Morgunblaðið - 13.03.1990, Page 12
/ boði eru meðal annars stakir stólar
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
t>. ÞDRGRfMSSDN&CQ
Ármúla 29, Reykjavík, simi 38640
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1990
Nýjar leið-
ir njósna-
brautanna
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
John le Carré: Rússlandsdeildin
Þyðandi: Ólafúr Bjarni Guðnason
Útg. Vaka/Helgafell 1989
Það hefur dregist úr hömlu að
geta þessarar nýjustu bókar hins
fræga njósnasagnameistara Johns le
Carrés en hún kom út fyrir jólin og'
var þá splúnkuný af nálinni. Það
hefur jafnan einkennt sögur Johns
le Carrés að kynna sér mjög ræki-
lega það sögusvið sem hann velur
hverju sinni og honum tekst jafnan
að skapa mjög afgerandi andrúm í
sögum sínum.
Eins og fram hefur komið í um-
ræðum og skrifum um njósnasögur
stenst nú ekki lengur hinn gamli
mátinn. Sögur sem byggjast á leyni-
ferðum milli Austur- og Vestur-
Berlínar hljóta að hafa sungið sitt
síðasta nú, svo og alls konar önnur
efni sem hafa verið svo kjörin við-
fangsefni fyrir þá sem skrifa þess
lags bækur. Með þíðunni í samskipt-
um stórveldanna, hruni kommúnista-
stjóma í Austur Evrópu og sögulegri
endurskoðun á flestum sviðum verða
þessir höfundar annað hvort atvinnu-
lausir eða þeir þurfa að leita á ný
mið, finna nýja fleti á málunum, svo
að maður bregði fyrir sig klisjum.
Þegar John le Carré er að vinna
þessa bók, líklegast á öndverðu
síðasta ári hafði orðið stórbreyting á
samskiptum Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna, Pólland horfði fram á
nýja tíma en öllu meira var það nú
varla. Samt hefur höfundur orðið að
taka mið af þessu og það tekst hon-
um með prýði.
Upphafíð er að sönnu hefðbundið;
bókakaupstefna í Moskvu þar sem
dularfull kona vitjar vestræns manns
til að smygla út handriti til vesturs.
Þegar að er gáð felst í þessu hand-
riti allt annar sannleikur eða allt aðr-
ar upplýsingar en við fyrri slíkar gerð-
ir og fer nú allt á fleygiferð, að vísu
hæga lengi vel og töluvert flókna.
Það gildir þó hið sama hér og í ýms-
um öðrum bókum hans að söguper-
sónumar éru ekki ailar hvorki sérlega
geðslegar og þaðan af síður að þær
séu einhveijar James Bond mann-
gerðir. Hinn þögli einfarí er kallaður
tii leiksins eins og venjulega.
Það er auðvitað ekki rétt að rekja
söguþráð í slíkum bókum en þolin-
móðir og áhugasamir lesendur fá vel
fyrir snúð sinn. Þýðing Ólafs Bjama
Guðnasonar sýnist mér vera hið hugn-
anlegasta verk.
Vaskur piltur
Virgill
_________Leiklist___________
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Leikfélag Kópavogs sýnir:
Virgil litla eftir Ole
Lund Kirkiegaard.
Þýðandi: Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson.
Leikmynd og búningar: Gerla.
Lög og söngtextar: Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson.
Ljósahönnun: Egill Örn Arna-
son.
Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir.
Bamasýningar gegna mikil-
vægu hlutverki í lífi hvers leik-
félags því ef lögð er nægileg rækt
við þær er þar með búið að ala
upp leikhúsáhorfendur framtíðar-
innar. Ef böm eiga ánægjulegar
stundir í leikhúsinu þá er mun
líklegra að þáu heimsæki það aft-
ur á fullorðinsárunum. Því miður
eru unglingar dálítið afskiptur
hópur í leikhúslífinu og sjaldan
sýningar á ferðinni sem tala beint
til þeirra. En leikhús er auðvitað
fyrir alla og fullorðnir geta farið
á bamasýningar og böm á fullorð-
inssýningar. Eg held að fólk van-
meti hæfileika bamanna til að
skilja sýningar. Þau skilja þær
kannski ekki á sama hátt og full-
orðna fólkið en þau skilja þær á
sinn hátt. Pabbar og mömmur
ættu því að taka bömin sín oftar
með í leikhúsið.
Leikfélag Kópavogs gerir
ágætlega við sín böm. í fyrra
sýndi það Fróða og alla hina grisl-
ingana eftir Ole Lund Kirkegaard
og nú er það VirgiII litli eftir sama
höfund. Virgill er kátur ungur
strákur og er ekkert upp á full-
orðna kominn. Hann býr í
hænsnakofa kaupmannsins og
sefur þar vært í hengirúminu sínu.
Bestu vinir hans eru þau Tóta
Sigga og Karl Emil. Tóta Sigga
les mikið af bókum og er sítal-
andi um sitthvað sem hún hefur
lesið í þeim en hún er líka grall-
ari eins og Virgill. Karl Emil er
aftur á móti mikill mömmudreng-
ur, sætur og strokinn. Þessi þijú
lenda í alls kyns ævintýrum, stela
gæsarstegg í því skyni að láta
hann giftast storki, fara í ij'ár-
sjóðsleit, á drekaveiðar o.s.frv.
Það er ekki um neinn ákveðinn
söguþráð að ræða heldur sam-
anstendur leikritið af mörgum litl-
um uppákomum þremenning-
anna.
Leikmynd Gerlu er skemmtileg.
Hún er í skærum og glöðum litum
sem gleðja bamsaugun. Öllu er
haganlega komið fyrir; kofa Virg-
iis, búðinni, húsunum í þorpinu
með görðum þar sem mömmurnar
hengja upp þvottinn sinn og svo
er auðvelt að búa til skólastofu.
Búningarnir eru einnig mjög
frísklegir og skemmtilegir.
Krakkar hafa gaman af hress-
um og kátum söngvum og yfír-
leitt er lagið tekið í bamaleikrit-
um, það lífgar líka upp á sýning-
una. Lögin í Virgil litla voru
stundum full þunglamaleg og
hætt við að textinn hafi ekki allt-
af náð eyrum þeirra yngstu. Sum
lögin vom þó ágæt, t.d. lokalagið
þar sem sungið var um Jappilíu-
iandið þar sem allir era kátir og
glaðir. Þar fór saman einfaldur
texti og grípandi laglína og mátti
heyra unga leikhúsgesti raula það
á leiðinni út.
Það mæddi auðvitað mest á
þeim leikuram sem léku þremenn-
ingana. Ólöf Ýr Atladóttir lék
Virgil. Hún var mjög hressileg í
túlkun sinni en það var aldrei um
neinn ofleik að ræða. Svipbrigði
og hreyfingar vora skemmtilegar.
Það sama má segja um Jóhönnu
Pálsdóttur sem lék Tótu Siggu.
Leikmáti hennar og Ólafar var
mjög áþekkur. Kröftugur en samt
Virgill í þungum þönkum. Ólöf Ýr Atladóttir, Jóhanna Pálsdóttir
og Frosti Friðriksson í hlutverkum sinum.
vel haldið utan um allt og báðar
hafa þær skýrar og góðar raddir.
Karl Emil er leikinn af Frosta
Friðrikssyni. Hann var svolítið
stífur til að byija með og ekki
alveg í takt við þær stöllur Ólöfu
og Jóhönnu. En það hvarf fljótt
og þau þijú náðu prýðissamleik,
reyndar svo góðum að hinir leikar-
amir stóðu þeim langt að baki.
Þar vantaði ýmislegt uppá fram-
sögn og fá þeirra vora jafn eðlileg
og óþvinguð og þremenningamir.
Þó má nefna að Skúli Rúnar Hilm-
arson stóð sig ágætlega í hlut-
verki kaupmannsins og ekkert út
á hans framsögn að setja.
Leikstjórinn hefur greinilega
valið hófstillta leið að leikritinu,
stundum jafnvel full hófsama en
hressileikinn er þó oftast í fyrir-
rúmi. Slagsmál og önnur álíka
atriði eru skemmtilega unnin og
fara ekki út í neinar öfgar og
læti. Áberandi svipbrigði era mik-
ið notuð enda eiga litlir áhorfend-
ur auðveldara með að lesa í slíkt
heldur en að hlusta á textann. I
heild er þetta vel unnin sýning
og umgjörð öll vönduð. Það ættu
allir krakkar að geta skemmt sér
þótt sum lítil hjörtu slái ögn hrað-
ar þegar drekinn birtist á svæðinu
en þá er bara að hjúfra sig að
pabba eða mömmu.
SÖGUGLEÐI
Guðjón Albertsson
lagadeildinni en að öðra leyti orðið
lítið úr lífinu; sýnist ekki heldur
vera neinn átakamaður. Og hefur
reyndar lent í ýmsu miður góðu.
Sagan hefst á því að hann hefur
störf hjá verslunarfyrirtæki í Mið-
bænum. Síðan segir mest af ástar-
ævintýri hans með einni skrifstofu-
stúlkunni. En fleiri koma við sögu,
t.d. foreldrar sögumanns, öldruð
hjón (óeðlilega öldrað miðað við
aldur sonarins), vansæl og ein-
mana. Er sá kaflinn langbestur sem
segir frá dagstund á heimili þeirra.
Ástarsagan er víða með tilþrifum
en stundum sögð með nokkram
ærslum. Þegar svo forstjórinn
blandar sér í atburðarásina verður
allt ósennilegra og óraunveralegra.
Lýsingin á forstandsmanninum
þeim fer úr böndunum. í lokin, þeg-
ar sögumaður stendur einn, nálgast
frásögnin aftur sitt fyrra jafnvægi.
Þannig rís og hnígur saga þessi.
Sumt hefur vel tekist. Annað miður.
Þótt alllangt sé síðan Guðjón
sendi frá sér fyrstu bók sína virðist
hann enn í mótun. Enn er hann
Bókmenntir
ErlendurJónsson
Guðjón Albertsson:
SKRIFSTOFULIÐIÐ. Skáldsaga.
157 bls. Skákprent. 1989.
Guðjón Albertsson er enginn
byrjandi. En hann er ekki heldur
kominn í þann hóp sem hátt trónir.
Ástæðan er meðal annars sú að
hann hefur farið sér hægt við rit-
störfin. Ekki fylgir hann þess hátt-
ar forskrift sem vænleg telst til
viðurkenningar og verðlauna. Sagt
er að höfundur þurfi að vera tíður
gestur í fjölmiðlum til að komast á
blað hjá bókmenntastofnuninni. Sú
mun ekki heldur vera raunin um
Guðjón. Skrifstofuliðið er skáldsaga
sem erfitt er að skipa í flokk. »Góð-
ar sögur rekja sig einatt sjálfar og
ég vona fastlega að saga mín sé
ein af þeim,« segir í Inngangsorðum
sögumanns. Þeirri línu fylgir Guð-
jón dyggilega, kannski um of, það
er að segja að láta söguna rekja
sig sjálfa. En þar með er ekki sjálf-
gefið að sagan sé að því skapi góð.
Því einhveija stjóm verður höfund-
ur þó að hafa á liði sínu, sögu-
manni sem öðram. Að mínum dómi
héfði Guðjón mátt skipuleggja þetta
verk sitt miklu betur og gæta stöð-
ugra jafnvægis í stíl og söguefni,
þó svo að það hefði orðið á kostnað
hins sjálfrekjandi sjónarmiðs. Fyrr-
greind inngangsorð, sem teijast
hluti sögunnar, eru t.d. óþörf, sömu-
leiðis eftirmáli. Fyrsti kaflinn
minnir • helst á neðanmálssögur í
vikublöðum fyrir þijátíu áram. En
höfundi vex ásmegin, bæði í stíl og
frásögn og nær með köflum ágæt-
um tökum á efni sínu. Hann lætur
sögumann smásaman berast út í
hringiðu atvika og um leið nást
traustari tök á stílnum. En svo
koma aðrir kaflar þar sem höfundur
ofgerir; átökin verða svo yfirdrifin
og frásögnin svo ofspennt að spenn-
an fellur.
Efnisgrannurinn er í sjálfu sér
vel lagður. Sögumaður er tuttugu
og sjö ára. Stúdent er hann, hefur
sett fótinn inn fyrir þröskuldinn á
efni í góðan höfund, það er alveg
ótvírætt. Sögugleði hans sýnist
ósvikin. Sumir kaflar Skrifstofuliðs-
ins eru beinlínis skemmtilegir. Gall-
ar sögunnar leyna sér ekki að held-
ur. En þeir geta verið sprottnir af
því að höfundur hafi ekki áttað sig
á hvar hann stendur og þar af leið-
andi ekki heldur hvert stefna skuli.
Stundum hvarflar að manni að hann
langi að sýnast ungur og töff. Að
því er best er vitað nýtur hann
hvorki verndar né örvunar frá nein-
um hópi eða klíku sem margt skáld-
ið telur sér beinlínis nauðsynlegt til
stuðnings og viðmiðunar. Að því
leyti getur Guðjón talist til utan-
garðsmannanna í bókmenntunum.
Sýnilega býr hann yfir hæfileikum
sem ekki hafa nýst honum í þess-
ari sögu, nemaþá að mjögtakmörk-
uðu leyti.
Prentvillur eru of margar í bók-
inni. Og setjarinn virðist ekki alveg
búinn að læra á tölvuna sína, notar
t.d. band jafnan þar sem strik
skyldi vera. Þó slíkt varði útlit frem-
ur en innihald setur það ankanna-
legan svip á textann.
og margt fleira með miklum afslœtti.
Komið og lítið inn hjó okkur.
John le Carré
SfH
steinsteypu.
Léttir
meofænlegir
viðhaidsiitlir
Þ.ÞQRGRlMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640