá því að taka á sig þær skyldur, sem að þeim snúa í kjölfar kjara- samninganna mun smátt og smátt skapast það andrúms- loft, að frekari tilraunir verði ekki gerðar til þess að bijóta það samkomulag, sem gert hefur verið. HELGI spjall A "| Thoreau lýsir vt fc. •vandkvæðum ræktunarmannsins sem eyðir ævinni í að breyta draumi í veru- leika með svofelldri dæmisögu í Walden: Ferðamaður kom að síki og spurði dreng sem þar stóð hvort það væri fastur botn í síkinu. Já, sagði drengurinn. En hestur ferða- langsins kviðsökk í síkið. Ég hélt, sagði maðurinn, að þú hefðir sagt það væri fastur botn í síkinu. Já, kallaði drengurinn, en þú ert ekki kominn hálfa leið að þessum harða botni! Þannig erum við sem trúum á ræktun og vemdun jarðar einnig í miðju síkinu, en við erum að koma að hörðum botni. Draumurinn, hug- sjónin leiðir okkur á bakkann hinum megin. Við eigum einungis að halda áfram. Hesturinn sem ber okkur fylgdi okkur úr aldingarðinum forð- um daga. Hann kann að fóta sig. /jQ Ef þú, segir Thoreau, hefur • byggt kastala á himni þarf það ekki að vera til einskis. Þar eiga loftkastalar að vera og þú skalt setja undirstöður undir þá. A Q Thoreau gerði kröfu til þess úfcO «við tækjum fullt tillit til umhverfis okkar og umgengjumst það með ræktuðu hugarfari þeirra sem forsjónin hefur trúað fyrir grasgarði sínum. En hann lofsyngur hlutverk veiðimannsins í meistara- verki sínu um Wald- en- skóg og lýsir því sem vináttusamlegu starfi í eftirsóknar- verðu frelsi náttú- runnar. Ég minnist þess ekki að neinn hafi lýst þessu frelsi betur eða af meiri ástríðu en hann og Karen Blixen, þegar hún lofsyngur erindi veiðimannsins við gresjur Afríku í einni frásagna sinna. Hún hafði það eftir gömlum vini að sá sem heyrði fallegt lag án þess langa til að læra það utanbókar og sá 'sem dáðist að fegurð konu án þess langa til að vinna hana og sá sem vissi af veiði- bráð án þess vilja skjóta hana, hann hefði ekki hjartað á réttum stað(!) Slík afstaða vekur líklega vel- þóknun með þeim sem eru í nábýli við náttúruna og eiga allt sitt und- ir duttlungum hennar. Veiðmanna- þjóðfélagið er jafnvel reiðubúið að láta kalla sig hvalveiðiþjóð vegna þessarar ástríðu þótt það hafi í raun einungis stundað slíkar veiðar af tillitssemi við gráðuga sjálfsbjarg- arhvöt sem engu þyrmir. A A Þrátt fyrir jt ^fc • upplýsinga, ágæti réttra þrátt fyrir reynslu okkar og rök hef ég sann- færingu fyrir því að það viðhorf sem Kjarval hafði til umhverfisins og ég reyndi að koma til skila í sam- tölum okkar gæti reynzt áhrifa- meira til verndar og varðveizlu en þær margvíslegu tölur sem okkur berast hvaðanæva að úr heiminum og ég hef áður nefnt. Öll ræktun hefst í hugarfarinu. Það er hjarta- lagið sem úrslitum ræður. Og af þeim sökum langar mig að minna á svofelld orð meistarans í Kjar- valskveri: Hugsaðu þér hvað lífið yrði miklu skemmtilegra, ef þeir settu beizli á grindhvalina, þetta er til í listinni. Þegar þeir þurftu að ferðast í gamla daga, fóru þeir upp í hvalina, það var leikur í þessu hjá þeim, einhver trúnaður þarna. Hvers vegna er öll þessi grimmd gegn smáhvölum sem af einhverri fýsiskri nauðsyn þurfa að komast á grynnra vatn? Þeir koma að heimsækja okkur og við tökum á móti þeim einsog það hafi aldrei verið til nein menning. Það kalla ég að tapa skóla, þegar menn sjá ekki í gegnum fingur við aðrar tegundir í dýraríkinu. Það ætti að vera sport hjá sumum íþróttamönn- um að setja á hvalina beizli og flot- holt og svo gætu þeir fengið sér í soðið. Hvers vegna alltaf að flýja til frummannsins í sjálfum sér, óskaplegt... hefurðu tekið eftir því, hvað steinar eru spakir í landslagi? -Hefurðu prófað að klappa þeim? Hefurðu séð hvað þeim líður mis- jafnlega vel eftir því hverjir ganga framhjá? Nei, öllu þessu hef égtek- ið eftir. Maður á að nota tækifærin sem gefast til að sjá eitthvað annað en hinir. Listin er að ganga fram- hjá tækifærum hinna. Svo mælti Kjarval, eða eitthvað á þessa leið. M (meira næsta sunnudag.) NN SKÝRIST HVAÐ menn eiga við, þegar þeir ræða um uppgjör Alþýðubandalagsins við fortíð sína. Eins og Óskar Guðmundsson, ritstjóri Þjóðlífs og höf- undur bókar um Alþýðubandalagið, komst að orði í fréttaskýringu Stöðvar 2 á þriðju- dagskvöldið á tilvistarkreppa Alþýðu- bandalagsins aðeins að litlum hluta rætur að rekja til samskipta þess við flokka fýr- ir austan jámtjald, kreppan er að stærstum hluta hugmyndafræðileg. Alþýðubanda- lagið og forverar þess í íslenskum stjóm- málum, Kommúnistaflokkur íslands og Sameiningarflokkur alþýðu, - Sósíalista- flokkurinn, hafa boðað þá stjórnmála- stefnu, sem leitt hefur glötun yfir þjóðim- ar í kommúnistaríkjunum. Sósíalisminn hefur ekki síður verið helstefna á þessari öld heldur en nasisminn. Undan þeirri stað- reynd verður ekki vikist, hvaða brögðum sem menn beita. Hér á landi hefur verið reynt að fá fólk til að fylgja slíkum sósíal- isma. Stefnuskrá Alþýðubandalagsins sem samþykkt var á landsfundi flokksins 1974 og enn er í gildi er til marks um það. Deilumar um íslenska utanríkisstefnu hafa ekki síst snúist um það, hvort við ættum að skipa okkur í sveit með vestræn- um þjóðum eða ganga í lið með sósíalísku ríkjunum. Um þetta var tekist á fyrstu ámnum, eftir að lýðveldi var stofnað. Að viðurkenna þá staðreynd er hluti af því uppgjöri sem þarf að fara fram. Alþýðu- bandalagið fylgir enn sömu utanríkisstefnu og Kommúnistaflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn. Á miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins fyrir skömmu vék Össur Skarphéðinsson, fyrram ritstjóri Þjóðviljans, að deilunum um alþjóðamál og viðhorfið til Sovétríkj- anna með þeim orðum, að Moggalygin hefði verið sannleikur. í deilum Þjóðviljans og Morgunblaðsins um kommúnistaríkin hafi Morgunblaðið haft rétt fyrir sér en Þjóðviljinn rangt. „Mogga- lygi“ frá 1948 I I FEBRÚAR 1948 hrifsuðu kommún- istar völdin í Tékkó- slóvakíu. Var hart um það mál deilt hér á landi, eins og sést af þessum leiðara Morgunblaðsins, sem birtist í mars 1948 og bar yfirskrift- ina: íslenskir menntamenn á móti komm- únistum. Þar segir meðal annars: „Islenskir menntamenn hafa undanfarið haldið tvo fundi, sem sýna greinilega af- stöðu þeirra til þess, sem er að gerast í alþjóðamálum. Háskólastúdentar hjeldu sinn fund fyrir ijettri viku og samþykktu þar skorinorð mótmæli gegn meðferð þeirri sem háskóla- borgarar hafa orðið að þola af völdum kommúnistastjómarinnar í Prag. Voru þau samþykkt með 102 atkvæðum gegn 49. Síðastliðinn sunnudag hjelt svo Stúd- entafjelag Reykjavíkur annan fund, sem einnig var geysiú'ölmennur. Þarvoru sams- konar mótmæli samþykkt og meðal há- skólastúdenta með 174 atkvæðum gegn 69 atkvæðum kommúnista. Eftir þetta þarf enginn að fara í grafgöt- ur um það, hvar íslenskir menntamenn skipa sjer þegar um er að ræða afstöðu til lýðræðis og manmjettinda. Þeir hafa lýst fyrirlitningu sinni á einræðisaðgerðum kommúnista. Þessi afstaða kemur engum á óvart. - íslenskir stúdentar hafa jafnan staðið framarlega í baráttunni fyrir frelsi þeirra eigin þjóðar. Úr hópi þeirra hafa þeir menn komið, sem einarðlegast börðust gegn hverskonar kúgun. Afstaða stúdenta nú er þess vegna í rökijettu samræmi við framkomu þeirra ailt frá því að íslensk freisisbarátta hófst. En varðar íslenska stúdenta nokkuð um það þótt tjekkneskir menntamenn, sjeu hrjáðir á ýmsa lund, reknir úr skóla, hnepptir í fangelsi eða jafnvel drepnir? Þeirri spurningu heyrist stundum fleygt fram. Já. íslenska menntamenn varðar um REYKJAVIKURBREF Laugardagur 24. febrúar það. Fijálslynt fólk, hvar, sem það á heima á jörðinni, varðar sannarlega um það, þeg- ar hver þjóðin á fætur annari er hneppt í þrældóm, menntamenn þeirra sviptir fijálsræði og stungið í svarthol ofbeldis- stjóma. Þess vegna eru mótmæli fijáls- lyndra menntamanna á íslandi gegn of- sóknunum í Prag, eðlileg og sjálfsögð." Þetta stóð í forystugrein Morgunblaðs- ins í mars 1948. Ekki sam- hljóða for- dæming EINS OG TÖL- urnar úr atkvæða- greiðslunni á fundi stúdenta sýna vora ekki allir á eitt sátt- ir, þegar rætt var um fordæmingu á valdaráni kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948. Þeir sem vora andvígir fordæmingunni vora þá fylgis- menn forvera Alþýðubandalagsins, sem þá hét Sameiningarflokkur alþýðu, - Sós- íalistaflokkurinn. Þá börðust þeir fyrir opnum tjöldum, sem töldu að þjóðskipulag- ið sem kommúnistar þröngvuðu upp á Tékka og Slóvaka ætti einnig að ríkja hér á landi. Þessi afstaða er í raun mun for- kastanlegri heldur en formleg eða óform- leg tengsl við kommúnistaflokka í öðrum löndum, sem vora einnig mikil á þessum áram. Allir sjá nú hvílíkar hörmungar kommúnismi eða sósíalismi hefur haft í för með sér, þar sem einræðisöflin hafa náð undirtökunum. í Reykjavíkurbréfi sem er dagsett 28. febrúar 1948 segir meðal annars: „Merkasti viðburðurinn í vikunni sem leið er að sjálfsögðu valdataka kommún- ista í Tjekkóslóvakíu. Að vísu ekki óvænt- ur. En ekki síst merkilegur fyrir það, hvemig sú valdataka fór fram, alveg á sama hátt og kommúnistar hafa hrifsað völdin annarstaðar. „Prógrammið" er alls- staðar eins hjá þeim og í ýmsum meginat- riðum mjög svipað aðferðum Hitlers, sem framkvæmdi jafnan árásir sínar og illvirki „samkvæmt áætlun“. „Komist hefur upp um undirbúning undir byltingu“. „Rakið til erlends sendi- ráðs“. „Afstýrt með snarræði kommún- ista“. ,,Þjóðin(!) tók í taumana“ o.s.frv. Það er að segja vopnaðar sveitir kommún- ista undir sjerstakri vemd hins mikla ná- granna í austri. Þesskonar yfirlýsingar eru endurteknar í hveiju landi af öðra, þegar kommúnistar leggja þau undir sig. Þeir, sem snúast gegn valdboðinu aust- ræna, era svo ýmist skotnir eða hengdir. En öllum bannað að fara úr landi, til þess að kommúnistar geti stytt þeim aldur heima fyrir sem sýna mótþróa, en þurfi ekki að hafa þá fyrirhöfn, að senda flugu- menn sína á eftir þeim út um öll lönd. Og fyrirskipað um leið, að hengja mynd Jósefs Stalíns upp í öllum barnaskólum. Svo á því leiki enginn vafi, hvert blessuð bömin eigi að snúa sjer, eða á hvem þau eiga að trúa, frá blautu bamsbeini. Þjóðviljinn kann sjer ekki læti, út af fregnunum frá Tjekkóslóvakíu. Þar hefir hver fyrirsögnin verið annari meiri síðustu daga. En það eru fyrirsagnirnar aðallega í hinum erlendu fijettum Þjóðviljans, sem ritstjórnin ákveður, sem kunnugt er. Því frjettimar era samdar í áróðursskrifstofum flokksins erlendis. Nema komið sje á sama fyrirkomulag þar og hjá nasistum, er gáfu út fyrirmæli til blaðanna í hinum undirok- uðu löndum, líka um það, hvernig fyrir- sagnirnar ættu að vera. Á sunnudaginn segir Þjóðviljinn að það hafi verið „Afturhaldið", sem ætlaði að undirbúa vopnaða uppreisn. Þegar stundir líða, er hætt við, að almenningur í þeim löndum, sem Ient hafa undir járnhæl kommúnismans, noti afturhaldsheitið á annan hátt, en það er gert nú. Því frjálsir menn munu ekki una því, að nefna það framfarir, að afnema alt þjóðfrelsi eins og kommúnistar gera. í hugarheimi kommún- ista er hið skéfjalausasta bióðuga aftur- hald, sú þróun, sem þeir meta mest. Á Þjóðviljamáli eru það „kröfur verka- lýðsins í Tjekkóslóvakíu“ að land það verði lagt undir Rússland. Og þegar undirokun- in er komin um kring, segir Þjóðviljinn eða er látinn segja, að „alþýðan fagni“ þeim tíðindum. Til þess að styðja Þjóðviljann í áróðri sínum og fjarstæðum, hleypur svo Ríkisút- varpið undir bagga, og flytur hlustendum frásagnir af því hvernig Moskva útvarpið afsakar valdatökuna í Tjekkóslóvakíu. Svo alt er nú með ráðum gert á heimili komm- únistadeildarinnar íslensku." Eins og af þessu sést er ekkert nýmæli að Morgunblaðið segir Þjóðviljanum til syndanna vegna kommúnisma eða sósíal- isma og hnýti einnig í ríkisfjölmiðlana, þegar svo ber undir. Deilt um grundvall- aratriði ENN ER DEILT um grandvallarat- riði af svipuðum toga og þessum í íslenskum stjórn- málum. Alþýðu- bandalagsmenn segjast að vísu horfnir frá ofurtrúnni á miðstýringu sósíalismans en aðhyllast þó enn sósíalisma, sem krefst miðstýringar og að allt sé á hendi ríkis- ins. Það er engin þriðja leið til milli sósíal- isma og markaðsstefnu eins og Vaclav Klaus, hinn nýi fjánnálaráðherra Tékkó- slóvakíu, sagði á forsíðu Morgunblaðsins sl. sunnudag. Einnig er enn tekist á um það hvort og hvernig öryggi og varnir þjóð- arinnar skuli tryggðar. Framsóknarmenn hafa jafnan stillt sér upp á milli Morgunblaðsins og Þjóðviljans og nú þykist Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra enn einu sinni hafa fund- ið nýja leið í öryggismálum að hætti fram- sóknarmanna. Væri sérstakt rannsóknar- efni fyrir framsóknarmenn á þessum upp- gjörstímum, þegar þeir huga að tengslum sínum við Bændaflokkinn í Búlgaríu og Miðflokkinn í Austur-Þýskalandi og ferða- lögunum á Eystrasaltsvikuna í Rostock, að kanna hvaða sveiflur flokkur þeirra hefur tekið í utanríkis- og öryggismálum til þess að þóknast kommúnistum og sós- íalistum eða samstarfsmönnum þeirra í Alþýðubandalaginu. Nú þykir Steingrími Hermannssyni enn einu sinni henta að halla sér upp að Alþýðubandalaginu þegar öryggi þjóðarinnar ber á góma. Um langt árabil voru framsóknarmenn með það á vörunum, að samkvæmt fyrir- vöram okkar við aðildina að Atlantshafs- bandalaginu (NATO) ætti ekki að hafa hér erlent herlið á „friðartímum". Var þetta helsta röksemdin fyrir vamarleysis- stefnu vinstri stjómarinnar 1956 til 1958, sem féll þó frá því að reka vamarliðið úr landi. Á þeim árum var hugtakið „frið- artímar" skilgreint með nýjum hætti af talsmönnum varna í landinu og bent á, að hemaðartækni gerði það að verkum, að nær fyrirvaralaust væri unnt að ógna landinu með hervaldi og þess vegna þyrfti að vera viðbúnaður í því sjálfu til að ekki skapaðist tómarúm, er sjálft kynni að kalla á hemaðarlega íhlutun af einhveiju tagi. í öryggismálum er ekki til nein þriðja leið á milli þess að vera varinn og óvarinn. Lengri við- vörunartími ATBURÐIRNIR í Austur-Evrópu hafa leitt til þess, að menn telja nú þjóðir Atlantshafs- bandalagsins hafa mun lengri viðvöranar- tíma en áður til að snúast gegn hugsan- legri árás úr austri. Við núverandi aðstæð- ur er herafli Sovétríkjanna í Austur- Evrópuríkjunum í raun óvirkur, þótt 380.000 hermenn séii enn í Austur-Þýska- landi. Fréttir frá Noregi herma hins vegar, að á Kóla-skaganum séu Sovétmenn sífellt að endurnýja og styrkja hernaðarmátt sinn. Kemur þetta heim og saman við það, sem hér var sagt frá skömmu fyrir jól, þegar lýst var mati finnskra sérfræð- inga á þróun öryggismála á norðurslóðum í kjölfar viðræðnanna sem nú fara fram um fækkun hefðbundinna vopna og lang- drægra kjarnorkuvopna. Viðvörunartími á norðurslóðum hefur ekki lengst vegna breytinga á sovéska herstyrknum, hins vegar leiðir það af pólitíska ástandinu í Sovétríkjunum og aukinni upplýsingamiðl- un þaðan að auðveldara er að gera sér grein fyrir ákvarðanaferli og efni ákvarð- ana ráðamanna en áður og þar með einn- ig því, hvort þeir hyggist beita aðrar þjóð- ir valdi. Að því leyti hefur aðstaða okkar breyst, þótt vígtólin í nágrenni landsins séu fleiri en nokkra sinni. Ein helsta röksemd herstöðvaandstæð- inga gegn vamarstöðinni í Keflavík hefur verið sú hin síðari ár, að vamarviðbúnaður- inn kalli á árás á landið. Hinar breyttu aðstæður ættu að hafa kippt stoðum und- an þessari skoðun. Þá hefur lengri viðvör- unartími leitt af sér, að mun síður en áður er þörf fyrir vamarviðbúnað við fullkominn varaflugvöll, sem lagður yrði af Mann- virkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Otti við sam- einað Þýskaland SAMEINING Þýskalands er á næsta leiti. Um það er ekki lengur deilt. Vangaveltur manna snúast nú einkum um það, hvemig stefna nýja þýska ríkisins verður í öryggismálum. Hvernig getur eitt og sama ríkið haft bæði sovésk- an og bandarískan herafla innan landa- mæra sinna og verið aðili að Atlantshafs- bandalaginu? Við þessari erfíðu spurningu leita menn svara um þessar mundir eins og því, hvaða áhrif breytingamar hafi á stöðu íslands. Nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins undir forystu Þorvalds Garðars Kristjánssonar hafa til dæmis lagt fram framvarp um að samhæfa krafta ýmissa innlendra stofnana, svo að þær geti axlað auknar skyldur í þágu vama landsins. Nú virðist grunnt á ótta hjá mörgum við sterkt, sameinað Þýskaland. Minnast margir þess, að tvisvar sinnum á öldinni hafa Bandaríkjamenn verið kallaðir til Evrópu til að stilla til friðar með því að bijóta heri Þjóðveija á bak aftur. Jafn- framt er á það minnt, að Bandaríkjamenn hafí sent herafla sinn til Evrópu á frið- artímum undir hatti Atlantshafsbanda- lagsins til að koma í veg fyrir, að þriðja heimsstríðið hæfíst í álfunni. Hingað til hafí þessi liðsafli skapað mótvægi ogjafn- vægi gagnvart Sovétríkjunum og fylgiríkj- um þeirra. Hann kunni þegar fram líði stundir að vera nauðsynlegur til að skapa jafnvægi vegna styrkleika Þýskalands. Vegna sameiningar Þýskalands vilja ýmsir í austri og vestri í Evrópu fyrir alla muni, að Bandaríkjamenn verði áfram með herafla í álfunni eða eins og Christoph Bertram, fyrrum forstjóri Alþjóðahermála- stofnunarinnar í London, nú blaðamaður við Die Zeit í Hamborg, orðaði það á dög- unum: „Það var ekki að ófyrirsynju að Gorbatsjov eða Sovétmenn hvöttu Bush til þess á leiðtogafundinum við Möltu að tryggja að bandarískir hermenn yrðu um fyrirsjáanlega framtíð í Evrópu. í því felst að bandarískur herafli verður áfram í Evrópu, jafnvel þótt bráðlega verði fækkað verulega í honum. í því felst einnig að Atlantshafsbandalagið verður áfram við lýði og hemaðarlegt samstarf NATO, þangað til Evrópubandalagið hefur breyst í öryggisbandalag." Hér er vikið að lykilatriði, sem hafa verður í huga, þegar litið er til framtíðar á þessum miklu breytingatímum. Og við skulum minnast þess, að Bandaríkjamenn halda ekki úti herafla í Evrópu án þess að þeir telji siglingaleiðimar yfir Atlants- haf öruggar í sínum höndum eða vina sinna. Framlag okkar til sameiginlegrar öryggisgæslu í okkar heimshluta hefur hingað til verið að leggja land undir banda- rískan herafla í varnarstöð NATO. Sam- eiginlegt vamarátak verður áfram nauð- synlegt til að tryggja frið en framlag hvers og eins hlýtur að taka mið af aðstæðum hans og umhverfi. Á þessari stundu getur enginn séð breytingamar fyrir með nokk- urri vissu. Hið sama á við nú og jafnan áður, þeg- ar rætt er um öryggismálin, að mestu skiptir að láta staðreyndir ráða afstöðu sinni en ekki óskhyggju. Ein setning er í hávegum höfð, þegar rætt er um atburðina í Austur-Evrópu, sem sé sú, að dag hvern komi í ljós, hve svokallaðir sérfræðingar séu vanmátta gagnvart atburðarásinni sjálfri, sem fólkið móti með ákvörðunum sínum. Valdataka kommúnista í Tékkó- slóvakíu og annars staðar í Austur-Evrópu fyrir rúmum fjörutíu árum sýnir okkur þó svart á hvítu, að með blekkingum og síðan grimmilegu valdi er unnt að bæla frjálsan vilja fólksins og skapa hættulegar aðstæð- ur. Enn er því full ástæða til að vera á varðbergi og kasta ekki frá sér því kerfí, sem hefur reynst vel andspænis alræðinu og tryggt frið með frelsi. Morgunblaðið/Einar Falur „Sósíalisminn hef- ur ekki síður ver- ið helstefna á þessari öld heldur en nasisminn. Undan þeirri staðreynd verður ekki vikist, hvaða brögðum sem menn beita. Hér á landi hefur verið reynt að fá fólk til að fylgja slíkum sósíalisma. Stefiiuskrá Al- þýðubandalagsins sem samþykkt var á landsfundi flokksins 1974 og enn er í gildi er til marks um það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.