Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 13.03.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990 VEÐUR Vf! VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima hiti veður Akureyri 0 skýjað Reykjavík +1 skýjað Bergen 3 haglél Helsinki ■f1 snjókoma Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq +8 skýjað Nuuk 0 snjóél Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn 4 heíðskírt Algarve 19 hálfskýjað Amsterdam 11 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 11 skýjað Chicago 16 léttskýjað Feneyjar 8 þoka Frankfurt 14 léttskýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 8 skýjað Las Palmas 20 léttskýjað London 12 skýjað Los Angeles 8 heiðskírt Lúxemborg 12 léttskýjað Madrid 15 hálfskýjað Nlalaga 21 léttskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal 2 skýjað New York 7 þokumóða Orlando 16 heiðskírt Parls 11 þokumóða Róm 14 skýjað V«n 18 úrkoma Washington 11 þokumóða Winnipeg 3 alskýjað Listmunauppboð Klausturhóla: Málverk Kjarvals selt á 1210 þúsund LISTAMUNAUPPBOÐ var haldið á vegum Klausturhóla á sunnu- dag. Boðnar voru upp myndir meðai annars eftir Jóhannes Kjarval, Ásgrím Jónsson, Jóhann- es Geir og Erró. Hæsta verð Kaupfélag Vopnfirðmga: Meðmæli til nauðasamninga KAUPFÉLAG Vopnfirðinga hefur fengið næg meðmæli til að óska eftir heimild til nauðasamninga. Að sögn Þórðar Pálssonar kaup- félagsstjóra verður slík beiðni að líkindum lögð fram hjá sýslu- manni áður en greiðslustöðvun fyrirtækisins rennur út næstkom- andi mánudag. Þórður sagði að enn hefði ekki tekist að selja af eignum fyrirtækis- ins nema smærri eignir sem seldar voru í haust. Erfitt væri að selja eignir á Vopnairði en þó væri verið að athuga ýmsa möguleika. fékkst fyrir olíumyndina Vífilfell eftir Jóhannes Kjarval, 1.210.000 krónur þegar búið var að leggja 10% skatt ofan á kaupverðið. Þá voru Dyrfjöll, olíuverk eftir Kjarval, slegið hæstbjóðanda á 950.000 kr. eða 1.045.000 kr. með skatti. Olíuverk eftir Erró, Fljúgandi mannætur, var slegið á 850.000 kr., 935.000 kr. með skatti, og Hen- gillinn (olía) eftir Jón Stefánsson á sömu upphæð. Fjórar aðrar myndir eftir Kjarval voru seldar á uppboði Klausturhóla, Útþrá (olía á striga) á 840.000 kr., 924.000 kr. með skatti, Botnssúlur (olía á striga) á 300.000 kr., 330.000 með skatti, Vordísir (olía á pappa) á 270.000 kr., 297.000 kr. með skatti, og Vor- draumar (túss) á 240.000 kr., 264.000 kr. með skatti. Tvær myndir eftir Ásgrím Jóns- son seldust, Botnssúlur (vatnslitir) á 410.000 kr., 451.000 kr. með skatti, og Arnarfell á 280.000 kr., 308.000 kr. með skatti. Þá var Uppstilling Kristínar Jónsdóttur seld á 640.000 kr., 704.000 kr. með skatti. VEÐURHORFUR í DAG, 13. MARZ YFIRLIT í GÆR: Suðaustan af landinu er hæðahryggur á leið norð- austur en minnkandi lægðardrag fyrir vestan land. Um 1100 km suðvestur í hafi er 990 mb lægð sem þokast norðaustur. Um 500 km vestsuðvestur af (rlandi er að myndast lægð sem mun dýpka og hreyfast allhratt norður. SPÁ: Austlæg átt á landinu, allhvasst eða hvasst með snjókomu og slyddu sunnantil fyrri hluta dags, en norðanlands undir kvöldið. Norðvestanlands verða þó él fremur en snjókoma. Hlýnandi veður í biii. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg átt og snjókoma eða slydda um norðan- og austanvert landið en suðlæg átt og slydduél sunnan- lands. Hiti 0-4 stig suðaustan- og austanlands en annars vægt frost. HORFUR Á FIMMTUDAGNorðaustan átt á landinu og kólnandi. Snjókoma og síðar él um noröanvert landið en víöast léttskýjað syðra. Frost 2-5 stig norðvestanlands en hiti nálægt frostmarki annars staðar. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * * 1Q° Hrtastig: 10 gráður á Celsius Skúrír * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður Tíu slösuðust og tug- ir bíla skemmdust TUGIR bíla lentu í árekstrum og níu manns slösuðust í árekstrum á höfúðborgarsvæðinu um miðjan dag á laugardag í þreifandi byl, nánast engu skyggni og mikilli hálku. Þrettán bílar lentu í tveimur árekstrum í sunnanverðri Arnar- nesshæð um klukkan 16. í báðum tilfellum var um aftánákeyrslur að ræða. Alls voru fimm manns fluttir á slysadeild, enginn þeirra hættu- lega slasaður að talið var. Um svipað leyti lentu átta bílar í áreksti á Vesturlandsvegi við Grafarholt. Það óhapp er rakið til þess að bilaður bfll stóð á akbraut- inni. Þrennt fór á slysadeild til að láta gera að sárum sínum. Þá urðu þrír árekstrar sem átta bílar áttu aðild að á Reykjanesbraut skammt ofan Hafnarfjarðar. Einn maður slasaðist. Aðfaranótt mánudagsins hlaut maður áverka á bijósti er hann missti stjórn á bíl sínum á Hafnar- fjarðarvegi við Silfurtún. Bíllinn skall á ljósastaur og skemmdist mikið. f * * * -F * * * * * * í DAG kl. 12.00: * Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) Háskóli íslands: Kosningar í dag STÚDENTAR í Háskóla íslands kjósa í dag um þrettán fúlltrúa í Stúd- entaráð HI og tvo fúlltrúa nemenda í háskólaráð, en þeir síðarnefndu sitja jafnframt í Stúdentaráði. Þessir fímmtán fúlltrúar eru kjörnir til næstu tveggja ára, en út úr Stúdentaráði ganga jafnmargir fúlltrúar, sem kjörnir voru fyrir tveimur árum. Kosningarétt eiga allir stúdentar, sem eru skráðir í Háskólann á þess- um vetri, alls 4.668 manns. Sextán kjördeildir verða í ýmsum bygging- um Háskólans, og er skipan þeirra auglýst á veggjum skólans. Kjör- deildir verða opnar frá kl. 9 til kl. 18. Tvær fylkingar bjóða fram í kosningunum að þessu sinni, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskva, samtök félagshyggjufólks í HÍ. Vaka hefur farið með stjóm SHÍ undanfarin tvö ár og hefur nú sextán fulltrúa af 30 í ráðinu. Fé- lagið vann sinn stærsta kosninga- sigur um áratuga skeið á síðasta ári og hlaut 50,9% atkvæða, en Röskva fékk 39,9%. Nái Röskva meirihluta í kosningunum í dag og einum manni umfram Vöku, verður jafnt í ráðinu, 15 á móti 15, en vinni Vaka.haldast sömu hlutföll. Búizt er við að úrslit kosninganna liggi fyrir laust fyrir miðnætti í kvöld. Forystumenn fylkinganna búast við mikilli kjörsókn, en hún hefur farið stöðugt vaxandi undan- farin ár, var 38% árið 1987 en 56% í fyrra. Sjá viðtöl við efstu menn á list- um Röskvu og Vöku á bls. 20. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá Opnu húsi Háskóla Islands, sem haldið var í Þjóðarbókhlöðunni á sunnudaginn. Rúmlega sex þusund manns komu í Opið hús Háskólans HIÐ árlega Opna hús Háskóla íslands var haldið á sunnudaginn, og var námskynningin að þessu sinni haldin í Þjóðarbókhlöðunni. Að sögn Ástu Kr. Ragnarsdóttur, verkefiiissljóra Opna hússins, var stanslaus straumur gesta í Þjóð- arbókhlöðunni allan daginn, en alls komu þangað á sjöunda þús- und manns. Ásta sagði að kynningin hefði tekist ákaflega vel, og ekkert farið úrskeiðis rátt fyrir mikla örtröð. „Þetta var kynning á öllum náms- leiðum innan Háskólans og auk þess á 22 sérskólum. Þá voru upp- lýsingafulltrúar sem starfa hér á landi vegna náms erlendis með kynningu, og einnig ýmsir þjón- ustuaðilar eins og Lánasjóður íslenskra námsmanna, Félagsstofn- un stúdenta og stúdentasamtökin. Síðan voru nokkrar rannsókna- stofnanir Háskólans kynntar, en alls var um að ræða yfir fimmtíu kynningaraðila." Auk námskynningarinnar var gestum boðið upp á margs konar skemmtun. Sýnd voru myndverk eftir nemendur Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Tónlistarskólinn, Söngskólinn og Leiklistarskólinn stóðu fyrir listviðburðum, og Há- skólakórinn skemmti gestum með söng í raunvísindabyggingunum. Að sögn Ástu kom mikið af fram- haldsskólanemendum á kynning- una, og einnig kom töluvert af að- standendum unglinga sem vildu kynna sér hvaða námsleiðir væru í boði. „Þá kom auðvitað einnig fólk sem einungis vildi sjá Þjóðarbók- hlöðuna, og ég fann það að fólk var greinilega mjög ánægt með húsið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.